Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR REYKJAVIKURMARAÞON Öm varð að hætta við Orn tók ekki þátt í 100 m bak- sundi á Evrópumeistaramót- inu í gær eins og til stóð vegna meiðsla í vinstri öxl, en þau eru samskonar og voru að hrjá hann fyrr í sumar. „Bólgur komu í öxl- ina eftir keppni í B-úrslitum 200 m baksundsins á fimmtudaginn og eftir að við höfðum ráðfært okkur við lækna var sú ákvörðun tekin að Örn drægi sig til baka,“ sagði Hafþór B. Guðmundsson, landsl- iðsþjálfari, í samtali við Morgun- blaðið. Hafþór sagði þessi meiðsli vera vonbrigði ekki síst fyrir Öm sem hefði náð glæsilegum árangri í 200 m baksundi. „Auðvitað langar hann til að keppa, en hann er skynsamur og sér að það borgar sig ekki að hætta á neitt heldur láta nú gott heita og fara að huga að undirbún- ingi næsta stórverkefnis sem er HM í Ástralíu í janúar." Örn hefur synt 100 m baksund á 58,46 sekúndum en íslandsmet FRJALSIÞROTTIR Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar er 57,15 frá 1987. Ljóst er að Örn hefði þurft að bæta sig verulega til að komast í B-úrslit í sundinu því síðasti maðurinn inn í þau var á 57,40 sek. Alls syntu 12 sundmenn undir 57 sek. „Ég skal ekkert full- yrða um að Öm hefði komist í B- úrslit en hefði öxlin verið í lagi er ég viss um að hann hefði farið nærri því,“ sagði Hafþór. í dag er síðasti keppnisdagur á Evrópumótinu og keppa þá tvær íslenskar sundkonur. Elín Sig- urðardóttir í 50 m skriðsundi og Eydís Konráðsdóttir í 200 m bak- sundi. „Það hefur verið erfitt fyrir Elínu að bíða svona lengi en miðað við það sem hún hefur verið að sýna á æfingum er hún til alls lík- leg, en ég vil ekki lofa neinu um met,“ sagði Hafþór. Hann sagði ennfremur að Eydís væri að bæta sig eftir magakveisu. „Það leikur enginn vafi á að Eydís á eftir að gera betur en í 100 m baksundinu.“ Bretar drag- ast afturúr Breskir íþróttamenn hafa á síð- ustu árum dregist aftur úr íþróttamönnum margra þjóða, t.d. frá fyrrum nýlendum. Þessu heldur, Simon Glegg, fulltrúi í bresku ólympíunefndinni fram og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja að landar hans séu um 20 árum á eftir Ástralíu í stuðningi, aðstöðu og þjálfun íþróttamanna. Sem dæmi máli sínu til stuðnings nefnir hann að Bretar hafi aðeins unnið ein gullverðlaun á síðustu Ólympíuleik- KORFUBOLTI Dregið í Evr- ópudeildinni DREGIÐ hefur verið í riðla í Evr- ópudeildinni í körfuknattleik. Fýrsta umferðin fer fram í septem- ber, en úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna verður í Barcelona á Spáni 21. til 23. apríl á næsta ári. A-riðill: CSKA Mokva (Rússlandi) Efes Pilsen Istanbul (Tyrklandi) Limoges (Frakklandi) Maccabi Elite Tel Aviv (ísrael) Olympiakos (Grikklandi) Real Madrid (Spáni) B-riðill: Porto (Portúgai) Estudiantes Madrid (Spáni) Turk Telekom Ankara (Tyrklandi) Croatia Split (Króatíu) Benetton Treviso (Ítalíu) PAOK Salonika (Grikklandi) C-riðill: Partizan Belgrade (Júgóslavíu) Pau-Orthez (Frakklandi) Kinder Bologna (Ítalíu) Hapoel Jerusalem (Israel) Barcelona (Spáni) Ulker Spor (Tyrklandi) D-riðill: Alba Berlin (Þýskalandi) AEK Athens (Grikklandi) Olimpija Ljubljana (Slóvakíu) Cibona Zagreb (Króatíu) PSG Racing Basket Paris (Frakkl.) Teamsystem Bologna (Ítalíu) um a sama tíma og Ástralir hlutu 9. „Ástralir líta á það sem sjálfsagð- an hlut að hafa íþróttaaðstöðuna eins og best er á kosið