Morgunblaðið - 01.11.1997, Side 40
40 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
+
Ástkær eiginkona mín,
HANNA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Ásfelli,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
29. október.
Ágúst Hjálmarsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR INGI JÓNSSON
prentari
frá Múla,
Vestmannaeyjum,
til heimilis í Fannborg 1,
Kópavogi,
er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Heiður Aðalsteinsdóttir,
Ólafía Kristín Sigurðardóttir,
Vilborg Sigurðardóttir,
Kjartan Leifur Sigurðsson,
Ólafur Kristinn Sigurðsson,
Hlöðver Sigurðsson,
Valdimar Sigurðsson,
Sigríður Sigurðardóttir,
Jón Snorri Sigurðsson.
t
Móðir okkar,
MARÍA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Þverfelli,
Dalasýslu,
síðast til heimilis
á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
lést mánudaginn 20. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar.
HALLVARÐUR
GUÐNI
KRISTJÁNSSON
+ Hallvarður Kristjánsson
fæddist á Þingvöllum í
Helgafellssveit 18. september
1928. Hann lést á sjúkrahúsinu
í Stykkishólmi 14. október síð-
astliðinn og fór útför hans fram
frá Stykkishólmskirkju 21.
október.
Þegar slétturnar anga
af nýslegnu heyi
í lopkvöldsins friði
að liðnum degi,
þá er þöpin djásnið
og dýrasta gjöfin
og svæfir sorgina
í höfin.
Og hið daglanga sumar
er dulmálum þrungið,
þó ekkert sé talað
og ekkert sungið.
- Engin orð eru töluð,
sem töfrunum grandi,
þar sem vinimir mætast
í vorsins landi.
(Guðm. Böðvarsson)
Með þessum orðum viljum við
kveðja kæran vin og samferða-
mann. Elsku Silla, við vottum þér
og fjölskyldu þinni okkar dýpstu
samúð.
Sigrún, Hafsteinn
og Hafrún Brá.
ELÍN KARÍTAS
THORARENSEN
+ Elín Karítas
Thorarensen
fæddist í Reykjavík
hinn 27. júní 1934.
Hún lést á Land-
spítalanum 30.
september 1994 og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 12. október
1994.
Ég man þig elsku frænka mín
hvað yndisleg þú varst
og umvafðir mig kærleiksríku
geði.
Er sorgin nísti hjarta mitt, þú
byrðar með
mér barst,
og breyttir minni hjartasorg í
gleði.
Og daglega þú reyndir að
draga úr minni sorg
og dvaldir sem klettur mér við
hlið.
Þú leiddir mig sem vinur um
lífsins fögru borg
og lést finna traust hjá þér og
frið.
Ég lofa Guð af hjarta fyrir ljúf-
an tíma þann
sem lifðum báðar hér í þessum
heimi.
Svo fel þig honum sem helga
og launa kann
í himni sínum blessi þig og geymi.
(K.J.)
Jakobína Thorarensen.
Heiðar Gumundsson,
Selma Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Sigurður Guðmundsson
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og bróður,
ANDRÉSAR SIGURÐAR
SIGURJÓNSSONAR,
Aðalstræti 19,
Þingeyri.
Kristrún Klara Andrésdóttir, Völundur Þorbjörnsson,
Guðrún Björg Andrésdóttir, Páll Sævar Sveinsson,
Ásta Kristín Andrésdóttir,
Guðmundur Páll Andrésson,
Sigrún Berglind Andrésdóttir,
Sigurjón Hákon Andrésson,
Sólveig Sigurjónsdóttir,
Ólafía Sigurjónsdóttir,
Eifnborg G. Sigurjónsdóttir
og fjölskyldur.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG HELGADÓTTIR,
Fornhaga 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn
3. nóvember kl. 13.30.
Jóhann Sæmundsson,
Elisabet Jóhannsdóttir, Sigtryggur Bragason,
Sigrún Jóhannsdóttir, Sigurður Stefánsson,
Sæmundur Jóhannsson,
Halldóra Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR
GUÐMUNDSDÓTTUR,
Brautarholti 1,
Ólafsvík.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum er sýndu
okkur hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður
okkar, afa, sonar, bróður og tengdasonar,
SKAPTA GÍSLASONAR,
Stekkjakinn 17,
Hafnarfirði.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
G. Kolbrún Sigurðardóttir,
Erla María Skaptadóttir,
Sólrún Linda Skaptadóttir,
Koibrún Karen Sigurðardóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir,
systkini og tengdaforeldrar.
