Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 31 t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ALEXANDER L. GOODALL, Suðurvangi 12, Hafnarfirði, er lést sunnudaginn 17. ágúst, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið og Hjartavernd. Martha Ingimarsdóttir, James ingimar Alexandersson, Elísabet Alexandersdóttir. t Ástkær móðir mín og amma, STEINUNN MARÍA PÁLSDÓTTIR BECK, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Karlagötu 13, lést miðvikudaginn 13. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug. Páll Beck Valdimarsson, Steinar Valdimar Pálsson. t Bróðir okkar og mágur, JÓNAS ÞÓR SVEINBJÖRNSSON frá Patreksfirði, Bogahlíð 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 6. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Gríma Lalla Sveinbjörnsdóttir, Haraldur Jónsson, Kópur Sveinbjörnsson, Rannveig Árnadóttir. Systir okkar, + VIGDÍS GISSURARDÓTTIR, lést á Landspítalanum föstudaginn 22. ágúst. Fyrir hönd systkina, Bjarnheiður Gissurardóttir, Ólafur Gissurarson. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, TÓMASAR SIGURÐSSONAR, Hrauntungu 32, Kópavogi. Esther Ásbjörnsdóttir, Jóhanna Guðrún Tómasdóttir, Atli Þór Tómasson. írjiírjííjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 I HOTEL LOFTLEIÐIH ae OICELANDAIR HOT6LS Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA LE6STEINAR Mannari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró Islensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfói 4 - Reykjavik simi: 587 1960-fax: 587 1986 JÓN ÓLAFSSON + Jón Ólafsson rafvirkjameist- ari fæddist Reykjavík 14. febr- úar 1929. Hann lést á Landspítalanum 17. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Bjarn- leifsson, verka- maður í Reykjavík, f. 28. maí 1899, d. 28. des. 1946, og kona hans, Brandís Árnadóttir, f. 4. ágúst 1900, d. 14. júlí 1973. Ólafur var sonur Bjarnleifs skósmiðs síðast í Reykjavík Jónssonar (frá Sauðárkróki) og konu hans, Ólafíu Magnúsdóttur. Brandís var dóttir Árna bónda á Kollabúðum Gunnlaugssonar og konu hans, Kristínar Hall- varðsdóttur. Jón var fjórði í röð tíu systkina, en hin, sem öll eru á lífi, eru: 1) Kristín Ásta (f. 1922) húsmóðir í Reykjavík, 2) Sigurður Erlends (f. 1923), sjómaður o.fl., Kópavogi, 3) Þórhallur Björgvin (f. 1926), læknir, Hveragerði, 4) Leifur (f. 1931), málari, Reykjavík, 5) Oddur (f. 1932), verkamað- ur, Reykjavík, 6) Sigurbjörn Hlöðver (f. 1934), sjómaður o.fl., Reykjavík, 7) Ingibjörg Snjólaug (f. 1936), húsmóðir, Bandaríkjunum, 8) Guðjón Þór (f. 1937), vélsmiður, Akra- nesi, og 9) Arndís (f. 1939), húsmóðir, Bandaríkjunum. Hinn 15. okt. 1954 kvæntist Jón Elínborgu (f. 15. okt. 1929) Guðjónsdótt- ur, bónda á Saur- hóli í Saurbæ Guð- mundssonar, og konu hans Sigríðar Jónu Halldórsdótt- Börn þeirra 1) Sigríður 16. júlí skrifstofu- mauui, maki: Björgvin Arn- grímsson, atvinnu- rekandi. Börn hennar eru: a) Mikael Jón (f. 5. jan. 1978), og dóttir hans er Agla Sól; b) Elínborg Jóna (f. 18. apr. 1982). 2) Auð- ur Hugrún (f. 15. nóv. 1957), kerfisfræðingur, sonur hennar er Nathan Olafur (f. 4. sept. 1976); 3) Hjördís Ólöf (f.