Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 7 FRETTIR Sameiginlegt félagshyggju- framboð í Kópavogi Kópavogslist- inn býður fram ALÞYÐUBANDALAG mun til- nefna bæjarstjóra Kópavogs en Alþýðuflokkur formann bæjarráðs nái sameiginlegt framboð flokk- anna og Kvennalista meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs næsta vor. Fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista gerðu á laugardag samkomulag um sam- eiginlegt framboð undir merkjum Kópavogslista. Flokksfélögin í bænum veittu umboð til slíkra við- ræðna í vor og þau taka væntan- lega afstöðu til samkomulagsins í þessari viku, segir Valþór Hlöð- versson, oddviti Alþýðubandalags- ins í Kópavogi. Samkomulagið gerir ráð fyrir að stofnað verði Félag um jafn- aðarstefnu, félagshyggju og kven- frelsi utan um framboðið. 1., 4., 7. og 12. sæti Kópavogs- listans er ráðstafað til Alþýðu- bandalags. 2., 6., 8. og 11. sæti fær Alþýðuflokkur. 3. og 9. sæti skipa Kvennalistakonur og stefnt er að því að óháðir og óflokks- bundnir fái 5. og 10. sæti. Stefnt er að því sem næst jafnri kynja- skiptingu á listanum. Valþór bæjarstjóraefni? Valþór Hlöðversson sagði að væntanlega mundi hver flokkur stilla upp eigin fulltrúum á þann hátt sem hann kysi. Valþór sagði að næsta verkefni væri að flokksfélögin tækju af- stöðu til samkomulagsins. Það verður væntanlega gert í þessari viku. Síðan er að boða til stofnun- ar Félags um jafnaðarstefnu, fé- lagshyggju og kvenfrelsi. Valþór vildi ekki staðfesta að hann yrði bæjarstjóraefni Kópa- vogslistans, né að Guðmundur Oddsson, oddviti Alþýðuflokks, yrði formannsefni í bæjarráði. Um þátt óháðra frambjóðenda Kópavogslistans sagði Valþór að engin nöfn hefðu verið nefnd en rætt hefði verið við fjölmarga. Greinilegur áhugi væri hjá félags- hyggjufólki, sem ekki hefði treyst sér til að tengjast einhveijum flokkanna, að leggja framboðinu lið. 19.þing Verka- mannasambandsins hefst í dag Lífeyrismál stærsta mál þingsins NÍTJÁNDA þing Verkamannasam- bands íslands hefst á Hótel Loftleið- um í dag með setningarræðu for- manns sambandsins, Björns Grét- ars Sveinssonar. Þingið er haldið undir kjörorðinu „Lífeyrissjóðirnir - okkar framtíð; samtrygging - sjóð- söfnun - skylduaðild". í fréttatilkynningu frá VMSÍ seg- ir að lífeyrismálin verði eitt af meg- inmálum þingsins. Rætt verði um framtíðarhorfur lífeyriskerfisins og þær tillögur sem lagðar hafi verið fram um frumvarp að lögum um starfsemi lífeyrissjóða. Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyr- issjóðs Norðurlands, mun hafa framsögu um lífeyrismál á þinginu. Þingið stendur fram á föstudag. Rétt til setu á því hafa 154 fulltrú- ar. VMSÍ er stærst landssambanda innan ASÍ með tæplega 28 þúsund félagsmenn. 11 bæjarfulltrúar eru í Kópa- vogi. Flokkarnir sem standa að Kópavogslistanum hafa fimm full- trúa: Alþýðubandalag tvo, Alþýðu- flokkur tvo og Kvennalisti einn. Við síðustu kosningar fengu flokk- arnir þrír 48% atkvæða. Skrifstofa stuðningsmanna Ingu Jónu Þórðardóttur er að Skólavörðustíg 6. Skrifstofan er opin virka daga kl. 16-21 og um helgar kl. 14,-18. Símar 562 5712 og 562 5725. Netfang: ingajona@islandia.is Heimasíða: www.islandia.is/~ingajona Inga Jóna Þórðardóttir í I. sæti Stuðningsmenn Prófkjör sjálfsstæðisflokksins í Reykjavík 24. og 25. okt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.