Morgunblaðið - 24.08.1997, Page 16

Morgunblaðið - 24.08.1997, Page 16
16 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónleikar í Siguijónssafni Islenskt tónverk frumflutt Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í Listasafni Siguq'óns ÓLafssonar næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20.30 koma fram þau Hólmfríður S. Benediktsdóttir sópran, Guðni F'ransson klarí- nettuleikari og Gerrit Schuil píanóleikari. Hólmfríður syng- ur lög eftir Finn Torfa Stefánsson, Mendelssohn og Johannes Brahms við undirleik Ger- rit Schuil. Auk þess flytja listamennirnir, fyrir sópr- an, klarínettu og píanó, verkin Úr sex þýskum söngvum eftir Ludwig Spohr og Der Hirt auf dem Felsen eftir Franz Schubert. Þá verður Vals milli greina eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson frumfluttur, en Hróðmar samdi verkið sérstaklega fyrir flytjendurna, sem hafa starfað saman á liðnum árum. „Verkið, sem er samið við ljóð Garcia Lorca í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar myndar andstæðu við verk Finns Torfa,“ segir Hólmfríður um efnisskrána. Finnur Torfi samdi verk sitt við_ kvæði Einars Bene- diktssonar, Útsæ, sem Hólmfríður frumflutti á Húsavík árið 1995 við minningarathöfn um látna sjómenn. „Ljóðatexti Lorca hefur yfir sér dramatískan blæ og verk Hróðmars dregur dám af því á meðan laglínan í verki Finns Torfa endurspeglar meiri einfaldleika." Þetta er í annað skipti sem Hólm- fríður syngur í Siguijónssafni, en hún lauk magistersprófi í einsöng við Indianaháskóla í Bloomington árið 1990. Hún starfar nú sem söngvari, söngkennari og kórstjóri á Norðurlandi. -----».-------- „Frátekið borð“á ferð FRÁTEKIÐ borð eftir Jónínu Leós- dóttir verður sýnt í Rive Gauche kaffihúsinu í Kópavogi 24. ágúst kl. 20. Leikurinn Frátekið borð verður einnig sýndur á sunnudag í Kaffi Flug í Keflavík kl. 15.30. Helgina 30. og 31. ágúst verður farið um Norðurland og sýnt á Sveitasetrinu á Blönduósi, Ráðhús- kaffi á Akureyri og Kaffi Menningu á Dalvík. -----♦ ♦ ♦----- Verk eftir Picasso finnst Madríd. Reuter. BARNABARN spænska málarans Joans Miros fann nýverið teikningu eftir Pablo Picasso. Teikninguna hafði Picasso gefið Miro. Um er að ræða stóra teikningu af nautaati, sem var algengt við- fangsefni spænska málarans. „Barnabarn Miros var að vinna við skrásetningu í bókasafni afa síns þegar hann rakst á upprunalegan Picasso sér til mikillar furðu í bók um nautaatslistina," sagði Nuria Sureda, talsmaður Joan og Pilar Miro-stofnunarinnar á miðvikudag. Þetta er fyrsta gjöf meiriháttar listaverks frá Picasso til Miros sem vitað er um. Á myndina er letrað „Til Miros, þinn vinur að eilífu“ og ber hún ártalið 1963. Strengjasveit tónlistarskólans fær góða dóma í Skotlandi „HINIR sextán þróttmiklu strengir sveitarinnar undir stjórn Marks Reedmans sýndu mjög líflegan ieik,“ segir meðal annars í dómunum. A myndinni eru meðlimir Strengjasveitar Tónlistar- skólans í Reykjavík ásamt stjórnandanum. „Sýndi undur- samlegan næmleika“ STRENGJASVEIT Tónlistar- skólans í Reykjavík er nýkomin heim úr ferð til Skotlands þar sem hún tók þátt í