Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 41 I DAG Árnað heilla ORÐABOKIN Fyriraftan mig Uyrir fáum árum var í þessum pistlum vikið að því, að menn virðast í seinni tíð fremur kjósa að tala um, að eitthvað sé fyrir aftan einhvern, fyrir aftan húsið o.s.frv., en segja það sé bak við einhvern eða bak við húsið. Enda þótt hvort tveggja geti vel staðizt í máli okkar, er lítil ástæða til, að annað ot'ðalagið ryðji hinu með öllu úr vegi. Ekki sízt fyrir það að örlítill blæ- munur virðist geta verið á notkun þeirra. Orða- lag fyrirsagnarinnar getur t.d. vel staðið í sambandi eins og þessu: Maðurinn stendur fyrir aftan vélina, fyrir aftan manninn. En sé t.d. spurt sem svo: Hvar er maðurinn? og í ljós kem- ur, að hann er hinum megin við hús eða bæ, fer að mínum dómi bet- ur á að segja: Hann er bak við húsið, bak við bæinn. Ævinlega er líka komizt svo að orði, að maðurinn sé að húsa- b'dki. Ég hygg einnig, að almennt sé sagt: Maðurinn stóðá bak við hurðina, en ekki fyrir aftan hurðina. Þannig er einmitt nokkur skils- munur hér á. Þar sem svo virðist sem orðalag- ið fyrir aftan sé að ná hér undirtökum, virðist ekki ófyrirsynju að minna enn einu sinni á það og benda jafnframt á ofnotkun þess og í ákveðnum samböndum tæplega rétta notkun. - J.A.J. •. að skoða stjömur himin- hvolfsins. TM Reg. U.S. P«. Off. — all rights reservod (c) 1997 Loa Angeles Tlmes Syndicate BRIDS llmsjön Guömumlur l'áll Arnarson VARNARMISTÖK eru dag- legt brauð við spilaborðið og í þetta sinn beindust öll spjót að vestri. Hann vissi upp á sig sökina en var orð- inn leiður á þusinu í makker og ákvað að snúa vörn í sókn: „Auðvitað átti ég að spila tígli, makker, en þín sök er einnig nokkur.“ Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ D75 V ÁDG102 ♦ K6 ♦ 954 Vestur Austur ♦ Á3 ♦ 84 V 973 1 V K86 ♦ 98754 111111 ♦ ÁD ♦ 1072 ♦ KDG863 Suður ♦ KG10962 ¥ 54 ♦ G1032 ♦ Á Vestur Norður Austur Suður - 1 lauf 1 spaði Pass 3 spaða; r Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspilið var lauftvistur, þriðja hæsta, og suður drap gosa austurs með ás. Suður spilaði strax spaðakóng, sem vestur tók og spilaði laufi. Suður trompaði, tók einn spaða í viðbót og svín- aði fyrir hjartakóng. Hann gat svo hent þremur tíglum niður í fríhjörtu og gaf því aðeins einn slag á tígul. „A ég einhveija sök í þessu máli?“ Austur var bæði undrandi og hneyksl- aður. „Hvað gat ég gert?“ Já, hvað gat austur gert? Austur vissi af útspilinu að vestur átti eitt eða þrjú lauf. Einspilið var ekki vandamál, en ef vestur var með þrílit var ekkert að hafa í laufinu. Austur átti því að blekkja makker og láta kónginn í fyrsta slag- inn! Vestur myndi þá ekki sjá neina framtíð í laufinu og fara að huga að öðrum lit. // ■ ■ Oq hx ttu cui fioðrex hctnct ó. mí/sum. /" rrriÁRA afmæli. Á I vlmorgun, mánudag- inn 25. ágúst, verður sjötug Sigríður Th. Jónsdóttir, Hraunbæ 86, Reykjavík. í tilefni dagsins tekur hún á móti gestum að Sléttu- vegi 3 (SEM-húsinu), 4. hæð, frá kl. 17 á afmælis- daginn. HÖGNIHREKKVÍSI Ast er £3- rrrjÁRA afmæli. Á 4 V/morgun, mánudaginn 25. ágúst, verður sjötugur Bent Bjarni Jörgensen, bifvélavirkjameistari, Háaleitisbraut 89, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Kr. Jörgensen. Þau taka á móti gestum í Kiwanishúsinu, Engjateig 11, kl. 17 til 20 á morgun, afmælisdaginn. rrkÁRA afmæii. í dag, tív/sunnudaginn 24. ág- úst, er fimmtug Sólveig Snorradóttir, Grænuhlíð 15, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Bergur Ingi- mundarson. Hún verður að heiman á afmælisdag- Ljósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 28. júní í Keflavíkur- kirkju af sr. Sigfúsi B. Ingasyni Guðrún B. Árna- dóttir og Gunnar L. Þor- steinsson. STJÖRNUSPÁ cftir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú treystir oftast betur eig- in dómgreind en ráðum annarra. Hrútur (21. mars- 19. apríl) d* Þróunin í fjármálum hefur verið þér hagstæð, en það gæti spillt fyrir góðu gengi ef þú skýrir öðrum frá fyrir- ætlunum þínum. NdUt (20. april - 20. maí) Einhver óvissa ríkir varð- andi framvindu mála í vinn- unni, en að öðru leyti átt þú velgengni að fagna. Njóttu frístundanna í dag. Tvíburar (21. mal - 20. júní) Þú ert ekki með hugann við það sem gera þarf heima í dag, því þig langar að slaka á með ástvini. Heimilisstörf- in geta beðið. