Morgunblaðið - 01.11.1997, Síða 9

Morgunblaðið - 01.11.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 9 FRÉTTIR Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarformaður Ríkisspítala Tæki á gömlu rannsókna- stofunni ekki endurnýjuð GUÐMUNDUR G. Þórarinssonar, stjórnarformaður Ríkisspítala, segir að ekki standi til að end- urnýja tækjakostinn á gömlu hjartarannsóknastofunni, en í frétt í Morgunblaðinu í gær sagði Árni Kristinsson, yfirlæknir á hjarta- deild, að vandi hjartadeildarinnar leystist ekki almennilega fyrr en tækjakostur á gömlu hjartarann- sóknastofunni yrði endurnýjaður. „Við erum búnir að byggja upp nýja hjartarannsóknastofu með nýjum tækjum, sem eru með því besta sem til er og við höfum gert ráð fyrir að reka þær báðar áfram,“ sagði Guðmundur. „Miðað við þá fjármuni sem Landspítalinn hefur til tækjakaupa og endurnýj- unar tækja þá er það ekki framar- lega í forgangsröð að endurnýja tæki á eldri stofunni líka,“ sagði hann ennfremur. Biðtími getur haft alvarlegar afleiðingar Um 200 manns eru nú á bið- lista eftir hjartaaðgerðum og tveggja til þriggja mánaða bið er eftir hjartaþræðingu á hjartadeild- inni. Biðin var átta til níu mánuð- ir eftir töf sem varð á aðgerðum á meðan verið var að setja upp nýju hjartarannsóknastofuna, að sögn Árna Kristinssonar. Hann sagði að langur biðlisti gæti haft margvíslegar afleiðingar. Æð sem var of þröng gæti verið stífluð þegar til kastanna kæmi og of seint að grípa til aðgerða. „Á mjög löngum biðtíma eru oft ein- hveijir sem skyndilega geta fengið kransæðastíflu og í kjölfarið hjarta- drep,“ sagði hann. „Það kemur fyrir að fólk deyr á biðlistum en það er sem betur fer sjaldan.“ Árni sagði það fara eftir mann- skap og fé hversu langan tíma tæki að vinna á biðlistanum en daglega eru gerðar 10 til 11 að- gerðir. Sagði hann að hratt hefði gengið á biðlistann eftir þær tafir sem urðu þegar nýja hjartarann- sóknastofan var sett upp. „Þetta var ægilegt ástand," sagði Árni. „Fólk var að bíða 8-9 mánuði eftir hjartaþræðingu en biðin er nú 2-3 mánuðir svo að þetta hef- ur lagast mikið en er ekki orðið nægjanlega gott.“ Velta netmarkaðarins 2,5 milljarðar á næsta ári NETIÐNAÐURINN hér á landi mun velta 2,5 milljörðum króna í heild sinni á næsta ári samkvæmt áætlun Internets á íslandi hf., INTIS, en eftir síðustu gjaldskrár- hækkun Pósts og síma hf. telur INTIS þó blikur á lofti. INTIS áætlar að innhringinotendur á landinu séu nú um 19 þúsund, en þeir verði orðnir 27 þúsund á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sig- urði Jónssyni hjá INTIS var yfirlit sem INTIS hefur unnið um þróun netmarkaðarins á íslandi kynnt verkefnisstjórn ráðuneyta um upp- eldismál í síðsutu viku. I yfirlitinu kemur m.a. fram að mjög hraður vöxtur hafi átt sér stað í netþjón- 400 þús- und fyr- ir bíó- sýningar ÍSLENSKA ríkið var í gær dæmt til að greiða Þorsteini Jónssyni kvikmyndagerðar- manni 400 þúsund krónur, þar sem kvikmyndirnar Atómstöðin og Punktur, punktur, komma, strik voru sýndar í skólum eftir að samningur um slíka hagnýt- ingu var útrunninn. í samningi Þorsteins og menntamálaráðuneytisins frá janúar 1988 var kveðið á um rétt ráðuneytisins til að sýna kvikmyndirnar í skólum og öðrum fræðslustofnunum í fimm ár frá dagsetningu samningsins, eða þar til í jan- úar 1993. Hins vegar var haldið áfram að nota mynd- irnar fram á árið 1994. Ekki fjártjón Dómurinn sagði, að Þor- steinn hefði ekki orðið fyrir fjártjóni vegna þessa, enda hefði hann ekki reynt að sýna fram á það. Á hinn bóginn yrði að telja að þessi ólögmæta notkun hefði raskað rétti hans og kalli það á miskabætur úr hendi ríkisins. ustu sem selja megi til nýrrar virðis- aukandi þjónustu ofan á grunnþjón- ustu P&S, en þessi þjónusta hafi hingað til verið að mestu falin. Telur INTIS að helsta vandamálið varðandi framþróun sé verðlagning grunnþjónustu P&S, þ.e. fjarskipta- kostnaður við notkun síma, ISDN og leigulína, og svo virðist sem áhyggjur INTIS hafi verið staðfest- ar nú þegar P&S hefur ákveðið að breyta gjaldskrá sinni. Fjöldi starfa tengist Netinu INTIS leggur áherslu á uppbygg- ingu netiðnaðar og bendir á for- sendurnar sem þarf til að hann skili því sem í honum býr, en starf- semi þessi skapi mikla atvinnu byggða á hugviti og þekkingu ef rétt sé á málum haldið. Þannig sé um helmingur nýrra starfa í Banda- ríkjunum talinn tengjast Netinu og Evrópulönd hafi svipaðar væntingar um fjölgun starfa. J fcfií sar " >■ & r rrl« su J 11 Tt Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Gull- oq silfurskórnir komnir í st. 28-36 Verð kr. 2.290 Smáskór í bláu húsi við Faxafen Sími 5683919 15% afsláttur af síðbuxum og stökum jökkum í dag laugardag Engjatcigi 5, sími 581 2141. Opið virka (laga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. £ Rýmingarsala Aðeins í ciag! G tilbo Æ t skum. 20-50% 4iniiii{iilll:ll OTSngey afelÆtur. Ogí KL. 10 -17. LAUGAVEfil 58 SÍMI 551 331 1 FaLlegar úlpur, kuLdafóðraðar kápur, ullarjakkar. Gott verð----- Tískuskemman Bankastræti 14, sími 561 4118 raugai'dagsbomb /sJýjar vörur - góð tilboð á náttfatnaði og nærfatnaði iBómullaefóðmð satín-náttfot og mussue á ki*. 2.500 og ki*. 3.500 ýVlják flónel-náttfot og mussui* á kr. 3.500 og ki*. 2.500 Aftcr Brjósthaldarasett |p- ki*. 1.995 vjfyiiekin, Laugavegi 4. sími 551 4473 NÝJAR HÚSGAGNASENDINGAR Sófasett — Rókókóstólar — Vönduð vara — Gott verð. Tegund Barbara 3+1+1 tau Teg. Cresta stgr Rókókó „stærri gerð“ aðeins kr. 27.900 aðeins kr. 22.900 OPIÐ í DAG 10-16 SUNNUDAG 14-16 36 mán □ □□□□□ VISA 36 mán HUSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.