Morgunblaðið - 24.08.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 24.08.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 24.ÁGÚST 1997 15 1,4 millj. kr. úthlutað úr Menningarsjóði STJÓRN Menningarsjóðs íslands og Finnlands kom saman ti! fundar á ísafirði nýverið til að ákveða árlega úthlutun styrkja úr sjóðnum. Alls bárust 119 umsóknir, þar af _83 frá Finnlandi og 36 frá Islandi. Úthlut- unin nam 108.000 finnskum mörk- um eða jafngildi um 1,4 millj. ísl. króna og hlutu eftirtaldir umsækj- endur styrki sem hér segir: 1. Anna María Geirsdóttir mynd- listarmaður, 4.000 mörk, til að halda sýningu á veflist í Hangö ásamt Heli Jaskanen. 2. Ásdís Olafsdóttir listfræðingur, 3.000 mörk til útgáfu doktorsritgerðar hennar um verk Alvars Aaltos arkitekts. 3. Bjarni Jónatansson orgelleikari, 4.000 mörk til tónleikaferðar til Finnlands til að kynna íslenska kirkjutónlist ásamt Sigurði Bragasyni söngvara. 4. Björn Thoroddsen tónlistarmaður, 4.000 mörk, til að stofna finnsk- íslenskan kvartett, halda tónleika í Finnlandi og taka upp tónlist á hljómdisk. 5. Camilla Söderberg blokkflautuleikari, og Guðrún Ósk- arsdóttir semballeikari, 8.000 mörk til tónleikaferðar til Finnlands til að kynna íslenska nútímatónlist. 6. Hallveig Thorlacius brúðuleikstjóri, 4.000 mörk, ferðastyrkur til að fara með brúðuleikhús til Finnlands og halda þar sýningar. 7. Karl Vil- hjálmsson ljósmyndari, 1.000 mörk, til að undirbúa ljósmyndasýningu. 8. Kjartan Einarsson ljósmyndari, 1.000 mörk, vegna efniskostnaðar til að setja upp Ijósmyndasýningu. 9. Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistar- maður, 4.000 mörk, til að kynna sér finnska ljósmyndalist. 10. Sigrún Guðmundsdóttir lektor, 4.000 mörk, til að kynna sér veflist og hönnun í Finnlandi. 11. Sigurður Bragason söngvari, 4.000 mörk til tónleika- ferðar til Finnlands til að kynna ís- lenska kirkjutónlist ásamt Bjarna Jónatanssyni orgelleikara. 12. Snæ- björn Arngrímsson ritstjóri, 4.000 mörk, ferðastyrkur til að vinna með tímaritinu LIKE að kynningu og útgáfu finnskra bóka á íslandi. 13. Hannu Hautala ljósmyndari, 5.000 mörk til að taka ljósmyndir af ís- lenskri náttúru með áherslu á suð- urströnd landsins. 14. Eva Jansson, fíl. mag., 1.000 mörk til að vinna að ljósmyndasýningu í sambandi við íslandsvikuna í Vasa. 15. Tittamari Marttinen-Envall rithöfundur, 4.000 Handrita- sýningu að ljúka HÁTÍÐARSÝNINGU _ í Stofnun Árna Magnússonar á íslandi fer nú senn að ljúka. Á sýningunni í Árnagarði við Suðurgötu gefst fólki einstakt tæki- færi til að sjá nokkra af mestu dýr- gripum þjóðarinnar því að þar eru til sýnis Konungsbók eddukvæða, Snorra-Edda, Flateyjarbók, sem er stærst allra íslenskra handrita, og Möðruvallabók með 11 íslendinga- sögum m.a. Egils sögu, Njálu og Laxdælu. Einnig eru á sýningunni handrit Landnámu, íslendingabókar, Grágásar og Jónsbókar og kaupbréf fyrir Reykjavík. Vönduð sýningar- skrá um öll þessi handrit er innifalin í aðgangseyri. Nú hefur verið bætt á sýninguna handritunum tveimur sem síðast koinu til landsins. Annað þeirra hef- ur að geyma prédikanir og er líklega það elsta sem varðveist hefur á ís- lensku máli, en hitt handritið er annað aðalhandrit Stjórnar, þýðing- ar úr Gamla testamentinu með skýr- ingum og myndum, eitt fegursta handritið frá mesta blómaskeiði ís- lenskrar bókagerðar á miðöldum. í anddyri Árnagarðs og sérstökum sýningarsal er einnig hægt að fræð- 1 ast um gerð handrita, myndlist í handritum, útgáfur fornrita og sögu ' handritanna og þar má einnig hlusta á rímnakveðskap og söng úr segul- bandasafni Árnastofnunar með þjóð- fræðaefni. