Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 37 ) ► ) i > I > I i i ... GRÍMUR SKÚLASON NORÐDAHL MARINÓ KRISTJÁNSSON + Grímur Skúlason Norðdahl fæddist á Úlfarsfelli í Mos- fellssveit 18. mars 1909. Hann lést 8. ágúst síðastliðinn á Land- spítalanum og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju 18. ágúst. Elsku afi minn. Eg veit ekki hvar ég á að byija eða hvar ég á að enda nú þegar ég kveð þig í síðasta sinn. Þú varst besti afi sem nokkurt lítið barn get- ur hugsað sér. Ég man svo vel heim- sóknirnar tii þín í sveitina þegar ég var lítil. Það var allt skemmtilegt við þær, meira að segja leiðin sem við keyrðum uppeftir, malarvegur með aliskonar hæðum og hólum og beygjum svo mann kitlaði í mag- ann, alveg upp í háls og niður í tær. Ég stóð alltaf aftur í á milli framsætanna, og hló alla leiðina til þín. Þú hafðir alltaf tíma til að vera með mér, fórst með mig í Ijósið að skoða dýrin, skoðaðir með mér myndir, sagðir mér sögur uppi í sófa og varst óþreytandi að leika okkar skemmtilegasta leik, þegar ég fékk að stökkva á þig og nota alla mína krafta til að yfirbuga þig en þú máttir bara nota aðra höndina á móti mér. Samt verða þessir bar- dagar helst bornir saman við að mýfluga hafi ætlað sér að sigrast á Esjunni. Þú sagðir mér sögur af líf- inu í gamla daga, hvernig þú varst alltaf að beijast í gegnum ofsafeng- in óveður og syndandi í jökulám og Vigdís amma þín vakti yfir ánum á sumrin með tærnar vafðar í ull því hún átti enga skó. Þú kenndir mér að þekkja og þykja vænt um dýrin og lífið í sveitinni. Hjá þér fékk ég að fara á hestbak, leika mér í hlöð- unni og hoppa í heyinu, sitja á hey- vagninum og þvælast fyrir í hey- skapnum, hlaupa um túnin, detta ofan í skurð, drullumalla bakvið hús og elta uppi hunda og kisur til að gefa þeim mjólk og matarkex. Á haustin fékk ég að fara með þér að smala og þú kenndir mér að leika á kindurnar til að láta þær hlýða mér þó ég væri næstum því minni en þær. Aldrei efaðist þú um að ég spjaraði mig og þú hikaðir ekki við að senda mig eina lengst upp á fjöll til að ná í óþekkar kindur ef því var að skipta. Óbilandi trú þín á mér átti reyndar ekki bara við í smala- mennsku, heldur í hveiju þvi sem ég tók mér fyrir hendur og fyrir það er ég þér eilíflega þakklát. Ég á ótal minningar um þig, sem eru þó ekki bundnar við neina sér- staka atburði, heldur man þig bara sitjandi í eldhúsinu á Úlfarsfelli að drekka kaffi og borða kex, eða inni í stofu með gleraugun á nefinu að rýna í dagblöð og fara yfir greinar, eða gangandi um túnin þín í sveit- inni þéttur á velli, þungum, hægum skrefum eins og maður gæti ímynd- að sér að klettar eða ísjakar myndu ferðast um ef þeir hefðu fætur. Ég man eftir gríðarstóru, þykku hönd- unum þínum, breiða nefinu þínu og breiðu brosi í breiðu andliti, sterk- legum skrokknum sem ekkert virtist geta bitið á. Ég man þig standandi úti á hlaði í bláköflóttri stutterma- skyrtu hnepptri niður á gráhærða bringu, gráum buxum og svörtum stígvélum, grátt hárið bærist í gol- unni og höfuðið ber við himinn. Þú varst afi í sveitinni, sem myndaðir órofa heild við túnið og fjöllin og fuglana og allt hitt sem þar var að finna. Það verður óneitanlega skrýt- ið að koma í sveitina þína þegar þú ert þaðan að eilífu horfinn. Mér fannst þú alltaf svo óhagganlega stöðugur og eilífur. Efnið í þér var einhvernveginn svo massíft að það var varla hægt að ímynda sér að þú gætir mögulega verið í öðru formi; að þú hefðir einhverntímann verið lítill strákur eða að þú myndir nokkurntímann rýrna og verða lasið gamalmenni. Það var eins og þú hefðir alltaf verið til og myndir allt- af halda áfram að vera. En þannig var það auðvitað ekki og ég átti eftir að