Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 23
MORG UNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÖBER Í097 23
K&/ Li í L u
Krabbasvalirnar á
Smíðaverkstæðinu
& M • © @ 1 1
Bitur sok sekan l
FYRSTA frumsýning leikársins
á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss-
ins er verðlaunaleikritið Krabba-
svalirnar eftir Marianne Gold-
man. Æfingar eru vel á veg
komnar en frumsýnign er fyrir-
huguð 25. október.
Leikendur eru Guðrún S.
Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld,
Edda Arnljótsdóttir, Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir, Sigurður
Skúlason og Baldur Trausti
Hreinsson. Steinunn Jóhannes-
dóttir þýddi verkið. Lýsingu
hannar Ásmundur Karlsson, höf-
undur leikmyndar og búninga er
Helga I. Stefánsdóttir. Leikstjóri
er María Kristjánsdóttir.
LEIKLIST
Lcik f c1a g
Mosfcllssvcitar,
ungliðadcild
S VINDLIÐ
eftir Patrik Bergner og Ursula Fog-
elström. Þýðandi: Gunnhildur Sig-
urðardóttir. Leikstjóri: Guðjón Sig-
valdason. Aðstoðarleikstjóri: Sigríð-
ur Lárusdóttir. Leikmynd, lýsing og
búningar: Guðjón og hópurinn. Leik-
endur: Þóra Birgisdóttir, Unnur Lár-
usdóttir, Amdís Ólafsdóttir, Rann-
veig Richter, Fríniann Sigurðsson,
Ramiveig Jónsdóttir, Ágúst Bem-
harðsson, Stefán Jónasson, Agnar
Tómasson, Tinna Ævarsdóttir, Krist-
ín Daviðsdóttir, Þórunn Hafstað,
Berglind Hasler, Ingunn Vilhjálms-
dóttir. Fmmsýning í Bæjarleikhús-
inu í Mosfellsbæ, 10. okt.
VIÐ Leikfélag Mosfellsbæjar
starfar ungliðadeild, sem hefur látið
æ meir að sér kveða síðustu árin
og býður nú upp á leikritið Svindl-
ið. Leikhópurinn fór til Danmerkur
sumarið ’96 og sýndi þar Ævintýr-
ið á harða disknum eftir Ólaf Hauk
Símonarson og sá þá um leið Svindl-
ið og ákvað að setja það upp heima.
Það er einkar ánægjulegt að sjá
svona gróskumikla leikstarfsemi á
höfuðborgarsvæðinu þar sem fleiri
tækifæri gefast til þess en annars-
staðar á byggðu bóli hérlendis að
„afþreyja“ sér, kasta tímanum á
glæ.
Það unga fólk sem hér er að
verki hefur ákveðið að kaupa ekki
kvöldstundina á fimm hundruð eða
þúsundkall heldur búa til tímaskeið
hennar sjálft. Það er viðhorf sem
er betra en jafnvel rúgbrauð með
rjóma og mun hollara til lengdar.
Leikfélagið hefur prýðilega að-
stöðu í leikhúsi Mosfellsbæjar og
hægt er að þekkja suma ungu leik-
arana af foreldrum þeirra sem lengi
hafa verið máttarstólpar í leiklistar-
lífinu í Mosó.
Bekkur sem er að ljúka stúdent-
prófi situr eftir áð skipan kennarans
sem lokar alla inni uns einn játi á
sig svindl. í fyrstu virðist skapast
andrúmsloft sem minnir á Kafka:
Enginn veit hver hefur gert hvað
eða hvort nokkuð hafi verið gert
yfirleitt. En slíkar pælingar víkja
senn fyrir persónusköpun verksins,
sem er aðall sýningarinnar og ann-
að megininntak í senn.
