Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 ' —- FÓLK í FRÉTTUM CARSTEIM Norgaard og María Ellingsen fóru fyrir liði íslenskra óþokka í mynd- inni „D2 Mighty Ducks“. Hollywood uppiskroppa með illmenni VANGAVELTUR hafa verið um það í bandarískum fjölmiðlum hverjir tækju við sem óþokkar eftir að kalda stríðinu lauk. Það getur verið mjög viðkvæmt mál hveijir fara með hlutverk óþokkanna, eins og Walt Disney-fyrirtækið fékk að kynnast í vikunni. Þurftu talsmenn fyrirtækisins að neita því opinber- lega að það hefði nokkuð á móti aröbum eða kaþ- ólsku fólki. Nefnd, sem fjallar um kynþáttafordóma gagn- vart Bandaríkjamönnum af arabískum uppruna, hafði gefið út þá yfirlýsingu daginn áður að Disn- ey hefði hafíð „heilagt stríð gegn aröbum“. Var það byggt á þeirri mynd sem væri dregin upp af þessu fólki í kvikmyndum Disney-fyrirtækisins, einkum í nýrri kvikmynd með Demi Moore sem nefnist „G.I. Jane“. Þá hafa kaþólikkar stofnað þrýstihóp sem á að fá Disney til að hætta við þættina Ekkert heilagt eða „Nothing Sacred“ á ABC-sjónvarpsstöðinni. Astæðan er sú slæma mynd sem dregin er upp af kaþólskum prestum í þáttunum. New York Times hefur fjallað um þetta vanda- mál og nýlega birtist viðtal við Thomas Pollock, formann bandarísku kvikmyndastofnunarinnar sem áður var yfirmaður Universal Studios. Þar er hann spurður út í kvikmyndina „D2 The Mighty Ducks“ frá árinu 1994 þar sem kaldrifjaður og andstyggilegur íslenskur þjálfari var fúlmenni myndarinnar. „Ofgahugmyndin um hinn hreina aría býr að baki þessari mynd,“ segir Pollock. Að hans sögn þarf illmennið að vera trúverðugt fyrir ört vaxandi minnihlutahópa í Bandaríkjunum, þ.e. blökkumenn, Asíubúa og fólk frá Rómönsku Ameríku, sem sæki kvikmyndahúsin í stórum stíl. „Leitin stendur yfir að sannkölluðu illmenni, einkum fyrir þessa hópa.“ j. KLflRflR KONUR Nýr klúbbur í Baðhúsinu sem opnar skemmtilega og ódýra leið til betri heilsu. Kynntu þér málið. vikur Skráning í síma 588 1616 Takmarkaóur fjöldi Baðhúsið býður 8 vikna árangursrík fitubrennslunámskeið sem hefjast mánudaginn 8. september. Dag- og kvöldhóþar. Ný og breytt fróðleiksmappa og uppskriftir að léttum og hollum réttum. Nœringarráðgjafi heldur fyrirlestur. Eins og alltaf í Baðhúsinu fœrðu baðsloþþ, handkleeði, sjampó og hámœringu ókeyþis við hverja komu. BAÐHUSIÐ heiliulind fjyrír konur ÁRMÚLA 30 SÍMI 588 1 616 GERHARD Schroeder, væntanlegur kanslaraframbjóð' andi, sagði að ósanngjarnt væri að bera Hiltrud sam- an við fréttakonuna Doris Koepf. Sagði frúnni að selja hundana ►ÞÝSKI stjórnmálamaðurinn Gerhard Schroeder, sem þykir líklegastur til að sigra Helmut Kohl kanslara í kosningunum á næsta ári, hefur staðið í fjörleg- um orðaskiptum við fyrrum eiginkonu sína nú í sumar. Hiltrud Schroeder lét ýmis miður falleg orð falla um fyrr- um eiginmann sinn og ásakar hann meðal annars um að greiða einungis leiguna af húsinu sem þau deildu áður saman. Hún eigi erfitt með að láta enda ná sam- an þrátt fyrir að hafa fengið um 6 milljónir króna í fyrirfram- greiðslu fyrir bók sem hún er að skrifa og fái einnig tæpar 500 þúsund krónur I mánaðar- laun. Þegar hún hafi beðið fyrr- um eiginmann sinn um hærra meðlag hafi hann stungið upp á þvi að hún seldi hundana og flytti í þriggja herbergja íbúð. Tímarit í Þýskalandi hafði orð á því, að fyrrum frú Schroeder væri talin ein af tíu best klæddu konum Þýskalands en minnti á að herra Schroeder væri ekki meðal tíu ríkustu manna lands- ins. Hiltrud ku hafa all dýran fatasmekk. Hiltrud Schroeder er græn- metisæta og hefur Gerhard nefnt það sem eina ástæðu skiln- aðarins. Hann hafi ekki einu sinni fengið að borða uppáhalds- matinn sinn, karrý-pylsur, heima hjá sér. Gerhard Schroeder er kom- inn með nýja konu upp á arm- inn, fréttakonuna Doris Koepf, en hún er allt í senn grennri, ljóshærðari og 14 árum yngri en Hiltrud sem er 48 ára göm- ul. Hinn 53 ára gamli Gerhard þykir myndarlegur og mælskur og mun líflegri en hinn formlegi Helmut Kohl. Fram að þessu hafa orðaskipt- in og skilnaðurinn ekki skaðað stjórnmálaferil Gerhards Schro- eder enda þykja Evrópubúar ekki dæma stjórnmálamenn eft- ir einkalífinu líkt og tíðkast til dæmis í Bandaríkjunum. Chaplin kemnr til baka ►EUGENE Chaplin, sonur hins mikla Charles Spencers Chapl- ins, hefur hug á að opna marg- miðlunarskemmtigarð við Lé- man-stöðuvatnið í Sviss þar sem faðir hans dvaldi seinustu 25 ár lífs síns. Þema garðsins verður „Farið aftur í tímann“ og ætlun- in er að skoða 20. öldina í gegn- um myndirnar hans Charlies Chaplins. Sýningarsalirnir verða tíu og fyrir utan þá verða hin ýmsu leiktæki. í augnablik- inu er Eugene að leita að fjár- sterkum aðilum sem geta lagt milljarð í púkk og gerir hann sér vonir um að fá aðra eins upphæð að láni í banka. Ef CHARLES heitinn Chaplin við vinnu sína. skemmtigarðurinn nýtur svo vinsælda er ætlunin að fleiri slíkir spretti upp um heim allan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.