Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tiltrú Finna á framtíðina hefur aukist með ESB-aðild Gífurleg efnahagsumskipti hafa átt sér stað í Finnlandi á síðustu þremur til fjórum árum. Agúst Asgeirsson ræddi við Martti Ahtisa- ari Finnlandsforseta í forsetabústaðnum á Talludden í Helsinki um þessi umskipti og hinn nýja alþjóðlega veruleika sem blasti við Finnum með inngöngunni í Evrópusambandið. Morgunblaðið/Skrifstofa Finnlandsforseta MARTTI Ahtisaari Finnlandsforseti við mikilfenglegan embætt- isbústað sinn á Talludden í Helsinki. EFTIR áföll í kring- um 1990 og hrun sovétviðskiptanna gekk mikil efna- hagskreppa í garð í Finnlandi. Landsframleiðsla dróst saman um 13% á árunum 1991-93. Umskipt- in, sem síðan hafa átt sér stað, vekja eftirtekt. Verg landsfram- leiðsla hefur að meðaltali vaxið um 4% á ári undanfarin þrjú ár og út- lit er fyrir 4,5% vöxt í ár. Með ströngum aðhaldsaðgerðum í ríkis- fjármálum hefur tekist að minnka ijárlagahalla í um 3%. Endurreisnin hefur orðið hraðari en flestir gerðu ráð fyrir vegna hruns viðskiptanna við Sovétríkin, hagvöxturinn er meiri en í flestum Evrópuríkjum og í síðustu viku veitti Efnahags- og þróunarstofnun Evrópu (OECD) Finnlandi afar jákvætt vottorð um heilbrigði efnahagslífsins, ef svo mætti segja. Finnlandsforseti var spurður hvort ESB-aðildin ætti ekki stærstan þátt í þessu. „Aðildin er ekki eina ástæðan fyrir uppganginum þó til bóta hafi verið. Sú staðreynd að hér var mynduð óvenjulega breið sam- steypustjórn í mars 1995 hefur gert það að verkum að við höfum getað tekið á efnahagsvandanum og útgjaldamálum ríkisins af festu. Það hlýtur að teljast til undantekn- inga að hafa ríkisstjórn sem nýtur stuðnings 145 þingmanna af 200. Stjómin tók við erfiðu búi og sér- stakra aðgerða var þörf. Við mynd- un hennar náðist samkomulag um efnahagsaðgerðir og ríkisfjármál sem borið hafa þennan árangur. Auðvitað hefur ESB-aðildin stuðlað að þessari jákvæðu þróun. Margir höfðu efasemdir um aðildina og fjörlegar umræður áttu sér stað í þjóðfélaginu fyrir þjóðaratkvæðið. En nú held ég menn hafi áttað sig á því að okkur hefði aldrei orðið eins ágengt, aldrei náð þessum ár- angri, án aðildar að ESB. Mestar áhyggjur hafði fólk í dreifbýlinu og þar eru efasemdir að einhveiju leyti enn fyrir hendi. En jafnvel þar hafa fjárfestingar aukist. Og þær íviln- anir sem við sömdum um fyrir sveit- irnar hafa reynst fullnægjandi. Að því leyti og vegna sérstakra byggða- og umhverfisverkefna sem við höfum notið góðs af hefur aðild- in verið gagnleg. Maður verður þó ætíð að ganga út frá því sem vísu að einhveijir muni jagast út í aðild- ina og af þráhyggju sinni halda fast i þá skoðun sína um alla fram- tíð að ákvörðunin um aðild hafi verið röng. Og þeim verður ekki haggað. Eins og þú verður eflaust var við í heimsókn þinni, ríkir tiltrú á fram- tíðina í hugum þjóðarinnar. Það skiptir miklu og segir til sín í því hvernig hún ráðstafar fjármunum sínum. Lántökur til kaupa á nýju íbúðarhúsnæði hafa aukist og önnur merki sjást um aukna virkni al- mennings í hagkerfinu.“ - Er þessi aukna tiltrú þá ekki ESB-aðildinni að þakka? „Að vissu marki, jú, en þó frem- ur þróuninni innanlands. Atvinnu- leysi er að minnka, að vísu mismik- ið eftir landshlutum. Það hefur jafn- an verið mjög mikið í norður- og austurhlutum landsins og er svo enn. En á svæðum í suðurhluta Finnlands er það komið langt niður fyrir landsmeðaltalið. Augljóslega hefur aðildin gagnast Suður-Finn- landi, mest, í mesta þéttbýlinu, og talsvert er í viðunandi ástand í at- vinnumálum í austan- og norðan- verðu landinu." Aukið öryggi með EMU - Ekki hefur dregið eins mikið úr atvinnuleysinu og menn gerðu sér vonir um. Veldur það ekki for- setanum vonbrigðum? „Auðvitað er það áhyggjuefni og við höfum öll beðið óþreyjufull eftir því að ástandið batnaði. Atvinnu- leysi minnkar alltaf hægar en menn vilja, það er sú kvöl sem við verðum að lifa við. En það er fyrst í ár að það minnkar eitthvað að ráði þó enn gerist það mjög hægt.