Morgunblaðið - 01.11.1997, Side 43

Morgunblaðið - 01.11.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 1.NÓVEMBER 1997 43 MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR + Margrét hannesdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 26. maí 1907 og ólst upp í Skáleyjum. Hún lézt á sjúkrahúsi Hvammstanga að kvöldi 20. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhannes Jónsson, bóndi í Skáleyjum, f. 2. ágúst 1864, d. 22. maí 1918, og kona hans María Gísladóttir, f. 23. júní 1868, d. 9. ágúst 1959. Systkini Margrétar sem upp komust voru: Guðmundur, f. 1894, Andrés J. Straumland, f. 1895, Steinunn, f.1899, Gísli Einar, f. 1901, Jón Kristinn, f. 1903, Krístín, f. 1906, og Ing- veldur f. 1908, og er ein systkin- anna á lífi. Fóstursystkin voru Sveinbjörn Daníelsson sem er látinn, og Þóra Marta Þórðar- dóttir. Eiginmaður Margrétar var Björn Jónsson, kennari, f. 30. nóvember 1899, d. 22. marz 1963. Þau gengu í hjónaband 25. ágúst 1928, bjuggu fyrstu árin á Hvammstanga, en reistu nýbýlið Lyngholt á Hvamms- tanga 1934, og bjuggu þar síðan. Dætur Margrétar og Björns eru: 1) Ragnheiður, f. 29. októ- ber 1929, gift Hannesi G. Jóns- syni. Dætur þeirra eru: Mar- grét Birna, f. 1952, gift Sigurði Jóns- syni, börn þeirra eru: Björn Oðinn, Eyrún og Stella Rögn. Guðný, f. 1955, gift Baldri Gylfasyni, börn þeirra eru: Hannes Þór, Elín Ósk og María, og Herdís, f. 1958, fyrrv. sambýl- ismaður er Yngvi Örn Stefánsson, börn þeirra eru: Ragnheiður Hlíf og Atli Már. 2) María, f. 27. ágúst 1939, gift Hauki Hímnessyni, dóttir þeirra er Gréta f. 1976. Börn Hauks af fyrra hjónabandi eru Sólveig, f. 1962, gift Alfreð F. Hjaltalín, börn þeirra eru Haukur Páll, Aron Logi, Sandra María og Kári Dagur, og Helgi, f. 1964. Fóstursonur Margrétar og Björns er Sævar J. Straumland, f. 20.júní 1945, kvæntur Ingu Láru Hansdóttur. Synir þeirra eru: Hans Orri, f. 1980, og Sævar Ingi, f. 1982. Fyrri kona Sævars er Harpa Guðmunds- dóttir, börn hennar og Sævars eru Guðbjörg , f. 1964, gift Guðlaugi Magga Einarssyni, dætur þeirra eru Harpa og Hera, og Björn Grétar, f. 1970. Mai-grét var afasystir Sævars. Utför Margrétar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Heima er hægt að þreyja, hvíld þar sál mín fær; Þar mun þægt að deyja þýðum vinum nær. Ljúft er þar að ljúka lífsins sæld og þraut við hið milda, mjúka móðuijarðar skaut. (Steingrimur Thorsleinsson.) Hún amma er dáin. Söknuðurinn er mikill en við vitum að amma er glöð. Hún var búin að lifa sínu lífi og var tilbúin að fara á fund afa sem hún var svo viss um að biði hennar. Samt var hún ánægð með lífið og þakkaði Guði hvern dag sem hún naut þokkalegrar heilsu. Alltaf fann hún sér eitthvað nýtt til dund- urs þegar annað var farið að reyn- ast of erfitt, það er í raun alveg merkilegt hvað hún var fijó í hugs- un og til í að prófa eitthvað nýtt alveg fram á síðasta dag. Amma var skynsöm kona með hjarta úr gulli og stóra sál sem lét sér annt um allt sem lifði, hvort sem var menn, dýr eða blóm. Hún var þeim fágæta kosti búin að þrátt fyrir háan aldur hélt hún baminu í sjálfri sér til hinstu