Morgunblaðið - 24.08.1997, Side 26

Morgunblaðið - 24.08.1997, Side 26
26 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 27 JMtfgtmMiifrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Atímum kalda stríðsins naut ísland sérstöðu á al- þjóðavettvangi vegna hernaðar- legs mikilvægis landsins. Varn- arstöðin í Keflavík hafði lykil- þýðingu fyrir vestræn lýðræðis- ríki í þeim átökum. Þessi sér- staða tryggði okkur íslending- um margföld áhrif á alþjóða- vettvangi miðað við það, sem ella hefði verið. Vígstaða okkar í þorskastríðunum var mun sterkari en ella og óhætt að fullyrða, að af þeim sökum lágu Bretar undir meiri þrýstingi frá bandalagsþjóðum sínum um að gefa eftir. Á okkur var hlustað vegna mikilvægis íslands í þess- um átökum. Með lokum kalda stríðsins breyttist þessi staða. Innan Bandaríkjanna komu fram ákveðnar kröfur um að draga úr kostnaði við bandarískar hersveitir og herstöðvar víðs vegar um heim og þá ekki sízt í Evrópu. Þessar kröfur voru eðlilegar og í samræmi við þær hefur bandarískum hermönnum á erlendri grund fækkað mjög. Umsvifin í varnarstöðinni í Keflavík hafa einnig dregizt saman og er það raunar einnig í samræmi við þær yfirlýsingar, sem gefnar voru af hálfu ís- lenzkra stjórnvalda fyrir tæp- lega hálfri öld, þegar varnarlið- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ið kom hingað til lands. Á síðasta ári höfðu stjórnvöld nokkrar áhyggjur af því, að í röðun sendiráða Bandaríkja- manna erlendis eftir mikilvægi yrði sendiráð þeirra hér fært niður vegna breyttra aðstæðna. Svipaðar áhyggjur hafa reyndar komið fram að undanförnu í Þýzkalandi vegna þess hversu miklar tafir urðu á tilnefningu nýs sendiherra Bandaríkjanna þar í landi. í Morgunblaðinu í gær er frá því skýrt, að fram hafi komið hugmyndir innan Atlantshafs- bandalagsins á síðasta ári um að breyta stöðu varnarstöðvar- innar í Keflavík og taka hana út úr herstjórnarkerfi banda- lagsins. Þar kemur einnig fram, að íslenzk stjórnvöld hafi snúizt öndverð gegn þessum hugmynd- um og að sérstök lausn hafi verið fundin á málinu. Hins veg- ar sé ljóst, að það krefjist æ meiri vinnu og frumkvæðis af hálfu íslenzkra stjórnvalda að treysta stöðu íslands innan bandalagsins. í hnotskurn þýðir þetta, að við getum ekki lengur treyst á hernaðarlegt mikilvægi íslands til þess að tryggja okkur áhrif á alþjóðavettvangi. Við verðum þess í stað að byggja á málefna- legu framlagi okkar á vettvangi þeirra alþjóðasamtaka, sem við eigum aðild að. Tvö dæmi má nefna, sem treyst hafa stöðu okkar á al- þjóðavettvangi. Hið fyrra er það frumkvæði, sem þáverandi rík- isstjórn hafði að viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna. Hið seinna er raunsæ af- staða núverandi ríkisstjórnar til fjölgunar aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins á leiðtoga- fundi þess í Madrid fyrr í sumar. Með málefnalegu framlagi og vinnu á alþjóðavettvangi getum við haldið þeim áhrifum, sem við áður höfðum tryggt okkur vegna legu landsins og traustrar samstöðu með lýðræðisríkjun- um í kalda stríðinu. En slíkt útheimtir hins vegar aukna áherzlu á þátttöku okkar í al- þjóðlegu samstarfi. í þessum efnum þarf Alþingi sjálft að hafa forystu. íslenzkir þingmenn taka nú þegar virkan þátt í alþjóðasamstarfi en það þarf