Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ IÍSLENSKRI þjóð býr óvenju góður efniviður til erfðarann- sókna. Þjóðin er lítil og með tiltölulega fáa forfeður. Þá hefur upplýsingum verið haldið mjög vel til haga hér á landi. Kem- ur þá hvort tveggja til að að geymd hafa yerið sýni úr nokkrum kynslóð- um íslendinga að viðbættum ná- kvæmum ættfræðiupplýsingum um landsmenn. Einnig kom fram í máli þeirra sem Morgunblaðið hafði sam- band við og stunda erfðarannsóknir, að íslendingar séu mjög fúsir til samstarfs við rannsóknai’verkefni. Það býr því mikil auðlind í ís- lenskri þjóð fyrir þá sem stunda erfðarannsóknir. En hvað hefur ís- lendingurinn um þetta að segja, Is- lendingurinn sem erfðaefnið tilheyr- ir? Eru einhveijar hættur samfara sýnasöfnum hér á landi fyrir ein- staklinginn? Á dögunum varaði formaður Tölvunefndar við aukinni ásókn í persónuupplýsingar sem felast í líf- sýnum. Enginn efast um mikilvægi erfðarannsókna fyrir framþróun í læknavísindum, en hér þarf að vega réttindi einstaklingsins á móti mikil- vægi rannsókna fýrir almannaheill. Erfðaupplýsingar ein tegund persónupplýsinga Það liggja viða persónulegar upp- lýsingar um einstaklinga og fólk er í æ ríkari mæii að vakna til vitund- ar um nauðsyn þess að einstakling- ar séu verndaðir gegn misnotkun slíkra upplýsinga. Dæmi um per- sónulegar upplýsingar eru skrár um fjárhag fólks og sjúkraskrár hjá læknum og sjúkrahúsum. Hér á landi eru skrár með slíkum upplýsingum verndaðar í tölvulög- um og er aðgangur að þessum skrám háður leyfi frá Tölvunefnd. Nú hafa bæst í hópinn nýjar upp- lýsingar um einstaklinga sem unnt er að fá úr erfðaefni þeirra. Með erfðarannsóknum er hægt að kom- ast að miklum upplýsingum um ein- staklinga, um erfðafræðilegan bak- grunn þeirra, um líkur á sjúkdómum og þess háttar. Reyndar eru rann- sóknir á erfðaefnum mannsins rétt að hefjast og langt í land að rekja megi marga sjúkdóma til ákveðinna erfðaefna. Tölvulögin fjalla ekki beint um meðferð erfðaefnis, en að sögn Þor- geirs Örlygssonar, formanns Tölvu- nefndar, hefur Tölvunefnd túlkað valdsvið sitt á undanfömum árum á þann veg að það nái yfir lífsýni sem eins og sjúkraskrár geymi upp- lýsingar um heilsufar einstaklinga. Breytingar urðu þó síðasta vor þeg- ar ný lög um réttindi sjúklinga voru staðfest af Alþingi en þar er ótví- rætt sagt að sömu reglur giltu um lífsýni og sjúkrarskrár. Einnig hafa verið settar strangar reglur um meðferð, notkun og vörslu erfðaefna úr mönnum. Þá tekur brátt til starfa vísindasiða- nefnd á vegum landlæknisembættis- ins sem mun fjalla um rannsóknará- ætlanir. Hvar liggja erfðaupplýsingarnar? Blóð -og vefjasýni geyma erfða- upplýsingar um einstaklinginn. Enginn veit hve miklar upplýsingar erfðaefni einstaklingsins geymir eða hvernig hægt verður að nota þessar upplýsingar og þá hugsanlega mis- nota þær í framtíðinni. Stærsta safn vefjasýna hér á landi er svokallað Dungalssafn, kennt við Niels Dungal, prófessor í meinafræði og fyrrverandi forstöðu- maður Rannsóknarstofu Háskóla íslands i meinafræði, en hann hóf söfnun sýnanna fyrr á öldinni. Safn- ið er í vörslu Rannsóknarstofu há- skólans og geymir sýni sem borist hafa rannsóknarstofunni til grein- ingar allt aftur ti! ársins 1940 og jafnvel eru þar einstaka eldri sýni. Það er því ekki ofmælt að þa_r megi finna sýni úr 3-4 kynslóðum íslend- inga. Þá er varðveitt í Blóðbankanum nokkurt safn blóðsýna sem tengjast erfðarannsókrum sem þar hafa ver- ið gerðar í gegnum tíðina. Blóðbank- inn geymir hir.s vegar ekki sýni úr blóðgjöfum nema í nokkrar vikur að sögn Sveins Guðmundssonar, yfírlæknis Blóðbankans. Að auki er I n 1 1 • - % •:.