Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 46
RÝNTÁ MORGUNB LAÐIÐ 46 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 [iioiMiiðr cai □□Dolby DIGITAL' HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó EerGAir&M, Christopher Ecdeston Kate Winslet Jude er mögnuó kvikmynd byggö á skáldsögu Thomas Hardy um frændsystkynin Jude og Sue sem eru yfir sig ástfangin en fordómar samfélagins gera samband þeirra næstum ómögulegt. Aðalhlutverk Christopher Eccleston (Shallow Grave) og Kate Winslet (Sense and Sensibility, Hamlet, Titanic) Sýnd kl. 6, 9 og 11.15. b.í.i4. GENE HACKMAN CHRIS O’OONNELL 4 KLEFINN § W LÖGFR/EÐI NGU R ■^Revnir ao bjarga FA SÍNUM FRÁ GASKLEFANUM. I ER ÞAD ÞESS VIRÐI? ijjimiiiiijj Sýnd kl. 6, 9 og 11.15. B.i.16 líjjffiimli, gnðar- ileigJi falleg og e.rotisk mynd éftir meistara k J B o Wulei lÆm g. S I ) m | MWKMRN rjeðMyflf ■■■■■■■ ude lt< *J WM Sýnd kl. 4.45, 7 og 9.15. B.i. 12 Sýnd kl. 4.45. Allra síðustu sýningar Bean er mynd fyrir karla heimsækið heimasíðuna www.mrbean.co.uk SKJÁINN JIM Henson með nokkrum af afkvæmum sinum. r Fjölbrautaskólinn Breiðholti kvöldskóli TRÉSMÍÐI fjOlbrautasxúunn BREIOHOUI Grunndeild undirstöðuatriði í trésmíði Húsasmíði grunn- og framhaldsdeildir Húsasmíði fyrir nema á samningi FB þegar þú velur verknám GAULAIÞER OARNIRNAR? cll uilum rizzd Ameiiucuici FRÍIRTÓMAT á allar pizzur frá 8. ágúst til 8. september. - um land allt DÝRI, Iengst til hægri, er óumdeild stjarna hljómsveitar dr. Tanna. Prúðuleikararnir enn í fullu fjöri Ein af fyrstu minningum Ottós Geirs Borg um sjónvarpið var þegar fjölskylda hans fékk sér litasjónvarp og horfði hugfangin á hina litskrúðugu Prúðuleikara. NÖLDURSEGGIRNIR Statler og Waldorf í kröppum dansi. LAN GLUNDARGEÐ Bikars gagnvart yfirmanni sínum er ótrúlegt. LITASJÓNVARPIÐ kom á heimili okkar einmitt það kvöld sem Prúðuleikaramir voru á dagskrá en þau kvöld voru álitin heilög stund í fjölskyldunni og safnaðist hún öll saman fyrir framan sjónvarpið til að fylgjast með því hvaða gestur væri í þáttun- um og hverju brúðurnar tækju uppá. Allur heimur Prúðuleikaranna breyttist á þeirri stundu þegar litirnir flæddu um skjáinn. Kermit froskur var auðvitað grænn og Svínka var bleik, en lita- dýrðin sem var í brúðu- heimi Jim Hensons var engu lík. Furðuverui- af öllum stærðum og gerð- um tóku á sig regnbogans liti. 120 þættir voru gerðir af fyrstu þáttaröðinni um Prúðuleikarana á árunum 1976-1980, en Kermit og félagar eiga sér lengri sögu. Árið 1954 hóf Jim Henson feril sinn sem brúðugerðarmaður fyrir þátt sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni WRC-TV. Ári síðar kom hann með hugmynd að fímm mínútna löngum þáttum sem hann kallaði „Sam and Friends“. Urðu þættimir strax mjög vinsælir. Kermit froskur er einn þeirra sem hófu sjónvarpsferil sinn í „Sam and Friends". Brátt tóku fleiri sjónvarpsstöðvar eftir Kermit og félögum og urðu Prúðuleikararnir tíðir gestir í þáttum eins og „The Today Show“ (frá árinu 1963) og „The Ed Sullivan Show“ (frá árinu 1966). Á þessum árum bættist fleira hæfileikafólk við þá sem stóðu að baki Prúðuleikurunum en meðal þeirra voru Don Sahlin, sem er hönnuður margra af frægustu Prúðuleikurunum, og Frank Oz, sem margir þekkja sem rödd Svínku eða Yoda úr Stjörnustríðs-myndun- um, Oz hefur einnig leik- stýrt nokkrum myndum eins og „Little Shop of Horrors" og „Dirty Rott- en Seoundrels". Það var ekki fyrr en árið 1975 að Jim Henson byrjaði að undirbúa þáttaröð þar sem Prúðu- leikaramir réðu algerlega ferðinni og 26. september árið 1976 var fyrsti þátturinn af „The Muppet Show“ sýndur í bandarísku sjón- varpi. Þættirnir urðu gífurlega vin- sælir hjá jafnt ungum sem öldnum. Margar frægar persónur komu fram í þáttunum. Má sem dæmi nefna hryllingsmeistarann Vincent Price, tónlistarmenn eins og Elton John, Lisu Minelli, Kenny Rogers, spéfuglana John Cleese, Bob Hope, Steve Martin, ofurmennið sjálft Christopher Reeve. Svona mætti lengi telja. Brúðurnar eru hins vegar það sem er minnisstæðast af öllu. Hver man ekki eftir sænska kokkinum, sem babblaði eitthvað meðan hann klúðraði matargerð sinni; hljóm- sveit dr. Tanna; vísindamönnunum tveimur, þar sem litli augnalausi gleraugnaglámurinn lét aðstoðar- mann sinn, Bikar, ganga í gegnum hverja tilraunina á fætur annarri? Eða þá gamlingjunum tveimur sem hrópuðu ókvæðisorð að hinum prúðuleikurunum frá svölunum, en nöfn þeirra eru Statler og Waldorf, sem eru fræg hótel í Bandaríkjun- um. Þess má geta að kona Waldorf heitir Astoria. Ekki má heldur gleyma Gunnsa. Enginn virðist vita nákvæmlega af hvaða dýrategund hann er en eitt er víst að hann elsk- ar hænur, og hinum skemmtilega ófyndna Fossa bimi. Árið 1991 lést Jim Henson og tók þá sonur hans, Brian, við rekstri fyrirtækis foður síns. Jim hafði léð mörgum af frægustu prúðuleikur- unum rödd sína, t.d. Kermit, en sá sem talar fyrir Kermit þessa dag- ana heitir Steve Whitmire. Whit- mire talar einnig fyrir rottuna Rizzo, sem er einn af stjórnendum nýju þáttaraðarinnar um Prúðu- leikarana, „Muppets Tonight“, sem frumsýnd var í sjónvarpi í fyrra. Nýju þættirnir sýna það og sanna að Prúðuleikararnir eru enn í fúllu fjöri og verða það eflaust langt fram á næstu öld. Heimur Prúðuleikar- anna breytt- ist þegar lit- irnir flæddu um skjáinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.