Morgunblaðið - 24.08.1997, Page 1

Morgunblaðið - 24.08.1997, Page 1
124/ SIÐUR B/C/D/F STOFNAÐ 1913 190 TBL. 85. ÁEG. SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Auðmýkt er góð fyrir hjartað London. Reuter. KONUR, sem telja sjálfar sig vera auð- mjúkar og af hjarta lítillátar, eiga það síður á hættu að fá hjartaáfall en þær, sem ágengari eru. Kemur þetta fram í rannsókn skoskra vísindamanna en frá henni var skýrt í breska læknablaðinu Laacet. Því auðmýkri sem konan er, því minni hætta er á hvers konar hjarta- kvillum segja vísindamennirnir en við rannsóknina studdust þeir við sérstakan auðmýktarkvarða. I tilkynningu frá hinni bresku Iljartavernd, sem kostaði könnunina, sagði, að við hverja fjögurra stiga hækkun á kvarðanum, hefðu lík- urnar á hjartaáfalli minnkað um 31%. 783 konur á aldrinum 55 til 74 ára tóku þátt í rannsókninni, sem stóð í fímm ár. Ekkert kom fram um það hvort niður- stöðurnar gætu einnig átt við um karl- menn. Þungar skóla- töskur bannaðar Rio de Janeiro. Reuter. ÞINGIÐ í ríkinu Rio de Janeiro í Brazil- íu hefur bannað þungar skólatöskur til að koma í veg fyrir, að börnin verði bak- veik. Hér eftir mun það varða við lög, séu skólatöskurnar þyngri en sem nem- ur einum tíunda af líkamsþyngd barns- ins. „Mörg börn verða veik í baki vegna þess hve töskurnar eru þungar og miklu troðið í þær,“ sagði þingmaðurinn Carl- os Minc en hann átti mestan þátt í nýju lagasetningunni. Sagði hann, að með lögunum væru skólarnir skyldaðir til að koma fyrir hirslum undir þær bækur, sem ekki þyrfti að rogast með til og frá skóla á hverjum degi. Að sögn dagblaðsins Globe ætlar Minc sjálfur að fylgjast með því, að eftir lög- unum verði farið og hefúr keypt sér hentuga vog í því skyni. Átök í S-Líbanon Jerúsalem. Reuter. HÖRÐ átök voru í Suður-Líbanon í gær milli ísraelskra hermanna og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar. Að minnsta kosti þrír skæruliðar voru felldir en Israelar réðust gegn þeim með loftárás- um og stórskotaliðshríð. Átökin í S-Lí- banon eru þau mestu síðan ísraelar og HizboIIah undirrituðu vopnahlé í apríl á síðasta ári en þá höfðu Israelar haldið uppi loftárásum á landið í 17 daga sam- fleytt. Árásirnar í gær komu í kjölfar eldflaugaárásar skæruliða. Palestínu- menn segjast hafa heimildir fyrir því, að Israelar séu að setja saman sveitir, sem eigi að stunda launmorð og hryðjuverk á palestínsku landi. Israelski herinn seg- ist vera að kanna þetta mál. Dyttað að Svölunni Morgunblaðið/Golli ÞAÐ þarf að gera bátunum til góða öðru hverju, meðal annars að þrífa þá jafnt utan sem innan. Þeir feðgarnir Stefán Guðjónsson og Björn Magnús voru önnum kafnir við þetta austur á Eskifirði á dögunum. Meiri hreyfíng á norsk- um kjósendum en áður MEIRI hreyfing virðist vera á norskum kjós- endum en nokkru sinni fyrr en þingkosningar verða í Noregi 11. september næstkomandi. Skoðanakannanir sýna, að Framfaraflokkur Carl I. Hagens mun bæta við sig miklu fylgi og verða næststærstur á eftir Verkamanna- flokknum en kosningasérfræðingar vara þó við, að of mikið mark sé tekið á þeim enn sem komið er, meðal annars vegna þess, að um og yfir 40% kjósenda eru enn óráðin eða vilja ekki gefa upp afstöðu sína. I könnunum að undanfórnu hefur Fram- faraflokkurinn fengið um og yfir 20% atkvæða en Verkamannaflokkurinn, sem fer með landsstjómina, um og undir 30% en hann fékk 36,9% atkvæða í síðustu kosningum. Könnun, sem dagblaðið Aftenposten birti fyrir helgi, sýnir hins vegar, að nokkuð hefur dregið úr fylgi við Framfaraflokkinn, sem fær 17,4%, en Verkamannaflokkurinn styrkir stöðu sína og fær 32,7%. Könnunin var gerð eftir sjónvarpseinvígi þeirra Hagens og Thorbjoms Jaglands, for- sætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokks- ins, og þykir benda til, að kjósendur telji, að Jagland hafi staðið sig betur í viðureigninni. Þá er hún líka vísbending um, að upplýsingar um, að Jagland hafi rætt við sovéska sendi- ráðsmenn og njósnara fyrir um 20 árum, hafi ekki skaðað hann og flokkinn og jafnvel, að hann njóti meiri samúðar en áður vegna hamagangsins í sumum fjölmiðlum vegna þessa máls. Litill áhugi Þótt kosningabaráttan í Noregi hafi verið á fullu í hálfan mánuð, virðast kjósendur furðu- áhugalitlir um hana og í sumum könnunum hefur allt að helmingur þeirra ekki viljað taka afstöðu. Því telja margir, að útkoman úr þeim geti breyst verulega á síðustu dögunum fyrir kosningar. Norski Verkamannaflokkurinn hefur farið með landsstjómina lengst af um áratugaskeið og augljóst er, að mörgum finnst tímabært að breyta til. Þá er líka óánægja með þá stefnu hans að leggja olíugróðann til hliðai’ í stað þess að beina honum út í samfélagið. Sumir andstæðinga hans vilja nota hann að einhverju leyti til að efla heilsugæslu, menntakerfið og samgöngur en aðrir óttast, að verði olíuarður- inn notaður til að efla velferð, sem sé í litlum takti við það sem er í nágrannaríkjunum, muni það koma niður á norsku þjóðinni síðar. Mjótt á mununum Samkvæmt síðustu skoðanakönnun fá Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn, flokkar, sem oft hafa staðið saman, meirihluta á þingi en fyrri kannanir hafa bent til meirihluta borgara- flokkanna, Hægriflokksins, Kristilega þjóðar- flokksins, Venstre og Framfaraflokksins. 10 Lífssýnabankar 24 SAMKEPPNIN ER VEKJANDI S MAMIRAUA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.