Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 Táfýla og fluguklessur MARC Abrahams hefur helgað líf sitt heimskulegum vísindaafrekum, og veitir ár hvert háðungarverðlaun Nóbels, svo- nefnd Ig Nobel, að því er greint er frá í Internntional Herald Tribune. Verðlaun- in eru afhent við hátíðlega athöfn í Har- vardháskóla og þangað mæta gjaman handhafar hinna eiginlegu Nóbels- verðlauna, oft með fáránlega hatta og gerviskegg, og láta sig hafa það að dansa og syngja. Meðal þeirra „vísindaafreka" sem hafa verið verðlaunuð frá því Abrahams hóf fyrst að veita háðungaverðlaunin 1991, er rannsókn á táfýlu og því hvers vegna morgunkorn verður klessukennt. Þá voru verðlaunaðir tveir sálfræðingar sem kváðust hafa kennt dúfum að greina á milli málverka eftir Picasso og Monet, að ógleymdum dýrafræðingnum sem skrifaði bók um það hvernig bera megi kennsl á flugurnar sem klessast á framrúður bfla við sumarakstur. Einnig hlaut háðungarverðlaun Nóbels breski eðlisfræðingurinn sem sannaði að brauðsneiðar lenda oftast á gólfinu þannig að smurða hliðin snýr niður. Abrahams velur verðlaunahafana sjáifur. Hann ritstýrir háðtímariti er nefnist Annals of Improbable Research, eða Furðuvísindatíðindi. Vísindamenn og vísindablaðamenn, sem eiga sæti í rit- nefnd tímaritsins, eru honum innan handar með tilnefningar, og einnig „þrír ókunnugir sem við grípum úti á götu til að hafa nú örugglega báða fætur á jörðinni," segir Abrahams við Herald Tribune. Auk þess koma tilnefningar alls staðar að úr heiminum, og sumir vís- indamenn tilnefna eigin verk. Bleikir plastflamengóar Abrahams hefur nú gefíð út bók, Brot af því besta úr Furðuvísindatíðindum, þar sem sagt er frá verðlaunahöfum og eftirminnilegum atvikum við afhendingu verðlaunanna. Dýralæknir nokkur í New York fékk verðlaunin í skordýrafræði 1994 fyrir að hafa safnað eyrnamaurum úr köttum og sett í eigin eyru. í fyrra hlaut Don Featherstone listrænu háðungarverðlaunin fyrir að hafa hannað bleiku plastflamengófuglana sem víða má sjá í húsagörðum í Bandaríkjun- um. Efnafræðiverðlaunin í fyrra féllu í skaut rafmagnsverkfræðingi við Purdue- háskóla, en hann kveikti upp í útigrilli á þrem sekúndum með því að nota kol og þrjú gallon af fljótandi súrefni. Stundum verðlaunar Abrahams gervivísindaafrek á borð við það þegar Syðri baptistakirkj- an í Alabamaríki stóð fyrir athugun á fjölda glæpamanna og hjónaskilnaða í ríkinu til þess að geta gefið út „áætlun um hversu margir íbúar Alabama myndu fara til helvítis ef þeir iðruðust ekki synda sinna“. 256. TBL. 85. ARG. SUNNUDAGUR 9. NOVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sendimaður SÞ varar við hætlu á átökum Baglidad, Stokkhólmi. Reuters. ÍRAKAR komu í veg fyrir störf Bandaríkja- manna í vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í gær, sjötta daginn í röð. Varaði sendimaður SÞ, Jan Eliasson, við því að afstaða Iraka gæti leitt til átaka. Þeir væru nú að etja kappi við Sameinuðu þjóðimar um hvor léti síðar undan og slíkt gæti reynst afar hættulegt. I fréttum opinberu írösku frétta- stofunnar í gær sagði að Saddam Hussein, for- seti íraks, hefði átt fund með helstu valdamönnum landsins á