Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 7

Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 7 FRETTIR Sameiginlegt félagshyggju- framboð í Kópavogi Kópavogslist- inn býður fram ALÞYÐUBANDALAG mun til- nefna bæjarstjóra Kópavogs en Alþýðuflokkur formann bæjarráðs nái sameiginlegt framboð flokk- anna og Kvennalista meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs næsta vor. Fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista gerðu á laugardag samkomulag um sam- eiginlegt framboð undir merkjum Kópavogslista. Flokksfélögin í bænum veittu umboð til slíkra við- ræðna í vor og þau taka væntan- lega afstöðu til samkomulagsins í þessari viku, segir Valþór Hlöð- versson, oddviti Alþýðubandalags- ins í Kópavogi. Samkomulagið gerir ráð fyrir að stofnað verði Félag um jafn- aðarstefnu, félagshyggju og kven- frelsi utan um framboðið. 1., 4., 7. og 12. sæti Kópavogs- listans er ráðstafað til Alþýðu- bandalags. 2., 6., 8. og 11. sæti fær Alþýðuflokkur. 3. og 9. sæti skipa Kvennalistakonur og stefnt er að því að óháðir og óflokks- bundnir fái 5. og 10. sæti. Stefnt er að því sem næst jafnri kynja- skiptingu á listanum. Valþór bæjarstjóraefni? Valþór Hlöðversson sagði að væntanlega mundi hver flokkur stilla upp eigin fulltrúum á þann hátt sem hann kysi. Valþór sagði að næsta verkefni væri að flokksfélögin tækju af- stöðu til samkomulagsins. Það verður væntanlega gert í þessari viku. Síðan er að boða til stofnun- ar Félags um jafnaðarstefnu, fé- lagshyggju og kvenfrelsi. Valþór vildi ekki staðfesta að hann yrði bæjarstjóraefni Kópa- vogslistans, né að Guðmundur Oddsson, oddviti Alþýðuflokks, yrði formannsefni í bæjarráði. Um þátt óháðra frambjóðenda Kópavogslistans sagði Valþór að engin nöfn hefðu verið nefnd en rætt hefði verið við fjölmarga. Greinilegur áhugi væri hjá félags- hyggjufólki, sem ekki hefði treyst sér til að tengjast einhveijum flokkanna, að leggja framboðinu lið. 19.þing Verka- mannasambandsins hefst í dag Lífeyrismál stærsta mál þingsins NÍTJÁNDA þing Verkamannasam- bands íslands hefst á Hótel Loftleið- um í dag með setningarræðu for- manns sambandsins, Björns Grét- ars Sveinssonar. Þingið er haldið undir kjörorðinu „Lífeyrissjóðirnir - okkar framtíð; samtrygging - sjóð- söfnun - skylduaðild". í fréttatilkynningu frá VMSÍ seg- ir að lífeyrismálin verði eitt af meg- inmálum þingsins. Rætt verði um framtíðarhorfur lífeyriskerfisins og þær tillögur sem lagðar hafi verið fram um frumvarp að lögum um starfsemi lífeyrissjóða. Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyr- issjóðs Norðurlands, mun hafa framsögu um lífeyrismál á þinginu. Þingið stendur fram á föstudag. Rétt til setu á því hafa 154 fulltrú- ar. VMSÍ er stærst landssambanda innan ASÍ með tæplega 28 þúsund félagsmenn. 11 bæjarfulltrúar eru í Kópa- vogi. Flokkarnir sem standa að Kópavogslistanum hafa fimm full- trúa: Alþýðubandalag tvo, Alþýðu- flokkur tvo og Kvennalisti einn. Við síðustu kosningar fengu flokk- arnir þrír 48% atkvæða. Skrifstofa stuðningsmanna Ingu Jónu Þórðardóttur er að Skólavörðustíg 6. Skrifstofan er opin virka daga kl. 16-21 og um helgar kl. 14,-18. Símar 562 5712 og 562 5725. Netfang: ingajona@islandia.is Heimasíða: www.islandia.is/~ingajona Inga Jóna Þórðardóttir í I. sæti Stuðningsmenn Prófkjör sjálfsstæðisflokksins í Reykjavík 24. og 25. okt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.