Morgunblaðið - 01.11.1997, Side 14

Morgunblaðið - 01.11.1997, Side 14
14 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Málþing Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um framtíðarsýn Vestfirðinga á Isafirði Ljósleiðarinn mikil- væfft atvinnutækifæri Morgunblaðið/Magnús VESTFIRÐINGAR fylltu salarkynni Hótel ísafjarðar og tóku þátt í umræðum um framtíðarsýn Vestfirðinga. ísafirði - Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hélt nýlega málþing á Hótel ísafirði undir yfirskriftinni Framtíðarsýn Vestfirðinga. Um 80-90 manns sóttu þingið sem var hluti dagskrár menningarvikunnar Veturnætur, en henni lýkur á sunnu- daginn. Þorsteinn Gunnarsson, rektor há- skólans á Akureyri, og Drífa Sigfús- dóttir, forseti bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar og formaður Neytenda- samtakanna, áttu samkvæmt dag- skrá að vera frummælendur ásamt fleirum, en þar sem ekki gaf til flugs mætti hvorugt þeirra. Erindi Drífu féll niður, en erindi Þorsteins, Fram- tíðarhorfur landsbyggðarinnar, flutti Einar Snorri Magnússon, markaðs- ráðgjafi Atvinnuþróunarfélagsins. Aðrir frummælendur voru; Sigurð- ur Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfírði, sem talaði um möguleika í atvinnulífi á Vestíjörð- um, Magnea Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar, sem lýsti hugmyndum sínum um ísafjarð- arbæ eftir 10 ár og Bryndís Friðgeirs- dóttir, kennari og svæðisstjóri Rauða krossins á Isafirði, sem talaði um menningarlíf á Vestfjörðum. Þegar frummælendur höfðu lokið erindum sínum hófust pallborðsum- ræður undir stjóm Ingibjargar Vagnsdóttur, þar sem frummælend- ur, auk Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns og Smára Haralds- sonar bæjarfulltrúa, svöruðu spurn- ingum fundarmanna. Mörg sjónarmið komu fram hjá fundargestum sem almennt voru sammála um að gæta þyrfti meiri jákvæðni og bjartsýni meðal Vest- firðinga. Bent var á að þau vest- firsku þjónustu- og framleiðslufyrir- tæki sem hvað bestum árangri hafa náð, eru sprottin úr jarðvegi sem Vestfirðingar hafa mikla þekkingu og reynslu af, þ.e.a.s. sjávarútvegin- um. Menn voru hvattir til að beina sjónum sínum frekar að slíkum at- vinnurekstri. Fjarkennsla og íjar- vinnsla eru orð sem oft voru látin falla á málþinginu og greinilegt að Vestfírðingar horfa mjög til þessara þátta við uppbyggingu nýrra at- vinnu- og menntunartækifæra. Einnig komu fram miklar væntingar til Þróunarseturs Vestfjarða, sem áætlað er að komið verði á fót á næsta ári. Kröfur um fjölbreytni Erindi rektors háskólans á Akur- eyri þótti áhugavert. Hann byijaði á stuttu yfirliti um búsetuþróun í landinu þar sem fram kom, að sé orsaka fólksfækkunarþróunar á landbyggðinni leitað þá megi telja að búsetuval mótist meira af hugar- fari en efnislegum þáttum líkt og fyrr. „Fram undir 1970-80 gerði stór hluti þjóðarinnar sér að góðu að hafa atvinnu sem veitti góð laun og öruggt húsnæði. Hin síðari ár hefur þetta breyst. Fólk gerir meiri kröfur sem endurspegla breytingar í menntamálum, atvinnulífi, menn- ingu o.fl. Nú gerir fólk kröfur um fjölbreytta starfsmöguleika, greiðar samgöngur, góða menntun barn- anna, barnagæslu, örugga heilbrigð- isþjónustu og fjölbreyttar tómstund- ir. Þau byggðarlög sem bjóða ekki upp á slíka þjónustu, og þar sem slík þjónusta er ekki í nágrenninu, missa fólkið frá sér, einkum yngra fólkið." Þorsteinn sagði að almennt