hins vegar að endurspegl- ast í ríkara mæli í umræðum í þinginu sjálfu. Með því að miðla þeirri þekkingu, sem þeir afla sér stuðla þeir að almennri fræðslu þjóðarinnar um alþjóð- leg málefni. Utanríkisþjónustan hefur verið efld mjög á þessum ára- tug. Engu að síður blasa við ný verkefni. Áform eru uppi um opnun sendiráðs í Tokyo og nefndur hefur verið möguleiki á íslenzku sendiráði í Argentínu. Á næstu árum verða gerðar auknar kröfur til utanríkisþjón- ustunnar um framlag hennar til stefnumörkunar í utanríkismál- um auk þess, sem þung áherzla hlýtur að verða lögð á þjónustu við íslenzkt atvinnu- og við- skiptalíf. Hálfri öld eftir lýð- veldisstofnun verðum við nú að standa á eigin fótum á alþjóða- vettvangi en getum ekki lengur byggt á þeirri sérstöðu, sem kalda stríðið óneitanlega tryggði okkur. STAÐA ÍSLANDS í RITGERÐ • minni um Sturlu Þórðarson í Bókmenntum er bent á margt í Sturlungu - og einkum íslendinga sögu - sem er skrifað inní Njálu og fleiri íslendinga sög- ur. Eitt af því sem ég bendi á er það, hvernig lýsing Þórðar Þor- valdssonar Vatnsfírðings er skrifuð inní Gunnlaugs sögu. Þannig hefur hún orðið fyrirmynd bæði að per- sónulýsingu Gunnlaugs ormstungu og Hallfreðar vandræðaskálds, en augljós rittengsl eru á milli mann- lýsinga skáldanna í þessum sögum. Samtímaverk Sturlu Þórðarson hafa verið notuð í persónusköpun íslendinga sagna og fomar hetjur sögualdar hlotið svipmót manna sem Sturla þekkti. Auk þess hafa andrúm og atburðir sagnarita hans sett mark sitt á ýmsa þætti íslend- inga sagna. Lýsingin á Þórði Þor- valdssyni er ekki hin eina úr ritum Sturlu Þórðarsonar sem merkja má í íslendinga sögum, heldur er lýsing hans á Snorra, bróður Þórðar, einn- ig fyrirmynd mannlýsinga í Islend- inga sögum og ýmislegt úr henni hefur slæðzt inn í persónulýsingar íslendinga sagna. Sturla lýsir Snorra Þorvaldssyni á þessa leið: „Hann var vænn maður og Ijós á hár og rétthár og vel vaxinn og kurteis í ferð, hár meðalmaður að jöfnum aldri og fræknlegur, heit- fastur (þ.e. orðheldinn, hélt loforð sín) og fagurorður og kallaði mjög sinn þá, er hann talaði við, óhlut- deilinn, en ef hann lagði nokkuð til, varð hann að ráða, við hvern er hann átti, e!la fylgdi ber ógæfa.“ í orðabók Fritzners segir að fag- urorður sé hið sama og fagurmáll en þau orð koma fyrir í fornmanna sögum og Morkinskinnu að því er segir í orðabók Fritzn- ers, en fagurorður er notað í Konungs- skuggsjá og Þiðriks sögu af Bern, auk Sturlungu. Rétthár, þ.e. slétthærður (and- stætt hrokkinhár eða hrokkinhærð- ur) kemur fyrir í byskupa sögum og Víga-Glúms sögu, auk Sturl- ungu. En heitfastur kemur einungis fyrir í Morkinskinnu, auk Sturl- ungu. LÝSINGARORÐ AF • svipuðum toga og þau sem nú hafa verið nefnd eru á víð og dreif í mannlýsingum íslendinga sagna og augljóst að mörg þeirra eru upphaflega þangað komin úr persónulýsingum Sturlungu. Lýsing Þorgils skarða í samnefndri sögu hans er einnig með sama marki brennd og mjög í anda Sturlu Þórð- arsonar, svo og lýsing þeirra Orms- sona í Svínfellinga sögu, Sæmundar og Guðmundar, en um þá segir í sögunni, að Sæmundur hafí verið „meðalmaður vexti og manna kurt- eisastur, ljóshærður og fölleitur, eygður vel og nokkuð munnljótur og þó vel farinn í andliti, manna bezt knár