Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 41 ► | P > I U > , I . v I 3» K J J B FRÉTTIR Námskeið um sið fræðikennslu TVEIR fulltrúar grunnskólanna í Kópavogi afhcntu Sigurði Geirdal, bæjarstjóra Kópavogs, áskorun. Samfella í skólastarfi í hættu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun frá foreldra- félögum grunnskólanna í Kópa- vogi til bæjaryfirvalda í Kópavogi sem afhent var Sigurði Geirdal, bæjarstjóra Kópavogs: „Enn einu sinni er verkfall yfir- vofandi í skólum landsins. Sam- fella í skólastarfi er því í mikilli hættu. Líkur eru á að nemendur missi þá nauðsynlegu fótfestu og það öryggi sem óslitið skólastarf veitir auk þess sem árangri í námi er stefnt í mikinn voða. Afleiðing- ar af löngu verkfalli í skólum eru ekki að öllu leyti Ijósar en margt bendir til að verkfall geti orðið þjóðfélaginu þungur baggi þegar til lengri tíma er litið. Menntun verður sífellt mikil- vægari í nútíma þjóðfélagi og samkeppnishæfni þjóða mun í auknum mæli ráðast af menntun- arstigi. Því er eðlilegt að kröfur og væntingar til menntunar séu miklar. Þessum kröfum er ein- ungis hægt að mæta með mark- vissu og góðu skólastarfi þar sem starfsfólk skóla, nemendur, for- eldrar og sveitarstjórnarmenn vinna saman að settu marki. I þessu sambandi er mikilvægt að kennarastarfið sé metið að verð- leikum, bæði hvað varðar laun og aðbúnað. Foreidrar grunnskólanema í Kópavogi skora því á bæjarsljórn Kópavogs að beita sér af krafti til að ná sáttum um bætt launa- kjör kennara.“ ENDURMENNTUNARSTOFNUN HÍ býður á fimmtudagskvöldum frá 16. október til 20. nóvember upp á kvöldnámskeið um kennslu siðfræði. Námskeiðið er ætlað uppalendum og öllu áhugafólki um menntamál, siðfræði og heimspeki. í kynningu á námskeiðinu segir: „Nútímavæðingu á öllum sviðum lífsins fylgja ekki aðeins ný tæki- færi sem mætt er með auknu verk- og bókviti heldur jafnframt sérstök vandamál sem kalla á aukið siðvit þ.e. ígrundaða; rökstudda og gagn- rýna afstöðu. A sama tíma og skólar hafa með höndum lykilhlutverk í miðlun verk- og bókvits hefur siðviU ið orðið útundan í skólakerfínu. í námskeiðinu sem verður í formi inn- gangsfyrirlestra og almennra um- Sr. Sigrún sett í emb- ætti í Ósló SÉRA Sigrún Óskarsdóttir verður sett í embætti sóknarprests hjá ný- stofnuðum íslenskum söfnuði í Nor- egi sunnudaginn 19. október kl. 15. Innsetningarguðsþjónustan verð- ur í amerísku kirkjunni í Ósló þar sem Óslóarbiskup, Andreas Aarflot og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, próf- astur, setja séra Sigrúnu inn í emb- ættið. Kirkjukór safnaðarins syngur við athöfnina undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Hjörleifur Vals- son fiðluleikari spilar. Börnunum verður boðið í sunnudagaskóla í safnaðarheimilinu á sama tíma. Að athöfninni lokinni verður öllum . kirkjugestum boðið til veislu í safn- aðarheimilinu. Stefnt er að því að halda guðs- þjónustu tvisvar í mánuði í Osló. Jafnframt verður tíu sinnum á ári messað til skiptis í stærstu „íslend- inganýlendunum" á landsbyggðinni. Dagur hvíta stafsins er í dag 15. OKTÓBER er alþjóðlegur dagur hvíta stafsins. Hvíti stafurinn er al- þjóðlegt tákn blindra og sjónskertra. Um 50 milljónir manna eru taldar blindar í heiminum í dag, þar af stærstur hluti sökum fátæktar og skorts á heilbrigðisþjónustu. Stjórn Blindrafélagsins hefur sent frá sér eftirfarandi ávarp í tilefni dagsins: „Við íslendingar erum láns- amir að eiga öflugt heilbrigðiskerfi og njóta einhverrar bestu augn- læknaþjónustu í víðri veröld. Hvergi hafa menn náð eins miklum árangri í forvörnum gegn sykursýkisblindu, ótrúlegur árangur hefur náðst í bar- áttu við gláku, auk þess sem augn- þjónusta almennt er afar góð. En þrátt fyrir allt þetta eru þó hundruð íslendinga sem hafa minna en 10% sjón með bestu fáanlegu sjóngleijum. Þeim hópi ber okkur íslendingum skylda til að bjóða þjálf- un og endurhæfingu, hjálpartæki og annað það sem stuðlað getur að sjálfstæðu lífi og virkri þátttöku í starfi og leik. Dagur hvíta