Glæsipíurnar eru sjálfsöruggar
og drambsamar, töffararnir töff,
gáfnaljósið hikandi og fyndið, þær
grimmu grimmar og ljós kemur
þegar á reynir, að sumir þola álag-
ið betur en aðrir. Leikhópurinn ger-
ir þessum mismunandi persónum
yfirleitt góð skil, og vel virðist hafa
tekist til um hlutverkaskipan. Samt
falla sumir fyrir þeirri freistingu
að ofleika, og þar hefði Guðjón Sig-
valdason leikstjóri mátt grípa betur
inn í til að gera sumar persónurnar
enn trúverðugri og áhrifameiri.
Stundum skilar minna meiru. Guð-
jón hefur margsýnt það á undan-
förnum árum að hann getur sett á
svið þróttmiklar sýningar með ungu
fólki, en þótt tónlistin í hvíldum sé
vel valin hefði mátt nota dauða tím-
ann til að undirstrika fáránleik stöð-
unnar betur með t.d. látbragði,
hreyfilist. Þá hefði magnast betur
upp sú ógnun sem þjakar hvern og
einn í bekknum.
En hvað um það. Þessi kvöld-
stund var ánægjuleg og unga fólk-
inu tókst að fá okkur áhorfendur
til að velta fyrir okkur sígildu sið-
ferðislegu efni. Það er stundum alls
ekki augljóst hvað er rétt og oft
er erfitt að breyta rétt, en það dreg-
ur alltaf dilk á eftir sér að gera það
ekki.
Guðbrandur Gíslason
Skáldaskiptí Þýska-
lands og Islands
Morgunblaðið/Þorkell
ULRICH Janetzki, forstöðumaður athafnasamrar bókmenntastofn-
unar í Berlín, vill efla samskipti þýzkra og íslenzkra rithöfunda.
í BERLÍN hefur verið starfrækt
bókmenntastofnunin Literarisches
Colloquium Berlin frá árinu 1963.
Hún er til húsa í glæsilegri villu
frá keisaratímanum í upphafi ald-
arinnar sem stendur í stórum garði
við vatnið Wannsee vestast í borg-
inni. Þar eru haldnar ráðstefnur
um bókmenntir annarra landa, þar
er vinnu- og dvalaraðstaða fyrir
rithöfunda, og þar starfa þeir sem
hafa umsjón með starfsemi
stofnunarinnar. Forstöðumaður
hennar, Ulrich Janetzki, var stadd-
ur hér á landi á dögunum og fund-
aði með fulltrúum íslenzks bók-
menntalífs um frekara samstarf
Berlínarbúa og Islendinga á þessu
sviði. Hann hyggst standa fyrir því
í samstarfi við íslendinga að is-
lenzkir rithöfundar eigi þess kost
að dvelja sér að kostnaðarlausu í
Berlín og rithöfundar þaðan geti
komið til sambærilegrar dvalar á
íslandi. Auk þess boðaði hann
heimsókn sex rithöfunda frá Berlín
til Iteykjavíkur næsta haust.
í maí á þessu ári bauð Literar-
isches Colloquium Beiiin sex ís-
lenzkum rithöfundum til Berlínar
til að kynna þar verk sín og ís-
lenzka bókmenningu. „Fyrir fimm
árum buðum við fyrst íslendingum,
það voru Guðbergur Bergsson og
Álfrún Gunnarsdóttir, auk Huberts
Seelows þýðanda og fleiri. Eg varð
mjög snortinn af íslenzkri bók-
menningu,“ sagði Janetzki í sam-
tali við Morgunblaðið.
Að sögn Janetskis kviknaði í kjöl-
far þessarar fyrstu heimsóknar ís-
lenzkra höfunda hugmyndin að því
að bjóða sex höfundum og helga
heila viku kynningu á íslandi sem
bókmenntalandi. Þar flutti Arthúr
Björgvin Bollason inngangserindi
um íslenzkan skáldskap og á tveim-
ur kvöldum lásu höfundarnir -
Thor Vilhjálmsson, Steinunn Sig-
urðardóttir, Sigurður Pálsson, Ein-
ar Kárason, Alfrún Gunnarsdóttir
og Linda Vilhjálmsdóttir - úr verk-
um sínum fyrir gesti, sem gafst
kostur á að taka þátt í opinni um-
ræðu að lestri loknum.