jafnmikill." Hluti af þess- ari lýsingu er notaður síðar þegar Njáluhöfundur leiðir Skarphéðin fram á sjónarsviðið. Hann er eygður vel, fölleitur og munnljótur nokkuð, svo að dæmi séu tekin. Um bróður Guðmundar segir að hann hafí ver- ið „í bláum kyrtli og hafði yfírhöfn stríprennda. Hann reið við alvæpni. Hann var lágur maður og sívalvax- inn, herðimikill og miðmjór og rauðgulur á hár og hærður mjög, þykkleitur og fríður maður sýnum, blíður í viðræðu." Ögmundi bónda er lýst svo í Svínfellinga sögu: „Hann var manna mestur og sterkastur, vel á sig kominn, rauðhárr, þykkur í and- liti, digurnefjaður og bjúgt nokkuð svo nefið, fámæltur hversdags- lega.“ Þessar lýsingar og margar aðrar í Sturlungu eru dæmigerðar mann- lýsingar í íslendinga sögum. Þannig hefur Sturlunga - og þá ekkisízt íslendinga saga - orðið fyrirmynd að kerfísbundnum formúlum mann- lýsinga á vlð og dreif í fomum sög- um íslenzkum. Lifandi menn á sturl- ungaöld eru skrifaðir inní þessi rit og segir það sina sögu. íslendinga sögurnar eru sprottnar úr umhverfí 13. aldar manna og persónur þeirra eru ættaðar úr mannlífi sturlunga- aldar einsog því er lýst í íslendinga sögu og öðrum ritum henni ná- tengdum. Þær eru skrifaðar inní gömul minni, arfsagnir og margvís- legan skáldskap sem á ekkisízt rætur í atburðum sturlungaaldar. í Þorgils sögu skarða er honum lýst svo: „Þorgils var vænn maður yfírlits, herðimikill og gervilegur, hvítur á hár og hörund, eygður manna bezt, miðmjór og herðibreið- ur, þunnt hár og fór vel. Hann var hraustur og harðger, syndur vel og hinn mesti harðfari í hvívetna, fá- mæltur og fastheitinn (þ.e. heitfast- ur). Hvort sem hann hét góðu eða illu, þá var hann ör í að efna.“ Sig- hvati, bróður Þorgils, er lýst svo að hann hafí verið “mikill maður og mjúkur og vel glímufær. Hann var og syndur vel og hagur, nokkuð orðigur og lagamaður mikill. Eigi var hann fríður sýnum, en þó var hann yfirbragðsmikill og kominn á sig vel, brigðlyndur og nokkuð bráð- skapaður“, en Guðmundur, bróðir þeirra, var “fríður sýnum, mikill maður á vöxt, harðfengur í knáleik- um, hægur hversdagslega og hélt mjög til gleði.“ M. HELGI spjcdl REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 23. ágúst Þegar kínversk stjórnvöld létu til skarar skríða á Torgi hins him- neska friðar í júní 1989 var Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkj- anna, spurður hvernig Bandaríkjamenn ættu að bregðast við: „Ég myndi ekki grípa til neinna refsiaðgerða,“ svaraði Kissinger og lagði áherslu á mikil- vægi góðra samskipta við Kínveija. Þetta sumar hélt Kissinger áfram að koma þessu viðhorfi sínu á framfæri í viðtölum við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC, sem hafði gert við hann samning um að greiða honum 100 þúsund dollara á ári fyrir að koma fram. Kissinger skrifaði einnig dálka í dagblöð þar sem hann kvaðst reyndar hneykslaður á grimmd Kínveija, en færði rök að því að hér væri um innanríkismál að ræða og í raun ætti Deng Xiao-Peng heiður skilinn fyrir umbótastefnu sína. Ráðherrann fyrr- verandi sagði meðal annars að ekki ætti að rasa um ráð fram og bætti við að fyrir Bandaríkjamenn væru atburðirnir í Peking „prófsteinn á pólitískan þroska okkar“. Þessi afstaða Kissingers kom sennilega fæstum á óvart, en margir