fostudagskvöld þar sem Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra íraks hefði fengið „nauðsynlegar fyrirskipan- ir“ áður en hann héldi til New York, þar sem hann mun funda með öryggisráði SÞ. Eliasson er einn þriggja sendimanna SÞ sem sneru frá írak á föstudag eftir tilraun til að fá írösk stjómvöld til að leyfa Banda- ríkjamönnum hjá vopnaeftirlitinu að hefja störf að nýju. Hann sagði að í bréfi sem Irakar hefðu sent Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, væri þess enn krafist að bandarískir starfsmenn SÞ í írak fæm þegar úr landi. „Þeir sögðu okkur hins vegar - og það kemur ekki fram í bréfinu - að Bandaríkjamennirnir mættu vera um kyrrt, svo fremi sem viðræður við Sameinuðu þjóðimar héldu áfram,“ sagði Eliasson. Hann sagði Iraka og SÞ í hættulegu kapp- hlaupi, þar sem sá teldist heigull sem fyrstur gæfist upp. Sagði Eliasson það geta haft alvar- legar afleiðingar og kvaðst vona að írakar gerðu sér grein fyrir því að einangrun þeirra á alþjóðavettvangi gæti orðið enn meiri en hún væri nú. Bandarísk yfirvöld óþolinmóð Aukinnar óþolinmæði gætti í yfirlýsingum bandarískra yfirvalda á fóstudagskvöld vegna afstöðu Iraka og lýstu ráðamenn yfir von- brigðum með árangurslausa fundi sendinefnd- ar SÞ. Neitaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti að útiloka að gripið yrði til hernaðaraðgerða gagnvart Irökum og Madeleine Albright utan- ríkisráðheiTa kvaðst vænta þess að öryggisráð SÞ myndi grípa til „harðra aðgerða" gegn Irökum. Varnarmálaráðherrann, William Cohen, hvatti hins vegar til þess að deiluaðilar spöruðu stóm orðin og gættu þess að láta Iraka ekki spilla samstöðunni innan SÞ. Jarðskjálfti í Tíbet Golden. Reuters. GEYSIÖFLUGUR jarðskjálfti varð í Tíbet í gær og mældist hann 7,9 stig á Richter. Ekki var vitað um manntjón eða skemmdir af völdum skjálftans en hann varð á strjálbýlu svæði. Er hann sagður öflugasti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu. Reuters Stíflugerð hafin í Yangtzefljóti JARÐÝTUR ruddu í gær síðustu tonnunum af jarðvegi í bráðabirgðastíflu sem beinir Yang- tze-fijótinu í nýjan farveg svo að framkvæmd- ir við hina gríðarstóru Þriggja gljúfra stíflu geti hafist. Efnt var til flugeldasýningar og fjölmenni var viðstatt er stfflunni var lokað, þeirra á meðal Jiang Zemin, forseti Kína, og Li Peng forsætisráðherra. Þriggja gljúfra raforkuverið verður hið stærsta í heimi, framleiðir um 18.000 megawött á klukkustund, en gert er ráð fyrir að það verði fullbúið árið 2009 og mun fljótið þá flæða yfir bakka sína á 640 km kafla. Stíflugerðin er ákaflega umdeild, gagnrýnendur hennar segja hana munu skapa mikinn Umhverfisvanda, ómetanleg menning- arverðmæti og foraminjar hverfi og ekki megi gleyma óleystum vandamálum í tengsl- um við brottflutning um 1,2 milljóna manna, sem neyðist til að flytja frá heimilum sínum þar sem þau fari undir vatn. Kínversk stjórnvöld segja raforkuverið hins vegar til marks um þekkingu og færni Kínverja og svara ört vaxandi orkuþörf þjóðarinnar. Sundur 10 vegna sfldar? Ekkert líf án dauða HRÁEFNIÐ ER GRÓÐUR JARÐARINNAR SUNNUPAGUR JttormnUabitt .„6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.