Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 40
10 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA IDAG „Nýtt boðorð gefégyður“ Hann, sem er einka- sonur Guðs, gefur líf sitt til lausnargjalds fyrir marga, segir sr. Heimir Steinsson, og við það gjald er kristinn náungakær- leikur miðaður. í DAG er 13. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Guðspjall dagsins samkvæmt þriðju texta- röð er að fínna hjá guðspjalla- manninum Jóhannesi, 13. kapít- ula, versunum 34 til 35. Það hljóðar á þessa leið: „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hvertil annars.“ Textar þessa Drottinsdags eru sérstaklega helgaðir elsk- unni, kærleikanum. í framanrit- uðu gxiðspjalli gjörir Jesús svo mikið úr sérleik kristilegs kær- leika, að hann kennir þann kær- leika við „nýtt boðorð". Sá sem í Jesú nafni ber í bijósti elsku til náunga síns hefur hlýðnast þessu nýja boðorði og haldið það í heiðri. Hann gjörir nokkuð, sem enginn gjörði fyrir daga Jesú. Fróðlegt er að bera þessi orð Jóhannesarguðspjalls saman við ummæli Matteusar um „hið æðsta og fremsta boðorð" (Matt. 22:38) og framhald þeirrar málsgreinar: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Þar tekur Jesús orð beint upp í 3. Mósebók 19:18. Sýnir sá eldforni ritningarstáður, að hugmyndin um elskuna til ná- ungans var komin fram löngu fyrir daga Jesú. Fróðlegt væri því að vita, hvað Jesús á við, þegar hann í Jóhannesarguð- spjalli talar um „nýtt boðorð". líf sitttil lausnargjalds...“ Guðspjall dagsins eftir ann- arri textaröð er að finna í 20. kapítula Matteusar guðspjalls, versunum 20 til 28. Þar getur m.a. að líta orð Jesú um þjón- ustuna. Sá sem vill verða mik- ill, skal verða allra þjónn, — „eins og Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga". Hér getur að líta þann veru- leika, sem Jesús Kristur flytur með sér, inn í þennan heim: Hann, sem er einkasonur Guðs, gefur líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. Við það gjald er kristinn náungakærleikur mið- aður. Fórn Krists á krossinum er andvirði kristilegs kærleika. Boðorðið, sem byggt er á skír- skotun til þess veruleika, er þar af leiðandi „nýtt boðorð“. Það á sér vissulega fyrirmyndir í fom- um fræðum ísraels. En að inni- haldinu til er það öldungis nýtt. Með krossdauða sínum og upp- risu gjörir Kristur „alla hluti nýja“ (Op. 21:5) ogþarmeð einnig þetta föma boðorð. Miskunnsami Samverjinn Guðspjall dagsins eftir fyrstu textaröð er saga Jesú um mis- kunnsama Samveijann (Lúkas 10:23-37). Þessa sögu þekkja allir. Þar getur að líta kristinn kærleika í verki, lifandi þjónustu í elsku til náungans. Vér munum öll manninn, sem féll í hendur ræningjum, er flettu hann klæð- um og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauð- vona. Þeir hverfa oss ekki úr minni, presturinn og levítinn, sem sveigðu framhjá hinum illa leikna manni. Loks geymum vér alla daga í huga Samveijann, er kenndi í brjósti um þann, sem sætt hafði misþyrmingunni, gekk til hans, batt um sár hans, setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Tilefni þessarar sögu var spurning, sem lögvitringur nokkur lagði fyrir Jesúm: „Hver er þá náungi minn?