“ - Sérfræðingar segja að áhrif sameiginlegs gjaldmiðils Evrópu- sambandsins eigi eftir að verða feikileg, bæði á efnahag og stjórn- mál. Hvers vegna er Finnum það nauðsynlegt að verða í hópi fyrstu ríkja til að taka upp hina sameigin- legu mynt, evróið? „í þessu sambandi verður að hafa hugfast, að við höfum alltaf haldið því fram, að mikilvægt væri að ESB-ríki uppfylltu skilyrði Efna- hags- og myntbandalagsins [EMU] óháð því hvort við gerðumst aðilar að þriðja þrepi EMU eða ekki. Það væri efnahagslega skynsamlegt að beita þannig hagstjórn að verðbólga væri lítil og vextir lágir, að menn næðu tökum á fjárlagahalla og rík- isskuldum og þar fram eftir götun- um. Hvað sem líður spurningunni um aðild að EMU hefðu hinar efna- hagslegu forsendur myntbanda- lagsins því eftir sem áður orðið markmið stjórnarinnar. Ég geri mér vonir um að einkum lítil og meðalstór fyrirtæki muni hafa hag af sameiginlegri mynt því fæst þeirra eru fær um að glíma við gengissveiflur í samkeppni. Við höfum mörg slæm dæmi þess úr fortíðinni og ég tel að þessi fyrir- tæki bíði í ofvæni eftir þriðja þrep- inu. Þau telji sig geta áætlað rekst- ur sinn og fjárfestingar af meira öryggi í því umhverfi." - Það eru allar horfur á að Finnar uppfylli skilyrðin. „Við munum standast þau og almennt er talið að afleiðingarnar af aðildinni verði hagstæðar. En sérhver breyting á högum fólks varðar tilfinningar fólks, ekki síst þegar um er að ræða að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil með öðr- um þjóðum. Ég hef þó lagt áherslu á að mikilvægast væri að líta til þess sem áynnist." ESB-aðildin endurnærir - Ber mikið á þeim rökum, að með því að varpa eigin gjaldmiðli fyrir róða hverfi hluti af þjóðararf- inum? „Nei, nei, en ég vil þó ekki gera lítið úr andstöðunni við EMU, í henni felst viss tryggð. En það fer einnig eftir því í hvaða samhengi þessi mál eru skoðuð. Óttinn er skiljanlegur því sérhver breyting á högum manna kemur við þá og aðlögun að evróinu mun valda tíma- bundnum erfiðleikum, til dæmis hjá eldra fólki. Þess vegna verður að veita ákveðinn aðlögunartíma til að venjast því.“ - Þú sagðir að aðildin að ESB nyti almenns stuðnings og hefði verið gagnleg. „Við erum heppin að því leyti að spár okkar fyrir þjóðaratkvæðið um að matvæli myndu lækka hafa ræst. Ég hélt því til að mynda fram að lækkunin yrði um 10%. Og það hefur gengið eftir, lækkunin nemur um 11%. Það er okkur auðvitað mjög í hag og neytendur verða þess áþreifanlega varir, allir sem einn. Aðildin hefur líklega valdið bænd- um mestum erfíðleikum vegna nýrr- ar skriffinnsku sem henni fylgdi. Það hefur tekið þá tíma að læra á skýrslugerðina, en ég held að þeir átti sig nú almennt á leikreglunum og leiðbeiningarþjónustan hefur verið skilvirk. Það versta, sem nýjum aðstæðum fylgdi, er liðið hjá, að mínu mati. Fjárfestingar í landbúnaði hafa greinilega aukist og fara vaxandi. Það er augljóslega til marks um aukna tiltrú á framtíðina. Og aðild- in hefur haft endumærandi áhrif víða í finnsku dreifbýli. Þar hafa menn leitað út fyrir hefðbundna landbúnaðarframleiðslu, nýtt möguleika til að fara nýjar leiðir, til dæmis hraðvex beijavínsfram- leiðsla og bændur selja vörur sínar í auknum mæli beint á markað. Þá vil ég nefna, að ein afleiðing ESB-aðildarinnar, sem skiptir miklu máli, er að hún hefur alþjóða- vætt samfélag okkar af miklum þrótti á hálfu þriðja ári. Hún hefur flýtt þróun sem ella hefði tekið 5-10 ár. Hún hefur einnig orðið til að setja samskipti við nágranna okkar í nýja vídd; hleypt nýjum krafti í þau vegna þróunarverkefna ESB í Rússland og Eystrasaltsríkj- unum, en við síðarnefndu ríkin höf- um við auk þess átt verulegt tví- hliða samstarf." 