stundar. Það er mikill vandi að skrifa minn- ingargrein um hana ömmu okkar, því komumst við að systumar þegar við settumst við skriftir. Henni verð- ur ekki lýst með fátæklegum orðum. Minningamar hrannast upp, allt það sem hún kenndi okkur og allt sem hún gerði fyrir okkur. Því finnst okkur systmm síðasta erindi í ljóði sem Jón bróðir hennar orti til mömmu sinnar eiga vel við. Og eigi ég mamma það eitthvað til sem eðalbjart leynist í fari mínu ég veit það er kveikt við þinn arinyl er ósvikinn neisti frá hjarta þinu. (Jón Jóhannesson frá Skáleyjum.) Við þökkum Guði fyrir yndislega ömmu og biðjum hann að gæta hennar á nýjum slóðum. Margrét, Guðný og Herdís Hannesdætur. Föðursystir mín, Margrét Jó- hannesdóttir frá Skáleyjum, er látin í hárri elli, níræð að aldri og södd lífdaga að eigin sögn. Það er því varla hægt að tala um sorg, en mikill söknuður fylgir því að kveðja þessa mætu konu, Möggu frænku. Það var það heiti sem við systkinin og önnur systkinabörn hennar gáf- um henni og enginn annar hefur borið af nánustu skyldmennum. Á hennar heimaslóðum í Húna- vatnssýslu hét hún Margrét í Lyng- holti. Þar var hennar getið með sömu hlýju og virðingu og hjá ætt- ingjum og vinum við Breiðafjörð. Það sem gerist í dag, verður minn- ing á morgun. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Ég held ég geti sagt fyrir hönd okkar systkina sem átt- um góða bernsku í Skáleyjum fyrir og um miðja öldina, að minningarn- ar um föðursystkini okkar eru alveg sérstakar. Þau voru ljúf og góð og umfram allt svo skemmtileg. Þessu kynntumst við börnin svo vel þar sem María amma var á heimilinu. Hún hafði snemma orðið ekkja og hélt alla tíð miklu sam- bandi við brottflutt börnin sín, bæði í sendibréfum og heimsóknum þeirra. Við eignuðumst hlutdeild í þessu öllu með henni. Nú er Ing- veldur ein eftir, hefur mátt sjá á eftir öllum systkinum sínum og flestum tengdasystkinum. Þær systur höfðu mikið samband til hinstu stundar, töluðu saman í síma þótt þær gætu ekki hist oft. Fyrsta minningin um Möggu frænku var úr sendibréfunum til ömmu. Það var langt á milli Hvammstanga og Skáleyja í þá daga. En svo kom hún í heimsókn, þegar amma varð sjö- tug, með Bimi, manni sínum, og eldri dótturinni. Þetta var mikill sólskinsdagur á jónsmessu 1938. Það var þá sem „Ástaróður til Ská- leyja“ var ortur og nú er sem þjóð- söngur Skáleyinga á góðum stund- um. Þá var vakað og sungið í nótt- leysunni og ekkert kynslóðabil. Myndir voru teknar þessa nótt af ömmu með bömin sín öll og af- komendur. Þar eru Magga og Björn svo hamingjusöm í hópnum, þannig eru þau á öllum myndunum, - ljóm- ar af þeim. Seinna urðu samfundir við þessa góðu frænku fleiri. Við hjónin komum oft við í Lyngholti á seinni árum og þó að frænka væri misjafnlega hress í einsemd ellinn- ar, var alltaf stutt í hlýju glettnina sem einkenndi þessi systkini. Hún kom einnig til okkar og ég minnist með sérstakri ánægju dagstundar hér heima fyrir fáum árum með þeim systrum og öðrum ættingjum. Hún var lítið fyrir að slóra hér syðra, hugurinn leitaði ákaft norð- ur, þar vildi hún vera og þar fékk hún að deyja. Fram á síðustu