“ í sögulok snýr Jesús spurningunni við og spyr lögvitringinn. „Hver þess- ara þriggja sýnist þér hafa reynzt náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjum?" Lög- vitringurinn mælti: „Sá, sem miskunnarverkið gjörði á hon- um.“ Jesús sagði þá við hann: „Far þú og gjör hið sama.“ „... en þeirra er kærleikurinn mestur“ Þessa helgi höldum vér í raun og veru hátíð kærleikans. Það er í góðu samræmi við annað Guðsorð dagsins, að síðari ritn- ingarlestrarnir eftir annarri og þriðju textaröð skuli vera Ijóð Páls postula um kærleikann, þ.e.a.s. allur þrettándi kapítuli fyrra Korintubréfs. Hann hefst á þessum óviðjafnanlegu orðum: „Þótt ég tali tungum manna og engla, en hefði ekki kær- leika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekk- ing, og þótt ég hefði svo tak- markalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kær- leika, væri ég ekki neitt.“ Þetta ljóð er lifandi útlegging á þeim orðum Jesú úr Jóhannes- arguðspjalli, sem hér var vitnað til í inngangi og reyndar eru höfð að yfirskrift þessarar hug- leiðingar: „Nýtt boðorð gef ég yður.“ Hvergi í samanlögðum heimsbókmenntunum er önnur eins ljóðmæli um kærleikann að finna, elskuna, hinn nýja veru- leika, sem Kristur keypti oss, er hann gaf „líf sitt til lausnar- gjalds fyrir marga“. „Er nú varir trú, von og kær- leikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." Þannig lýkur postulinn ljóði sínu og með þeim orðum hæfir að fella þetta tal í dag — á hátíð elskunnar. JIJtrgpittM&Míi - kjarni málsins! VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags Óskilakettir í Kattholti HRINGT var frá Kattholti og sagt að skjaldan hafi verið jafnmikið af óskila- köttum þar eins og nú. Þeir eru úr öllum áttum og af öllum gerðum. Eigendur eru vinsam- lega beðnir að hafa sam- band og vitja dýra sinna. Afram Valur MIG langar að vekja at- hygli því hvað Valur á frá- bæra fótboltamenn í 2. flokki. Ég fór á frábæran leik í gærkvöldi þar sem Valur lék á móti Ákumes- ingum og vann Valur 5:0. Maður furðar sig á því að Valur skuli ekki reyna að nota eitthvað af þessum strákum úr 2. flokki til að hressa upp á meistara- flokkinn. 2. flokkur Vals er efstur í sínum flokki, en maður sér aldrei orð um þetta í blöðunum, bara um meistaraflokkinn. Það virk- ar hins vegar mjög hvetj- andi ef minnst er á þessa leiki líka_. Áhugasöm amma Verkin tala ÉG VIL hvetja Hlöðver Kristjánsson til að kynna sér verk Guðmundar Hall- varðssonar á Hrafnistu- heimilunum í Reykjavík og Hafnarfírði, þar sem hann hefur gegnt forystuhlut- verki undanfarin ár og von- andi um ókomin ár og ræktað starf af mikilli reisn og hefur haft hag aldraðra að leiðarljósi. Þá vil ég benda Hlöðveri að lesa greinar eftir mig 18. janúar og 8. febrúar 1997. Með baráttukveðu til þeirra er minna mega sín. Skúli Einarsson Fyrirspurn MIG langar að vita hvers vegna Reykjavíkurmara- þonið var fært til um eina viku á milli ára. Gott væri að fá svar á þessum stað. Sigrún Jónsdóttir Inn um annað, út um hitt MIG langar að þakka stjórnendum þáttanna „Inn um annað og út um hitt. En ég gat samt ekki verið sátt við þýðingu á setning- unni „The rain in