Alþjóðahátíð æskunnar í Aberdeen sem hald- in var dagana 30. júlí til 9. ág- úst sl. Sveitin hlaut lofsamlega dóma fyrir leik sinn í blöðum en hún lék nokkur verk við opnun hátíðarinnar og hélt alls þrenna tónleika á sjálfri hátíð- inni og eina tónleika utan henn- ar. Hljómsveitin hefur tvívegis áður tekið þátt í þessari hátíð, árin 1983 og 1991. Sextán þrótt- miklir strengir í dagblaðinu Herald segir Alan Cooper m.a.: „Hinir sextán þróttmiklu strengir sveitarinnar undir stjórn Mark Reedman sýndu mjög líflegan leik. Upp- hafshljómar Shaconne í g-moll eftir Purcell gripu bókstaflega hlustandann með sínu svipmikla tóntaki. Tónninn var voldugur og skinandi en sveitin sýndi einnig undursamlegan næm- leika, svo sem í þáttunum tveim- ur úr Hinriki V eftir Walton. Sigurður Bjarki Gunnarsson dró fram hlýleika og þrótt sem ein- leikari I e-moll sellókonsert Vi- valdis og enda þótt kvartetthóp- urinn í Introduction and Allegro eftir Elgar hafi ekki verið full- komlega jafn náði sveitin þar samt hámarki með tilfinninga- þrunginni túlkun.“ Frábærlega fágaður leikur í Press and Journal segir Tim Pauling: „Kvöldinu lauk með frábærlega fáguðum leik Strengjasveitar Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Stjórnandinn Mark Reedman, sem hér kom í heimsókn í þriðja sinn, lokkaði fram tón úr hinum ungu, ís- lensku skjólstæðingum sínum sem var hvelfdur og hljómmik- ill eins og fínt rauðvín. Þeir léku af glæsileik sem margar fílharmóníuhljómsveitir mættu öfunda þáaf.“ Strengjasveitinni hefur verið boðið að fara í tónleikaferð til Skotlands næsta vor og heim- sækja jafnvel England í sömu ferð. Sumar- kvöldið við orgelið KÁRI Þormar leikur á tónleik- um í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá er partít- an Was Gott tut das ist wo- hlgetan eftir Johan Pachelbel (1653-1706), Tokkata Undec- ima eftir George Moffat (1653- 1704), Prelúdía og fúga um nafn Jehan Alain eftir Duruflé auk annarra franskra verka eftir Vierne og Widor. Inn á milli leikur Kári Snertur fyrir Hörð og nýja orgelið, sem Þor- kell Sigurbjörnsson samdi sér- staklega fyrir vígslu Klais-örg- els Hallgrímskirkju árið 1992. Verk Þorkels er í fimm þáttum og er hugmyndin á bak við verkið Passíusálmar séra Hall- gríms Péturssonar. I öðrum kaflanum er kallaður fram hugblær grasagárðsins í Get- semane, tónklasarnir geta minnt á vínbeijakla.sa, og í síð- asta kaflanum gægist í gegn laglína, sem notuð er við nokkra af Passíusálmunum. Kári Þormar lauk burtfarar- prófi í píanóleik frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1993 og sama ár burtfarar- prófi í orgelleik undir leiðsögn Harðar Áskelssonar. Hann stundar nú framhaldsnám í kirkjutónlist og orgelleik við Robert Schumann-tónlistar- skólann í Dússeldorf. Kári hef- ur áður haldið tónleika hér á landi og erlendis, nú síðast á norrænni menningarhátíð í Essen í Þýskalandi. Fyrir stuttu hlaut hann styrk úr minningarsjóði Karls Sig- hvatssonar. Afmælishátíð SKÚLPTÚR. Þorbjörg Pálsdóttir. MYNPLIST Nýlcndugata 15 SKÚLPTÚR MYNDHÖGGVARA- FÉLAGIÐ FIMMTÍU LISTAMENN Opið alla daga frá 14-18. Til 24. ágúst. Aðgangur