séð væru þeir einhliða fólksflutningar sem nú eiga sér stað ónauðsynlegir og að þeir myndu hafa mjög alvar- legar afleiðingar fyrir framtíðarbú- setu í landinu ef stjórnvöld gripu ekki til aðgerða til úrbóta. Höfuðborgarsvæðið eflt á kostnað landsbyggðarinnar „Þvert gegn því sem stjórnvöld halda fram þá hefur byggðastefna sú, sem hér hefir verið rekin á und- anförnum árum, fyrst og fremst miðast við það að efla höfuðborgar- svæðið á kostnað landsbyggðarinn- ar. Smæð íslenska þjóðfélagsins, fámennisstjórnun og persónuleg fyr- irgreiðsla gerir það að verkum að starfsemi íslenska stjórnkerfísins sem staðsett er í Reykjavík miðar fyrst og fremst að því að þjóna íbú- um höfuðborgarsvæðisins en ekki íbúum alls landsins. Stjórnvöld hafa enda að mestu látið hjá líða að nota þá valkosti sem fyrir hendi eru til þess að ná jafnvægi í búsetuþróun í landinu. Mikilvægt er að þeir sem trúa á framtíðarbúsetu á landsbyggðinni geri sér grein fyrir þessu og taki málin í eigin hendur. Vestfírðingar verða að spyija sig grundvallar- spurninga sem snerta framtíð byggðar á Vestíjörðum s.s. hvernig þeir ætla að tryggja greiðan aðgang að góðri og metnaðarfullri háskóla- menntun til að byggja upp þróttmik- ið og fjölbreytt atvinnulíf á svæðinu og hvernig þeir ætla að nýta tölvu- og upplýsingatækni í svipuðum til- gangi. Að mínum dómi eru þessar spumingar miklu mikilvægari en sí- fellt jag um kvóta og fiskveiðistjórn- un sem virðast vera ær og kýr brott- fluttra stjórnmálamanna frá Vest- fjörðum." Pjarskiptatækni í lykilhlutverki Rektor sagði íslendinga lifa á tím- um harðnandi alþjóðlegrar sam- keppni, m.a. á sviði menntunar. í þessari samkeppni gegndi ijar- skiptatækni lykilhlutverki. „Fjar- kennsla milli háskólanna mun efla háskólamenntun í landinu og gera hana fjölbreyttari. Fjarkennsla er ekki aðeins möguleg milli háskól- anna hér á landi heldur má hugsa sér að háskólarnir tengist mennta- setrum eða þróunarsetrum, t.d. á Austurlandi og Vestíjörðum með þessum búnaði. Samhliða því að menntastofnanir innanlands tengist í íjarkennslunet munu þær einnig tengjast erlendum menntastofnun- um til eflingar menntunar og rann- sókna hér í landi.“ Þorsteinn hvatti Vestfirðinga og aðra landsbyggðarmenn til þess að kynna sér uppbyggingarstarf sem nú á sér stað á Suðureyjum í Skot- landi, en þar hefur mönnum með markvissum aðgerðum tekist að hamla gegn fólksflótta frá eyjunum. Á árunum 1989-1992 var lagður ljósleiðari og háhraðanet sem nær til 75% íbúa á eyjunum, en samhliða var sett fram áætlun um sköpun atvinnutækifæra sem nýtti þessa háþróuðu samskiptatækni. Alls hef- ur átakið skilað 175-200 störfum í upplýsingatækni ti! eyjanna og hefur því aukið möguleika ungra mennt- aðra eyjarskeggja til að snúa til baka í heimabyggðina. Háskólinn á Akureyri reiðubúinn til samstarfs „Landsbyggðarfólk hefur iítið gagn af þeim 14 erlendu sjónvarps- rásum sem ljósleiðari Pósts og síma ætlar að flytja til okkar. Ljósleiðar- inn er hins vegar eitt mikilvægasta atvinnutækifæri sem landsbyggðar- fólk hefur fengið á síðustu árum. En þá þarf líka að nota hann mark- visst sem atvinnutækifæri en ekki sem tæki eingöngu til afþreyingar,“ sagði Þorsteinn. Hann kvað háskólann á Akureyri reiðubúinn að vinna með Vestfirð- ingum að öflun þeirrar sérfræði- þekkingar og reynslu sem nauðsyn- leg er til uppbyggingar háskóla- starfs og upplýsingatækni í þágu