Morgunblaðið - 01.11.1997, Qupperneq 51
| MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 51
]
i
I
1
i
I
í
i
I
1
<
<
<
i
(
(
<
(
(
<
(
(
I
i
(
(
(
BRÉF TIL BLAÐSINS
„Eg er bara þroskaþjálfi“
Frá Hönnu Dóru Stefánsdóttur og
Guðbjörgu Haraldsdóttur:
HVAÐ starfar þú núna? Ég er
„bara húsmóðir," ég er „bara skúr-
ingakona", ég er „bara ruslakarl"
og nú bætist nýtt svar við þessari
spumingu sem spurð er á hverjum
degi í þjóðfélaginu; ég er „bara
þroskaþjálfi". Að heyra fólk nota
orðið „bara“ um störf sín ætti að
banna, því öll störf í okkar þjóðfé-
lagi eru svo mikilvæg að við ættum
að bera meiri virðingu fyrir störf-
um hver annars. An efa gerir al-
menningur það. En þá er það kjarni
málsins. Hver er það sem ber ekki
virðingu fyrir þeim störfum sem
nauðsynlegt er að inna af hendi?
Jú, okkar vinnuveitendur, sem í
okkar tilfelli eru ríkið og Reykja-
víkurborg. Þroskaþjálfar hafa
staðið í viðræðum við sína viðsemj-
endur í tæpt ár um kjaramál og
það hvorki gengur né rekur. Hvers
vegna skyldu þessar viðræður taka
svona langan tíma? Okkar skil-
greining er sú að það sé ekki arð-
bært að koma fötluðum einstakl-
ingi áfram í lífinu. Hvers vegna?
Jú, þeir fötluðu eru baggi á þjóðfé-
laginu. Þetta er að okkar mati
ástæðan fyrir öllum seinagangi í
málefnum fatlaðra hér á landi,
Hanna Dóra Guðbjörg
Stefánsdóttir Haraldsdóttir
hvort heldur er um kjaramál
þroskaþjálfa að ræða eða að veita
þeim fatlaða mannsæmandi líf. Ef
um fatlaðan einstakling er að ræða
hefur viðkomandi oft ekki þá færni
eða forsendur til að berjast fyrir
tilverurétti sínum. Hver tekur upp
hanskann fyrir þann fatlaða? Ekki
ríkisvaldið, það er víst, ónei, aldeil-
is ekki. Það eru foreldrar, aðstand-
endur, þroskaþjálfar og hin ýmsu
félagasamtök svo sem Þroskahjálp,
Styrktarfélag vangefinna o.fl. En
hvað gerir ríkisvaldið fyrir þetta
fólk, sem er svo illa statt að það
er látið líða fyrir fötlun sína? Það
neitar fötluðum um rétt sinn og
nú það nýjasta, að ganga ekki að
kröfum þroskaþjálfa og um leið
neyða okkur út í verkfall, sem
hefst 3. nóvember næstkomandi,
verði ekki samið fyrir þann tíma.
Á hverjum bitnar þetta? Ekki ríkis-
valdinu, nei, þetta bitnar á þeim
er síst skyldi, þ.e. þeim fötluðu og
foreldrum þeirra. Nú kann einhver
að hugsa, ef þetta er svona mikið
hugsjónastarf hjá þroskaþjálfum,
því eru þeir þá að boða til verk-
falls? Jú, við þurfum að lifa eins
og aðrir. Á samningaborðinu í dag
bíður ríkið okkur rúmlega 82.000
í byrjunarlaun við undirskrift og
tæplega 93.000 í byijunarlaun í lok
samningstímabilsins, sem væntan-
lega yrði um 3 ár. Lái okkur hver
sem vill, þó við förum fram á
mannsæmandi laun. Staða okkar
þroskaþjálfa í dag er sú, að ef við
viljum stunda okkar starf af þeirri
ánægju og gleði sem það veitir
okkur þurfum við að eiga góða
fyrirvinnu.
Því segjum við upphátt og þó
fyrr hefði verið: íslendingar, látum
hina fötluðu ekki líða fyrir fötlun
sína, stöndum vörð um rétt þeirra
sem minna mega sín. Við ríkisvald-
ið segjum við: Ykkar er skömmin,
því þið eruð að bregðast skjólstæð-
ingum ykkar.
HANNA DÓRA STEFÁNSDÓTTIR,
GUÐBJÖRG HARALDSDÓTTIR,
þroskaþjálfar.
Verkfall þroskaþjálfa
Frá Guðmundi Ragnarssyni:
Á LANDSÞINGI Landssamtak-
anna Þroskahjálpar 26. október sl.
var samþykkt ályktun þar sem
vakin er athygli
á yfirvofandi
verkfalli þroska-
þjálfa þriðja
nóvember nk.
