Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 49 Siðlaus velferð Frá Bergþóru Sigurðardóttur: í BRÉFKORNI til blaðsins þann 17. okt. reyndi ég að gefa Elsu B. Valsdóttur smá ráðningu. Mér fannst hún lítilsvirða hlustendur ríkisútvarpsins, sem ég ólíkt Elsu tel menningarstofnun en ekki fyrirtæki. Elsa hefur tekið upp hætti Kató hins gamla og lýkur pistlum sínum annan hvern þriðju- dagsmorgun á setningunni: „Að lokum legg ég til að ríkisútvarpið verði selt“ ( Hjá Kató „...að Kartagó verði lögð í eyði“). Hún ætti að láta sér nægja að segja það í blöðum og á stjórnmálafund- um. En líf hennar mun skreytt formennsku og trúnaðarstörfum í félögum ungra sjálfstæðismanna. Elsa telur sig vera að svara spurningum mínum í Mbl. 30. okt. í reynd beindi ég aðeins einni spurningu til hennar. Hún vill hins vegar leyfa mér að sjá lengra inn í sinn pólitíska hugarheim, sem mér sýnist að sé ekki í samræmi við stefnu flokks, sem hefur kallað sig flokk allra stétta. Spurning mín var: „Finnst Elsu ekki sanngjarnt að allir njóti sem bestrar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag?“ í mínum huga var þetta sjálfsögð fullyrðing, sem ég hélt að krefðist ekki svars. Síst af öllu þar sem í hlut á ung kona, nýút- skrifaður læknir. (Elsa, þá er eftir eitt gjaldið enn fyrir leyfisbréf frá heilbrigðisráðherra um að þú meg- ir kalla þig lækni). Hvernig var Frá Gunnlaugi Þórðarsyni: LOKUN Laugardalslaugar sl. vor, vegna sundmóts, hafði óvæntar og heillavænlegar afleiðingar er fastagestir urðu að leita annarrar laugar. Guðmundur Bergsson sjómaður og undirritaður fundu nuddpottin í Breiðholtslaug, sem ber af öllum öðrum. Hrifning Guðmundar braust út í lofgerð um pottinn, hér í blaði 2. sept. sl. og skoraði hann á borgarstjóra að prófa hann og að láta svo gera einn slíkan við Laugardalslaug á stað sem hann tiltók. Breiðholtspotturinn er ca 2,4m x 8m og hæfir um 18 meðalbreið- um rössum. Út úr 16 misháum stútum, í hliðum hans, undir vatns- borðinu, standa aflmiklir 40 gráðu vatnsstrókar. Nuddið við þá er eft- irsótt og ekki síður fótanudd við fjóra stúta; þeir hefðu þurft að vera helmingi fleiri. Lækningamáttur slíks nudds er ótvíræður. Ýmsir pottfélagar, haldnir vöðvabólgu, gigt, æðasjúk- dómi í fótleggjum eða öðrum kvill- um, prísa nuddið; það er vissulega gott fyrir líkama og sál. Nuddpott- ar ættu að vera snar þáttur í heilsurækt þjóðarinnar og þar með íþróttastarfi; fátt er betra til slökunar. Fatavarsla í umræddri laug er miklu þægilegri og afkastameiri en skápa- og lyklafarganið í Laugardalslaug. Vatnsyfirfallið á aðallauginni er mjög góð lausn og ástandið áður en alþýðutrygginga- lögin frá 1. febrúar 1936 tóku gildi? Þá þurftu bóndakonur að selja bújörðina og leysa upp heimil- ið til að borga sjúkrahúskostnað meðan bóndi þeirra lá banaleguna. Elsa sagði ekkert um það í svari sínu, hvernig henni leist á trygg- ingarkerfið í Seattle þar sem vísi- tölufjölskyldan borgar 430 þúsund á ári fyrir sjúkratryggingu. Elsa segir í svari sínu: „Auðvitað er það mjög huggulegt að láta rík- ið bjóða okkur upp á „ókeypis" menntum og heilbrigðisþjónustu en það er dýru verði keypt þegar næstu kynslóðir þurfa að borga