atvinnulífsins á Vestfjörðum. „Ef okkur tekst að ná valdi á þessari þekkingu og tækni og laga hana að þeim veruleika sem við er að glíma, er ég bjartsýnn á framtíð blómlegs mannlífs og fjölbreytts at- vinnulífs á Vestfjörðum. Ég vil þó að lokum minna á að alls staðar á öllum tímum er það frumkvæði og forsjálni heimamanna sem ræður úrslitum um framtíð byggðanna," sagði Þorsteinn Gunnarsson í lok erindis síns. Dvalarheimilið Sólvellir 10 ára Eyrarbakka - Laugardaginn 1. nóvember verða liðin 10 ár síðan fyrstu heimilismenn fluttu inn á dvalarheimilið Sólvelli á Eyrar- bakka. Haustið 1995 voru stofnuð sam- tök áhugamanna um dvalarheimili á Eyrarbakka. Stofnfundurinn var fjölsóttur og einhugur meðal fundar- manna. Samtökin höfðu þá þegar augastað á fyrrverandi læknisbú- stað, húsinu Sólvöllum, fyrir starf- semina. Snemma næsta árs var gef- in heimild til að nýta húsið fyrir þessa starfsemi. Þá þegar hófust menn handa um breytingar og lag- færingar á húsinu og var stefnt að því að vistherbergi yrðu fyrir 11 vist- menn. Við uppbygginguna lögðu fjöl- margir fram vinnu sína og veruiega ijármuni. Þar voru að verki einstakl- ingar, fyrirtæki og stofnanir á Eyr- arbakka. Mest munaði um að Eyrar- bakkahreppur gaf samtökunum hús- ið og Eyþór Guðjónsson frá Skúm- stöðum á Eyrarbakka arfleiddi sam- tökin að eignum sínum. Kvenfélag Eyrarbakka og bræðurnir Jóhann og Bjarni Jóhannssynir í Fiskiveri sf. studdu framtakið með rausnar- legum gjöfum og er þá ótalinn ijöldi annarra er lögðu málinu lið. Húsrými aukið með viðbyggingu Fyrstu heimilismennimir fluttu inn 1. nóvember 1987. Fljótlega kom í ljós að hér var um að ræða of litla rekstrareiningu og var því ráðist í það að auka húsrýmið með myndar- legri viðbyggingu árið 1990. Við- byggingin var síðan tekin í notkun 1. maí 1993. í henni er gott eldhús, borðstofa og flmm vistherbergi. Dvalarheimilið er ekki stærra en svo, að allar heimilisaðstæður líkjast því sem var á stórum heimilum fyrr á tíð, ekki neinn stofnanabragur en hlýlegur heimilisbragur ríkjandi. Vistmenn eru nú 17 og koma víða að úr héraðinu. í rekstrarstjóm hafa frá upphafi verið Ási Markús Þórðarson formað- ur og meðstjórnendur Jóhann Jó- hannsson og Inga Lára Baldvins- dóttir. í tilefni afmælisins verður opið hús á Sólvöllum laugardaginn 1. nóvember og sunnudaginn 2. nóv- ember frá klukkan 14 til 17. HÓPUR franskra og íslenskra nemenda ásamt kennurum og fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi. í baksýn má sjá Ölfusárbrú en Frakkarnir voru hrifnir af bæjarstæðinu á Selfossi. 30 franskir nem- endur í heimsókn Selfossi - Nemendur o§ kennarar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa síðan 1997 verið í nemendaskiptum við menntaskóla í St. Nazaire í Frakklandi. Hinn 18. október komu 26 nemendur ásamt 4 kenn- urum frá St. Nazaire til dvalar á Suðurlandi í hálfan mánuð. Nemendurnir dvelja inni á heimilum nem- enda víðs vegar um Suðurland og á vori komanda er áætlað að íslenskir nemendur, sem nú hýsa þá frönsku, muni halda utan og dvelja þar í hálfan mánuð. Nemendurnir vinna að sameiginlegum verkefnum um jarðfræði Islands, víkinga, Jules Vernes og sögu hans um leyndardóma Snæfellsjökuls. Einnig læra þeir um frönsku sjómennina sem sigldu á íslandsmið. Morgunblaðið/Sig. Fannar FULLTRÚI franska skólans þiggur gjafir frá fulltrúa Selfossbæjar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.