Verkfallið mun
hafa í för með
sér alvarlegar
afleiðingar fyrir
fatlað fólk og
fjölskyldur
þeirra þar sem
útlit er fyrir að
dagþjónusta og skammtímavistun
leggist niður og ráðgjöf og grein-
ingarvinna verði af skornum
skammti. Öllum dagvistunarstofn-
unum verður lokað og útlit er fyr-
ir að skammtímavistheimilum
verði einnig lokað.
Samningaumleitanir Þroska-
þjálfafélags íslands og viðsemj-
enda þess hafa staðið yfir undan-
farna mánuði án nokkurs sýnilegs
árangurs á sama tíma og samið
hefur verið við nær alla hópa opin-
berra starfsmanna. Staða samn-
inganna og yfirvofandi verkfall
veldur þungum áhyggjum hjá þeim
sem verkfall bitnar mest á en það
eru þeir sem síst skyldi, fatlað fólk
og fjölskyldur þeirra. Ljóst er að
ekkert kemur í stað þeirrar þjón-
ustu sem leggst niður í verkfalli
þar sem hún er mjög krefjandi,
sérhæfð og persónubundin. Neyð-
arástand er fyrirsjáanlegt hjá sum-
um íjölskyldum þar sem engir
möguleikar eru á að taka að sér
umönnun og þjálfun fatlaðra í fjöl-
skyldunni.
Það hefur að sjálfsögðu vakið
athygli og áhyggjur fatlaðra og
aðstandenda þeirra á undanförnum
árum að laun þeirra sem starfa
með fötluðum í þjóðfélaginu eru
ekki há og virðist sem menntun
þeirra og starfsreynsla hafi ekki
komið fram í launakjörum. Það
dregur úr líkum á því að starfs-
menn vinni lengi á sama stað en
einmitt það er sérstaklega mikil-
vægt í þjónustu við fatlaða þar sem
oft skapast persónuleg tengsl sem
erfitt getur verið að mynda á ný.
Það er einnig umhugsunarefni
hvort viðhorf og virðing fyrir fötl-
uðum endurspeglist að einhveiju
leyti í kjörum þessara stétta og
ef svo er þarf að snúa við blaðinu
hið fyrsta.
Eftir því sem næst verður kom-
ist eru kröfur þroskaþjálfa þær að
fá sambærileg kjör og leikskóla-
kennarar sömdu um í nýgerðum
kjarasamningi. Nám þessara stétta
er jafnlangt og inntökuskilyrði í
Þroskaþjálfaskólann og Fóstur-
skólann eru svipuð og auk þess
bendir allt til þess að þær útskrif-
ist úr sama háskóla jafnvel á næsta
ári. I ljósi þess virðist meginkrafa
þroskaþjálfa sanngjörn og er skor-
að á samninganefnd ríkisins og
Reykjavíkurborgar að leysa deil-
una áður en til verkfalls kemur.
GUÐMUNDUR RAGNARSSON,
formaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar.
Yfirvofandi verk-
fall þroskaþjálfa
Frá þroskaþjálfum á Lyngási:
VIÐ Safamýri 5 í Reykjavík er stað-
sett þjálfunar- og meðferðarheimilið
Lyngás. Það er rekið af Styrktarfé-
lagi vangefinna en ríkið greiðir laun
starfsfólks. Markmið Lyngáss er
m.a. að fylgja eftir lögum um mál-
efni fatlaðra og lögum Styrktarfé-
lags vangefinna.
Á Lyngási er 44 alvarlega fötluð-
um börnum og unglingum veitt þjón-
usta alla virka daga ársins og alltaf
eru börn á biðlista. Vegna þessarar
sérhæfðu þjónustu á Lyngási er al-
gengt að fagfólk komi víðsvegar að
til að kynna sér það starf sem þar
fer fram. Á Lyngási eru starfandi
16 þroskaþjálfar auk forstöðukonu.
Þroskaþjálfar bera ábyrgð á ailri
þroskaþjálfun og því starfi sem þar
fer fram.
Markmið þroskaþjálfa er að koma
þeim börnum og unglingum sem
þeir annast til aukins alhliða þroska
með einstaklingsmiðuðum þjálfun-
aráætlunum. Til þess að ná þessu
markmiði þarf þroskaþjálfí að til-
einka sér þekkingu á mismunandi
hugmyndafræði og velja þær aðferð-
ir sem hann telur henta hveiju sinni
í samstarfi við foreldra/aðstandend-
ur og fagfólk á þeim stofnunum sem
veita börnunum/unglingunum þjón-
ustu.
• Þorskaþjáifi hefur umsjón með
samningu umsagna, sem gerðar eru
um börnin/unglingana 1-2 sinnum
á ári.
• Þroskaþjálfi sér um faglega
handleiðslu meðferðarfulltrúum til
handa.
• Þroskaþjálfi sér um aðlögun
barnanna/unglinganna að samfélag-
inu og leitar eftir tómsturidatilboðum
sem henta hvetju sinni.