ráku hins veg- ar upp stór augu þegar í ljós kom að á sama tíma og hann hvatti bandarísk stjórn- völd til að láta nánast sem ekkert hefði í skorist var hann að ganga erinda ýmissa fyrirtækja í Kína. Hann hafði meira að segja haft milligöngu um stofnun fjárfest- ingafyrirtækis sex mánuðum áður en ráð- ist var með skriðdrekum á lýðræðissinnana á torginu. í kjölfar þess lagðist fyrirtækið niður, en Kissinger hefði getað hagnast verulega ef áætlun hans hefði gengið eftir. Kissinger sagði fráleitt að gefa í skyn að peningalegir hagsmunir hefðu ráðið því að hann kom stjórn Kína til varnar: „Eng- in ríkisstjórn í heiminum mundi hafa liðið það að tugir þúsunda mótmælenda legðu undir sig aðaltorgið í átta vikur,“ sagði Kissinger. Afstaða Kissingers til Kína er hins vegar ekkert einsdæmi. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hélt því fram að taka yrði til- lit til mismunandi menningarheima þegar mannréttindi væru annars vegar. Þegar hann mælti þau orð voru einnig í húfi mikil- vægir viðskiptasamningar við Kínveija. Hugsjónir og raunsæi ÞEGAR BILL Clin- ton bauð sig fram til forseta árið 1992 sagði hann að beita yrði Kínveija þrýst- ingi í mannréttindamálum. Eftir að hann varð forseti hafa Kínveijar fengið að halda vildarstöðu sinni í viðskiptum við Banda- ríkjamenn. Hugsjónirnar, sem Clinton lagði áherslu á í kosningabaráttunni, fengu að víkja fyrir kaldri raunsæishyggju Kiss- ingers. Fyrr í þessari viku var kínversk viðskipta- sendinefnd stödd hér á landi. í henni voru fulltrúar rúmlega 30 fyrirtækja. Fyrir nefndinni fór An Chingxan og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að í viðræðum við forustumenn í íslensku viðskiptalífi hefði aldrei verið minnst á mannréttindi. An sagði þó að ekki væri fráleitt að tengja mannrétt- indi og viðskipti, en hann hafði þá í huga rétt Kínveija til betri lífskjara. Hann nefndi ekki stöðu andófsmanna og minnihlutahópa í heimalandi sínu. Samuel Berger, þjóðaröryggisráðgjafi Clintons, var í Kína fyrir rúmri viku til að undirbúa leiðtogafund Clintons og Jiangs Zemins, forseta Kína, sem haldinn verður í Washington í lok október. Sam- kvæmt frásögnum af heimsókninni færði Berger rök að því á fundi með Jiang hvern- ig hægt væri að tryggja að fundurinn skilaði árangri og bætti um leið ímynd Kína þannig að minna yrði um mótmæli og gagnrýni á Bandaríkjaþingi. Samkvæmt dagblaðinu The New York Times afhenti Berger Kínveijum „leiðar- vísi“ um aðgerðir í mannréttindamálum. Þar var meðal annars nefnt að þeir gætu látið kunna andófsmenn á borð við Wang Dan og Wei Jingsheng lausa af heilsu- farsástæðum og leyft alþjóðanefnd Rauða krossins að heimsækja fangelsi í Kína. Berger mun hafa gert forseta Kína grein fyrir því að þegar hann kæmi til Bandaríkj- anna myndu viðbrögð almennings, fjöl- miðla og þingsins geta valdið honum ýms- um erfiðleikum, sérstaklega varðandi mannréttindi og iðkun trúarbragða. „Hann færði rök að því að þeir þyrftu að líta svo á að leiðtogafundurinn hefjist nú og ljúki 30. október," sagði bandarískur embættis- maður eins og það eina, sem Kínveijar þyrftu að gera væri að setja tímabundið upp rétt gluggatjöld. Vísir að þíðu ■ REYNDAR hefur verið vísir að þíðu í Kína undanfarið. Umræða um stjóm- mál hefur ekki ver- ið jafn