Morgunblaðið - 24.08.1997, Page 6

Morgunblaðið - 24.08.1997, Page 6
6 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ * A Astarævintýri Díönu Bretaprinsessu og arabíska kvikmyndaframleiðandans Dodis al Fayeds Skopleg sápuópera með alvarlegum undirtón Þótt sápuóperan um ástarævintýri Díönu Bretaprinsessu og Dodis al Fayeds sé að mörgu leyti skopleg er hún margbrotin og varpar meðal annars ljósi á tortryggni Breta í garð araba. SMÁSYNDIR bresku kon- ungsfjölskyldunnar eru ekkert nýnæmi og ekki heldur sálarflækjur Breta vegna tortryggni þeirra gagnvart íbúum þeirra landa sem þeir stjórn- uðu áður en nýlenduveldi þeirra leið undir lok. Hins vegar telst það til tíðinda að þetta tvennt hefur fléttast saman í broslegri sápu- óperu um Díönu og Dodi. Önnur aðalpersónan í þessum skopleik er 36 ára prinsessa, fyrr- verandi eiginkona Karls krónprins, næsta konungs Bretlands (ef drottningin leyfir það), og móðir Vilhjálms prins, tilvonandi konungs (ef konungdæmið heldur velli svo lengi). Henni var nýlega lýst sem hugsunarlausri konu er teldi það ekkert tiltökumál að ferðast 250 km með þyrlu til að ráðfæra sig við dulspeking sem hún hefur mikl- ar mætur á. Dodi er gælunafn Emads al Fay- eds, 41 árs „glaumgosa" og kvik- myndaframleiðanda, sem fæddist 5 Egyptalandi og nam við konung- lega herskólann í Sandhurst. Hermt er að hann ferðist yfirleitt með nuddara og lífvörðum og leggi í vana sinn að gefa vinkonum sínum rándýra skartgripi. Faðir hans, Mohamed al Fayed, er auðugri en drottningin og eigandi Harrods, stórverslunarinnar frægu í Lundúnum. Flýr í „arabíska prísund" Sápuóperan hefur þó alvarlegan undirtón því hún tengist einnig stéttaskiptingunni í Bretlandi og togstreitu innfæddra Breta og inn- flytjenda, sem láta æ meira að sér kveða í bresku viðskiptalífi. Gleny Roberts segir í grein í Daily Mail að Díana prinsessa muni brátt átta sig á því að hún hafi farið úr öskunni í eldinn, flúið úr „einu fangelsi, lífstíl konungs- fjölskyldunnar, í annað, arabíska prísund“. „Ég hef aðeins áhyggjur af því að þessi Dodi er útlendingur," sagði skáldsagnahöfundurinn Barbara Cartland, sem er móðir greifynj- unnar af Dartmouth, stjúpmóður prinsessunnar. Slík viðbrögð hafa orðið til þess að Bretar, sem eiga ættir að rekja til Asíu og Miðausturlanda, hafa áhyggjur af samdrætti bresku prinsessunnar og Dodis, sem er múslimi að sögn New York Times. Margir þeirra eru þó mjög stoltir af ástarævintýrinu. „Menn geta hatað okkur og svívirt á götunum og í húsasundum en strákarnir okkar sigla um heimshöfín með þeim konum þeirra sem mestur fengur er í,“ skrifaði Fuad Nahdi í The Independent." Neitað um ríkisborgararétt Fayed eldri hefur verið mjög áberandi í bresku viðskiptalífi frá því hann keypti Harrods fyrir tólf árum. Meðal annarra eigna hans eru Ritz-hótelið í París, tímaritið Punch, útvarpsstöð og knatt- spyrnufélagið Fulham. Honum hef- ur samt verið neitað um breskan ríkisborgararétt, þótt hann hafi búið í Bretlandi í 34 ár. Sértilboð Skólatöskur - pennaveski Vegna hagstæðra innkaupa bjóðum við: Skólatöskur og tvöfalt pennaveski, nú á aöeins kr. 1.960* Skólatöskur og einfalt pennaveski, nú á aöeins kr. 1.390 * Mikið úrval af skólatöskum, pennaveskjum og skólavörum fyrir alla aldurshópa á mjög góðu verði. Sendum í póstkröfu. Opið laugardaga 10-14. * Varð með 20% afslættl Bóka-, ritfanga- og gjafavöruverslun Miðbæ við Háaleitisbraut 58-60 • Sími 553 5230 Reuter DIANA prinsessa við jarðsprengjusvæði í Angóla. Fréttir um ástarævintýri prinsessunnar og Dodis al Fayeds hafa skyggt á baráttu hennar fyrir allsherjarbanni við jarðsprengjum. Reuter KARL Bretaprins ásamt sonum þeirra Díönu, Vilhjálmi (t.h.) og Hinriki, nálægt Balmoral-kastala. Samkvæmt lögum frá 1981 má ekki veita mönnum breskan ríkis- borgararétt nema þeir hafi óflekk- að mannorð. Þegar Fayed sótti um breskt vegabréf birtu embættis- menn viðskipta- og iðnaðarráðu- neytisins skýrslu þar sem þeir