fylgjast með þér verða gam- all og veikur, eða bara „latur“ eins og þú sagðir sjáifur. Frá seinni tíð man ég þig liggjandi uppi í rúmi, svo óendanlega lítill og veikur að mann verkjaði í hjartað, en þær minningar eru ekki eins skýrar og hinar. Eg vandist því aldrei að sjá þig rúmliggjandi og máttvana, það var svo andstætt þínu eðli, og ég varð aldrei sátt við að ævi þín væri að renna sitt skeið. Ég er ekki sátt við það ennþá, því heimurinn var þúsund sinnum betri, fallegri og réttlátari meðan þú varst en nú eft- ir að þú ert farinn. Ég vona að mér hafi tekist að sýna þér hversu mikið ég virti þig og dáði en umfram allt hvað mér þótti vænt um þig. Ég vona að þú hafir vitað hvað ég var stoit og hrif- in af því hvernig þú lifðir, en þá list kunnir þú betur en nokkur ann- ar sem ég hef þekkt fyrr og síðar. Þegar ég var lítil dáði ég þig skilyrð- islaust á minn barnslega hátt, en það var ekki fyrr en ég komst til vits og ára að ég sá hversu mikið þú áttir virðingu mína skilið. Það var ekki fyrr en ég fór að feta mig í heimi fullorðinna að mér skildist hversu erfitt það er að lifa svona heiil og sannur eins og þú gerðir, og hvað fáum tekst það. Þá fyrst skildist mér í alvöru hversu einstök manneskja þú varst og hvað ég var heppin að fá að eiga þig fyrir afa. Ég þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér, sýndir mér og gafst mér, skilyrðislausa væntumþykjuna, hlýjuna og staðfasta trúna. Ég þakka þér fyrir að leyfa mér að kynnast ömmu í gegnum þig, fyrir að sýna mér, með því hvernig þú minntist hennar, hvernig raunveru- leg ást er hvorki bundin við tíma né rúm, að hún er yfir allt hafin, hún umber öll smávægileg atvik, mannlega bresti og mistök og nær yfir gröf og dauða. Ég þakka þér MINIMINGAR fyrir kraftinn þinn og ástina á lífinu og öllu sem lifir. Ég þakka þér eilíf- lega fyrir allt. Viskan sem fólst í öllu sem þú sagðir og gerðir mun halda áfram að leiða mig í gegnum lífíð eins langt og ég á eftir ólifað. Elsku afi, hvíl í friði og blessuð sé minning þín um aldir alda. Þín dótturdóttir, Sigrún. Mánudaginn 18. ágúst 1997 fór fram að Lágafelji útför Gríms Norðdahl bónda á Úlfarsfelli að við- stöddu miklu fjölmenni, sem vildi með komu sinni votta hinum látna heiðursmanni virðingu sína og þökk. Sá sem þessar línur ritar var nágranni Gríms í 25 ár og er óhætt að segja að öll viðskipti og kynni af Grími og hans heimili voru aðeins á einn veg, einstaklega hlý og ánægjuleg. Grímur vildi ölium gera greiða og var alltaf jafn ljúfur og hress heim að sækja. Grímur hreifst mjög af hugsjón Ungmennafélaganna og íþrótta- starfinu í landinu og lét mjög til sín taka í þeitn efnum enda mikill íþróttamaður á yngri árum. Sérstak- lega lagði hann rækt við íslensku glímuna og bar mjög fyrir bijósti að hún færi rétt og drengilega fram, til þess að hún væri öllum keppend- um til sóma og héldist í sínu rétta formi til framtíðar. Einnig hreifst hann mjög af öðr- um íþróttum og gladdist mjög ef landinn stóð sig vel, bæði hér heima og á erlendri grund og bar hróður íslands og æskunnar í landinu. Þegar Jón Páll vann það mikla afrek að verða sterkasti maður heims og Hófí var fegursta kona heims, orti Grímur eftirfarandi vísu, en hann var mjög vel hagmæltur. Árið sem þjóðin mín afrekin vann ég ætíð í minningu geymi. Við stóðum með veraldar sterkasta rnanh og stúlkuna fegurstu í heimi. Grímur naut þess að búa búi sínu á jörðinni þar sem vagga hans stóð og sjá gróanda vorsins í þess orðs fyllstu merkingu. Hann naut þess að geta verið heima allt til síðustu stundar og á Skúli sonur hans einstakan heiður skilinn fyrir alla sína nærgætni svo og börnin hans öll og aðrir sem kunnu að meta þennan heiðursmann. Einnig talaði