opin í átta ár. Mesta athygli hefur bréf Shangs Dewens, prófessors í marx- ískri hagfræði við Peking-háskóla, til Jiangs vakið. Leggur hann þar til að Jiang leggi niður einræði í Kína og taki upp fjöl- flokka lýðræði. Segir hann að væri Deng á lífi í dag myndi hann vekja máls á póli- tískum umbótum. Ólíklegt er talið að gripið verði í taum- ana á þessari umræðu á næstu mánuðum. Forusta kínverska kommúnistaflokksins fundar nú í Beidaihe til að undirbúa flokks- þingið, sem verður í september og er hald- ið á fimm ára fresti. Næstu vikur mun Jiang nota til að herða tökin á flokknum og auka hróður sinn í Washington. Hvað verður eftir það er óvíst, en það má minna á að þegar flokksþing var haldið fyrir tíu árum virtist vera að losna um ýmsar höml- ur í Kína. Rúmlega hálfu ári síðar lét Deng til skarar skríða. Þegar Deng hóf markaðsumbætur í Kína árið 1978 bjó hánn til nýtt kjörorð kommúnistaríkisins: „Áð auðgast er dýr- legt.“ Um þessar mundir flykkjast fyrir- tæki og fjárfestar til Kína og ríkisstjórnir reyna að greiða götu þeirra með því að beita diplómatískum þrýstingi. Ekki er verra að hafa sendiráð á staðnum. Kínveijar hafa upp ýmislegt að bjóða fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Þeir eru færir um að framleiða háþróaða tæknivöru, en þeir, sem vinna við framleiðsluna, fá lág laun. Þegar Boeing-flúgvélaverksmiðjurn- ar flytja hluta af fram eiðslu sinni til Kína frá Bandaríkjunum eru þær að skipta á iðnaðarmanni, sem fær 50 þúsund dollara (um 3,5 milljónir krópa) greidda í laun á ári og kínverskum iðnáðarmanni, sem fær 600 til 700 dollara (43j til 50 þúsund krón- ur) i árslaun. Xian-flugvélaverksmiðjan er gott dæmi um það, sem nú er að gerast í Kína. Þar eru erlend fjölþjóðafyrirtæki hlið við hlið. Boeing, McDonnell Douglas og Airbus láta framleiða hluti í flugvélar fyrir sig hjá Xian. Volvo tók boði um að láta framleiða þar langferðabíla, ekki síst vegna þess að Mercedes-Benz var að leita fyrir sér í Kína. í verksmiðjum Xian eru framleiddar sprengjuflugvélar, dýfingapallar og ál- gluggar. Hjá fyrirtækinu vinna 21 þúsund manns, þar af 12 hundruð verkfræðingar, sem hægt er að flytja til milli framleiðslu- sviða. En lág laun eru ekki eina ástæðan fyr- ir því að fyrirtæki leita til Kína. Þar má einnig treysta því að vinnuaflið lætur að stjórn. Þeir, sem vinna hjá Xian-verksmiðj- unum, njóta ýmissa fríðinda, en njóta ekki frelsis til fundahalds eða tjáningar. Vest- rænu fyrirtækin, sem starfa í Kína, horfa hins vegar fram hjá slíku. Forstjórar þeirra geta hugsað sem svo að láti þeir ekki til skarar skríða geri keppinautarnir það og verði þar með ofan á í samkeppninni. Bandaríkjamaðurinn William Greider gaf fyrr á þessu ári út bókina „One World, Ready or Not“ þar sem hann fjallar um það hvemig markaðsöflin eru að breyta efnahagslífí heimsins. í kafla bókarinnar HENGIFOSS Á HÉRAÐI Morgunblaðið /Ómar um Kína er landinu lýst sem óráðinni gátu: ógerningur sé að segja til um hver útkom- an verði úr þeim hræringum, sem þar eigi sér stað um þessar mundir. Skiptingí hálauna- og láglauna- svæði? EIN ÞRÓUNIN, sem Greider bendir á, er að Kínveijar séu smátt og smátt að taka stærri hluta framleiðslunnar í sínar hendur. Reynsla Volvo ber þessu vitni. í upphafí voru flestir hlutirn- ir, sem