ár fengu nánustu ættingjar árviss jóla- kort, sem hún gerði sjálf og skreytti með þurrkuðum blómum úr Lyng- holtinu sínu og skrifaði með eigin hendi, þó aldurinn væri orðinn hár, - þau verða ekki fleiri. Mér þykir miður að geta ekki fylgt Margéti frænku til grafar, en við hjónin sendum dætrum hennar, fóstursyni og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Ég vil enda þessar línur með breiðfírsku bænaversi Herdísar Andrésdóttur: Lækkar lífdaga sól, löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá sem að lögðu mér lið, ljósið kveiktu mér hjá. Guð blessi góða frænku. María S. Gísladóttir. Hún „langa“ okkar er farin til nýrra heimkynna. Loksins fékk hún að fara á óskastaðinn sinn. Frá því við munum eftir okkur hefur hún talað vel um dauðann og við vitum að guð tekur vel á móti henni. Hún hafði undirbúið sig vel og sagði að hún skildi ekkert í skaparanum að láta sig lifa svona lengi. Núna er skrítið til þess að hugsa að þegar við komum næst í Lyng- holt verður hún ekki þar. Við byij- um að hugsa til stundanna sem við eyddum í kotinu hjá henni, hvað það var gaman að fara í sveitina og hjálpa til við búið og í garðinum. Við vorum alltaf með í maganum af spenningi á leiðinni til hennar. Hún tók svo vel á móti okkur bæði með faðmlagi og hlýju. Langamma var mjög vitur og gat sagt okkur margt um fuglana og gróðurinn. Hún elskaði fugla og var mjög ánægð þegar hreiður fannst inni á landinu hennar, því þá vissi hún að fuglarnir kæmu aftur í Lyngholt. Langamma var mikil handa- vinnukona og flestar gjafir frá henni hafði hún búið til sjálf. Við gleymum aldrei mottunum sem hún heklaði í massavís úr mjólkurpokr um, eða lömpunum sem hún bjó til úr plastbrúsum, grjóti, skeljum og öðrum hlutum. Okkur krökkunum fannst mjög gaman að fá að föndra með henni, hún kenndi okkur að búa til sokkablóm, perla mottur og margt fleira. Langamma kunni ógrynni af kvæðum og ljóðum og gerði mikið af því að fara með þau fyrir okkur, einnig sagði hún okkur skemmtileg- ar sögur og við fengum aldrei leið á því að hlusta á hana segja frá. Eitt af hennar uppáhaldsljóðum var ljóðið um burnirótina og við viljum fá að kveðja hana með þessum tveim síðustu erindum úr kvæðinu. Þá krýpur hljótt við hennar fót frá himnum engill smár. Hann losar hægt um hennar rót. Þá hýma fölvar brár. „Ó, berðu mig til blómanna í birtu og yl!“ Á svanavængjum sveif hann burt á sólarbjarta leið. Við bijóst hans lá hin bleika jurt og bætt var sérhver neyð. Þau bámst upp til blómanna í birtu og yl. (Páll J. Árdal.) Hannes Þór, Elín Ósk og María. „Hinir vonglöðu sögðu, kærleikur guðs, sem vakir yfir oss, á sér eng- in takmörk.“ (Jóh. Straumland.) Ekki veit ég hvort faðir minn hefir haft í huga hve lánsamur ég var að eignast frænku mína að fóst- urmóður, mannkostakonuna Mar- gréti Jóhannesdóttur afasystur mína, þegar hann orðaði þetta upp- haf kvæðis síns „Hinir vonglöðu sögðu“. Hitt veit ég, að hún mamma mín, sem andaðist 20. okt. sl. var mér svo holl og hugljúf móðir, að mér hefir ekkert lán hlotnast í jöfnu gildi við uppfóstur hennar. Það vil ég þakka svo sem ég get í fáeinum