Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ólympíuskákmót 16 ára og yngri Lofa að greiða gistingima SKIPULEGGJENDUR Ólympíu- skákmóts 16 ára og yngri í Belgrad tilkynntu þátttökuþjóðum í gær- morgun að greidd yrði hótelgisting fyrir keppendur og fararstjóra fram til loka Karpov Cup 27. ágúst og allt til 30. ágúst, ef keppendur geta ekki breytt farmiðum sínum og kom- ist fyrr heim. Sigurbjörn Björnsson, fararstjóri íslensku keppendanna, sagði í gær að ekki hefði tekist að fá þessa yfirlýsingu skriflega og reyndar efaðist hann um að staðið yrði við þessi orð. Þátttökuþjóðir ákváðu að tefla morgunumferð skákmótsins í gær, en hætta svo þátttöku á mótinu, nema tryggt yrði að gisting yrði greidd til 30. ágúst eins og samið hafði verið um fyrir mótið. Mótið átti upphaflega að standa frá 20.-30. ágúst, en mótshaldarar ákváðu að tefldar yrðu tvær umferð- ir á dag og lyki mótinu því á fimm dögum. Lofa öllu fögru „Við munum taka þátt í Karpov Cup, sem er að vísu lélegt mót og við hefðum aldrei tekið þátt í þv! nema af því að við erum hér hvort eð er,“ sagði Sigurbjörn. „Mótinu lýkur 27. ágúst og við krefjumst þess að fá greiddan hótelkostnað til 30., þegar við eigum pantað flug heim. Þeir lofa öllu fögru núna, en hingað til hefur ekki verið að marka eitt orð, svo ég er ekki mjög bjart- sýnn.“ íslensku keppendurnir tefldu í gær við Ungveija og töpuðu 1:3. Sigurbjörn sagði allt hafa gengið á afturfótunum, því fyrirfram hefði mátt búast við sigri íslendinga. ♦ ♦ ♦---- Hlé á út- sendingum Sígilds FM ÚTSENDINGAR útvarpsstöðvarinn- ar Sígilt FM hættu á föstudagskvöld. Að sögn Jóhanns Briem eiganda stöðvarinnar er ástæðan sú að stöðin er að endurnýja tækjabúnað sinn. Hann sagði að stöðin hefði fram að þessu leigt tæki til útsendinga en fyrir skömmu hefði verið ákveðið að kaupa ný tæki og var unnið að því að skipta út tækjum í gær. Áttu útsendingar að hefjast á nýjan leik að því búnu. Morgunblaðið/Arnaldur PLAST og annað drasl er algeng en hvimleið sjón i fjörunni í Viðey. Drasl rekur á fjörur í Viðey DRASL sem fleygt er í sjóinn er víða stórfellt umhverfisvandamál, m.a. í Viðey, þar sem það rekur gjarnan á fjörur. Sérstaklega er mikið um byggingaplast, að sögn staðarhaldarans í Viðey, séra Þór- is Stephensens. Hann segir áberandi hversu mikið berist á land Reykjavíkur- megin og telur að margir freistist til þess í skjóli myrkurs að henda drasli í sjóinn sem með réttu þyrfti að greiða fyrir förgun á í Sorpu. Fljótandi hitaveiturör hættuleg smábátum Þórir segir dæmi þess að hita- veiturörum hafi verið sturtað í sjó- inn en þau skapi mikla hættu fyr- ir báta. „Þetta eru járnrör með einangrun utan um, þannig að þau fljóta í sjónum. Það hefur komið fyrir að við höfum hirt tugi slíkra röra eftir eitt flóð. Þetta er stór- hættulegt, því ef lítill plastbátur á mikilli ferð rekst á þetta þá er hann búinn að vera,“ segir Þórir. Þá getur einnig að líta fiski- kassa, plastbrúsa undan olíu og ýmislegt sem borgarbúar sturta niður í salernið en ætti ekki að fara þá leið, eins og t.d. dömu- bindi og eyrnapinna. Ljóst er að eitthvað af því sem rekur á land í Viðey er drasl sem hefur fokið út í sjó en er ekki fieygt af ásettu ráði en Þórir segir þó fulla þörf á að menn gæti betur að sér. Hópar unglinga frá Vinnuskóla Reykjavíkur sjá um að halda Viðey hreinni á sumrin og vill staðarhald- ari taka sérstaklega fram að þeir hafi unnið mjög gott starf, en draslið komi jafnóðum aftur. Umgengni batnað við höfnina Hallur Árnason hjá Reykjavík- urhöfn segir umgengni hafa batn- að til muna í og við höfnina á síð- ustu árum. „Ég get fullyrt að skip eru eiginlega alveg hætt að henda rusli í sjóinn, enda mjög strangt tekið á því hjá skipafélögunum og skipstjórum almennt. Það er m.a.s. ekki óalgengt að skip sem koma til hafnar óski eftir að fá gáma til að losa í úrgang, en skipin bera að sjálfsögðu allan kostnað af því,“ segir Hallur. Hann bætir við að vissulega geti það komið fyrir að drasl §'úki út í sjó eða því sé fleygt þar af ásettu ráði, en strangt eftirlit sé með því á hafn- arsvæðinu. Metróvélin rannsökuð í Banda- ríkjunum LOKIÐ var skoðun á Metró- flugvél Flugfélags íslands, sem lenti í sviptingum yfir ísafjarð- ardjúpi um síðustu helgi, um hádegi í gær. Sérfræðingar framleiðanda