„Aðsókn var mjög góð, fjölmiðl-
ar veittu þessu mikla athygli,"
sagði Janetzki, en slíkt er að hans
sögn sjaldgæft þegar um kynning-
ar á bókmenntum annarra landa
er að ræða. „Á síðustu árum hefur
áhugi Þjóðverja á Norðurlöndum
aukizt til muna, að Eystrasalts-
löndunum meðtöldum."
Sammælzt um framhald
„Þessi heimsókn tókst mjög vel.
í kjölfarið sammæltumst við um
að framhald skyldi verða á sam-
skiptum á sömu nótum. Það leiddi
til heimsóknar minnar til Reykja-
víkur,“ sagði Janetzki, en hann
kom hingað í boði menntamála-
ráðuneytisins. Þar bar hann fram
tvær hugmyndir að eflingu bók-
menningarsamskipta íslands og
Berlínar.
„í fyrsta lagi vil ég koma á
gagnkvæmum samskiptum milli
íslenzkra og þýzkra rithöfunda á
þann hátt, að á hverju ári fari einn
islenzkur höfundur til mánað-
ardvalar í Berlín (...) og árið á
eftir komi einn þýzkur höfundur
til jafn langrar dvalar á íslandi.
Ef þetta gegnur vel legg ég til að
þessi skipti fari fram á sama ár-
inu, í stað til skiptis. Á tíu árum
gætu þannig tíu höfundar hlotið
innsýn í íslenzkar aðstæður, ís-
lenzkt þjóðlíf og hina einstæðu ís-
lenzku náttúru. Þetta gæti haft
mikla þýðingu, því eins og menn
vita geta rithöfundar haft marg-
földunaráhrif með skrifum sínum.
Þó ég hafi ekki haft nema fjóra
daga til að skoða mig um hér er
ég viss um að rithöfundar sem
dvelja hér verða fyrir áhrifum sem
skila sér inn í skrif þeirra. Hvort
sem viðkomandi höfundur dvelur
hér í júnímánuði, þegar aldrei verð-
ur dimmt, eða um miðjan vetur
og getur upplifað norðurljósin -
það skiptir ekki máli. Hvernig sem
er þá mun dvölin tvímælalaust
hafa áhrif á það sem hann skrifar."
Þeir íslenzku höfundar sem til
Berlínar kæmu yrðu að sögn
Jantezkis fyrir svipuðum áhrifum.
„Þeir munu örugglega takast á við
stórborgina, þeir beinlínis verða
að gera það. Jafnvel þótt dvalar-
staðurinn, villan okkar við
Wannsee, sé dásamlegur rósemd-
arstaður. Maður getur dregið sig
í hlé í rósemdina en á korteri kemst
maður inn í miðborgina."
Hin hugmyndin, sem Janetzki
kynnti fyrir gestgjöfum sínum hér-
lendis var heimsókn sex rithöfunda
frá Berlín til Reykjavíkur. Þessari
heimsókn er ætlað að eiga sér stað
næsta haust, þegar Tímarit Máls
og Menningar birtir sögur þessara
sex höfunda á íslenzku. Þetta eru
úrvalssögur sem allar fjalla um
ólíkar hliðar lífsins í Berlín.
Rafmögmið
Múlaopnun
PJASS
J ó m f r ú i n ,
Lækjargötu
MÚLAKVÖLD
Edvard Lárusson og Guðmundur
Pétursson, gítar, Þórður Högnason,
bassi, og Birglr Baldursson tromm-
ur. 10. október 1997.