minningarorðum. Þó er mér orða vant að tjá þá miklu þökk, sem mér er sífellt í sinni fyrir alla liðnu dagana og árin þá hálfu öld hér um bil, sem liðin er frá því að ég á óvitaaldri kom til hennar og Björns fósturföður míns að Lyng- holti, litla, fallega bæjarins undir brekkunum norðan Hvammanna á Vatnsnesi. Það var svo fallegur heimilisheimur fyrir mig, litla drenginn, að kynnast og vaxa upp í skólastjórabústaðnum Lyngholti, fyrir utan og ofan Hvammstanga. Hún mamma mín brá svo falleg- um blæ á allt sem hún kom ná- lægt. Blóm og steinar, útsaumuð listaverk og látlaus heimilishreinleiki er minningaarfur minn og systra minna Ragnheiðar og Maríu, stað- sett af mömmu og raðað svo list- rænt að fallegt var á að líta. Ég var strax eftir að ég kom til þeirra svo feginn að finna öiyggið í umsjá hennar að ég mátti naumast af henni sjá fyrstu árin. Og svo varð hún mér eins og tvígild persóna í forsjá. Það var af því, að fósturfaðir minn, sómamaðurinn og fyrirmyndar skólastjórinn, Bjöm Jónsson var svo upptekinn oft og mörgum sinnum af trúnaðarstörfum af ýmsu tagi. Hann andaðist líka fyrir svo löngu, hann Bjöm fóstri minn, 22. mars 1963. En ég er ekki í neinum vafa um, að gæfu mína í uppvexti á ég að þakka hjartahlýju þeirra beggja og þeim samhug sem hjá þeim ríkti. Eins minnist ég líka hve staðföst þau vom og samtaka að heiðra holl- ar dyggðir. Þau vom sem einn mað- ur í hjálpsemi, í hollráðum fyrir ungan dreng, í fyrirmyndinni í gest- risni þeirra, í áreiðanleika þeirra í störfum og þátttöku í félagslífi, hve þau vom sannorð, stundvís og hátt- prúð á allan hátt. Það er svo margt annað sem kemur mér nú í hug og ég þakka að: „Kærleikur guðs, sem vakir yfir oss, á 'sér engin tak- mörk,“ (Jóh. Straumland) og fékk farveg í allri umönnun hennar mömmu, í bréfum hennar, í bless- unaróskum hennar, í hlýju hugsun- um hennar í garð bama minna, bamabarna hennar, í hug hennar og fyrirbæn, já, í öllu sem streymdi frá henni í orði og gjörðum á svo fallegan hátt að öllu leyti. í kvæðinu hans föður míns, sem var bróðurson- ur hennar, segir líka: „Hinir vong- löðu sögðu kærleikur guðs sem á sér engin takmörk vakir yfir þér“. Og síðast segir í kvæðinu: „Þar er einn stóll auður". í huga mínum er það sætið henn- ar mömmu frá andlátsdegi hennar. Það er nú autt. Enginn situr lengur í húsmóðursætinu í Lyngholti eins og áður meðan hennar naut við. Aðrar koma þar og sitja með sóma en engin eins. En ég verð alltaf vonglaður vegna hennar og áhrifa frá henni. Við hjónin, Inga og ég, óskum, að kærleikur guðs sem á sér engin takmörk vaki yfír mömmu og pabba og annist þau og alla þeirra eins og líka yfir systrum mínum og þeirra fólki öllu. Þökk sé þér fyrir allt hollráða, mamma mín, sem áttir svo fallega ævi og mér hugleikna. Sævar J. Straumland. Ég heimsótti Margréti á sjúkra- húsið á Hvammstanga nokkrum dögun áður en hún lést. Hún var nokkuð hress og eins og að vanda talaði hún í léttum tón. Hún sagði þó að hún væri að deyja en það yrði kannske ekki í dag en einhvern næstu daga. Hún virtist vera alger- lega óttalaus við að skilja við lífið hér á jörðu og mæta því sem við tæki. Hún