Morgunblaðið - 01.11.1997, Page 12

Morgunblaðið - 01.11.1997, Page 12
12 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skiptar skoðanir á niðurstöðum vaxtasamanburðar Seðlabankans Aðstöðumunur smærri og stærri fyrirtækja eykst SÚ NIÐURSTAÐA úttektar Seðlabankans um að útlánsvextir banka af lánum til lítilla og meðal- stórra fyrirtækja hér séu umtals- vert hærri en í átta samanburðar- löndum kemur talsmönnum sam- taka í atvinnulífínu ekki á óvart. Talsmaður sambands viðskipta- banka lítur þó öðrum augum á niðurstöðurnar. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir stjórn- endur fyrirtækja hafa staðið frammi fyrir þessum vaxtamun á miili íslands og samkeppnisland- anna á síðustu árum. „Afleiðing þess er sú að stærri fyrirtækin hafa í vaxandi mæli beint lántök- um sínum til útlanda. Ég tel að munur á kostnaði við fjármögnun hjá minni fyrirtækjum og þeim stærri hafí farið mjög vaxandi á seinni árum,“ segir hann. Þórarinn segir afar brýnt að frekari hagræðing eigi sér stað í bankakerfínu með fækkun banka og sameiningu þeirra, til að ná niður rekstrarkostnaðinum. „Það er þessi gríðarlegi rekstrarkostn- aður íslenska bankakerfísins sem heldur uppi þessum lántökukostn- aði,“ segir Þórarinn. „Það er mjög mikilvægt að það verði ekki látið staðar numið við formbreytingu á rekstri ríkisbank- anna, heldur gengið hratt fram í að seija þá, þannig að sameining geti átt sér stað í bankakerfínu. A öllum hinum Norðurlöndunum hef- ur gengið yfír sameining í banka- kerfínu. Þar hafa orðið til gríðar- lega stórir bankar á okkar mæli- kvarða, sem verða auðvitað mun betur í stakk búnir til að þjóna þarlendu atvinnulífí," segir Þórar- inn. Sveinn S. Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, segir þessa stöðu erfíða fyrir atvinnulífíð. Hér togist á annars vegar sú stefna Seðlabankans að beita þeim tækjum sem hann hef- ur tiltæk til að hamla á móti þenslu með háum vöxtum og háu raun- gengi og hins vegar sú staðreynd að á opnum fjármagnsmarkaði streymi peningar inn í landið með erlendum lántökum. „Þessi vaxta- stefna hefur styrkt krónuna mikið, sem hefur í för með sér að sam- keppnisstaðan hefur versnað hjá iðnaðinum," segir hann. Sveinn segir mikilvægast að beitt sé strangara aðhaldi í ríkisfjármál- unum því það sé mun gagnlegri aðgerð en að Seðlabankinn haldi uppi vöxtum og þenji upp raun- gengið. Formbreytingar leiði til lægri vaxta Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir skýrsluna staðfesta sem menn hafí grunað að vextir hér séu hærri en í þeim löndum sem íslendingar beri sig saman við. Lækkun vaxta sé mikilvægur þáttur í að bæta samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Finnur segir skýrsl- una sýna að grunnvaxtastigið í landinu sé hærra en í öðrum lönd- um en sú viðbót sem stofnanirnar leggi þar ofan á sé sambærileg milli landa. „Það segir okkur að MISMUNUR ÚTLANS- VAXTA OG PENINGA- MARKAÐSVAXTA í NOKKRUM LÖNDUM Óverðtryggð rekstrarlán og 90 daga peningamark.vextir Meðalstór fyrirtæki, % á ári Noregur 4,3% 9HI Malta 4,0% ■■■■■ ÍSLAND 3,9% WM Danmörk 3,6% HHIHii írland 2,9% — Finnland 2,1 % England 2,1% íslenskar ijármálastofnanir eiga að geta verið samkeppnisfærar ef við náum hinu almenna vaxtastigi niður,“ segir Finnur. Hann bendir á að róttækar formbreytingar fjár- málastofnana gangi í garð um næstu áramót. „Ég bind mjög miklar vonir við að þessi nýskipan á fjármagns- markaði leiði til lægri vaxta hér á landi, ekki síst fyrir tilstuðlan Fjárfestingarbankans, þar sem atvinnufyrirtækjunum verði boðin betri og ódýrari þjónusta en verið hefur,“ segir hann. ísland ekki á toppnum m.t.t. peningamarkaðsvaxta Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir að ein meginniðurstaða úttektarinnar sé sú að Island komi ekki illa út þeg- ar samanburður sé gerður á mis- mun útlánsvaxta bankanna og vaxta