Grímur oft um og dáðist að allri þeirri nærgætni sem læknar og hjúkrunarlið sýndi honum og öðrum. Ég vil að lokum fyrir hönd okkar hjónanna, barna okkar, svo og allra þeirra fjölskyldna sem unnið hafa hjá mér á Hamri öll þessi ár og hann hefur reynst svo vel, og ekki síst börnum, sem hændust mjög að honum, því hann hafði alltaf tíma tii að tala við þau á því máli sem þau kunnu best að meta, þakka samfylgdina. Við kveðjum þig svo, Grímur minn, og óskum þér Guðs blessunar um leið og við vottum aðstandend- um samúð okkar allra. Kristinn Sveinsson. + Marinó Andrés Kristjánsson fæddist á ísafirði 25. júní 1906. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hrunakirkju 8. ágúst. Fyrir og eftir síðustu aldamót bjuggu á árunum 1892-1929 hjónin Halldór Magnússon og Rannveig Jónsdóttir í Ásakoti í Biskupstungum. Þá var það vorið 1913 að kom þang- að til sumardvalar ekkjan Elínbjört Hróbjartsdóttir sem misst hafði mann sinn, Kristján G. Einarsson, í sjóinn þá um veturinn frá fjórum ungum börnum. í fylgd var með henni elsti sonurinn, Marinó Andrés, 7 ára gam- all. Halldór Magnússon var þá maður nær fímmtugu. Að gefnu tilefni vill undirritaður geta þess, að hann kynntist að nokkru í næsta nágrenni þessum æruverða silfurhærða öld- ungi á efri árum hans. í ellinni flétt- aði hann reipi og gjarðir. Hann mundi vel fyrri tíma frá yngri árum og bjó yfir miklum fróðleik. Hann taldi þá að versta sumar sem hann myndi, hefði verið fyrr umgetna ár 1913, en versti vetur 1880-1881 svo ekki muni hafa komið annar slíkur síðan. Þarna dvöldu þau mæðgin yfir sum- arið. Það má gera sér í hugarlund að Marinó litli hafi staðið við fótskör þessa roskna manns og hlustað hug- fanginn á frásögn hans. Að hans sögn þótti þeim hjónum afar vænt um drenginn og hélt hann líka tryggð við þau á meðan bæði lifðu. Að iokinni sumardvöl í Ásakoti sá móðirin að þess var enginn kostur að hafa drenginn með sér áfram. Eina leiðin var að koma honum í fóst- ur. En á Kópsvatni austan Hvítár í Ytri-Hreppi bjó föðurbróðir hennar Guðmundur Jónsson og kona hans Valdís Bjarnadóttir. Elínbjört fór þess á leit við Guðmund að taka drenginn, honum þótti hann víst knálegur og varð það að ráði. Síðan var hann flutt- ur í laup á vaði yfir Hvítá þar sem ævistarfið beið hans. Jörðin Kópsvatn í Ytri-Hreppi er fremur ofan til við miðja sveit. Hún mun hafa verið talin með betri jörð- um, að vísu ekki landstór en land allt grasgefið, slægjur því fremur góðar, snjólétt og hagasælt á vetrum, fuglavarp mikið á vorin við Hvítá og laxveiði til hlunninda á haustin. Bær- inn stendur á lágum hól og þaðan hallast landið til suðurs og austurs. Útsýni er mikið til norðurfjalla, þar sem Jarlhettur blasa við með hvítan jökul að baki. Og hin lifandi náttúra höfðaði fljótt til drengsins Nóa, eins og fram kom í öllu hans lífsferli. Ekki verður nú víst sagt að hann hafi notið mikils fijálsræðis á æskuá- rum, því að Guðmundur bóndi Jóns- son var strangur, vildi hafa allt í föst- um skorðum frá fornu fari. En árið 1936 var byggt íbúðarhús á jörðinni og Marinó giftist Guðrúnu Guð- mundsdóttur og hófu þau búskap ásamt mági hans Jóni Guðmundssyni og Maríu Hansdóttur. Marinó og Guðrún eignuðust tvö börn, Valdísi og Guðmund. Jörðinni ekki skipt fyrr en árið 1945. Marinó á Kópsvatni var tvímæla- laust góður bóndi, þótt ekki hefði hann stórt bú. Átti fallegar og vel fóðraðar skepnur, glæsilega gæðinga og var umtalaður hestamaður. Bú- maður í fyllstu merkingu. En hann var þó þar ekki allur þar sem hann var séður. Hann var minnugur og bar kennsl á margs konar fróðleik. Það er ekki vegna sérstakra sam- skipta _að þessar línur eru festar á blað. Árið 1942 fluttist ég í þessa sveit og gerðist bóndi