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-17 til 31. ágúst. mörk til íslandsferðar til að safna efni í bók. 16. Hópur fínnskra kenn- aranema og kennara, 6.000 mörk til Islandsferðar til að kynna sér móðurmálskennslu fyrir verðandi bekkjarkennara. 17. Heikki Mákelá, leikstjóri og leikhússtjóri, 4.000 mörk, ferðastyrkur til að safna efni í leikrit á íslandi. 18. Nuoren Voim- en Liitto ry, 6.000 mörk til íslands- ferðar finnskra ljóðskálda. 19. Nor- ræna félagið í Vasa héraði, 10.000 mörk til íslandsviku þar sem kynnt verður íslensk menning og matar- gerð. 20. Dr. Pirkko-Liisa Rauhala, 4.000 mörk til að vinna með Guðnýju Björk Eydal að samstarfsverkefni um þjóðfélagsþróun í Finnlandi og á íslandi. 21. Rauman Elokuvakerho ry, Jarmo Mákelá, 4.000 mörk til að bjóða íslenskum kvikmyndaleik- stjóra á kvikmyndahátíðina „Blue Sea Film Festival". 22. Katriina Salminen lektor, 6.000 mörk, styrk- ur tij námsferðar menntaskólanema til íslands. 23. Jyrki Siukonen, myndlistarmaður og ritstjóri, 4.000 mörk til íslandsferðar til að vinna að sérhefti um íslenska menningu fyrir listatímaritið TAIDE ásamt Timo Setálá, ljósmyndara og grafík- listamanni. 24. Ung Nordisk Musik, 6.000 mörk til þátttöku níu tónlist- armanna frá Finnlandi í norrænni tónlistarhátíð í Reykjavík. 25. Heim- ilis- og listiðnaðarfélag í Österbott- en, 3.000 mörk til að bjóða íslensk- um veflistarmanni að halda sýningu og fyrirlestur á íslandsviku. Ennfremur var ákveðið að veita Lina Antman, fíl. stud., styrk tii náms í íslenskum fræðum við Há- skóla íslands skólaárið 1997-98. Stofnað var til sérstaks námsstyrks úr sjóðnum vegna 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins 1994 og er hann nú veittur í fjórða sinn. Stofnfé sjóðsins var 450.000 fínnsk mörk sem fínnska þjóðþingið veitti í tilefni af því að minnst var 1100 ára afmælis byggðar á íslandi sumarið 1974, en nemur nú um 2,6 millj. marka. Stjórn sjóðsins skipa Matti Gustafson, deildarstjóri í finnska menntamálaráðuneytinu, formaður, Juha Peura, fíl. mag., dr. Njörður P. Njarðvík prófessor, og Þórunn Bragadóttir deildarstjóri. Bryndís Berg hefur misst 13 kg. Hildur Ingvarsdóttir hefurmisst 10 kg. María Pétursdóttir hefur misst 12 kg. 8-vikna fitubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x í viku • Fræðslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin “Léttir réttir,, 150 frábærar uppskriftir • Nýr upplýsingabæklingur: „í formi til framtíðar • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku áótœdivc tií ad u&ta með: - ná settu þyngdarmarkmiði - verða hressari á sál og líkama - æfa í skemmtilegum og hvetjandi félagsskap! Þeim fjölgar stöðugt konunum sem hafa náð frábærum árangri á fitubrennslu- námskeiðunum hjá okkur. Vertu með þetta er auðveldara en þú hyggur! RGUSTU fr HRHFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355 KA HEIMILINU 600 AKUREYRI S. 462 621 1 Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur Barnagæsla Hefst 1. sept.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.