Spain stays mainly on the plain". Þessi setning kom ein- mitt fyrir þegar ég var að byija að læra ensku og Oxford-lærður kennari minn þýddi þessa setningu svona: „Á Spáni rignir að- allega á gresjunum"; „slétt- unum“; enska orðið „plain“ þýðir einnig „sléttur"; „steppur"; „sléttur flötur" en getur þýtt margt fleira eftir ákveðnum sambönd- um, en flugvél er „airo- plane“ á ensku, ekki „pla- in“. „Alfa“ og „omega“ táknar upphaf og endi. Kristín Tapað/fundið Símabók tapaðist RAUÐ símabók með kín- versku munstri, merkt Brynju, tapaðist á Stór- Reykjavíkursvæðinu 6. júlí. Finnandi vinsamlega hringi í síma 552 9050 eða 553 6406. Teppi o g leðuról töpuðust SAMANRULLAÐ teppi með glitrandi þræði frá Alþingishátíðinni, með gamalli, slitinni leðuról utan um hvarf úr bíi eina nótt við Sólvallagötu fyrir tæplega tveimur vikum. Þessir munir hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann, en geta ekki verið mjög verðmætir fyrir aðra. Geti einhver gefið upplýsingar um hvar þessir munir eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 551 3077. Úr fannst TÖLVUÚR fannst sl. mánudag í Heiðmörk. Upp- lýsingar í síma 551 0073. Gleraugu töpuðust KVENGLERAUGU með litum gleijum töpuðust í Grasagarðinum í Laugar- dal sl. miðvikudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 568-0582. Gæludýr Kettlingar TVÆR litlar kassavanar læður, fæddar 17. júní, óska eftir góðu heimili. Önnur er yijótt en hinn grá og bleik. Þær eru báðar mannelskar og snyrtilegar. Upplýsingar í síma 555 4806. Köttur fæst gefins BRÖNDÓTTUR tveggja ára fressköttur fæst gefíns á gott heimili. Upplýsingar í síma 564 3141. HVÍTUR leikur og vinnur SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í skák tveggja Svía á alþjóðlega mótinu í Stokkhólmi sem lauk um síðustu helgi. Pet- er Laveryd (2.440) var með hvítt og átti leik, en Johan Hultin (2.355) hafði svart. Það er ekki heiglum hent að finna eina vinnings- leikinn í stöðunni. Laveryd lék þeim næstbesta: 53. Hxf3? - Hxg4 54. Hf8+? (Skárra var-54. Dd5! en eftir Bc8! bjargar svart- ur sér) 54. — Kg7 55. Df3 - Be6 56. Hf7+ - Kg6 57. Hf6+ - Dxf6 58. Dxf6n— Kxf6 59. hxg4 — Bxg4 60. b4 - Bdl 61. c3 og eftir mikinn tímahraks- barning náði svartur að vinna endataflið. Hvítur gat hins veg- ar unnið með því að 53. Dd4!! - Bxg4 54. Hxf3! - Dh5 (Eða 54. - Dh6 55. Hf8+ - Kh7 56. De4+ — Hg6 57. Hf7+ - Kh8 58. De5+ - Hg7 59. Dxg7+ og hvítur vinnur) 55. Hg3 — Kh7 56. c4! og svartur er varnar- laus. Hvítur leikur næst 57. Hxg4. Það er ekki á færi nema geysilegra sterkra skákmanna að finna leikinn 53. Dd4!! VIÐ ættum að vera ánægðir með að 72% að- gerða hjá okkur leiða í ljós að 28% aðgerðanna eru óþarfar. Yíkveiji skrifar... A RSVERKUM hjá íslenzka rík- -*•*- inu, það er hjá A-hluta ríkis- stofnunum sem starfsmannaskrif- stofa fjármálaráðuneytisins sér um launavinnslu fyrir, fækkaði um nærri tvö þúsund frá fyrri helmingi ársins 1996 til sama tíma 1977. Reiknuð ársverk átímabilinujanúar til júní í ár voru 7.566 samanborið við 9.551 í fyrra, fækkaði um 20,8%. Ekki er því þó að heilsa að skatt- borgarar hafi fært launakostnað fyrir tvö þúsund ársverk yfir á fyrir- tækin