Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR + Anna O. Sig- urðardóttir fæddist á Ási í Gull- bringusýslu 19. september 1903. Hún lést á Sólvangi 18. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar Önnu voru Guðrún Árnadóttir, f. 7. febrúar 1879 í Víði- nesi, Kjalarnes- hreppi, iqós, d. 7. júli 1973, og Sig- urður Jónasson, f. 10. janúar 1863 í Stóradalssókn, Rangárvallasýslu, d. 19. febrúar 1912. Anna átti 7 systkini og þijú hálfsystkini. Anna giftist Ingimundi Ólafs- syni, f. 30. nóvember 1898, frystihúsaeiganda í Grindavík, en þau slitu samvistum. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: Ásta, búsett í Bandaríkjunum, gift William G. Tarver og eiga þau tvær dætur, Steinunn, bú- Nú ertu horfin, elsku mamma mín, en móðurgleðin, tryggð og blíðan þín mér veittu þrek um veg hins snauða manns, þú vermdir mig við arin kærleikans. Þú gafst mér fyrstu gleði mína og trú, það gaf mér enginn meiri auð en þú. Sú auðlegð metin aldrei var til fjár, því enginn vepr móðurbæn og tár. Nú, þegar hjarta þitt er hætt að slá. og hendur dauðans lokað hafa brá, þá skil ég fyrst, hver móðurmildin var, mátt þann, er ætíð mig i faðmi bar. (Snæbjöm Egilsson.) Nú kveð ég þig, elsku mamma, og þakka þér góðu stundirnar sem við áttum saman. Þín Ásta. Hvernig væri að taka í spil? Þessi orð heyrðust oftar en hægt er að hafa tölu á heima á Selvogsgrunnin- um þegar ég var að alast upp. Orð- in komu úr munni ömmu minnar sem hafði geysilegan áhuga á öllu sem spilamennsku viðkom og þeim félagsskap sem af því hlaust. Börn í hennar fjölskyldu voru ekki talin fullvaxin fyrr en þau kunnu bridge sem var spilað, oftast að hennar sett í Bandaríkjun- um, gift Paul Suc- kley og eiga þau 5 börn, Guðrún sem lést 6. febrúar 1963, en hún var gift Ey- jólfi Arthúrssyni og eignuðust þau 8 börn, Sigiu-ður, sem lést 6. mars 1969 og Ólafur, búsettur í Hafnarfirði, kvænt- ur Guðlaugu Hönnu Friðjónsdóttur og eiga þau fimm börn. Eftirlifandi maður Önnu er Óskar Ey- jólfsson. Fóstursonur þeirra er Óskar Eyjólfsson, búsettur í Kópavogi, kvæntur Berglindi Grétarsdóttur og eiga þau tvær dætur. Anna var klæðskeri og kjóla- meistari og vann við það alla tíð. Útför Önnu fer fram í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði mánu- daginn 25. ágúst og hefst at- höfnin klukkan 13:30. frumkvæði, á þeim stundum sem fjölskyldan kom saman. Amma var kennd við Ás, en Ás var gamall íslenskur torfbær undir Ásfjalli í útjaðri Hafnarfjarðar. Líf hennar einkenndist af dugnaði og áræðni sem lýsir sér einna best í því að eftir að hún sleit samvistum við fyrri mann sinn sá hún ein um að koma fimm börnum sínum á legg, óstudd af öllum styrkjum eins og við þekkjum þá í dag. A þeim tíma, á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld- ina, varð fólk annaðhvort að standa á eigin fótum eða það sem kallað var „að fara á bæinn“. Amma sagði mér oft frá þessum tíma og var hreykin af þessu afreki sínu, sem ég efast um að margar nútímakon- ur myndu leika eftir henni. Amma var líka pólitísk kona, sem var frek- ar óalgengt með samtíðarkonur hennar, og áleit Sjálfstæðisflokkinn hið eina sanna pólitíska afl enda voru það sjálfstæðismenn í Hafnar- firði sem buðust til að rétta henni hjálparhönd á erfiðum tíma á meðan aðrir höfðu boðið henni að „fara á bæinn“. Þegar móðir mín lést árið 1963 var það afráðið að amma og Óskar tækju mig að sér, þá eins árs gaml- an, og átti ég eftir að alast upp hjá þeim en frá fyrstu tíð tók ég ást- fóstri við þau og leit ætíð á þau sem foreldra mína og börn hennar sem systkini mín. Það var ekki auðvelt fyrir svo fullorðið fólk að taka að sér ungbarn en Amma var þá sex- tug. Uppeldið tókst nú samt þrátt fyrir að ýmsir héldu því fram að ég hefði hlotið vægara uppeldi en aðrir í íjölskyldunni. Frá æskuárun- um er minnisstætt hversu oft var erfítt að ganga um heima vegna fjölda títuptjóna sem urðu á vegi manns. Amma sat iðulega við saumavélina þegar ég kom heim úr skólanum því hún var vel þekkt saumakona og stundaði þá iðju alla sína ævi. Svo vandvirk þótti hún að ein af sendiráðsfrúm borgarinnar kallaði eftir þjónustu hennar þegar hún var komin á níræðisaldur. í frístundum sínum leitaði hún uppi öll bingó- og spilahús borgar- innar þar sem hún skemmti sér konunglega og leið hvergi betur en í þeim félagsskap. Þetta var mér hins vegar mikil raun á mennta- skólaárunum því á þeim kvöldum var enginn möguleiki á að fá far- kost fjölskyldunnar lánaðan því flest kvöld vikunnar voru notuð til bingó- eða spilaferða. Amma fór aldrei leynt með skoðanir sínar og gilti einu hvort