notaðir voru til að setja saman langferðabifreiðarnar fluttir frá Svíþjóð til Kína, en á þessu ári er gert ráð fyrir því að 90% af bifreiðunum verði framleidd í Kína, þótt öxlarnir og vélamar komi enn frá_ Svíþjóð. Ógemingur er að sjá fyrir hvað muni gerast þegar Kínveijar verða farnir að reisa eigin flugvélaverksmiðjur og ráðast inn á markaði þar sem nú þegar er nægi- legt framboð. Og þetta mun ekki aðeins þurfa að eiga við um flugvélar, heldur einn- ig bíla og aðra iðnaðarvöru. Ýmsir sjá fyrir sér að í Kína myndist tvöfalt kerfi og landið skiptist í hálauna- og láglaunasvæði. Á afmörkuðum svæðum við strendur landsins skapist mikil velmeg- un, sem um 300 milljónir manna munu njóta. Inni í landi verði síðan einn milljarður manna, sem getur uppfyllt eftirspum neytendanna á velmegunarsvæðunum og um leið skapist gmndvöllur fyrir útflutningsframleiðslu há- þróaðrar iðnaðarvöru þar sem framleiðendur eigi kost á ódýra vinnuafli. Margir halda því hins vegar fram, þar á meðal fyrrnefndur An Chingxan, að eft- ir því sem velmegunin aukist og hagkerfið þróist muni lýðræði aukast. Samfara um- bótum í efnahagsmálum og hækkandi launum verði dregið úr miðstýringu og valdi ríkisins. Það er hins vegar fátt, sem bendir til þess að Kínveijar stefni að öðru en nokkurs konar markaðssósíalisma. Þeg- ar erlendum aðilum er boðið að kaupa hlutabréf í kínverskum ríkisfyrirtækjum eru Kínveijar síður en svo að gera þá að meðstjórnendum. Þeir eru einungis að fá útlendinga til að fjárfesta. Slíkar fjárfest- ingar hafa hins vegar oft og tíðum borið ríkulegan ávöxt, allt að 80 af hundraði á þremur til fjórum árum. Hinn fijálsi markaður virðist eiga auð- velt með að horfa fram hjá stjórnarfari. Varan er framleidd í einræðisríki og seld velmegandi neytendum í lýðræðisríkjum. Það er auðvelt að segja að vestræn fyrir- tæki eigi að sniðganga ríki þar sem gildi lýðræðisins og mannréttindi, sem á Vestur- löndum eru talin sjálfsögð, era að engu höfð. En það er erfiðara í framkvæmd. Sú röksemd Kínveija að slíkt væri aðeins tilraun til að koma í veg fyrir að þeir fái aðgang að kjötkötlunum væri síður en svo fráleit. Félagslegir tollar? GREIDER SETUR í bók sinni fram til- lögu um það hvern- ig megi nota al- þjóðaviðskipti til að knýja á um lýðræðislegar umbætur. Hann bendir á að í alþjóðlegum viðskiptum gildi ýmsar reglur, sem eigi að tryggja jafn- ræði. Sé þeim ekki fylgt blasi við refsing- ar á borð við tolla. Hann segir að búa megi til félagslega tolla eða aðrar refsing- ar og yrði þeim beint gegn stjórnum, sem beittu kúgun. Markmiðið væri að láta við- skiptafrelsi og lýðfrelsi fara saman. Þeir, sem vilji fá bita af köku alþjóðlegra við- skipta, geti ekki stjórnað af geðþótta, held- ur verði að slaka á klónni. Slíkar aðgerðir myndu aldrei leiða til endanlegs jafnræðis í heiminum, en þær væra tilraun til að taka á vandanum. Það er að minnsta kosti víst að ráðamenn í Kína munu ekki sjá mikla ástæðu til að gera breytingar þegar ekki er einu sinni minnst á þær aðstæður, sem ríkja í land- inu, í samningaviðræðum. Um þessar mund- ir flykkjast fyrir- tæki og fjárfestar til Kína og ríkis- stjórnir reyna að greiða götu þeirra með því að beita diplómatísk- um þrýstingi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.