< . - 1 Morgunblaðið/Þorkell Lífssýnabankar geyma mikið magn persónuupplýsinga Markaðsetja erfðaupplýsingar? Hér á landi er til mikið safn vefjasýna og annarra lífsýna, sem geyma upplýsingar um erfðaefni fjölda íslendinga. Spumingin er hins vegar sú hvort hægt sé að misnota þessar upplýsingar og hvort ástæða sé fyrir hinn venjulega íslending að óttast söfnun vefja- og blóðsýna. Salvör Nordal velti fýr- ir sér þessum spumingum svo og spuming- um um hvort upplýsingar úr erfðaefnum geti orðið ný markaðsvara. eitthvert safn lífsýna hjá þeim sem stunda rannsóknir svo sem Krabba- meinsfélaginu, Hjartavemd og ís- lenskri erfðagreiningu. Dungalssafnið er stærsta lífsýna- safn á landinu og mikilvægt til ýmissa rannsókna. Tilgangur varð- veislu þess í upphafí voru ekki erfða- rannsóknir enda slíkar rannsóknir varla byrjaðar á þeim tíma. Með stórstígum framförum í erfðarann- sóknum væri hins vegar hægt að nota þetta safn til mikilvægra erfða- rannsókna. Jón Gunnlaugur Jónasson, læknir og sérfræðingur í meinfræði hjá Rannsóknarstofu háskólans, sagði að strangar reglur giltu um aðgang að safninu. Áætlanir um rannsóknir þyrftu að fara fyrir siðanefndir Landspítalans og/eða landlæknis og svo auðvitað Tölvunefnd. Einnig þarf stjórn Dungalssafns að sam- þykkja aðgang að safninu. Þegar vísindasiðanefnd tekur til starfa, eins og gengið er út frá í nýja sjúkl- ingafrumvarpinu, munu rann- sóknaráætlanir verða að vera sam- þykktar fyrst af henni. Að sögn Jóns Gunnlaugs er allt kapp lagt á að persónulegar upplýs- ingar um einstaklinginn séu ekki tengdar sýninu sem er tii rannsókn- ar. Þetta er gert á þann veg að sýnið er geymt undir sérstöku núm- eri sem er engan veginn tengt nafni viðkomandi eða kennitölu. Persónu- upplýsingarnar eru hins vegar geymdar annars staðar. „Það þarf að vera alveg tryggt að sá sem vinnur með sýni að erfða- rannsóknum viti ekki nafn sýnis- gjafans, þannig að ef rannsóknar- aðilinn kemst að einhveiju um við- komandi, s.s. að hann sé ekki rétt feðraður, þá hafi hann ekki mögu- leika á að gera neitt við þessar upp- lýsjngar." I samtali við aðra aðila sem búa yfir sýnum úr einstaklingum virðast vinnureglurnar alls staðar vera þær sömu við varðveislu sýnanna og vernd persónupplýsinga. Hver á vefja- og blóðsýnin? Töluverð umræða hefur verið meðal vísindamanna og lögfræðinga um hver eigi þau sýni sem geymd eru, eins og þau sem eru í Dungals- safninu. Er mögulegt fyrir einstakl- inga að óska eftir að þeirra sýni séu tekin úr safninu eftir að þau hafa verið greind? Eða er hægt að fara fram á að þau verði eyðilögð að manni látnum? í lögum um réttindi sjúklinga segir að sjúkrastofnun varðveiti sjúkraskrár einstaklinga. „Með þessu ákvæði er verið að styrkja yfirráðarétt einstaklingsins. Stofn- unin er varðveisluaðili en ekki eig- andi í strangasta skilningi, hins veg- ar er ekki heldur sagt að sjúklingur- inn eigi þær eða geti ráðstafað þeim. Það