þakkaði mér fyrir að líta inn og bað mig fyrir góðar kveðjur til fjölskyldu minnar. Brosandi var hún þegar ég kvaddi hana. Það eru nær sjötíu ár síðan ég kynntist Margréti. Maður hennar, Bjöm Jónsson skólastjóri, var þá barna- kennari í byggðarlaginu. Skólahús- næði var ekki fyrir hendi og var því eingöngu um farkennslu að ræða fengist aðstaða á einhveijum bænum í sveitinni. Heima var í það ráðist að taka að sér farskólann þótt húsakynni væru lítil. Bærinn var torfbær. íbúðarhúsnæðið var þriggja staf- gólfa baðstofa. Rúm voru beggja megin sex að tölu og sváfu tveir í flestum þeirra. Frammi var skáli ca. 12 fermetrar. Hann var skóla- stofan og jafnframt svefnherbergi kennarahjónanna. Börnin lásu lex- íumar í baðstofunni og þá öll upp- hátt en það var talið að þá trufluðu þau hvert annað minnst. Þetta vom aðstæðurnar sem Björn og Margrét fengu. En þau kvörtuðu ekki. Áhugi hans var að ná sem bestum árangri á þeim 8-10 vikum sem skólinn stóð og Margrét hjálpaði til við heimilisstörfín. Alla tíð frá fyrstu kynnum mynd- aðist vinátta á milli fólksins heima og Margrétar og Bjöms. Sú vinátta var traust og fölskvalaus og aldrei féll skuggi þar á. Bjöm var einnig kennari á Hvammstanga og síðar skólastjóri þar. Þau hjónin byggðu býlið Lyngholt utan og ofan við byggðakjamann. Þar var ræktað og prýtt og komið upp smábúskap. Vel var um allan kvikfénað hugsað og eftir að Bjöm lést árið 1963 dvaldi Margrét áfram í Lyngholti á meðan kraftar entust en þá flutti hún á ellideild Sjúkrahúss Hvammstanga. Hjónin eignuðust tvær dætur sem fengu gott og ástríkt uppeldi og það jók á gleðina þegar þær komu með sínar fjölskyldur. Hjónin voru mjög bamgóð og það bjó ríkt í þeim að hlúa að nýju lífí og leggja hönd að því að það fengi að dafna og þroskast. Og þau sáu lífið all- staðar í kringum sig, í gróðrinum, í fuglum og skepnum en fyrst og fremst í mannfólkinu. Og börn voru þeim til yndisauka. Þannig skynj- uðu þau lífsstrenginn af djúpri virð- ingu, ást og trú. Það er erfítt að lýsa öðm þeirra hjóna án hins því svo samhent voru þau og lík á margan hátt. Það var eins og þeim hefði tekist að rækta saman eina stórbrotna sál þar sem hið góða og sanna, velvilji og kær- leikur skipuðu æðsta sessinn. Þau voru bæði heilsteypt og traust. Töluðu vel um fólk. Voru vönd að virðingu sinni. Tóku með afbrigðum hlýlega og vel á móti gestum, enda leið manni vel að koma til þeirra. Bæði voru hjónin hagmælt og meitl- uðu orð í fögur ljóð og vísur við ýmis tækifæri. Það kemur alltaf það góða upp í hugann þegar þeirra ágætu hjóna er minnst. Slíkt fólk bætir umhverfi sitt og gerir sam- ferðafólkið að betra fólki. Við sem þekktum Margréti þökkum henni góða samleið, vináttu og tryggð og biðjum henni blessunar guðs á nýj- um vegum. Hún kvaddi þennan heim í vissu um annað og fullkomn- ara tilverustig þar sem biði ný ganga með áður förnum ástvinum. Blessuð sé minning hennar. Að- standendum flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. w m % UPPLÝSINGAR I SIMUM | 562 7575 & 5050 925 I HöTEL LOFTLEIÐIR. 8K l’c ELANDAIR HOTILS Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.