Morgunblaðið - 01.11.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.11.1997, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C 1U STOFNAÐ 1913 249. TBL. 85. ARG. LAUGARDAGUR 1. NOVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frambjóðandi stjórnarflokksins sigrar McAleese nýr forseti Irlands Dyflinni. Reuters, MorpunblaðiO. MARY McAleese, lagaprófessor, var í gærkvöldi úrskurðuð sigur- vegari forsetakosninganna á ír- landi, þegar talningu lauk eftir kosningamar sem fram fóru í fyrradag. McAleese, sem var fram- bjóðandi stjórnarflokksins Fianna Fail, náði tilskildum hreinum meiri- hluta atkvæða, 59%, þegar atkvæði þriggja neðstu frambjóðendanna höfðu verið strikuð út að annarri umferð atkvæðatalningar lokinni. Kjörsókn var minni en nokkru sinni fyrr í sögu írska lýðveldisins, eða 47,6%. Frambjóðandi stjórnarandstöðu- flokksins Fine Gael, Mary Banotti, hlaut 41% gildra atkvæða. Hún tók ósigrinum með reisn í gærkvöldi, þar sem fjórir framþjóðendanna fimm voru saman komnir í Dyflinn- arkastala. „Eg er viss um að Mary McAleese verður stórfenglegur for- seti,“ sagði Benotti. „Eg óska henni allrar hugsanlegrar velgengni og býð henni þann stuðning sem ég get veitt. Þetta er starf sem krefst allra þeirra hæfileika sem ég veit að hún býr yfir.“ Dana kom á óvart Eftir fyrstu talninga hafði Mc- Aleese hlotið 45,2% atkvæða. Mary Banotti kom næst með 29,3%. A óvart kom hve mörg atkvæði söng- konan Dana hlaut, sem bauð fram án þess að hafa nokkurt stjórn- málaafl á bak við sig. Hún varð í þriðja sæti með 13,8% atkvæða. Fjórða kom Adi Roche með aðeins 7%. Hvort tveggja hún og Derek Nally, sem fékk 4,7%, höfðu þegar í gærmorgun lýst sig sigruð. Mary McAleese tekur við emb- ætti forseta Irlands 11. nóvember nk. og mun gegna því næstu 7 árin. Hún er fædd og uppalin á Norður- Irlandi og sagðist í gær ætla að reyna að gera það sem í hennar valdi stæði til að ný þjóðarsátt og friður komist á í heimahögum hennar. MARY McAIeese fagnar ásamt stuðningsinönnum í gærkvöldi. Reuters Irakar hvika hvergi Bagdad, París. Reuters. ÍRAKAR stóðu í gær fast á þeirri ákvörðun sinni að meina bandarísk- um ríkisborgurum að taka þátt í vopnaeftirliti á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í landinu, og kváðust viðbúnir hvers konar viðbrögðum af hálfu Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Rússlandi og Frakklandi sögðust í gær vonast til að leysa mætti deil- una með friðsamlegum hætti. „Ef Bandaríkin vilja grípa til að- gerða, og þær aðgerðir verða hern- aðarlegar eða af öðru tagi, er Irak reiðubúið til að veita hverja þá mót- spyrnu sem þarf,“ sagði Sultan al- Shawi, formaður laganefndar íraska þingsins í gær. Ai-Shawi sagði að Irakar vildu ekki lenda í átökum við Bandaríkin, en bætti við: „Við höf- um búið okkur undir hið versta." Á fimmtudag sögðu Bandaríkja- menn að þeir útilokuðu ekki hernað- araðgerðir gegn írak, og sögðu að ráðamenn í Bagdad hefðu „gert mis- tök“ með því að vísa tveim banda- rískum meðlimum vopnaeftirlits- sveitarinnar á brott. Kváðust Bandaríkjamenn þó hlynntir því að málið yrði leyst með viðræðum fremur en átökum. Oryggisráðið fundar Öryggisráðið ræddi í gær við- brögð við aðgerðum íraka. Nokkrir fulltrúar í ráðinu lögðu til að Kofl Annan, aðalframkvæmdastjóri SÞ, sendi sérstakan sendifulltrúa til Bagdad til að leita lausnar á stöð- unni sem upp er komin. Fulltrúar Bandaríkjanna og Bretlands voru ekki tilbúnir til að styðja þessa til- lögu, og óvíst var í gærkvöldi hver niðurstaðan yrði. Verjendur Louise Woodward furðu slegnir yfír þungum dómi Lífstíðarfangelsi Cambridge í Massachusetts. Reuters. DÓMARI í Massachusettsríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær brezku barnfóstruna Loise Wood- ward í lífstíðarfangelsi fyrir morð á Matthew Eappen, átta og hálfs mánaða gömlum dreng er hún gætti. Sagði dómarinn að á þriðju- dag yrði tekin fyrir beiðni verjenda um