Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
FRÉTTIR
HJALTI
PÁLSSON
Það var sumarið
1947, þá er ég var við
nám og vinnu í
Chicago, að síminn
hringdi. Á hinum
endanum kynnti sig
Hjalti Pálsson, sonur
Páls Zophoníassonar,
búnaðarmálastjóra og
alþingismanns. Mér
var faðirinn kunnugur
sem virkur þáttur í ís-
lensku þjóðfélagi, en
til sonarins þekkti ég
ekki. Hjalti stakk upp
á því að við mæltum
okkur mót á „Yacht
Club“ á Edgewater Beach-hótelinu
við strönd Michigan-vatnsins. Var
strax auðsætt að Hjalti vissi hvem-
ig hann ætti að þreifa fyrir sér í
stórborginni. Við mættum á tilskild-
um stað og ræddum saman um
heima og geima. Var það upphaf
vináttu sem hefur haldist og eflst
gegnum árin, enda þótt miklar fjar-
lægðir skildu okkur oftast að.
Frá mínu sjónarhomi var grund-
völlurinn sá, að við fyrstu kynni var
auðsætt að maðurinn var skarpur
og þægilegur í umgengni. Hann
kom skoðunum sínum vöflulaust á
framfæri, oft með hressandi kímni
- og þá það sem líklega skipti
mestu máli. Hann vakti strax hjá
mér þá tilfinningu að þessum manni
væri hægt að treysta. Síðar, þegar
kynni okkar urðu nánari, kom það
í ljós að Hjalti var stórhuga, áræð-
inn og fylginn sér í öllum þeim
verkum sem hann tekur sér fyrir
hendur. Hann er í eðli sínu leiðtogi
- ekki aðeins til að sýna leiðina,
heldur til að vera sjálfur í öldurót-
inu og traustið sem hann vakti strax
hefur reynst bjargfast.
Svo rættist úr að
Hjalti og ég héldum
samtímis til íslands,
eftir Ameríkudvöl okk-
ar, í árslok 1947. Við
hófum þá báðir starf
hjá Sambandi íslenskra
samvinnufélaga. Hjalti
hafði numið landbún-
aðarverkfræði við há-
skóla í Norður-Dakóta
og Iowa. Hann tók við
landbúnaðardeild Sam-
bandsins og lét strax
hendur standa fram úr
ermum. Ég minnist
þess sérstaklega
hversu vel honum tókst að vinna
sér traust bænda um land allt -
held að hann hafi þekkt hvern ein-
asta bónda á landinu persónulega
og var lítil hætta á að nöfn brengl-
uðust. Þegar losað var um leyfi til
innflutnings á dráttarvélum árið
1949 tókst Hjalta að koma Fergu-
son dráttarvélum á flesta bóndabæi
á landinu þrátt fyrir harða sam-
keppni. Hjalti varð þannig þáttur í
stærsta stökkinu sem tekið hefur
verið í vélvæðingu landbúnaðarins
á íslandi. Á starfsferli sínum hjá
Sambandinu, sem spannaði yfir
flóra áratugi, var Hjalta síðar falið
ábyrgðarmikið starf sem fram-
kvæmdastjóri innflutningsdeildar
Sambandsins. Þar stóð hann fyrir
umfangsmiklum framkvæmdum
sem hann sinnti með sinni eðlilegu
skerpu og dugnaði - ætíð með það
fyrir augum að veita landsmönnum
hagkvæma og gagngóða þjónustu.
Eins og gengur þegar staðið er í
stórræðum blæs stundum á móti og
Hjalti fór ekki varhluta af því frekar
en aðrir. Rakst jafnvel á skugga
lögvaldsins á íslandi. En eins og ég
FQAM
E U ROBATEX*
PÍPU-
EINANCRUN
í sjálflímandi rúllum,
piötum og hólkum.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640
i-"i."
Alfa Romeo frumsýndur
þekki manninn kom það mér nokkuð
einkennilega fyrir sjónir.
Margir eru þeir vinir og við-
skiptakunningjar sem hafa verið
gestir á hinu stórglæsilega og þægi-
lega heimili sem Hjalti og hin frá-
bæra kona hans, Ingigerður Karls-
dóttir, hafa byggt sér á Ægisíðu
74 í Reykjavík. Þar hefur ætíð ver-
ið gott að koma. Ekki aðeins til að
njóta þeirrar gestrisni og rausnar
sem hjónin hafa ætíð boðið upp á,
heldur jafnvel fremur til að taka
þátt í þeirri gleði sem Hjalta og
Ingu hefur ætíð tekist að vekja hjá
gestunum, hvort sem það er með
þægilegri umgengni, samtölum,
smáræðum eða samsöng.
