Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell BENEDIKT Kristjánsson kaupmaður í Vöruvali fyrir framan verslunina í Bolungarvík sem hann ætlar að helga krafta sína í náinni framtíð. SAMKEPPNIN ER VEKJANDI vmanpn/ArviNNUUF Á SUNNUDEGI ► Benedikt Kristjánsson, kaupmaður í Vöruvali, er 45 ára Bol- víkingur. Hann lærði kjötiðn í íðnskólanum og hjá Sláturfélagi Suðurlands, vann sem kjötiðnaðarmaður hjá Einari Guðflnnssyni og var svo ráðinn verslunarsljóri Vöruvals á ísafirði. Hann keypti Vöruval árið 1987 og rekur nú fjórar verslanir undir því nafni, á ísafirði, í Hnífsdal og Bolungarvík. Benedikt hefur verið formaður Kaupmannasamtaka Islands í tvö ár og þetta árið er hann jafn- framt formaður verslunarsamtakanna Þín verslun. Hann er kvænt- ur Kristínu Gunnarsdóttur úr Bolungarvík og eiga þau þijú börn, á aldrinum 24, 20 og 2 ára. ISFIRSKIR neytendur krefjast þess að vöruúrval só gott. eftir Helgo Bjarnoson Ð LOKNU kjötiðnaðar- námi fór Benedikt Krist- jánsson að vinna í kjöti í verslun Einars Guðfínns- sonar heima í Bolungarvík. Hann var fyrsti kjötiðnaðarmaðurinn sem kom til starfa í bænum og byggði upp kjötvinnslu fyrirtækisins. „Þegar ég var búinn að vera í kjöt- inu í rúman áratug vildi ég breyta til og sótti um starf á Isafirði. Sem betur fer, segi ég nú, fékk ég ekki starfið því í staðinn bauð Heiðar Sigurðsson kaupmaður í Vöruvali á ísafirði mér starf verslunarstjóra. Eg er hræddur um að líf mitt hefði þróast á annan hátt ef ég hefði fengið starfið sem ég sótti um,“ segir Benedikt Kristjánsson. Hann er nú aðaleigandi og framkvæmda- stjóri Vöruvals sem rekur fjórar verslanir, í Bolungarvík, Hnífsdal og tvær á Isafirði. Eigin verslunarrekstur Heiðar Sigurðsson byggði versl- unarmiðstöðina Ljónið á Skeiði á ísafirði og rak þar mat- og ný- lenduvöruverslunina Vöruval sem var vísir að stórmarkaði. Þegar Benedikt hafði unnið í versluninni í hálft annað ár keypti hann verslun- ina og tók húsnæðið á leigu af Heið- ari. Fyrirtæki Benedikts, Vöruval hf., tók til starfa 1. febrúar 1987. „Ég fórnaði mér fyrir starfið og okkur tókst að rífa reksturinn upp,“ segir Benedikt. Kona hans og eldri böm hafa alla tíð unnið mikið við fyrirtækið. Samkvæmt samn- ingnum við Heiðar mátti hann skila versluninni eftir ár í nákvæmlega sama horfi og hann tók við henni. „Þegar árið var liðið fannst mér of stuttur tími liðinn og ekki nægileg reynsla kominn á reksturinn. Ég fann að við vorum á réttri braut og að við gætum látið hlutina ganga upp. Þrátt fyrir alla vinnuna fannst mér þetta gaman og vildi halda áfram.“ Þegar Benedikt tók við verslun- inni fór hann í stutta kynnisferð til Danmerkur og kom heim með hug- myndir um það hvernig ætti að raða í svona verslun. „Við snerum öllu við, skipulögðum verslunina upp á nýtt. Vöruúrval var aukið, sérstaklega ferskar vörur. Við reyndum að kaupa allar vörur beint frá framleiðendum og innflytjend- um, framhjá milliliðum, og hófum síðar beinan innflutning. Dönsku búðimar voru að taka í notkun tölvukassa og strikamerkingar og ég ákvað að taka þessa tækni í mína þjónustu strax og mögulegt væri. Vöruval varð svo þriðja versl- unin hér á landi til að taka upp strikamerkingar, á eftir Bónus og Nóatúni." „Fólk fékk trú á því sem við vor- um að gera og verslunin jókst. Á þessum tíu árum höfum við lifað af ýmsa keppinauta. Kaupfélag ísfirð- inga var lengst af okkar helsti keppinautur. Samkeppninsaðstað- an var alltaf ójöfn þeim í hag og kom það vel í ljós þegar kaupfélag- ið hætti og varð gjaldþrota. Það hafði safnað miklum skuldum og vestfirskir bændur fóru verst út úr því. Við gátum ekki leyft okkur að safna skuldum hjá viðskiptamönn- um, eins og bændum, enda verða þeir að fá kaupið sitt greitt eins og aðrir.“ Kominn heim aftur Þegar Vöruval hafði starfað í sex ár var lítilli verslun í Hnífsdal lokað en hún var eina verslunin í dalnum. Vöruval opnaði þarna verslun í apr- íl 1993 og á síðasta ári var verslunin öll endumýjuð. Verslunin er lítil og fólkinu í Hnífsdal hefur fækkað veralega. „Þessi verslun hefur aldrei verið baggi á fyrirtækinu þrátt fyrir smæðina en að visu hef- ur nú heldur þrengt að. Við erum aðeins með einn starfsmann í búð- inni og skertan opnunartíma og henni er þjónað frá aðalverslun okkar á ísafirði.