á peningamarkaði. Hann bendir á að stjórnvöld og Seðla- bankar í hveiju landi fylgi ákveð- inni peningamálastefnu sem hafí áhrif á bankavextina. „Ef fylgt er aðhaldssamri peningamála- stefnu, eins og hefur verið gert hér á landi síðustu misserin, leiðir það til þess að vextir verða háir hér á Iandi,“ segir hann. Finnur bendir ennfremur á að ísland sé í engu tilviki með hæstu vextina þegar niðurstöður um útlánsvexti banka hafa verið leiðréttar með tilliti til peningamálastefnunnar í hverju landi. í skýrslu Seðlabankans er bent á að peningamarkaðsvextir hafí bein eða óbein áhrif á vexti lána lánastofnana. Samanburður bank- ans á mismun á útlánsvöxtum banka og 90 daga peningamark- aðsvöxtum leiddi í ljós að hann var mestur í Danmörku af rekstr- arlánum til lítilla fyrirtækja eða 5,1 prósentustig. Næst í röðinni komu svo fjögur lönd þar sem þessi vaxtamunur bankavaxta og peningamarkaðsvaxta er svipaður. Er ísland í hópi þeirra. Þá tróna Bandaríkin á toppnum þegar skoð- aður er mismunur útlánsvaxta og peningamarkaðsvaxta af fjárfest- ingarlánum til meðalstórra fyrir- tækja með 4,5 prósentustig en ísland kemur í öðru sæti með 4,3 stiga mismun. Sex með leyfi til nætursölu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila nætursölu í fjórum verslun- um Olíuverslunar íslands hf. í þijá mánuði til reynslu. Frá því í ágúst sl. hafa Select verslanir Skeljungs við Vesturlandsveg og Suðurfell í Breiðholti verið með nætursölu- leyfí. Verslanir Olís eru við Álfheima, Gullinbrú, Álfabakka í Mjódd og við Sæbraut. Að sögn Gunnars E. Kvaran, upplýsingafulltrúa Skeljungs, eru verslanirnar opnar allan sólar- hringinn. „Við höfum kallað þetta hraðverslun en við erum með ýms- ar bílavörur, heimilisvörur og hefur verið reiknað út að þarna ætti að vera hægt að fá um 80% af matar- körfu heimilanna,“ sagði hann. Jafnframt er boðið upp á heita smárétti eins og til dæmis osta- pylsu með rækjusalati eða lauksal- ati. Sagði Gunnar að mikið væri um að bíógestir kæmu eftir síðustu sýningar á kvöldin og fengju sér í svanginn. -----».------- Tæknival noti ekki efsta stig SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Tæknivali hf. að auglýsa með lýsing- arorði í efsta stigi nema fyrirtækið geti með fullnægjandi og óyggjandi hætti sannað fullyrðinguna. Tilefni bannsins eru auglýsingar Tæknivals um „mest seldu tölvur í heimi“ og „mest seldu tölvur á Íslandi". Bann samkeppnisráðs tekur gildi kl. 12 hinn 3. nóvember næstkom- andi, og í ákvörðunarorðum ráðsins segir að verði banninu ekki fylgt verði viðurlögum samkeppnislaga beitt. Flugslysanefnd um brotlendingii danskrar flugvélar í apríl Vindur, ókyrrð og bratt aðflug meðal orsaka MEÐAL margra dvalarstaða í hnattreisunni er Sydney í Ástralíu. Sjötíu í hnattreisu með Heimsklúbbi Ingólfs VINDÁTT, vindstyrkur og ókyrrð sem m.a. myndast vegna mann- virkja skammt frá flugbrautarenda eru meðvirkandi þáttur í brotlend- ingu danskrar tveggja hreyfla flugvélar á Reykjavíkurflugvelli 22. apríl síðastliðinn. Vélin varð að lenda með einungis annan hreyfíl virkan þar sem flugmaður- inn hafði slökkt á hinum vegna gangtruflana. Þetta er meðal nið- Lítið til fugla himinsins Ólafsvík. Morgunblaðið. MIKIL hlýindi hafa verið að undanförnu og fæst minnir á vetur. Sumir eru reyndar svo bjartsýnir að segja að milt verði í allan vetur. Dýrin virðast spá því líka. Fréttaritari var í gær að dunda í fjárhúskofa sínum inni á bökkum þegar óvenjulegt fuglstíst heyrðist úti fyrir. Þar var þá kominn músarrindill. Var hann hinn montnasti og virtist ekki kvíða neinu. Komu þá óðar upp í hugann orðin frægu: „Lítið til fugla himins- ins“. urstaðna Rannsóknarnefndar flug- slysa um slysið en tveir menn, sem í vélinni voru, stigu ómeiddir út. Vélin var af gerðinni Piper Navajo í eigu aðila á Grænlandi og með dönsku skráningarstafína OY-AUT. Vélin