stafsins er umfram annað dagur helgaður endurhæfíngu og sjálfshjálp. Skortur á stefnu- mörkun í heilbrigðiskerfi okkar hef- ur valdið því að alltof lítil áhersla hefur verið lögð á endurhæfingu og fyrirbyggjandi starf. Slíkt stefnu- leysi leiðir jafnan til fleiri og dýrari vandamála en þörf er á og gerir að verkum að fólk sem fyllilega getur bjargað sér sjálft að lokinni endur- hæfingu er fremur látið vera ósjálf- bjarga og upp á opinbera aðstoð komið. Slík skammsýni er ein rót útþenslu heilbrigðiskerfísins. Á degi hvíta stafsins minnir Blindrafélagið íslendinga á að sýna þeim sem fara um með hvítan starf tillitssemi i umferðinni. Við minnum á að flestir blindir og sjónskertir þiggja gjarnan að þeim sé boðin aðstoð s.s. við að fara yfir götu eða ræðna verður leitast við að varpa ljósi m.a. á eftirfarandi spurningar: Er hægt að miðla siðviti með skipu- lögðum hætti? Hvert er hlutverk sið- fræðikennslu í skólum? Hverjir eru möguleikar og takmörk siðfræði- kennslu? Hvernig er sambandinu háttað milli siðfræði og annarra skyldra námsgreina, einkum kristni- fræði? Hvað þurfa siðfræðikennarar sjálfir að kunna?“ Fyrirlesarar verða þau Sigríður Þorgeirsdóttir, lektor í heimspeki við HÍ og Magnús D. Baldursson, sér- fræðingur við Max-Planck Institute for Human Development and Educ- ation í Berlín. Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa Endurmenntunar- stofnunar. nálgast upplýsingar eins og vagn- númer eða götuheiti. Þá beinum við þeim tilmælum til ökumanna að þeir leggi ekki bílum sínum upp á gang- stétt og garðeigendur eru beðnir um að klippa trjágreinar er slúta yfir gangstéttir. Að auðkenna glerrúður og dyr, merkja tröppur í áberandi lit, hafa merkingar skýrar og greini- legar er allt til þess fallið að auð- velda sjónskertum daglegt líf. Með slíkri tillitssemi og þeim öfluga stuðningi sem blindir og sjónskertir hafa notið getum við skapað að- gengilegt samfélag fyrir alla.“ Fyrsta mynda- kvöld Ferðafé- lagsins FYRSTA myndakvöld Ferðafélags íslands í vetur verður miðvikudags- kvöldið 15. október í félagsheimilinu í Mörkinni 6. Þar mun Valgarður Egilsson leiða fólk í myndum og frá- sögn í skemmtilega og fróðlega ferð um kjörlendi sitt Austurskagann, eyðibyggðar milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Farið er um Látraströnd, Kefla- vík, Fjörður, Flateyjardal, út í Flatey og um Náttfaravíkur. Ferðafélagið hefur á hveiju sumri síðustu ár efnt til mjög vinsællar ferðar á þessar slóðir undir fararstjórn Valgarðs. Og verða sýndar myndir úr ferðun- um. Allir eru velkomnir á þetta fyrsta myndakvöld vetrarins í sam- komusalnum í Mörkinni 6 en það hefst kl. 20.30. Kvöldferð verður fimmtudags- kvöldið 16. október kl. 20. Létt ganga og tunglvaka á fullu tungli. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Rabb um rann- sóknir og kvennafræði SIGRÍÐUR Vilhjálmsdóttir, þjóðfé- lagsfræðingur, flytur rabb fimmtu- daginn 16. október sem hún nefnir Hagtölur um stöðu kynja. Rabbið er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands. Það fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12-13 og er öllum opið. Kynntar verða helstu niðurstöður úr ritinu Konur og karlar 1997 sem Hagstofa íslands gefur út. Það hefur að geyma ýmsar hagtölur sem varpa ljósi á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi. Ritið spannar flest svið þjóðlífsins og má þar m.a. finna upplýsingar um mannfjölda, lífsvenj- ur og heilsu, menntun, atvinnu, tekj- ur og áhrifastöður. Sigríður Vilhjálmsdóttir lauk BA- prófi úr almennum þjóðfélagsfræð- um frá Háskóla íslands árið 1974. Hún starfar nú á Hagstofu íslands. Ungmenni á ís- landi í dag FÉLAG nýrra íslendinga (Society of New Icelanders) heldur félags- fund fimmtudagskvöldið 16. október kl. 20.30 í Miðstöð nýbúa við Skelja- nes í Skeijafirði. í fréttatilkynningu segir að SONI sé félagsskapur fyrir útlendinga og velunnara. Aðalmarkmið félagsins sé að efla skilning milli fólks_ af öll- um þjóðernum, sem býr á íslandi, með auknum menningarlegum og félagslegum samskiptum. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öllum opnir. Að þessu sinni halda Davíð Berg- mann og Kristín Sigurðardóttir er- indi um hvernig er að vera ungling- ur á íslandi í dag samanborið við önnur lönd og hvernig það hefur breyst síðustu áratugina. Tímaritið Int- erzone komið út ÚT er komið tímaritið Interzone og er útgefandi Andafl. í fréttatilkynningu segir að tíma- ritið ijalli um hinar margbreytilegu myndir raunveru- leikans og sé m.a. ijallað um William S. Burroughs, furðuleiki Dúngáls skoðaður og hopp- að í brot úr bók- menntum. Interzone er gefíð út í 3.000 ein- tökum. Tímaritið er selt í bókabúðum, söluturnum. Verð 230 kr. Gengið um bryggjur o g hafnarbakka í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnagönguhópsins 15. október verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið með Geirsgötu og Kalk- ofnsvegi út á Ingólfsgarð. Síðan um hafnarbakka, bryggjur og uppsátur (Slippinn) út á Reykja- nes í Örfirisey. Til baka með Ána- naustum og Vesturgötu. Allir eru velkomnir. Sr. Halidór S. Gröndal lætur af embætti SÉRA Halldór S. Gröndal er í dag, 15. október, sjötugur. Hann lætur því af embætti sóknarprests í Grens- ásprestakalli um næstu mánaðamót. „Sr. Halldór hefur verið sóknar- prestur Grensásprestakalls í 24 ár og áunnið sér traust og virðingu safn- aðar og samstars- fólks. Störf hans hafa einkennst af samviskusemi og nákvæmni í allri embættisfærslu og áherslu á uppbygg- ingu allra þátta safnaðarstarfsins. Hann er að eðlis- fari mikill fræðari og góður kennari. Staðfestist það m.a. í prédikun hans, biblíufræðslu og góðri kirkjusókn. Séra Halldór kveður söfnuð sinn við guðsþjónustu kl. 11 hinn 26. októ- ber. Að guðsþjónustu lokinni er kirkjugestum boðið til veitinga í safn- aðarheimilinu. Samstarfsfólk sendir prestshjón- unum hugheilar afmælisóskir og bið- ur þeim heilsu og hamingju um alla framtíð. Þau eru að heiman á afmælisdag- inn,“ segir í frétt frá Grensáspresta- kalli. Ur dagbók lögreglunnar EKIÐ var á 11 ára pilt í Súðarvogi um hádegisbil á laugardag. Höfð voru afskipti af mörgum hóp- og vörubifreiðum sem lagt var í íbúðarhverfinu en slíkt er óheimilt milli kl. 22 og 6. Bann þetta gildir einnig um hvere konar vinnuvélar og dráttavélar. Á mörgum stöðum í borginni eru sérstök stæði fyrir þessar bifreiðar. Þá mega þeir sem leggja bifreiðum sínum í ósamræmi við reglur búast við sektum. Sé ökutæki þannig lagt að það skapi hættu fyrir aðra umferð munu bif- reiðar verða fjarlægðar á kostnað eiganda. Um helgina voru eigendur á þriðja tug ökutækja sektaðir , vegna rangstöðu auk þess sem 9 ökutæki voru fjarlægð með krana- bifreið vegna stöðu þeirra. Líkamsmeiðingar Ráðist var á stúlku aðfaranótt laugardags á Lækjartorgi og sparkað í höfuð hennar og var hún flutt á slysadeild til skoðunar. Slys/líkamstjón Á sunnudagskvöld datt ölvaður karlmaður af reiðhjóli. Hann ökkla- brotnaði og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Þá datt ölvuð kona ofan í skurð við Skógarhlíð, einnig á sunnudagskvöldinu. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabif- reið og er talin rifbeinsbrotin. LEIÐRÉTT Afnotagjöld í tvö ár í FRÉTT um nýja þjónustu sem FÍB hleypir af stokkunum á næst- unni var missagt að innifalið í kaupum á bílsíma væri afnotagjald í fjóra mánuði. Hið rétta er að af- notagjaldið er innifalið í tvö ár. Beðist er velvirðingar á missögn- inni. Ólíklegt varð líklegt ÞAU mistök urðu í „Bréfi til blaðs- ins“ í grein Rúnars Kristjánssonar „Enn um dulmálið í Biblíunni“ að eitt orð misritaðist. Þar stóð: Það væri auðvitað mjög líklegt að allir stærðfræðingar heimsins væru sammála um mál af þessu tagi. En þar átti að standa að ólíklegt væri að allir stærðfræðingar.... Beðist er velvirðingar á þessu. ÐNAOARMAÐUR I BORGARSTJÓRN Kosningaskrifstofa er í Skipholti 50b. Opiðer virka daga kl. 17-22 og um helgar kl. 13-18. S: 552 6127 8 552 6128 SR. Halldór S. Gröndal. X

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.