reikninginn." Ég sé ekki að þjóðfé- lagið hafi tapað á minni „ókeypis" menntun, þó að ég hafi borgað skólagjöldin eftir á. Ég veit ekki hvort skattar foreldra minna hafa hrokkið til. Við votum hinsvegar öll hraust. Mér fínnst eins og Elsa sé frá öðru sólkerfi. Það er ekki aðeins kynslóðabil á milli okkar heldur hyldjúp og myrk gjá. Ég á ekki von á að ljósgjafi minn nái að veita birtu þangað niður. Við ykkur, á bakkanum mín megin, sem skiljið mig, segi ég: „Við verð- um að standa vörð um réttinn til menntunar og heilbrigðisþjónustu og bæta í þá bresti, sem þegar eru kemur t.d. í veg fyrir randir innan á börmunum. Margir læknar telja potta heitari en 42 gráður óholla og 44 gráður hættulega. Sennilega ætti hámark- ið að vera 40 gráður. Nauðsynlegt er að fá álit læknaráðs, landlæknis eða annarra álíka dómbærra lækna á þessu. Fáir laugagesta fara í sýnilegir.“ Skoðanir Elsu mega ekki ná yfirhöndinni í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir allt fijálshyggjuhjal var ég svo grunnhyggin, að mér datt ekki í hug að verið væri að vega að sjálfum hornsteinum þjóðfélags- ins. Næsta setning Elsu hljómar svo: „Slík eigingirni er ekki bara óréttlát heldur siðlaus“ Nú var mér nóg boðið. Hvernig var hægt að hafa svona endaskipti á hlutunum? Nú var svo komið að ég þurfti áfallahjálp, sem margir voru sem betur fer fúsir að veita, þó að þeir væru felmtri slegnir eins og ég. Þetta „siðleysi mitt“ og þjóðfélags- ins þarfnast nánari athugunar. Læknablaðið í janúar 1990 fjallar um siðamál og siðfræði. Þangað gæti ég sótt styrk og leitað skýr- inga. Fjórði kaflinn er um siðfræði- kenningar og er mjög áhugaverð- ur.“ Eigum við rétt á að hlúa að eigin hagsmunum eingöngu eða verðum við að beygja þá undir sið- ferðilegar kvaðir?" (bls 17). Sið- ferðileg ósérplægni og sérdrægni er skilgreind. Sjöundi kaflinn ber yfirskriftina: Sáttmálinn um heil- brigðisþjónustu. Þar er vitnað í stofnskrá Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar, sem samþykkt var 1946: „Það að njóta fyllstu heil- heitustu potta í sundlaugum. Það væri meiri þjónusta við notendur Laugardalslaugar, að 40 gráða pottarnir væru tveir, í stað sitt hvors 40 og 45 gráðu potts. Stór- grýtispotturinn þar, með loftbólun- um, getur ekki talist nuddpottur. Nauðsyn nuddpotts við Laugardals- laug er því augljós. Hvers á hún að gjalda? Nuddpottur Laugardalslaugar þyrfti, aftur á móti, að vera helm- ingi lengri en Breiðholtspottur vegna væntanlegrar aðsóknar, ekki síst erlendra ferðamanna, líkt og er í Bláa lóninu. Samstarf milli slíkra „slökunar- stöðva“ gæti aukið aðstreymi er- lendra ferðamanna; þar sem farið yrði í lónið fyrir hádegi og í vatns- nuddið seinni partinn. Kostnaður við gerð nuddpottsins þarf ekki að vera mikill; t.d. mætti nota trefjaplast, sem reynst hefur ágætt byggingarefni sundlauga. Guðmundur Bergsson verð- skuldar þakkir fyrir lofgerðina og áskorunina. Borgarstjóri átti að dýfa sér í nuddpottinn og gera nuddpott í Laugardalslaug. Gaman yrði að sjá bros færast yfir borgar- stjóradívuna í dýfunni. GUNNLAUGURÞÓRÐARSON, hæstaréttarlögmaður. brigði, sem hægt er að ná er með- al frumréttinda hverrar mannveru án tillits til