Sigurdór Steinar Eggertsson,
Guðmundur Ágúst Sigurdórsson, Sigurlaug Jensey Skúladóttir,
Arngrfmur Ómar Sigurdórsson, Unnur Högnadóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hluttekningu
við andlát og útför bróður okkar,
ÞORSTEINS JÓNSSONAR
Hátúni 6.
Fyrir hönd allra skyldmenna.
Sveinn Jónsson
Margrét Hansen.
Kær frændi og vinur, Hallvarður
G. Kristjánsson, er látinn eftir
langa og erfiða baráttu við krabba-
mein, og því skilja leiðir um sinn.
Á tímamótum sem þessum renna
minningamar í gegnum huga okk-
ar bræðra. Margar ljúfar samveru-
stundir í leik og starfi með þér.
Það var alltaf gott að vera með
þér hvort heldur var í daglegu
starfi við bústörfin eða í leik eins
og þú vildir kalla það, þegar farið
var fram í eyjar í lunda eða að
leggja haukalóð fyrir lúðu framan
við tangana. Hvoru tveggja var
þetta uppbyggjandi fyrir okkur þá
unga drengi, því engan hefðum við
fengið með okkur lagtækari eða
ljúfari til að sýna okkur hvernig
bera átti sig til við verkin. Sama
má segja um bústörfin, þar sem
við fengum báðir mjög ungir að
vera með þér í því brauðstriti, aldr-
ei hnaut frá þér ónotaorð sama
hvert axarskaftið við gerðum,
heldur sýnt hvernig betur mætti
fara. Þessar stundir munum við
geyma hvað best með minningunni
um þig. Þetta þökkum við af heil-
um hug.
Hallvarður Guðni eða Halli á
Þingvöllum, eins og flestir þekktu
hann bjó á Þingvöllum í Helgafells-
sveit lengst af sinni ævi, með við-
komu í Grundarfirði fyrstu búskap-
arárin, en þar bjó hann um tíma
með konu sinni Sigurlínu Gunnars-
dóttur frá Eyði í Eyrarsveit. í
Grundarfirði stundaði hann sjó-
mennsku og önnur störf, t.d. á
vetrarvertíðum og síldveiðum, en
um síldveiðarnar átti hann
skemmtilegar minningar en þær
heilluðu hann mjög. Hallvarður og
Sigurlín flytjast að Þingvöllum
vorið 1958 og hefja búskap þar á
móti foreldrum hans, Kristjáni og
Maríu, en síðar tóku þau við bús-
forráðum. Á Þingvöllum héldu þau
áfram þeim myndarlega búskap
sem fyrir var og byggðu áfram
upp. Allt var þetta með þeim mynd-
arbrag að eftir var tekið, t.d. fékk
Þingvallabúið viðurkenningu
bændasamtakanna fyrir snyrti-
mennsku. Það hefur alltaf verið
ljúft að koma í heimsókn að Þing-
völlum og alltaf mjög gestkvæmt,
þar hefur ekki hvað síst átt stóran
þátt hlutur Sigurlínar. Hallvarði
voru falin ýmis skyldustörf fyrir
sína sveit, svo sem sýslunefndar-
störf og mörg fleiri trúnaðarstörf
enda maðurinn hreinskiptinn og
orðheldinn. Það var ekki háttur
Hallvarðs að vera að láta skreyta
sig rósum en stutt og fátækleg orð
að kveðjulokum eru síst um of.
Við frændfólkið í Grundarfirði
kveðjum kæran frænda, mág og
bróður, og biðjum góðan Guð að
gefa fjölskyldu hans styrk, og vott-
um aðstandendum hans dýpstu
samúð.
Runólfur og Unnsteinn.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Mikil áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinamar í
símbréfi (5691115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) —
vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali eru nefndar
DOS-textaskrár. Þá eru rit-
vinnslukerfin Word og Word-
Perfect einnig nokkuð auð-
veld úrvinnslu.