í Hvítárholti. ' Fram að því höfðu fremur fáir flutt hingað. Að hafa annað lag á búskap en tíðkaðist í sveitinni var litið horn- auga. Marinó á Kópsvatni var ekki innfæddur Hreppamaður, en mun þó hafa fundist aðferðir og stjórnmála- skoðanir þessa sérlundaða aðkomu- manns stinga í stúf við skoðanir og venjur sveitunganna. Hann sagði líka, að þeir sem ekki væru skepnu- menn að innra eðli, ættu ekki að vera bændur, jafnvel þótt þeir gætu búið vel. Þeir ættu að stunda það sem eðli þeirra og hneigð segði til um til að geta notið sín. Marinó var að vissu leyti einfari, tilsvör hans oft sérstæð en enginn félagsmmálamaður. Hann mun hvorki hafa sóst eftir því né boðist það. Það er því hægara um vik að minnast hans nokkrum orðum, því að engin hætta er á að persónulýs- ingin hverfi og kafni í upptalningu nefnda- og félagsmálastarfa. Þá sjaldan að við hittumst naut ég þess að hlusta á frásagnir hans og hvað hann var dómbær á menn og mál- efni. En þegar eftir mig fóru að birt- ast ritsmíðar eða bækur var eins og það snerti streng innra með honum. Þá varð honutn að orði: „Þessi maður hefði aldrei átt að verða bóndi.“ - En síðar er ég kom með bók mína, Sköpun Njálssögu, taldi hann ekki eftir sér að kaupa hana og tók við fegins hendi. Og seinna þegar ég kom og efni hennar barst í tal, kom hann mér í opna skjöldu. Ég undraðist trútt minni hans og dómgreind á fræðilegu riti sem vart var hægt að telja fyrir hvern sem væri. Þessi maður sem fyrst og fremst var bóndi, hafði efnið alveg á valdi sínu, sagði að bókin hefði svo mikinn fróðleik að geyma að kenna ætti hana í öllum skólum. En svo komu minnisstæðustu orðin: „Þú leggur sjálfan þig í allt sem þú skrifar, þess vegna nærð þú þeim áhrifum sem raun ber vitni.“ Ég var nærri höggdofa. Þetta hafði enginn sagt áður, og ég vissi það ekki sjálf- ur. Var hér hinn aldurhnigni bóndb að vísa mér veginn til sjálfsþekking- ar? Hann fór að kenna vanheilsu síð- ustu árin, en nú hefur illvígur sjúk- dómur lagt þennan meira en níræða öldung að velli. Hann komst þó ríð- andi sl. haust í réttirnar í síðasta sinn að hirða féð sitt. Þær eiga engan betur við en hann þessar ljóðlínur skáldsins: Knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. (E.B.) Sigurður Sigurmundsson frá Hvítárholti. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Hilmars Símonarsonar málara- meistara, Víkurbakka 12, Reykja- vík, í tilkynningu um 60 ára af- mæli hans, sem er í dag, sunnudag- inn 24. ágúst. Er beðist velvirðing- ar á þessum mistökum. Eiginkona hans, Pálína Imsland kirkjuvörður, á 54 ára afmæli í dag og taka þau á móti ættingjum og vinum í safn- aðarheimili Breiðholtskirkju í dag milli kl. 14 og 18. - kjarni málvins! OPIÐ HÚS í DAG FRÁ kl. 13-15, BREIÐAVIK 27-29 Sýnum í dag 2ja og 3ja herb. íbúðir í þessu glæsilega húsi sem er á fallegum útsýnisstað. Um er að ræða íbúðir sem afhendast fljótlega fullbúnar með vönduðum innréttingum að eigin vali, flísar á baði, þvottahúsgólfi og íorstofugólfi en án gólfefna að hluta. HELSTU KOSTIR: * Aðeins 11 íbúða hus. * Sérinngangur í allar ibúðir. * Þvottahús í íbúðum. * Fallegt útsýni. * Rúmgóðar geymslu. * Suðursvalir * Húsið viðhaldsfrítt að utan. * Stutt í falleg útivistarsvæði. * Stutt á frábæran golfvöll. STÆRÐIR 0G VERfi * 2ja herb. 70 fm m/svölum. Verð 5.950 þús. * 3ja herb. 91 fm m/svölum. Verð 7.250 þús. AthlSérstaklega viljum við benda á lítinn rekstrarkostnað íbúða af þessu tagi þar sem ekki er um að ræða stigahús heldur sérinngang í hverja íbúð. Sölumenn Gimli verða á staðnum í dag með teikningar og allar upplýsingar. Byggingaraðili Húsafl. sf. og Gimli fasteignasala, sími 552-5099. Y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.