Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 25 Vöruverð lækkar Benedikt segir að beinn inn- flutningur Vöruvals hafi hjálpað til að lækka vöruverð. j,Það eru alltof margir milliliðir. Á Isafirði eru til dæmis tvær heildsölur. Til hvers? Neytendur krefjast þess að fá vörur á sambærilegu verði og í Reykjavík og þá hefur engin verslun efni á því að greiða milli- liðum.“ Hann telur að matvöruverð á Isafirði sé orðið sambærilegt við verð í stórmörkuðum í Reykjavík. Þjónusta og vöruval sé með því besta sem þekkist og síst lakara en í Reykjavík. „Við búum við þær að- stæður að við verðum að hafa gott vöruúrval, viðskiptavinurinn krefst þess. Ekki þýðir fyrir okkur að segja honum að hann verði að kaupa ákveðið merki, við verðum að vera með alla flóruna. Eg vitna stundum í minn gamla lærimeistara hér í Bolungarvík, Jónatan Einars- son. „Fólk á geta fengið það heima sem það fær í Reykjavík,“ sagði hann stundum. Ég tel að verslun okkar standi undir þessu. Það er heldur ekki sanngjamt að bera vöruverðið saman við það sem þekkist í afsláttarverslunum í Reykjavík eða póstverslunum. Ef fólk sniðgengur verslanirnar á staðnum og kaupir inn á þennan hátt þá þrífast engar verslanir hér og heldur ekkert mannlíf.“ Kominn tími til að hægja á Benedikt Kristjánsson hefur helgað líf sitt uppbyggingu fyrir- tækisins í áratug. Nú finnst honum kominn tími til að minnka við sig með því að deila ábyrgðinni með nýjum meðeigendum. „Það fylgir því mikil vinna og álag að byggja upp og reka fjórar verslanir á þremur stöðum. Ég þarf að þeytast milli ísafjarðar og Bolungarvíkur oft á dag, núna var ég til dæmis að koma úr fimmtu ferðinni til ísa- fjarðar í dag. Ég hef ákveðið að minnka við mig vinnu og fengið Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fœst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjami málsins! unga menn inn í reksturinn á ísa- firði. Annar þeirra er Haukur Benediktsson sem verið hefur verslunarstjóri hjá mér frá upphafi og mun þessi aðgerð styrkja stoðir rekstrarins." Fyrirtækinu verður skipt meira upp. Þannig mun Vöruval hf. á Isa- firði reka verslunina á Skeiði og Björnsbúð en Vöruval í Bolungar- vík mun reka verslanirnar þar og í Hnífsdal. Nýju hluthafarnir kaupa í upphafi 30% hlut í ísafjarðarfyrir- tækinu en Benedikt segir að því stefnt að síðar eignist þeir meiri- hlutann. Hann er áfram fram- kvæmdastjóri beggja fyrirtækj- anna. Sjálfur ætlar kaupmaðurinn að leggja vinnu í að hífa upp verslun- ina í Bolungarvík. „Ég hef ekki ver- ið nógu sáttur við ganginn hér. Bol- ungarvík er 1.100 manna byggð og góður grundvöllur á að vera fyrir verslun. Ég ber ábyrgð á þessum rekstri og það stendur engum nær að leysa þau mál sem hér þarf að leysa.“ „Nei, það er af og frá,“ segir Benedikt þegar hann er spurður að því hvort salan á hlut í Vöravali sýni að fyrirtækið sé að láta undan síga í samkeppninni. „Hlutirnar hafa hins vegar æxlast þannig að ný og ný verkefni hafa komið upp í hendurnar á mér án þess að ég hafi sóst eftir þeim. Og nú er kominn tími til að minnka álagið.“ Þessu til staðfestingar nefnir hann að á síð- asta ári hafi velta fyrirtækisins ver- ið 370 milljónir sem er meira en nokkru sinni áður og á fyrri hluta þessa árs sé enn aukning. „Að vfsu hefur Björnsbúð bæst við og þar af leiðandi meiri kostnaður. En þetta sýnir þó að viðskiptavinirnir hafa ekki gleymt okkur þótt fleiri mögu- leikar séu fyrir hendi.“ Allt helst í hendur Bylting varð í samgöngumálum þegar Vestfjarðagöngin voru opn- uð. Þau stækkuðu verslunarmark- aðinn á Isafirði. Benedikt segist verða mikið var við fólk frá Suður- eyri, Flatejrri og Þingeyri í verslun- um sínum og segir ánægjulegt að geta þjónað því. Á móti komi, og þá er hann kannski að hugsa sem for- maður Kaupmannasamtakanna og baráttumaður fyrir hagsmunum landsbyggðarverslunar, ótrygg staða verslana á þessum minni stöðum. „Ekki er hægt að gera þær kröfur til verslunar á Flateyri að hún selji vörur á sama verði og Bónus í Reykjavík. Nauðsynlegt er fyrir fólkið að hafa þessar verslanir en þær þrífast ekki nema hafa við- skipti fólksins. Búast má við að þetta endi með því að sjoppur olíu- félaganna verði einu verslanirnar á minni stöðunum," segir Benedikt. Stöðug fólksfækkun er á Vest- fjörðum og þess sér stað í verslun- inni eins og öðru. „Hver einasta fjölskylda sem flyst til Reykjavíkur er mikil blóðtaka fyrir þetta samfé- lag og hefur slæm áhrif. Allt helst þetta í hendur við útgerð og fisk- vinnslu sem við byggjum afkomu okkar á. Hér þarf að vera arðvæn- legt að vinna fisk. Svo virðist ekki vera í dag því aflinn er fluttur suð- ur á land í flutningabflum jafnóðum og hann berst á land. Ef við höfum ekki fisk til að vinna þrífst engin önnur atvinna hér. Vonandi leiðir sú endurskipulagning sem nú stendur yfir á sjávarútvegsfyrir- tækjum hér til þess að hægt verði að stunda fiskverkun með hagnaði og þá mun það hafa keðjuverkandi áhrif á verslun eins og annan at- vinnurekstur á þessu svæði,“ segir Benedikt Kristjánsson. Stalór sófar ogf stólar 15-20%* Sj áðu keimiliá Glæsileg g’jafavara 15-50%* ÖII gJös á 15-20% afslœtti í nyju ijosi Heimsljós fagnar 10 ara afmœli í nýju glœsilegu húsnœÓi Heimsljós heldur nú upp á 10 ára afmœli sitt með veglegum hœtti. Til 6. septemher gefst hostur á veglegum afmœlistilhoðum. Kynnið ykkur máJin, komið við hjá okkur að Suðurlandshraut 12. Matar- ogf kaffistell 15-20%* Matar- og kaffistell í öllum tilhrigðum eru á 15-20% afmœlisafslœtti nœsta hálfa mánuðinn. Auk foess 6 manna matar- og kaffistell á rifegum afmœlisafslœtti. frá lcr. 2.950,- Þýsk ar Eldiro hitak önnur. Hnífaparasett, 6 sett í kassa jrá kr. 4.750.- Sudu^-JsUul ■ Heimsljós H McDonalds Suðurlandsbraut 54 (Bláu húsin) sími 568 9511 Glœsileg húsgögn frá hinum heimsfekkta framleiðanda Lexington. Nú fœst í Heimsljósi úrval húsgagna í fessum fallega stfl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.