ÆTLI megi ekki til sanns vegar
færa að fyrsti íslenski djassklúb-
burinn hafi verið frægar djamm-
sessjónir í Breiðfirðingabúð. Síðan
hafa djassklúbbar komið og farið
- vikulegt tónleikahald hér og þar
og frægastur trúlega Jazzklúbbur
Reykjavíkur er Þráinn Kristjáns-
son rak í Tjarnarbúð á árunum
1966 til 1968. Heita pottinn í
Duus húsi muna flestir sem nú
hlusta á djass - eftir að hann lagði
upp laupana hafa menn haldið
uppi djassleik á ýmsum veitinga-
húsum, en með Múlanum á Jómfr-
únni, sem hleypt var af stokkunum
í fyrra, var loks tekið upp merki
Heita pottsins og vikulega má
hlusta þar á djass á hvetju föstu-
dagskvöldi frá klukkan níu til ell-
efu. Nafnið á djassklúbbnum er
frábært - tengist þeim manni sem
mest og best hefur kynnt djasstónl-
ist á íslandi: Jóni Múla Árnasyni.
Fyrsta Múlakvöld vetrarins var
í stjörnumerki djassrokksins, enda
hljóðfæraleikararnir þekktari úr
blúsi og rokki en djassi, að Þórði
Högnasyni undanskildum, en hann
er einsog flestir vita einhver besti
djassbassaleikari er við íslendingar
höfum eignast. Guðmund Péturs-
son hef ég nær eingöngu heyrt
spila blús áður og var gaman að
heyra hann í blúsmettuðum
djassspuna með þeim þremenning-
um, sem um tíma léku saman í
Kombóinu með Ellenu Kristjáns-
dóttur. Tónleikarnir hófust á gítar-
effektum Guðmundar og lá við að
mér færi einsog Jazz-Kai hinum
danska er hann rak Montmartre
djassklúbbinn í Nörregade í Kaup-
mannahöfn. Hljómsveit John
Tchicai lék eitt af fyrstu kvöld-
unum eftir að Jazz-Kai opnaði
staðinn og eftir að þeir höfðu spil-
að dágóða stund rauk Kai inná
sviðið og heimtaði að þeir félagar
færu að spila og hættu að stilla
hljóðfærin. Hann sagði þessa sögu
oft og hló við. „Þannig fannst mér
nú nútímadjassinn þá.“
Mér varð þó fljótt Ijóst að Guð-
mundur var ekki að æfa gítareff-
ekta heldur voru tónleikarnir hafn-
ir. Fljótlega bættust þremenning-
arnir í hópinn með kröftugu djass-
rokkspili sem minnti um margt á
hrynsveit Miles Davis eftir 1970.
Verkið var kynnt sem Svíta eftir
Þórð Högnason með skvettu af In
a Silent Way Miles Davis. Miles
átti eftir að koma meira við sögu
- músík af Kind of Blue og var
þá svíngað á stundum í hefðbundn-
um skilningi djassmanna. So What
var ftjálslega notað fyrir hlé og
All Blue eftir hlé. Svo voru blús
og dægurlög í bland, Albatross
sveif yfir vötnunum og rokkrytm-
inn allsráðandi. Tónlistin var nokk-
uð laus í reipunum, en þessir piltar
þekkja hver annan svo allt gekk
nokkurn veginn upp.
Það væri gaman að heyra þá
aftur með vel æfða efnisskrá og
blásara með sér. Slíkt myndi auka
tilbreytinguna í tónlist þeirra fé-
laga. Þeir mættu að ósekju leika
lægra, því gjallandi verður mikill
á Jómfrúinni ef spilað er of hátt.
Oft skapaði ólíkur gítarhljómur
þeirra Guðmundar og Edvards
nokkra spennu í tónlistinni, Þórður
og Birgir kyntu vel undir og bassa-
leikarinn átti frábærar einleiks-
stundir.
Það er margt skemmtilegt á
dagskrá Múlans í vetur og á föstu-
dagskvöldið kemur syngur kanad-
iska söngkonan Tina Palmer með
þeim Hilmari Jenssyni, Jóhanni
Ásmundssyni og Matthíasi MD
Hemstock. Matthías spilar aftur á
Jómfrúnni sunnudagskvöldið 19.
október í kompaníi Eyþórs Gunn-
arssonar og Dananna Jan zum
Vohrde saxófónleikara og Mads
Vindings - eins helsta bassasnill-
ings Danaveldis. Það verður spenn-
andi að heyra samspil þeirra fjór-
menninga.
Vernharður Linnet