80% vilja öflugar landvarnir - Ef við snúum okkur að utanrík- ismálum, þá hefur þú og forsætis- ráðherrann einnig sagt, að aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) sé ekki á dagskrá. Varnarmálaráð- herrann hefur hins vegar sagt fyrr á árinu að Finnar hafi ekki lokað á aðild og ríkisstjórnin kynni að þurfa að taka málið upp fyrr en seinna. Þá hefur mótframbjóðandi þinn í forsetakosningunum, Elisa- beth Rehn, nýlega sagt opinberlega, , að Finnar ættu að sækja um NATO- aðild. Umræðan virðist sem sagt vera lífleg þó málið virðist ekki á dagskrá? „Umræðan er ekki jafn lífleg og þú gætir haldið. í talsvert langan tíma hef ég engan heyrt minnast á hana. Hún gengur jafnan í bylgjum, kemur og fer, rís og hnígur. Og hún tengist oftast pólitískri umræðu um alþjóðamál eða Evrópumál, í löndum sem eru í svipuðum sporum og við, t.d. í Svíþjóð eða Austur- ríki. Segi einhver Svíi að það væri eitthvað sem íhuga bæri á ein- hveiju stigi málsins kveður fljótlega einhver sér hljóðs hér og hefur upp sömu raust. Ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af umræðunni, yrði það miklu fremur ef engin væri,“ sagði forsetinn. Hann sagði Finna vilja líta á stöðu sína í miklu víðara öryggissamhengi en hernað- arlegu, annað væri mjög mikil ein- földun. „Hernaðarlegi þátturinn er auðvitað mikilvægur og ef til vill gera Finnar sér öðrum þjóðum bet- ur grein fyrir því hversu mikilvæg- ar áreiðanlegar og trúverðugar landvamir eru, enda viðhöldum við þeim og og ég býst við að hvergi sé jafn mikill stuðningur við land- varnir meðal almennings og hér. Kannanir sýna að stuðningurinn er vel yfir 80% og hefur aldrei verið meiri. Sú staðreynd að við höfum ekki verið hersetin þjóð og hrundið árás, hefur mótað þessa afstöðu. Hér í landi er að finna söguleg minnismerki þar sem á er letrað: treystið ekki á stuðning utan frá, treystið heldur eigin getu. Það er þó ekki svo að við viljum vera einir og sitja hjá á alþjóðavettvangi og axla þar enga ábyrgð. Það er öðru nær, því samhliða því að efla sjálf- stæðar varnir okkar tökum við mjög virkan þátt í kreppustjórn og friðar- gæslu í Evrópu. Og við eigum náið og gott sam- starf við NATO og lítum það með mikilli velþóknun. Við gerðumst aðilar að friðarsamstarfi bandalags- ins og Evró-Atlantshafssamstarfs- ráðinu. Auðvitað hefðum við kosið að sjá sam-evrópska öryggismála- stefnu verða að veruleika. Það verður að eiga sér stað í áföngum. Það er augljós söguleg skýring á því hvers vegna sum ríki, einkum í Mið-Evr- ópu, vildu ganga í NATO. Þau töldu að þá fyrst gætu þau hafið þróun samfélags síns. Við virðum rétt þeirra og höldum því fyrstir fram, að sér- hvert ríki verði að ráða því sjálft hvaða afstöðu það tekur. Það er bjargföst skoðun okkar, að okkar afstaða til þróunar mála í Evrópu hafí aukið öryggi í Norður-Evrópu og þar með álfunni almennt. Ég hef engan heyrt andmæla því og enginn þrýstingur hefur verið á okkur að ganga til liðs við NATO, eða önnur samtök yfírleitt. Á þessu stigi í þróun öryggismála í Evrópu held ég að uppbyggilegt framlag okkar hafi verið metið að verðleikum. Það væri heimskulegt að viðurkenna ekki að enn eimir talsvert eftir af kaldastríðshugsun í Evrópu. Og því meira samstarf um öryggisráðstafanir sem við komum í kring, svo sem í Bosníu, innan friðarsamstarfs NATO og nú innan Evró-Atlantshafssamstarfs- ráðsins, þeim mun betur gengur að vinna bug á henni.“ Meiri ógn af umhverfisvanda „Til viðbótar hernaðarlegu ör- yggi verðum við að íhuga umhverf- ismál. Þau hafa valdið okkur meiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.