ókeypis. ALDARFJÓRÐUNGUR er lið- inn síðan Myndhöggvaraféagið var stofnað og af því tilefni bjóða meðlimir þess upp á listaveislu í húsakynnum sínum á Nýlendu- götu 15. Hratt flýgur ögurstund og er skrifara enn í fersku minni er grafíkfélagið var endurvakið með myndarbrag nokkrum árum áður, en það hefur mjög sennilega verið hvati þess að myndhöggvar- ar fóru að hugsa sinn gang, enda fjölgaði þeim einnig til muna á sama tímabili. Félag íslenzkra myndlistarmanna var á þeim tíma meira þröngur listhópur, en heild- arsamtök myndlistarmanna, þar sem lítill kjarni réð öllu. Vakti ég athygli á ástandinu og nauðsyn þess að það yrði stokkað upp í langri ádeilugrein í SAMvinnunni fyrir 30 árum. Yrði félag allra myndlistarmanna á landinu í sam- ræmi við heiti sitt, í líkingu við samtök myndlistarmanna annars staðar á Norðurlöndum, með ýms- um sérgeirum. En myndlistar- menn skildu ekki sinn vitjunar- tíma og því var lengi og ef enn meiri ruglingur í félagsmálum þeirra en annars staðar á Norðúr- löndum, þrátt fyrir stofnun SÍM löngu seinna, en þar hafa mál illu heilli skipast á sama veg um harð- an valdakjarna. Hér hefði verið farsælla að byrgja brunninn í tíma. Sérfélögin, þ.e. Grafík- og Myndhöggvarafélagið eru þó af hinu góða, því þeim hefur tekist svo margt sem FÍM hefði aldrei haft bolmagn né vilja til, enda ekki á dagskrá að mylja undir aðra og utan hlaðvarpans heima. Þannig er Grafíkfélagið í óða önn að koma upp verkstæði fyrir fé- lagsmenn og Myndhöggvarafélag- ið er komið með vinnuaðstöðu í gamalli smiðju, sem hefur án efa gjörbreytt möguleikum einstakra varðandi útfærslu verka sinna. Báðum félögunum er þó brýn nauðsyn að fá þaulreynda fagmenn að utan til að byggja upp starfsem- ina og umfram allt skapa uppör- vandi andrúmsloft, en við eigum enga slíka til. Einkum er hrópleg vöntun á þessu hjá grafíkfélaginu, en þar er aðkoman afar hrá og köld, í andstöðu við slík verkstæði ytra sem eru einstaklega Iífrænir staðir, veit hins vegar skiljanlega minna um andrúmið og vinnu- móralinn í skúlptúrsmiðjunni. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á opnu húsi í smiðjunni, því afar fróðlegt er að litast þar um, en hins vegar fer minna fyrir sýningunni innan um allt kraðak annarra hluta, lausra og fastra sem ‘húsinu tilheyra. Sum verkanna njóta sín beinlínis afar illa og mörg eru nær ósýnileg og hefði trúlega verið farsælla að gefa gesti og gangandi innsýn í starfshætti á staðnum og hafa meira af ljós- myndum og sýningarskrám til að lífga upp hið hráa andrúm. Þá stendur gjörningurinn alltof stutt til að hægt sé að íjalla um einstök verk að gagni. Ber að óska félaginu farsældar og nýkjörnum heiðursfélaga, Þor- björgu Pálsdóttur, til hamingju með nafnbótina, en verk hennar njóta sín á staðnum, einkum af börnunum. Þá kemur fram óvænt og sterk formtilfinning í hinum stóra útskorna fugli Hannesar Lár- ussonar, sem gæti boðað hvörf á listferli hans, því auljóslega búa í honum dijúgir hæfileikar á sviði sjálfs rúmtaksins. En hér er helst vakin athygli á góðu framtaki og þá er að skunda á staðinn. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.