^ 18. nóv. 1962). Maki: Óskar Ósk- arsson, starfsmaður í Straums- vík; börn þeirra eru a) Helena Ósk (f. 2. febr. 1983), b) Ómar Ásbjörn (f. 17. júlí 1984), c) Sigurður Óskar (f. _ 2. sept. 1989) og d) Guðjón Ólafur (f. 29. nóv. 1996). Sonur Jóns áður var Guðmundur (f. 21. des. 1953, d. 27. júlí 1991) Svein- björnsson, ættleiddur af stjúp- föður sínum. Á sínum yngri árum vann Jón ýmis störf, lengi sem línu- maður hjá Landsímanum, aðal- lega á Vesturlandi og Vest- fjörðum. Síðan lærði hann raf- virkjun og hlaut meistararétt- indi í þeirri grein og starfaði lengst af sjálfstætt. Utför Jóns fór fram í kyrr- Þey. Það voru erfið ár hjá barnmörg- um fjölskyldum á mölinni á krepputímanum fyrir seinni heims- styrjöld. í mörgum tilfellum, eins og okkar, var ómegðin slík, að ómögulegt var að brauðfæða allan hópinn. En á þeim tímum voru enn mikil og traust tengsl við ættingja og vini úti á landsbyggðinni, og þessi skyldleika- og vináttubönd urðu foreldrum okkar mikil hjálp, eitt af öðru voru börnin send út um land til skemmri eða lengri dvalar; reyndar komu þau ekki öll aftur til föðurhúsanna. Flest okkar Skilafrest- ur minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Crfisdrykkjur A VcitliKjahú/ið Gflpi-mn Síml 555-4477 dvöldust hjá góðu fólki, sem annað- ist okkur sem eigin börn væru, og ekki er að efa, að þetta varð okkur flestum til góðs. En svo kom „blessað" stríðið. Litla bænda- og sjómannasamfé- lagið umturnaðist á örfáum árum. Nú varð allt í einu lífvænlegt á „mölinni", peningarnir flóðu inn í landið, þeir ríku urðu enn ríkari og sumir hinna fátækari urðu einn- ig ríkir, en aðrir í þeim hópi héldu áfram að vera fátækir. Foreldrar okkar slitu samvistir, á þessum árum, og móðirin varð að halda heimili fyrir unglingana, sem komu nú hver af öðrum úr sveitinni. Framundan voru erfið ár í hús- næði, sem bændur og hestamenn nú á dögum myndu ekki bjóða skepnum sínum. Ein þeirra minninga, sem ég á frá þessum tíma, er þegar Nonni bróðir kom heim. Það hafði lítið frést af honum, en allt í einu - og ég held flestum að óvörum - stóð hann inni á eldhúsgólfinu með fátæklegar pjönkur sínar undir hendinni. Föt hans voru orðin það þröng, að þau stóðu honum á beini. Hann var svo umkomulaus, að það skar mann í hjartað. En oft vill verða grunnt á hlátrinum hjá ung- viðinu; við gátum ekki að okkur gert og skelltum upp úr en Nonni fór auðvitað að gráta. Ég hef alla tíð skammast mín fyrir þetta, og líklega er það þess vegna sem þetta atvik er svo ljóslifandi í huga mér. Ég held, að honum hafi liðið illa í sveitavistinni, og lengi á eftir var hann pasturslítill. En með auknum þroska kom í ljós, að hann var duglegur að bjarga sér, enda verk- fús, sérlega handlaginn og útsjón- arsamur. 0g þegar hann hafði fundið sinn rétta tón í tilverunni, reyndist hann manna félagslynd- astur, glaðlyndur og hjálpfús. Eftir nokkur ár mótunar og undirbúnings fyrir framtíðina, juk- ust samskipti okkar bræðra. Þau ár, sem ég þjónaði vestur í Dölum, voru þau Élínborg tíðir gestir á sumrin. Þegar færi gafst var stundum stigið upp í rússajeppann og hann látinn mala lítt troðnar slóðir, og þá var gjarnan áð við heiðarvatn til að kasta fyrir silung, eða bara til að fá sér kaffisopa