hélt frá Reykjavík klukkan 11.22 hinn 22. aprfl áleið- is til Bretlands en rúmum hálftíma síðar tilkynnti flugmaðurinn að hann hefði slökkt á vinstri hreyfli vegna gangtruflana og ákveðið að snúa aftur til Reykjavíkur. Flugmaðurinn danski hafði rúm- lega 2.600 tíma reynslu í einka- flugi, þar af um 900 stundir á þessa vél og hafði hann oft farið um Reykjavíkurflugvöll, t.d. dag- inn áður, er hann kom frá Græn- landi. Þegar hann nálgast flugvöll- inn er honum tilkynnt að ókyrrð geti verið yfir við enda flugbrautar 14 sem þá var í notkun en það er brautin frá Suðurgötu til austurs. Aðflugsstjóm spurði hvort flug- maðurinn þyrfti á aðstoð að halda en hann kvað nei við og sagði ekki neyðarástand þar sem hægri hreyfill gengi örugglega. Bratt aðflug Flugmaðurinn ákvað nokkuð krappa vinstri beygju í aðflugi sínu, þ.e. beygir á vélarvana hreyfilinn en í skýrslu Rannsókn- arnefndar er nefnt að yfirleitt sé reynt að forðast beygju á „dauð- an“ hreyfil. í niðurstöðum nefnd- arinnar er sagt að vindur, vind- styrkur og mannvirki norðan við flugbrautina hafi orsakað ókyrrð og niðurstreymi við flugbrautar- endann. Flugvélin hafi ekki verið vel stöðug í lokaaðfluginu og það hafi verið fremur bratt. Hún hafi misst hæð í lokahluta aðflugsins og flugmanninum ekki tekist að leiðrétta það við þessar aðstæður og þann hraða sem á vélinni var. Lenti hún vestan við Suðurgötu, lenti á lágum ljósastaur, rann þversum yfir götuna og gegnum flugvallargirðinguna þar sem hún stöðvaðist mjög skemmd. í meðmælum Rannsóknar- nefndar flugslysa varðandi úrbæt- ur í öryggismálum segir að stað- setja beri brautarljós í samræmi við reglur en þau eru nú of langt frá hinni malbikuðu flugbraut. Ekki er amast við lágu steyptu götuljósunum við Suðurgötuna en flugvélin lenti á einu slíku ljósi og skemmdist verulega við það. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að bætt verði úr þessu atriði þegar farið verði út í endurbætur á flugvellinum en framkvæmdir verða boðnar út á næsta ári. Flug- málastjóri sagði að hins vegar hefði strax í kjölfar slyssins verið hert á reglum um það hvernig beri að standa að móttöku flug- véla sem komi til lendingar með skerta flughæfni, m.a. að gera lögreglu viðvart svo loka megi t.d. umferð um Suðurgötuna. SJÖTÍU manna hópur leggur í dag í mánaðarlanga hnattreisu með Heimsklúbbi Ingólfs. Liggur leið ferðalanganna einkum um suður- höfin þar sem skoða á fegurð og furður heimsins á suðurhveli eins og segir í leiðarlýsingu um ferðina en dvalið verður í einum sjö löndum. Mun þetta vera í fýrsta sinn sem hópferð sem þessi er skipulögð frá íslandi til suðurhafa. Á fyrsta degi ferðarinnar verður farið um London til Jóhannesar- borgar í Suður-Afríku. Þar í landi verður einnig Höfðaborg skoðuð og Góðrarvonarhöfði. Frá Suður-Afr- íku er flogið til Ástralíu og einkum dvalið í Perth og Sydney þar sem hópurinn mun m.a. eiga stefnumót við íslendingafélög, síðan til Nýja- Sjálands og síðar Tahiti og er ferð- in þar rúmlega hálfnuð. Heimsótt verða þijú lönd í Suður- Ameríku, þ.e. Chile, Argentína og Brasilía. Dvalið er sólarhring í Chile en þijá og fjóra daga í Argentínu og Brasilíu og gefst tækifæri til að skoða bæði borgir og sveitir í þess- um löndum. Uppselt var í þessa ferð Heims- klúbbs Ingólfs nánast strax og hún var auglýst í febrúar á þessu ári. Farþegar fá nákvæma leiðarlýsingu í hendur í bæklingi og þar er einn- ig að finna nafnalista þátttakenda og nöfn allra hótela með símanúm- erum og hver tímamismunur sé frá íslandi á hveijum stað. í bæklingn- um er einnig lýst að starfsemi Heimsklúbbsins sé grundvölluð á nokkrum reglum um mannleg sam- skipti sem góður ferðafélagi hafi í huga og tiltekin boðorð heims- reisufarans: Glaðværð, góðvild, hjálpsemi, tillitssemi, athygli, hóf- semi og þolinmæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.