um var að ræða pólitísk málefni eða vaxtalag ýmissa viðskiptavina hennar og oft leyndist gamansemi í orðum henn- ar. Ég gleymi því seint þegar hún sagði við einn viðskiptavin sinn, sem var í mátun hjá henni, að það væri nær ógerlegt að sauma á hana því hún væri líkust flösku í laginu. Hún var þannig hrein og bein í fram- komu við alla, jafnt fjölskyldumeð- limi sem og viðskiptavini. Nú kveð ég þig, amma mín, með söknuði og þakklæti í huga fyrir alla þá góðu tíma sem við áttum saman. Óskar Eyjólfsson. Við andlát Önnu, tengdamóður minnar, fer mér eins og sjálfsagt mörgum öðrum, þegar langri og góðri samfylgd lýkur. Þakkarorð segja lítið þegar af miklu er að taka. Ég á þeirri konu sem nú er kvödd mikið að þakka. Fyrstu kynni okkar hófust árið 1945 á Suðurgötu 30 í Hafnarfirði, þar sem hún rak saumastofu og bjó með börnum sínum, tveim sonum og þrem dætrum. Sú yngsta þeirra, Guðrún, var tilefni komu minnar á heimilið. Anna og Ingimundur höfðu slitið samvistum þegar ég tengdist fjöl- skyldunni á Suðurgötu 30. Síðar giftist Anna aftur, Óskari Eyjólfs- syni, sem nú lifir hana. Við Guðrún eignuðumst okkar fyrsta barn 1946 og síðan komu þau fleiri og urðu alls átta, það síð- asta 1962. Þegar ég missti konu mína, Guðrúnu, 1963 tóku þau Anna og Óskar yngsta bamið sem var drengur og hlotið hafði nafnið Óskar, ólu hann upp og komu til mennta. Þegar ég kvæntist aftur árið 1970 Hrefnu Svövu Þorsteins- dóttur, og eignaðist þijú stjúpbörn, varð ég aldrei þess var að Anna tæki þeim öðru vísi en mínum eigin bömum. Seinni konu minni tók hún afar vel alla tíð. Erfiðleikunum tók hún með still- ingu, bæði missi dóttur sinnar og eins er Sigurður sonur hennar lést í slysi árið 1969. Mótlætið smækkaði hana aldrei og þegar erfiðleikar annarra steðj- uðu að brást ekki hennar liðsinni. Við hjónin kveðjum nú góða konu með einlaegri þökk. Samúð okkar er með Óskari eiginmanni hennar. Einnig samúðar- og þakkarkveðjur til hans og annarra aðstandenda frá okkur öllum. Eyjólfur Arthúrsson. Við systkinin erum hljóð þessa stundina, hún amma er horfín á vit annars heims. Eftir sitja minningar- brotin svo þúsundum skiptir: Amma með fímm börn staðráðin í að koma þeim ein og óstudd til manns; með hæfileika sem hún trúði á að gæti orðið þeirra lifí- brauð; sem neitaði að gefast upp þótt aðrir væru vantrúaðir; sem hélt ótrauð áfram; sem sigraði; sem alltaf hafði áhyggjur af því að við hin værum þreytt og þyrftum að fá okkur kríu en leyfði sér þó aldr- ei þann munað því hún þurfti að sinna svo mörgu svo hringurinn rofnaði ekki. Sem bugaðist aldrei; sem tók að sér dótturson þótt sex- tug væri og hélt áfram; svo tignar- leg og reist; sem var við hestaheilsu allt fram á síðasta ár, eftirvænting- arfull því lífið er til þess að lifa því. Fráfall þitt kom okkur í opna skjöldu, elsku amma, þrátt fyrir kærkomna hvíld eftir gifturíka ævi- daga. Þú varst kletturinn sem alltaf var til staðar. En eins og segir í ljóðinu eftir Sigurð Jónsson frá Árnarvatni: Al!t, sem mest ég unni og ann, er í þínum faðmi bundið. Allt það, sem ég fegurst fann, fyrir berst og heitast ann, allt sem gert fékk úr mér mann og til starfa kröftum hrundið, allt, sem mest ég unni og ann, er í þinum faðmi bundið. Þú munt lifa áfram í okkur. Blessuð sé miiining þín. Anna, Friðjón og Gunnar, ANNA O. SIG URÐARDÓTTIR t HANSÍNA LOVfSA JÓNSDÓTTIR frá Teigarhorni, Skúlagötu 40, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 26. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helena Hilmarsdóttir, Margrét Hauksdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ANNA O. SIGURÐARDÓTTIR frá Ási, Sólvangsvegi 1, Hafnarflrði, sem lést á Sólvangi mánudaginn 18. ágúst, verður jarðsungin frá Vfðistaðakirkju, Hafnar- firði, mánudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Óskar Eyjólfsson Ásta Tarver, William G. Tarver, Steinunn Suckley, Paul Suckley, Ólafur Ingimundarson, Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir, Óskar Eyjólfsson, Berglind Grétarsdóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, ÞORGEIRS PÉTURSSONAR, Bólstaðarhlíð 58. Guðrún Þorgeirsdóttir, Ágúst Þorgeirsdóttir, Auður Þorgeirsdóttir, Kolbrún Þorgeirsdóttir, Anna Dóra Þorgeirsdóttir, Halla Þorgeirsdóttir, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU BJARGAR EINARSDÓTTUR, Furugerði 11, Reykjavík. Birna Magnúsdóttir, Þráinn Karisson, Magnús Þráinsson, Karl Þráinsson, Helga M. Óttarsdóttir, Björg Jakobína Þráinsdóttir, Guðmundur Torfason, Auður Þráinsdóttir, Marco Dellernía og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.