hafa annast skoð- unina síðustu daga. Ráðgert er að fljúga vélinni síðan til Bandaríkjanna til ná- kvæmari rannsóknar. Er ekki vitað á þessari stundu hversu lengi hún verður úr leik. í Ieið- inni verður bætt í hana ýmsum búnaði sem ráðgert er að setja í allar Metró-vélar félagsins í haust. Eldur út frá sígarettuglóð ELDUR kom upp í verbúð á Bolungarvík um kl. 7 í gær- morgun. Húsið er þriggja hæða og logaði í herbergi á miðhæð. Samkvæmt upplýsingum lögreglu þykir Ijóst að eldurinn hafi kviknað í dýnu út frá glóð úr sígarettu. Enginn var í herberginu þegar eldurinn kom upp, hann var fljótslökktur og skemmdir voru litlar. íbúum verbúðar- innar varð ekki meint af. Umfjöllun ríkisstjórnar um fj ár lagafr umvarp að mestu lokið Utgjöld til heil- brígðismála aukast RÍKISSTJÓRNIN kom saman til fundar í gærmorgun þar sem tókst í aðalatriðum að ljúka umfjöllun um útgjaldalið fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár. Unnið verður á næstu dögum að endanlegum frágangi frumvarpsins. Að sögn Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra er ljóst að út- gjöld til heilbrigðismála munu auk- ast að raungildi á næsta ári og eru ástæðurnar bæði bættur hagur rík- issjóðs og aukin þörf fyrir fjármagn í þessum málaflokki. . Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir ljóst að í föstum fjár- hæðum aukist útgjöld ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt frumvarpinu „en hins vegar verður aukning út- gjalda minni en aukning landsfram- leiðslunnar þannig að útgjöld ríkis- ins sem hlutfall af landsframleiðslu munu lækka,“ sagði hann. Þingflokkar fjalla um málið Fjárlagafrumvarpið verður lagt fyrir þingflokksfund sjálfstæðis- manna næstkomandi fimmtudag og þingflokkur framsóknarmanna mun fjalla um frumvarpið á fundi sem boðaður er mánudaginn 1. septem- ber. Ef stjórnarflokkamir sam- þykkja fyrirliggjandi drög verður frumvarpið að því búnu sent til prentunar og lagt fram á fyrsta starfsdegi Alþingis 1. október. RÍKISSTJÓRNIN kom saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan tíu í gærmorgun til að fjalla um fjárlaga- frumvarpið fyrir næsta ár. Þingflokkar sljórnarflokkanna ræða um frumvarpsdrögin á næstunni, en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi 1. október. í Á að markaðssetja erfðaupplýsingar? ►Hér á landi ertil mikið safn vefjasýna og annarra lífssýna, sem geyma upplýsingar um erfðaefni fjölda íslendinga. /10 Aukin tiltrú Finna á framtíðina innan ESB ►Gífurleg efnahagsumskipti hafa átt sér stað í Finnlandi sl. 3-4 ár. Rætt er við Martti Ahtisaari Finn- landsforseta um þessi umskipti. /12 María fer víða ►Kvikmyndin um Maríu verður frumsýnd innan skamms og fær fyrirsjáanlega mestu upphafsdreif- ingu myndar eftir islending. /20 Samkeppnin er vekjandi ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Benedikt Kristjánsson, kaupmann í Vöruvali á norðaverðum Vestfjörðum. /24 B ► l-20 Mamirauá — land flæðiskógarins ►Amazon-frumskógurinn er ein af gersemum veraldar. John Thor- bjarnarson hefur um árabil unnið að rannsóknum á þessu svæði. /1,18-19 Það kom aldrei gustur að mér ►Þannig mælir Brynhildur Jó- hannsdóttir, ekkja Álberts Guð- mundssonar. /4 Læknir framtíðarinnar ► Menntafólkstendurgjamaná i afdrifaríkum tímamótum. Jón Tómasson er þar vel í stakk búinn, dúxinn í læknadeild í vor. Hann er á kandídatsári að hugsa sinn gang. / í mark eftir 90 km ► Keppendur í Reykjavíkurmara- þoninu mega prísa sig sæla að þurfa ekki að hlaúpa 90 km eins og Ágúst Kvaran sem tók þátt í ofurmaraþoni í S-Afríku í vor. /10 c V FERÐALOG ► 1-4 Krít ►Grísk fegurð og fornar hefðir. /2 ísland kynnt á japanskri grundu ►Við rætur Fuji fjalls í Japan hefur verið opnaður 300.000 fer- metra norrænn skemmtigarður. /4 BÍLAR_____________ ► 1-4 Ekið um í dönskum draumabíl ►Af ökuferð í mjög sérstökum Buick í Danmörku. /2 Reynsluakstur ►Hressilegur Carisma frá Mitsub- ishi. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 40 Leiðari 26 Stjömuspá 40 Helgispjall 26 Skák 40 Reykjavíkurbréf 26 Fðlk i fréttum 44 Skoðun 28 Bíó/dans 46 Minningar 30 Útv./sjónv. 42,50; Myndasögur 38 Dagbók/veður 51 Bréf til blaðsins 38 Gárar 6b Hugvekja 40 Mannlífsstr. 6b ídag 40 Dægurtónl. 12b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.