• Þroskaþjálfi fylgist með nýjung-
um í málefnum fatlaðra og tileinkar
sér þær í starfi.
Þjálfun barnanna/unglinganna
grundvallast í meginatriðum af eft-
irfarandi þáttum:
- Atferli dagslegs lífs (ADL) til
þess að hæfa fatlaða að viðurkennd-
um háttum hins daglega lífs og
stuðla að auknu sjálfstæði og
þroska.
- Hreyfiþjálfun, sem byggist á lík-
amsþjálfun. Þar vinna þroskaþjálfar
í samráði við sjúkraþjálfa. Þjálfunin
tekur til einstakra hluta líkamans
og samspils í hreyfingu og skynjun.
- Skynþjálfun, sem miðar að því
að skynja umhverfi sitt og þekkja
líkama sinn.
- Málörvun, sem miðar að því að
örva tjáskipti með málörvandi sam-
skiptum, ásamt umhverfís- og at-
hafnatengingu orða.
- Hugsanamiðlun, sem felur í sér
kerfisbundna þjálfun til undirbún-
ings leiks og starfs. Lögð er áhersla
á að skapa hvetjandi uppeldisum-
hverfi miðað við þarfír hvers ein-
staklings.
Vegna þess hve mörg barnanna
eru alvarlega fötluð er umönnun stór
hluti af starfinu. Umönnunin felst í
því að hlúa að líkamlegri og and-
legri velferð og vellíðan barn-
anna/unglinganna. Umönnunin fel-
ur m.a. í sér:
- Daglega umhirðu og fæðugjöf.
- Eftirlit með daglegu og almennu
heilsufari.
- Aðhlynningu.
- Eftirlit með hegðunarvandkvæð-
um af geðrænum orsökum og með-
ferð í samvinnu við lækna og/eða
sálfræðinga.
- Lyfjagjafir og eftirlit með verkun
lyíja skv. fyrirmælum lækna.
Nú hafa samningar þroskaþjálfa
verið lausir síðan um síðustu áramót
og hafa samningaviðræður við
samninganefnd ríkisins og Reykja-
víkurborgar staðið yfír í um 11
mánuði og ekkert gerst.
Félagsmenn í Þroskaþjálfafélagi
íslands greiddu því atkvæði um boð-
un verkfalls sem á að hefjast hinn
3. nóvember. Allir sem greiddu at-
kvæði voru hlynntir verkfalli, og það
segir sína sögu um stöðu þroska-
þjálfa í dag, því verkfall er alltaf
neyðarúrræði. Stór hluti stéttarinnar
hefur ekki verkfallsrétt, þeir sem
vinna á heimilum, t.d. sambýlum,
mega ekki fara í verkfall. Þroska-
þjálfar hafa dregist langt aftur úr í
launum síðustu árin miðað við sam-
bærilegar stéttir og fara þeir fram
á leiðréttingu. í dag eru byijunar-
laun þroskaþjálfa 74.770 kr. og er
það óneitanlega lág laun fyrir fólk
sem hefur lokið 3 ára framhaldsnámi
á háskólastigi. Þar af leiðandi hefur
verið talsverður flótti úr stéttinni og
fólk farið utan til að vinna og fleiri
eru á leiðinni til staða þar sem upp-
eldisstéttir eru betur metnar. Það
er skammarlegt þegar fólk hefur
menntað sig til sérhæfðra og
ábyrgðarmikilla starfa og er ánægt
en getur ekki lifað af laununum sín-
um.
Ef til verkfalls kemur getur það
reynst mörgum fjölskyldum mjög
erfitt og það vitum við, þess vegna
vonum við að til þess komi ekkki.
En því miður eiga þroskaþjálfar á
Lyngási ekki annarra kosta völ og
eru tilbúnir í slaginn.
Fyrir hönd þroskaþjálfa á Lyngási,
ÁSTA BJÓRNSDOTTIR.
STEINAR WAAGE____________
SKÓVERSLUN 'N
Langur laugardagur
opiö 10-16
1
Tilboð á barnainniskóm Verð 695,-
áður frájí^ó,- til 14^5,-
Gífurlegt úrval af inniskóm
og heilsuskóm á alla fjölskylduna
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
STEINAR WAAGE #
--------------
SKÓVERSLUN
SlMI 551 8519
r
r-^opptilboð
Herraskór - ítalskir
Verð áður J^S,-
Verð nú:
1.995,-
Tegund: 316
Litur: Svartir
Stærðir: 40-46
Póstsendum samdægurs
Langur
laugardagur
Opið 10-16
V
Ioppskórinn
Veltusundi v/ Ingólfstorg,
sími 552 1212
Rcropriimt.
STIMPILKLUKKUR
Sala og þjónusta
Otto B. Arnar ehf.
ÁRMÚtA 29 • 108 REYKJAVÍK
SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696