að úrskurður kviðdómsins yrði ómerktur, nýtt réttarhald fyrir- skipað og ákæran milduð. Kviðdómur sakfelldi Woodward í fyrrinótt, eftir að hafa hugsað sig um í tvo og hálfan sólarhring, og dómarinn, Hiller Zobel, kvað upp lífstíðardóm, sem er sú refsing sem lög gera ráð fyrir við þeim glæp sem barnfóstran var ákærð fyrir. Woodward, sem er 19 ára, getur fyrst sótt um náðun eftir að hafa setið 15 ár í fangelsi. Verjendur Woodward voru furðu slegnir yflr dómnum og sögðust myndu leita allra leiða sem lögin bjóða upp á til að fá honum breytt. Dómarinn féllst á að hlýða á áfrýj- unarbeiðni þeirra næstkomandi þriðjudag. Vonir verjendanna eru bundnar við að dómarinn fallist á að efna til nýs réttarhalds, þar sem ákæran gegn Woodward verði milduð. Þar sem kviðdómm- hefur þegar sakfellt hana einu sinni og dómarinn staðfest þann úrskurð getur hin dæmda ekki gert sér von- ir um að verða sýknuð, þótt efnt Uiidirbúningur Kyoto-ráðstefnu Engin niðurstaða í Bonn Bonn. Reuters. FUNDUR sem haldinn var til undirbúnings ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um aðgerðir gegn upphitun lofthjúpsins lauk í Bonn í gær án þess að samningamönnum þátttöku- ríkjanna tækist að koma sér saman um sameiginlega af- stöðu, sem þjónað gæti sem samningsgrundvöllur er ráð- stefnan sjálf fer fram í Kyoto í Japan í desember. Árangur á fundinum í Bonn, sem stóð í 10 daga, strandaði fyrst og fremst á því að ekld tókst að brúa bilið milli afstöðu fulltrúa Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsríkjanna. Á ráðstefnunni í Kyoto stendur til að samið verði um áætlun, sem miði að mark- vissri minnkun á losun svo- kallaðra gróðurhúsaloftteg- unda út í andrúmsloftið. ■ Þokaðist /10 verði til nýrra réttarhalda. Hún yrði því að sætta sig við sakfelling- una, en taka því að vera dæmd fyrir manndráp af gáleysi í stað morðs. Við dómsuppkvaðinguna lásu foreldrar Matthews upp tilfinninga- þnrngna yfirlýsingu, þar sem þeir sögðu að Woodward hefði brotið al- varlega af sér og sögðust vona að hún fyndi „einhvem tímann Guðs frið í lífí sínu“. Woodward lýsti enn á ný yfir sak- leysi sínu er hún óvænt kaus að ávarpa réttinn við dómsuppkvaðing- una. Aðstandendur og vinir stúlkunnar í heimabæ hennar, Elton á N-Englandi, trúðu vart eigin eyr- um er þeir heyrðu niðurstöðuna í Reuters LOISE Woodward í réttar- salnum í gær. beinni útsendingu. Þeir hétu því að unna sér ekki hvfldar fyrr en Louise Woodward hefði hlotið frelsi. ■ Barnfóstran dæmd/22 Jiang heimsækir miðstöð kapítalismans Áhersla á viðskipti Reuters JIANG Zemin í kauphöllinni í New York. Með honum eru Richard Grasso, formaður kauphallarinnar (t.v.), William Johnson, forseti hennar (t.h.) og Quian Quichen, varaforsætisráðherra Ki'na. New York. Reuters. JIANG Zemin, forseti Kína og leið- togi kínverska kommúnistaflokks- ins, fór í gær í kauphöllina í New York, vígi kapítalismans, og ræddi við forstjóra bandarískra stórfyrir- tækja, sem leggja mikið kapp á að tryggja sér arðbæra viðskiptasamn- inga við fjölmennasta ríki heims. Forstjórum 200 fyrirtækja var boðið til veislu til heiðurs kínverska forsetanum eftir að hann hafði skoðað kauphöllina. Hann snæddi einnig morgunverð með George Bush, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna, sem var sendiherra í Pek- ing á áttunda áratugnum. Bush var eini stjómmálamaðm-- inn sem Jiang hitti að máli í gær og George Pataki, rfldsstjóri New York, og Rudolph Giuliani borgar- stjóri ákváðu að sniðganga heim- sóknina vegna mannréttindabrota kommúnistastjórnarinnar í Kína. „Ég tel að senda verði þau skilaboð að kínverska stjómin þurfi að taka mannréttindi miklu alvarlegar en hún hefur gert,“ sagði Giuliani, sem hefur einnig neitað að hitta Fidel Castro, forseta Kúbu, og Yasser Arafat, leiðtoga sjálfstjómarsvæða Palestínumanna, þegar þeir hafa heimsótt borgina. ■ Óskum Jiangs fullnægt/24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.