sama á við um veíja- og blóð- sýni sem til eru. Ég tel því að ein- staklingurinn hafi nokkurt forræði yfir því hvernig lífsýni er notað þótt það sé í vörslu annarra,“ sagði Þorgeir Örlygsson. Skoðanir manna eru skiptar um ágæti þess að leyfa einstaklingum að stjórna því hvort sýni eru geymd eða eyðilögð. Flestir í hópi vísinda- manna sem Morgunblaðið hafði samband við töldu að einstaklingur- inn ætti ekki að hafa óskorað vald um ráðstöfun lífsýna. Jón Gunnlaugur Jónasson sagði til dæmis að ekki væri augljóst hver ætti sýni sem tekið væri úr einstakl- ingi. Áuk einstaklingsins sjálfs væri einnig hægt að færa rök fýrir því að meinafræðingurinn sem greindi sýnið ætti það, þar sem það er gjarn- an lítils virði án greiningar, eða þá spítalinn sem hefur veitt sjúklingn- um þjónustu og borið kostnað við greiningu sýnisins. „Þá er ekki augljóst að einstak- lingur geti metið hvort geyma eigi hans sýni eða eyða því,“ sagði Jón Gunnlaugur. „Segjum sem svo að einstaklingur láti eyðileggja sýni sem hefur verið tekið í ákveðnum tilgangi. Svo getur farið að nokkrum árum seinna þurfi að greina nýtt sýni úr sama manni vegna einhvers kviila og þá gæti verið nauðsynlegt að hafa eldra sýnið til samanburðar. Meinafræðingum er nauðsynlegt við venjulega vinnslu vefjasýna að hafa aðgang að eldri sýnum sjúk- lings. Ymis fleiri rök eru fyrir því að rétt þykir að varðveita vefjasýni sem tekin eru úr sjúklingum. Hins vegar eru ekki til í lögum ákvæði sem skylda jannsóknarstofur til að gera slíkt. Ég lít svo á að það séu hagsmunir sjúklinganna og einnig almannaheill að vefjarannsóknar- stofum sé gert skylt að varðveita sýnin,“ sagði Jón .Gunnlaugur. Væri þá nokkuo að því að sýnið væri eyðilagt að einstakiingnum látnum? Reynir Arngrímsson, sér- fræðingur í erfðalækningum, sagði að hann hefði tvívegis leitað í Dung- alssafnið til að greina sýni úr látnum einstaklingum. „Við höfðum til með- ferðar fjölskyldu með ákveðinn erfðagalla sem leiddi til skyndidauða hjá ungu fólki. Til þess að hjálpa okkur við greiningu á þessum sjúk- dómi fengum við leyfi aðstandenda til að skoða sýni úr tveimur látnum fjölskyldumeðlimum sem reyndust hafa dáið úr sama sjúkdómi. Ef við hefðum ekki haft þetta hefðum við verið mun verr settir að greina sjúk- dóminn. Það getur því verið mjög mikilvægt að geyma þessi sýni.“ Mikil verðmæti liggja í íslenska vefjasafninu Eins og áður segir er Dungals- safnið að mörgu leyti einstakt í sinni röð. Það geymir vefjasýni og þar með erfðaupplýsingar um nokkrar kynslóðir íslendinga, ásamt þvi sem Landspítalinn á sjúkrasögu þessa fólks. í Ijósi þessara miklu upplýsinga er ljóst að verðmæti safnsins er mikið. „Við höfum sagt í gríni að ef safnið væri markaðssett væri hægt að greiða upp fjárlagahall- ann,“ sagði Jón Gunnlaugur. Hann tók þó skýrt fram að það kæmi ekki til greina að selja úr sýni eða hluta af sýnum úr safninu. „Við höfum ekki orðið vör við mikla eftirsókn í safnið enn sem komið frá erlendum rannsóknaraðil- um en vissulega gæti það breyst. Ennþá hefur verið fremur lítil sam- vinna við útlendinga í sambandi við þetta safn. Það hefur verið eitthvað um að sýni hafi verið send úr landi og slíkt finnst mér réttlætanlegt ef þar er hægt að beita rannsóknar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.