Hesturinn hefur frá barnæsku
verið Hjalta í blóð borinn. Hann
hefur ætíð borið sérstaka virðingu
fyrir því hlutverki sem þessir fjór-
fætlingar hafa sinnt fyrir þjóðina
gegnum aldirnar. Frá því Hjalti hóf
sinn búskap hefur hann ætíð átt
nokkra hesta. Hann hefur að miklu
leyti hirt um þá sjálfur - er gætinn
í umgengni og fer sérstaklega vel
með þá. Hann talar máli sem báðir
skilja og það er eins og hesturinn
segi honum að það sé allt í lagi
með að halda þeirri gömlu venju
sem þeir hafa sinnt um aldirnar -
að bera fólk á baki um dali, holt
og heiðar, og Hjalti hefur tekið þá
á orðinu, því hann hefur kannað
meginhluta landsins á hestbaki -
byggðir sem óbyggðir. Oft er farið
í hópferðir og þá hefst ferðin jafnan
við hinn vistlega sumarbústað
Hjalta og Ingu - Lundarhólm í
Lundarreykjadal. í þessum hesta-
mannahópferðum eru þátttakendur
oftast hestasinnaðir vinir, en einnig
á stundum erlendir viðskiptakunn-
ingjar, sem með þessu móti hafa
kynnst hinu sanna íslandi. Þess ber
að geta að Hjalti hefur miðlað þeirri
miklu þekkingu sem honum hefur
auðnast, með því að gefa út bækur
um reiðleiðir. Þetta eru góðir leiðar-
vísar fyrir þá sem vilja kanna lítt
þekktar leiðir. Hjalti hefur ætíð
verið í takt við sjálfan sig. Hann
hefur jafnan haft lag á að finna
vaðið á straumi lífsins (hestarnir
hafa vafalaust hjálpað), og hann
hefur ætíð tekið lífinu með alvöru
- þó ekki um of, því hann veit,
eins og Red Skelton benti á forðum,
að lifandi kemst enginn út úr því.
Ég og Sigríður kona mín óskum
þér til hamingju með afmælið, sem
þú og Inga munuð halda upp á í
kóngsins Kaupmannahöfn.
Bragi Freymóðsson,
Santa Barbara við
Kyrrahafsströnd.
ÍSTRAKTOR frumsýnir um helg-
ina nýjan Alfa Romeo 156 í hús-
næði fyrirtækisins að Smiðsbúð
2 í Garðabæ frá kl. 10-17 laugar-
dag og sunnudag.
Þeir bílar sem verða til sýnis
eru búnir 2,0 lítra vélum sem
Islandsmeistara-
keppni í förðun
fellur niður
AÐ gefnu tilefni vill Félag ís-
lenskra snyrtifræðinga vekja at-
hygli á því að dagskrá keppninnar
Lokkar-Litir-List í Laugardalshöll
um helgina hefur breyst.
„Af hálfu Félags snyrtifræð-
inga keppa eingöngu snyrtifræði-
nemar og aðeins verður keppt
laugardaginn 1. nóvember, ekki
sunnudaginn 2. nóvember. Keppni
í dagförðun og keppni um brúði
framtíðar hefst kl. 13.15 og
keppni í kvöldförðun hefst kl.
15.15. Aðrar keppnisgreinar falla
niður, þar með talin íslandsmeist-
arakeppni í dag- og kvöldförðun
og íslandsmeistarakeppni í um og
hugarflugsförðun,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Rætt um stjúp-
fjölskylduna
STJÚPFJÖLSKYLDAN og stjúp-
tengsl eru til umfjöllunar í hjóna-
starfi Neskirkju nk. sunnudags-
kvöld 2. nóvember. Sigtryggur
Jónsson sálfræðingur kemur á
fundinn og fjallar um efnið en
hann hefur langa reynslu af hver
skonar fjölskyldumeðferð.
„Það er víst kunnara en frá
þurfi að segja að í stórum hluta
skila 155 hestöflum og togsviði
í sérflokki. Tvær vélastærðir auk
2,0 lítra vélarinnar eru í boði.
1,6 lítra sem skilar 120 hestöfl-
um. 2,5 lítra V6 sem skilar 190
hestöflum og er sá bíll beinskipt-
ur 6 gíra.
fjölskyldna á landinu eru e.k. stjúp-
tengsl við lýði. Þannig er talið að
meirihluti þeirra sem eru í öðru
hjónabandi eða sambúð eigi stjúp-
bam. Oft geta fjölskyldumynstur
verið býsna óljós þannig að skýr
mörk hvar ein fjölskylda endar og
önnur tekur við eru vart fyrir
hendi. Þá geta tengsl stjúpforeldris
og stjúpbams verið flókin og sum-
um fínnst óljóst hvar foreldravald-
ið liggur,“ segir í fréttatilkynningu
frá Neskirkju.