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú þarft að takast á við erf- itt verkefni heima í dag, en árangurinn verður góður, og þú hefur ástæðu til að fagna þegar kvöldar. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Einhver dráttur verður á að hugmyndir þínar fái þær undirtektir, sem þú vonaðist eftir. En þú ert samt á réttri leið. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú finnur það sem ú leitar að í innkaupum dagsins. Ástvinir eru að undirbúa ferðalag sem ætti að verða mjög ánægjulegt. Vog (23. sept. - 22. október) Sumir eru að koma sér upp vinnuaðstöðu heima í dag. Góð samstaða ríkir hjá fjöl- skyldunni og þú átt ánægju- legt kvöld heima. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Heppnin er með þér í dag, og þér tekst að koma ár þinni vel fyrir borð. Horfur eru á að þú farir bráðlega í spennandi ferðalag. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú hefur mjög ákveðnar skoðanir og í dag gefst þér tækifæri til að tjá þig. Smá vandamál heima leysist far- sællega fyrir kvöldið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert að undirbúa breyt- ingar í vinnunni og ættir að ráðgast við ráðamenn í dag. En í kvöld bíður þín skemmtileg afþreying. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) ðh Hugsaðu vel um heilsuna, og gættu hófs í mat og drykk. Hafðu fjölskylduna með í ráðum áður en þú ráðstafar kvöldinu. Fiskar (19.febrúar-20.mars) Þú nýtur mikilla vinsæida, og margskonar afþreying stendur þér til boða í dag. En reyndu að eyða ekki of miklu í skemmtanir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. Gullfallegur Benz Til sölu Mercedes Benz C220, svartur, árgerð 1995, ekinn 65 þús km. Sjálfskiptur, fjarstýrð samlæsing, sóllúga, 2 líknarbelgir, rafmagn í rúðum, ABS-bremsur, litað gler, höfuðpúðar o.fl. Staðgreiðsluverð 2.975 þús. Upplýsingar í síma 562 6311 eða 896 0747. --------------------^ FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLTI Kvöldskóli hausthönn 1997 Bókndm Eðlisfræðibraut N áttúrufræðibraut Nýmálabraut Félagsfræðibraut Uppeldisbraut Iðnndm og starfsmennta- ndm Grunndeild fyrir trésmíði Grunndeild fyrir rafvirkjun Grunndeild fyrir rafeindavirkjun Húsasmíðabraut Rafvirkjabraut Sjúkraliðabraut Listndm Handíðabraut Myndlistarbraut Viðskiptandm Ritarabraut Skrifstofubraut Verslunarbraut Bókhaldsbraut Tölvubraut Hagfræðibraut Markaðsbraut Hægt er að taka einstaka áfanga, brautir, stúdentspróf eða starfsréttindi, efitir áhuga hvers og eins. Innritað verður 25., 27. og 28. ágúst kl. 16.30-19.30 Kennsla hefst 1. september id. 18.00 V_____________________________________________________________J I c Heildarjóga (grunnnámskeíð) Námskeið fyrir þá sem vilja kynnast jóga. Kenndar verða hatha-jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla. Einnig er fjallað um jógaheimspeki, mataræði o.fl. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 7. ágúst. Leiðbeinandi: Daníel Bergmann. Búðin okkar " verslun fyrir iíkama og sál Bækur um jóga, meðgöngujóga, hugleiðslu, Zen, búddisma, heimspeki, sálfræði, pólunarmeðferð, cranio sacral vinnu, nudd, Kinesiology, ilmkjarnaolíur, tai chi, chi Kung, acupressure, ayurveda, aikido, shamanjisma, mataræði, sjálfstyrkingu, White Eagle bækur o.m.fl. Slökunar-, indíána-, hugleiðsiu-, indversk- og flaututónlist. Allison of Denmark: Krem, sjampó, aloe vera gel o.fl. Oshadhi: 100% hreinar ilmkjarnaolíur, baðolíur o.fl. Biotone: Andlits-, fóta- og líkamskrem, og olíur. Vítamín, fæðubótarefni, reykelsi, ilmkerti, ilmker, jógavideo, minnisbækur, baðburstar o.fl. ‘Súðút oúfavt YOGA# STUDIO Sendum í póstkröfu um allt land. Hátúni 6a Sími 511 3100 P - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.