kynflokks, trúar- bragða, stjómmálaskoðunar, efna- hags- eða félagsaðstæðna“ og neð- ar í sama dálki (bls. 35) er vitnað í ítrekun World Health Assembly: ,,..að heilbrigði sé frumréttur mannsins og stefnumark um allan heim“. í Alma-Ata yfirlýsingunni frá 1978 segir ennfremur: „Ríkis- stjórnir bera ábyrgð á heilbrigði þjóða sinna og þeirri skyldu verður aðeins fullnægt með viðeigandi heilbrigðisráðstöfunum og félags- legum aðgerðum“. I sama kafla á bls. 36 er vitnað í ritið Almannatryggingar á íslandi frá 1945 : „í kaflanum sem ber yfirskriftina „Félagslegt öryggi“ segja höfundar, að hugtakið sé ekki „innantómt pólitískt slagorð, heldur nafn á raunhæfu stefnum- iði, sem flestar þjóðir heims og menn úr öllum stéttum og flokkum telja skylt og sjáfsagt að stefna að, hvað sem öllum ágreiningi líður um einstök atriði og á öðrum svið- um. Enda þótt hugtakið „félags- legt öryggi“ eins og það er nú túlkað, sé ekki gamalt, er sú hug- sjón, sem á bak við það liggur, ein af elstu siðgæðishugsjónum mann- kynsins, hún er spunnin af sama toga og bræðralagshugsjón krist- indómsins, hún er reist á sömu rökum og krafa frönsku stjórnar- byltingarinnar um jafnrétti og bræðralag, hún á rætur sínar að rekja til þeirra mannúðarhugsjóna, sem ýmsir bestu menn þjóðarinnar og andlegir leiðtogar með margvís- legar skoðanir og trúarbrögð hafa barist fyrir“. Stöndum vörð um þessa hug- sjón. Verum stolt yfir að hafa ver- ið á undan Alþjóða heilbrigðis- stofnuninni um þessi markmið. Við gefum ekki eftir fyrir það eitt að sumir þegnanna hafi fjármuni til að kaupa hlutabréf og hafi þörf fyrir „frelsið til að græða“ svo að ég vitni aftur í orð verðandi bisk- ups. BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, læknir, Byggðarholti 24, Mosfellsbæ. '“T44- - 14.-17. nóv. og 21.-24. nóv. á einstöku verði Stórar verslanamiðstöðvar, góðir veitinga- staðir og líflegar krár gera helgardvölina að frábærri upplifun. Og ekki spillir að verðlag er mun hagstæðara en í Bandaríkjunum. ‘Innifaliö: flug, flugvallarskattar, gisting í 3 nætur með morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjóm. Hafið samband við söluskrifstofur eða símsöludeild Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8 -16.) Vefur Flugleiöa á Intemetinu: www.icelandair.is Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi með ekta rjóma í Heildsölubakaríinu í tilefni af 5 ára afmæli Heildsölubakarísins bjóðum við í dag, sunnudag uppá rjómabollur með ekta rjóma. Eftirfarandi er verð Heildsölubakarísins: Rjómabolla með súkkulaði______________kr. 99 Rjómabolla með flórsykri______________kr. 99 Rjómabolla með púnsi------------------kr. 99 Vatnsdeigsbolla með rjóma_____________kr. 99 Opið frá kl. 8-17 í dag, sunnudag, bæði á Grensásuegi 26 og Suðurlandsbraut 32. Viðskiptavinir ath.: í verslun okkar á Suðurlandsbraut 32 bjóðum við einnig upp á ókeypis heitt kakó með rjóma og kaffi. Allt bakkelsi selst á heildsöluverði til neytanda. Heildsölubakarlið t>ví til staðfestinar bjóðum við uppá 500 gr. af kaffi á 320 kr. 1 kg. af eggjum á 250 kr.,og 1 kg af kartöflum á 49,50 kr. Hvers á Laugar- dalslaug að gjalda?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.