Fundurinn um stjúpfjölskylduna
hefst kl. 20.30 á sunnudagskvöld
í safnaðarheimili kirkjunnar og er
öllum opinn.
Miðsljórn
Grósku fundar
OPINN miðstjórnarfundur Grósku
verður haldinn í dag. Þar verður
lögð fram til endanlegrar umræðu
„Hin opna bók Grósku“ sem er
afrakstur málefnavinnu á vegum
félagsins.
Fundurinn fer fram í Þinghóli,
Kópavogi, og hefst kl. 10. Fundur-
inn er öllum opinn.
Mosfells-
prestakall
BARNASTARF verður í safnaðar-
heimilinu kl. 11. Guðsþjónusta í
Lágafellskirkju kl. 11. Séra Ön-
undur Björnsson messar.
R A
AUGLÝSINGA
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
Matreiðslumaður
óskast
Hótel Hafnía,
Þórshöfn, Færeyjum
óskar eftir duglegum, sjálfstæðum og reynslu
miklum kokki sem vill reyna eitthvað spenn-
andi sem fyrst.
• Laun eftir samkomulagi.
• Frí ferð.
• Frí íbúð.
Upplýsingarfást í síma 00 298 11270.
Umsókn og meðmæli sendisttil Guðmundar
Guðmundssonar, yfirmatreiðslumanns.
Hotel Hafnía,
postbox 107,110 Thorshófn, Færeyjar.
Sími 00 298 11270, fax 00 298 15250.
NAUQUNGARSALA
Uppboð
á bifreiðum verður haldið í dag, laugardaginn
1. nóvember, á Eldshöfða 4, athafnasvæði
Vöku hf., og hefst það kl. 13.30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Bjarkarhlíð 4, Egilsstöðum, þingl. eig. Gísli Bjarnason, gerðarbeiðend-
ur Lífeyrissjóður verslunarmanna og Búnaðarbanki fslands, 6. nóvem-
ber 1997 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði.
31. október 1997.
TIL. SÖLU
Handverksmarkaður
á Eiðistorgi Seltjarnarnesi
verður haldin í dag frá kl. 10.00 — 18.00
Handverk frá um 60 aðilum til sýnis og sölu.
Kaffiveitingar verða á staðnum.
Kvenfélagið Seltjörn.
FÉLAGSSTARF
Kjördæmisráð sjálfstæðis-
félaganna á Vesturlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna á Vesturlandi verður
haldinn í Dalabúð, Búðardal, laugardaginn 8. nóvember nk. kl. 13.00.
Dagskrá fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sveitarstjórnarkosningarnar 1998.
Gestur fundarins verður Björn Bjarnason, menntamálaráðherra.
Einnig verða á fundinum þingmennirnir Sturla Böðvarsson og Guðjón
Guðmundsson.
Stjórn kjördæmisráðs.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
□ Hamar 5997110116 1 H&V
Dagsferð
Sunnudaginn 2. nóv. Lamba-
fellsgjá. Gengið frá Höskuldar-
völlum að Sogaseli og norðuryf-
ir Jónsbrennur. Brottför frá BSÍ
kl. 10.30. Verð 1.200/1.300.
Frá Sálar-
rannsóknar-
félagi
íslands
Skúli Lórenz,
miðill verður með
hlutskyggni og
skyggnilýsingar í
dag, laugardaginn
1. nóvember, kl.
14.00 í Garða-
stræti 8. Húsið opnað kl. 13.30.
Miðasala við innganginn og á
skrifstofunni Garðastræti 8. Verð
kr. 1.000 fyrir félagsmenn og kr.
1.200 fyrir aðra. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
FERDAFÉIAG
# ÍSLANDS
MORKINNI 6 -_SlMI 568-2533
Sunnudagur 2. nóvember
kl. 10.30:
Ólafsskarðsvegur, gömul
þjóðleið (könnunarferð).
Skemmtileg ganga um Ólafs-
skarð, austan Bláfjalla niður í
Ölfus. Verð 1.400 kr. Brottför frá
BSl, austanmegin og Mörkinni 6.
Þriðjudagur 4. nóvember kl.
20.00: Hressingar- og afmæl-
isganga um Eiliðaárdal frá
Mörkinni 6. Frí ferð.
Rútuferð aðra leið.
Um 1,5 klst.
- kjarni málsinsl