“ Tæpu ári síðar bættist þriðja verslunin við. Eftir endurskipu- lagningu fyrirtækja Einars Guð- finnssonar hf. í Bolungarvík var stofnað sérstakt fyrirtæki um verslun, bakarí og kjötvinnslu. Undir lok ársins 1993 var ákveðið að hætta rekstrinum. Benedikt keypti búðina og stofnaði um hana fyrirtækið Vöraval Bolungam'k hf. Énn var ráðist í endumýjun inn- réttinga og nýja uppröðun enda segir Benedikt að tími hafi verið til þess kominn, búðin hafi haldist lítið breytt í 25 ár. „Þótt ég væri í verslunarrekstr- inum á Isafirði bjuggum við alla tíð hér í Bolungarvík og þvi má segja að ég hafi verið kominn heim aftur þegar ég keypti verslunina. Það var skrítin tilfinning að ganga um verslunina eftir að hafa alist þar upp sem verslunarmaður. Það hvarflaði aldrei að mér að ég ætti eftir að versla hér en örlögin hög- uðu því þannig." Keypti elstu verslunina Fyrir ári, eftir að Kaupfélag Is- firðinga lokaði verslun sinni á Eyr- inni á Isafirði, hófst mikið kapp- hlaup um verslunarplássið. Aðal- keppnin var á milli Kaupfélags Suð- urnesja og Verslunar Björns Guð- mundssonar sem rak Björnsbúð skammt frá kaupfélaginu. Suður- nesjamennirnir urðu hlutskarpari og opnuðu Samkaup í desember. Þá vildu þeir sem ráku Bjömsbúð hætta verslun og úr varð að Vöra- val tók yfir reksturinn 1. febrúar síðastliðinn. Björnsbúð er elsta verslunin á ísafirði, var rekin þar af sömu fjölskyldunni í rúma öld, og Benedikt segist stoltur reka hana áfram undir þessu nafni. „Við erum svolítið útúr með okk- ar stóru verslun inni í Firði. Hún er ekki í göngufæri við stærstu íbúð- arhverfin. Það er því nauðsynlegt að vera einnig með verslun á Eyr- inni. Þegar Samkaup kom lengdist opnunartíminn, þeir tóku verslun- arsiði Suðurnesjanna með sér vest- ur og við urðum að svara því. Allt of dýrt er að lengja opnunartímann í versluninni á Skeiði en við sáum 'möguleika að gera það í Björnsbúð. Það var alla tíð ljóst að það myndi kosta töluvert að bæta við verslun en á móti kemur aukin velta,“ segir Benedikt. Björnsbúð hefur verið opin til klukkan 9 virka daga og 6 um helgar en nú er búið að stytta opnunartímann um klukkutíma virku dagana. „f raun og vera er engin þörf á þessum langa opnunartíma og hér hefur verið góð sátt um að fólk gæti gert innkaup sín til klukkan 6 virka daga og 7 á föstudögum svo versl- unarfólkið ætti frí á kvöldin og um helgar eins og aðrir íbúar bæjarins. Þessi langi opnunartími eykur óhjákvæmilega kostnaðinn í búðun- um. í ljós hefur komið að engin þörf er á þessu, það er til dæmis ekkert að gera milli klukkan 8 og 9 og enginn hefur kvartað yfir því að við erum farnir að loka Bjömsbúð klukkan 8.“ Ný vinnubrögð í verslun Kaupfélagið átti erfitt tímabil áður en það lokaði endanlega. Með tilkomu Samkaupa jókst sam- keppnin á ný og er nú töluvert hörð. „Þegar þeir komu voru tekin upp alveg ný vinnubrögð í verslun á svæðinu. Áður var hver að vinna í sínu horni, í sátt og samlyndi við aðra kaupmenn á svæðinu. Nú fylgjast menn grannt með vöru- verði hvers annars. Þeir skrifa upp verðið hjá mér og ég fer reglulega í Samkaup til að gera mínar verðkannanir. Það er ekkert nema gott um þetta að segja, samkeppn- in heldur manni vakandi." Vöruverð á ísafirði hefur lækk- að, að sögn Benedikts. „Verslun í dag gengur út á verð og verðsam- keppni. En verðið helst ekki lágt til frambúðar nema menn taki til í sínum rekstri því fyrirtækin verða að standa undir sér. Við höfum dregið úr kostnaði og þurft að minnka vöruúrval og fækka starfs- fólki. Meira er flutt beint inn og aðild að verslunarsamtökunum Þín verslun hefur veitt okkur betri við- skiptakjör. Sameiginleg samnings- gerð þessara verslana við birgja hefur leitt til lækkunar innkaups- verðs. Við höfum þurft að hugsa alla hluti upp á nýtt með það að leiðar- ljósi að taka á móti samkeppninni ai fullu afli. Reyna að verða betri en keppinauturinn og ég tel að það hafi tekist. Við eram með bestu búðina é ísafirði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.