sök- uðu hann og bróður hans, Ali al Fayed, um að hafa „með óheiðar- legum hætti gefið rangar upplýs- ingar um uppruna sinn, auð og við- skiptahagsmuni". Embættismenn- imir ákváðu því að mæla ekki með því að hann fengi ríkis- borgararétt. Fayed telur þessa ákvörðun til marks um kynþáttafordóma og ákvað að hefna sín. Hann skýrði frá því að hann hefði greitt tveimur þing- ..... mönnum íhaldsflokksins, Neil Hamilton og Tim Smith, fyrir að bera upp fyrirspurnir á þinginu. Tim Smith viðurkenndi að þetta væri rétt en Neil Hamilton neitar þessu enn. Hann missti þó þing- sæti sitt í síðustu þingkosningum og málið er talið hafa átt stóran þátt í því að stjóm íhaldsmanna galt mikið afhroð í kosningunum eftir að hafa verið við stjómvölinn í 18 ár. Fayed átti einnig stóran þátt í falli Jonathans Aitkens aðstoðar- fjármálaráðherra þar sem hann veitti dagblaðinu Guardian upplýs- ingar um dvöl hans á Ritz-hótelinu og samskipti við kaupsýslumenn frá Saudi-Árabíu þegar þeir komu saman í París til að ræða vopna- kaup. Aitken var gagnrýndur í breskum fjölmiðlum fyrir vafasöm viðskipti við arabíska kaupsýslu- menn, sakaður um að hafa þegið dýrar gjafir og reynt að útvega saudi-arabískum fursta vændiskon- ur. „Ég hef aö- eíns áhyggjur af því að þessl Dodi er út- lendingur" Lausmálgar ástkonur o g tvífari Sápuóperan um ástar- ævintýri Díönu og Dodis hefur einnig tekið á sig - ýmsar furðulegar mynd- ir. 31 árs bandarísk fyrir- sæta, Kelly Fisher, þáði til að mynda andvirði 23 milljóna króna fyrir að skýra frá því í viðtali við News of the World að Dodi hefði beðið hennar og reynt að barna hana á sama tíma og hann dró sig eftir Díönu. Fyrirsætan hyggst höfða mál gegn Dodi fyrir heitrof. Fyrrver- andi eiginkona hans, Suzanne Gregard, sagði hins vegar í viðtali við The Independent að fyrirsætan hefði sjálf slitið sambandinu við hann áður en prinsessan kom til sögunnar. Dodi skildi við Gregard eftir átta mánaða hjónaband árið 1986 og hann hefur verið í tygjum við ýms- ar þekktar konur, þeirra á meðal Brooke Shields, Marie Helvin, Mimi Rogers, Britt Ekland, Koo Stark, fyrrverandi vinkonu Andrésar Bretaprins, og Tinu Sinatra, dóttur Franks. Nokkrar aðrar konur hafa komið fram á sjónarsviðið og lýst ástar- samböndum sínum við Dodi í fjöl- miðlum. Ætli fleiri konur að fara að dæmi þeirra væri vissara fyrir þær að ganga úr skugga um hvort þær hafi örugglega verið með Dodi því í ljós hefur komið að hann á tvífara. Skýrt hefur verið frá því að ann- ar Egypti, Mohamed Sead, fyrrver- andi sjómaður, hafi verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Kanada fyrir að villa á sér heimildir og þykjast ýmist vera Dodi eða faðir hans. Hermt er að hann hafi tælt fjölmargar óþekktar leikkonur til fylgilags við sig með því að þykj- ast vera Dodi og safnað miklum skuldum á glæsihótelum og börum í mörgum borgum í Bandaríkjunum og Kanada. Ennfremur er talið að Sead beri ábyrgð á að minnsta kosti 19 dómsmálum, sem höfðuð hafa verið gegn Dodi í Kaliforníu. Dodi al Fayed nýtur mikillar kvenhylli og dvelur mestan hluta ársins í Los Angeles, þar sem hann rekur kvikmyndafyrirtækið Allied Stars. Konungdæmið í hættu Móðir Dodis er systir Saudi- Arabans Adnans Khashoggi, eins af umsvifamestu kaupsýslumönn- um heims á sviði vopnaviðskipta, og hann hefur boðið Díönu prins- essu hjartanlega velkomna í fjöl- skylduna. Mörgum Bretum óar hins vegar við því að móðir tilvonandi konungs Bretlands verði tengda- dóttir manns, sem er ekki talinn hæfur til að fá breskan ríkisborg- ararétt. Þessi margbrotna sápuópera gæti einnig haft alvarlegar afleið- ingar fyrir breska konungdæmið því samkvæmt nýlegri skoðana- könnun er stuðningurinn við það orðinn minni en nokkru sinni fyrr. Aðeins tæpur helmingur aðspurðra kvaðst hlynntur því að Bretland yrði áfram konungdæmi. • Heimildir: New York Times, The Daily Telegraph, The Times og The Independent.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.