og leyfa börnunum að sletta úr klauf- v unum. Einnig er minnisstæð fyrsta veiðiferðin inn að Hítarvatni; lagt af stað síðla dags, bíllinn skilinn eftir við hraunjaðarinn og síðan gengið drjúgan spöl yfir hraunið að gangnamannakofanum. Auk Nonna voru í förinni tvær elstu dætur mínar. Síðan var veitt af vatnsbakkanum eða farið út á vatnið í skektu, sem þar var. Mig minnir, að það hafi verið þokkaleg veiði, en einhvern veginn er minn- isstæðust matseldin, sem Nonni annaðist; við höfðum m.a. haft í mal okkar nokkra súpupakka. Ekki varð lokið úr pottinum eftir fyrstu súpugerð, en í stað þess að henda afganginum, var hann geymdur til næsta máls og hitaður upp með súpu úr nýjum pakka. Gekk svo til áfram og ég held, að síðasta súpan hafi verið langbest. Það er mín reynsla, og sjálfsagt margra annarra, að það er mjög auðvelt með vanrækslu að fjar- lægjast jafnvel nánustu ættingja. Það ástand skapaðist aldrei milli okkar Nonna. Það hefur alltaf ver- ið gott samband milli fjölskyldna okkar og hér skal þess getið, að bróðir minn var mjög barngóður. En ekki má ég gleyma lífsföru- nautnum, mágkonu minni Elín- borgu, sem á langri samleið fjöl- skyldna okkar hefur reynst vera tryggðin holdi klædd. Dæturnar þrjár, sem hafa fengið í arf það besta frá foreldrunum, gefa móður sinni lítið eftir hvað þetta snertir. Það hefur mikið reynt á þær mæðgur um árabil, því að fyrir hartnær tíu árum fékk Nonni heillaáfall með lömun hægra meg- in og mikilli málhelti. Upp frá því^ var hann bundinn við hjólastól og svo til alveg upp á aðra kominn. Smám saman mátti þó greina nokkurn bata en mjög hægfara. Að undantekinni sjúkrahúsvist í byrjun þessa sjúkdóms var hann í heimahúsum; var í dagvistun í nokkur ár, en síðustu árin hefur hann eingöngu dvalist heima. Þau hjón ferðuðust mikið áður en Nonni veiktist; sérstaklega löð- uðust þau að Austur-Evrópu og fóru nokkrar ferðir til Búlgaríu og Rússlands. Og eftir áfallið var haldið áfram að ferðast en nú meira til Mallorca. Og 1. maí sl. lagði Nonni í sína hinstu ferð, að þessu sinni til Mallorca. Allt virtist ætla að ganga að óskum og ánægj- an skein úr andliti hans. En eftir nokkra daga fékk hann blóðtappa að nýju, var lagður inn á sjúkrahús í Palma og eftir nokkra daga flutt- ur í sjúkraflugi heim til þess að leggjast inn á Landspítalann, þar sem hann lést eftir fáa daga. í hugum okkar hér í Lauf- skógunum lifa ótal ljúfar minning- ar um Jón Ólafsson og á samfund- um með ekkju hans og dætrum er hann í anda nálægur og brosir sínu hæglætislega brosi. Þórhallur B. Ólafsson. Afi minn, mér þykir leitt að ég j sjái þig ekki meir en ég á alltaf góðar minningar um þig, þú varst alltaf svo góður og indæll og ég sakna þín. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og ég mun aldrei gleyma þér. Ég elska þig, afi minn. Hvíldu í friði. Elínborg Jóna. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur. Þú varst svo veikur, en ég veit að nú líður þér betur. Ég mun alltaf muna þegar þú sast í stólnum þínum inni í stofu og horfðir á sjónvarpið. Ég vona að þú vitir að mér þykir vænt um þig, afi minn. Guð geymi þig. Helena Ósk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.