hvetju sinni,“ segir Glegg. „Því er ekki fyrir að fara hjá okkur og má sem dæmi nefna að við eigum aðeins ellefu 50 metra sundlaugar." Glegg segir ennfremur að landar hans væru nú fyrst að leiða hugann að þvi að hafa einhveija afreks- mannastefnu líka þeirri sem Ástralir hafa unnið eftir í á annan áratug. í Bretlandi hafi á sama tíma ofur- áhersla verið lögð á almennings- íþróttir á kostnað afreksmanna. Nauðsynlegt er, að hans mati, að jafna áherslumar þama á milli. „Að þessu var hugað hjá félögum okkar fyrir löngu, en við sátum eftir og súpum nú seyðið af því,“ segir Glegg. Leiðrétting ÆT Ífrásögn af leik Víkings og KA í 1. deild karla í Morgunblaðinu í gær var ranglega sagt að Kristinn Jakobsson hefði dæmt leikinn. Hið rétta er að Einar Sigurðsson dæmdi umræddan leik en Kristinn kom þar hvergi nærri. Er Kristinn beðinn velvirðingar á mistökunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg UNDANFARIN ár hafa keppendur í Reykjavíkurmaraþoni verið hálft fjórða þúsund og mikill hamagangur í öskjunni þegar fjöldinn leggur af stað í Lækjargötunni. Brautarmet karla og kvenna í hálfu maraþoni í haettu Útlendingar hafá aldrei verið fleiri Reykjavíkurmaraþon verður haldið í 14. sinn á götum höf- uðborgarinnar í dag og segist Ág- Skaut son sinn í fagnaðariátunum TYRKIR halda enn í vonina um að tryggja sér sæti á heims- meistaramótinu í knattspyrnu, sem fram fer í Frakklandi á næsta ári, eftir að þeir sigruðu Walesbúa 6:4 í Istanbul á mið- vikudaginn. Aðdáendur tyrk- neska landsliðsins fögnuðu sigrinum vel og lengi, en gleði eins þeirra breyttist þó í ólýsan- lega martröð þegar hann ákvað að halda upp á daginn með því að hleypa af haglabyssu innan- dyra í húsi sínu í borginni Ad- ana. Ekki vildi betur til en að sonur hans varð fyrir skotinu og lést af völdum þess á sjúkra- húsi skömmu síðar. úst Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri maraþonsins, búast við um 3.500-4.000 þátttakendum, þar af 350 útlendingum og hafa þeir aldr- ei verið fleiri. „Flestir hafa þátttakendurnir verið 3.700 og yfirleitt er ríflega helmingur þeirra í skemmtiskokk- inu. Skráning hefur gengið alveg þokkalega hingað til, en veðurspáin fyrir helgina er góð og má því reikna með að skráningin taki kipp,“ sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið fyrir helgina. Bretarnir líklega í sviðsljósinu Eins og fyrri ár verður keppt í fjórum flokkum - maraþoni, sem er 42,2 kílómetrar, hálfu maraþoni, sem er 21,1 kílómetri, 10 kílómetra hlaupi og skemmtiskokki, sem er 3 kílómetrar. „Ég á von á að keppni í karla- flokki maraþonsins standi á milli sigurvegara síðasta árs, Hugh Jones frá Bretlandi, og landa hans, Tobys Tansers, en Ingólfur Gissur- arson gæti hugsanlega blandað sér í þá baráttu," sagði Ágúst. „í kvennaflokki má reikna með sigri hinnar bresku Ruth Kings- borough, en það er fremur ólíklegt að einhverjir óþekktir hlauparar skjótist fram á sjónarsviðið í maraþoninu. í hálfu maraþoni getur hins vegar allt gerst, en fyrirfram er þó gert ráð fyrir sigri Steves Greens frá Bretlandi í karlaflokki og Gitte Karlshej frá Danmörku í kvennaflokki. Braut- armetið í hálfu maraþoni er 1:05,36 í karlaflokki og 1:11,40 í kvennaflokki, en Green á best 1:04,45 og Karlshoj 1:09,51 þann- ig að brautarmetin eru í hættu,“ sagði Ágúst. SUND / EVROPUMOTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.