í landinu, eða svokallaðan frjálsan vinnumarkað. Þessi fækk- un ársverka skýrist fyrst og fremst af flutningi grunnskólans frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. Skattborgarar eru áfram launagreiðendur. Kennarar hafa átt á brattann að sækja í launabaráttu við ríkisvaldið, ef marka má fréttir þar um lengi undanfarið. Nú er vinnuveitandinn og launagreiðandinn annar, þ.e. sveitarfélögin í landinu með R-list- ann í Reykjavík í fylkingarbijósti. Víkveiji er ekki getspakur og lætur ógert að gera því skóna, hver verða launaviðbrögð hins nýja viðsemj- anda kennara. Reynslan, sem er ólygnust, leiðir landsmenn í allan sannleika um það efni áður en lang- ir tímar líða. Kennarar og skatt- greiðendur verða þá reynslunni rík- ari. ALDRAÐIR sækja í sig veðrið víða um lönd. Á 25 ára tíma- bili, 1970 til 1995, fjölgaði íslend- ingum, 65 ára og eldri, úr 5,9% þjóðarinnar í 11,3%. Spár standa til að þessi aldurshópur verði hvorki meira né minna 19% þjóðarinnar, tæpur fimmtungur hennar, árið 2030. Spá Hagstofu íslands er sú að íbúar landsins verði um 320 þúsund talsins árið 2030, þar af tæplega 60.400 sextíu og fimm ára og eldri. íbúar í svokölluðum velferðar- ríkjum, þ.e. í vestrænum markaðs- samfélögum, lifa nú um 30 árum lengur en áar þeirra fyrir einni öld. Gjörbreytt aldurssamsetning ís- lenzku þjóðarinnar kallar á miklar samfélagsbreytingar. Öldrunar- þjónusta hvers konar, m.a. kostnað- ur heilbrigðiskerfis, eykst óhjá- kvæmilega umtalsvert. Það verður ekki undan því vikizt, að mati Vík- veija, að huga að áhrifum þessarar þróunar á eftirlauna- og heilbrigðis- kerfið. Það leysir engan vanda að stinga höfðinu í sandinn. XXX JÁKVÆÐUM manneskjum líð- ur betur en neikvæðum, að mati Víkveija dagsins. Það gildir bæði um sál og líkama, þar eð hug- urinn hefur áhrif á líkamann - og öfugt. Ekki nóg með það. Öðrum líður einnig betur í návist jákvæðs fólks en neikvæðs. Jákvæðir ein- staklingar hafa útgeislun. Neikvæðir síður. Jákvæðir einstaklingar eru oftar en ekki bjartsýnir, neikvæðir svart- sýnir. Þessar tvær manngerðir horfa gjaman á sama fyrirbærið af ólíkum sjónarhólum. Þar sem bjartsýnismað- urinn sér hálffulla flösku af ein- hveiju góðgæti, til dæmis eðalvíni, sér sá svartsýni hálftómt ílát, svo auðskilið dæmi sé tekið. Víkveiji bið- ur reyndar bindindismenn afsökunar á þessum umdeilanlega samanburði. Allt sæmilega upplýst fólk gerir sér grein fyrir því að það stjómar að stórum hluta eigin heilsufari með lífsmáta sínum, hreyfingu og mat- aræði. Það leggur því gjarnan kapp á líkamsrækt - meðan aðrir, skammsýnni, reykja sig sjúka. Það gleymist hins vegar alltof mörgum að það er ekki síður nauðsynlegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að rækta sinn innri mann, það er að sinna hugarrækt sem líkams- rækt. Það þarf að hirða um og hlúa að hinum jákvæðu lífsviðhorfum í eigin hugarheimi, skapa þeim skil- yrði til vaxtar og þroska. Það er hægt að gera með margvíslegum hætti. Meðal annars með því að sækja sóknarkirkjuna sína og taka þátt í því sem þar fer fram. Og það er einmitt sunnudagur í dag. Sjáumst!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.