Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 21 Reuters MAKOTO Kobayashi, yf irmaður framkvæmdanef ndar Vetrarólympíuleikanna í Nagano, til vinstri, hellsar upp á Marc Hodler, forseta alþjóðaskíðasambandslns. Ágreining- ur um brun- brautina í Nagano MIKILL ágreiningur er milli Alþjóða skíðasambandsins, FIS, og fram- kvæmdanefndar Vetrarólympíuleik- anna í Nagano um brunbrautina á leikunum, sem fram fara í febrúar á næsta ári. Alþjóða skíðasambandið krefst þess að brautin verði lengd, en Japanir eru alfarið á móti því. Þetta þrætuepli hefur tekið mikinn tíma í sambandi við undirbúning ieikanna. Marc Hodler, forseti alþjóðaskíða- sambandsins, og Makoto Kobayashi, formaður framkvæmdanefndar leik- anna í Nagano, hafa þráttað um brunbrautina á fundum sínum meira og minna í heilt ár án árangurs. Kobayashi er einn valdamesti emb- ættismaður í japönsku stjórnkerfi og þykir mjög íhaldssamur. Hann tekur ekki í mál að lengja brunbraut- ina og segir að því ráði umhverfis- sjónarmið. Hodler þykir líka fastur fyrir og hefur meðal annars hótað að fella niður keppni í bruni verði Japanir ekki að ósk skíðasambands- ins. Þeir eru báðir lögfræðingar að mennt og forðast helst að horfast í augu á fundum enda ekki á sömu bylgjulengd í skoðunum sínum. Hodler segir brautina, þar sem Japanir hafa sett rásmarkið í 1.680 metra hæð, ekki fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru til brun- brautar á Ólympíuleikum. Hann vill að rásmarkið verði fært upp í 1.800 metra hæð eins og svissneski brun- kappinn Bernhard Russi hafí upp- haflega hannað brautina. Það sem mælir gegn því að færa rásmarkið ofar er að brunbrautin er þá komin inn á friðað svæði - þjóðgarð og það er bannað í Japan, þó svo al- menningur renni sér þegar á skíðum á þessu umdeilda svæði. Á fundi lögfræðinganna um síð- ustu helgi var ákveðið að endanleg ákvörðun um lengd brunbrautarinn- ar yrði tekin á fundi í Japan 20. nóvember. Hodler, sem er 72 ára og hefur verið forseti FIS síðan 1951, er viss um hver niðurstaðan verður á fundinum. Hann er mála- maður góður enda talar hann frönsku, ensku, ítölsku og þýsku. ÍÞRÓTTIR Kobayashi, sem ávallt notast við túlk sér til halds og trausts, talar aðeins eitt og eitt orð í ensku og notar þau þegar hann gerir að gamni sínu og segir þá gjarnan: „No com- ment.“ Þeir hafa sent hvor öðrum tóninn í fjölmiðlum og baðst Hodler m.a. afsökunar á því sem haft var eftir honum í japönsku dagblaði, þar sem hann líkti Kobayashi við Fidel Castro, einræðisherra Kúbu. Gian Franco Kasper, fram- kvæmdastjóri Alþjóðaskíðasam- bandsins, segir að japanska ólymp- íunefndin verði að beygja sig undir kröfu FIS. „Við munum halda okkur við kröfuna um að brautin nái upp í 1.800 metra hæð eins og við höfum gert undanfarin þrjú ár. Við munum að sjálfsögðu ekki bijóta japönsk lög, en það eru um 600 þúsund skíðamenn sem renna sér á þessu umdeilda svæði á hveiju ári. Það þarf því enginn að segja mér að 70 brunkappar muni skaða náttúruna," sagði Franco Kasper. „Þetta verður ákveðið 20. nóvember. Boltinn er nú hjá framkvæmdanefnd leikanna í Nagano, það er hennar að taka ákvörðun en þetta er ekki einkamál Makoto Kobayashi," sagði fram- kvæmdastjóri FIS. Ákærur á hendur A- Þýskalandi felldar niður ÁKÆRUVALDIÐ í Berlín hefur ákveðið að falla frá ákærum á hend- ur fímm sundþjálfurum í fyrrum Austur-Þýskalandi, en þeir voru ákærðir á dögunum fyrir að hafa gefið íþróttamönnum sínum ólögleg lyf er þeir æfðu undir leiðsögn þeirra. Ástæðan fyrir því að fallið er frá ákærunum er sú að íþrótta- mennirnir voru ekki undir lögaldri þegar lyfin voru gefín og um leið að þeir hafi haft vitnesku, a.m.k. grun, um verið væri að gefa þeim hormónalyf. „Af þeirri ástæðu að áhrif þess- ara steralyfja eru lítilsháttar á menn og sökum þess að engar sann- arnir hafa komið fram um að börn- um og unglingum hafí verið gefín þessi efni þá var rétt að falla frá ákæru,“ sagði Rúdiger Tretow, for- seti þýska sundsambandsins, DSV. Mál þjálfaranna fimm eru á með- al átta annarra sem verið hafa til rannsóknar og snerta þjálfara og lækna hjá sundfélaginu SC Dynamo Berlin sem starfaði í austurhluta Berlínar fyrir hrun Berlínarmúrsins 1989. Á meðal þeirra mála sem enn er verið að rannsaka er grunur á hendur fjórum þjálfurum félagsins sem talið er að hafí gefíð ungmenn- um undir lögaldri lyf án vitneskju þeirra eða foreldra. Fjórmenning- arnir sem um er að ræða eru Rolf Glaesser, Volker Frischke, Dieter Lindemann og Dieter Krause, en sá síðastnefndi er kominn á eftir- laun og hættur þjálfun. Eg fæ aldrei gluggaumslög. Eg fæ i>jónustu! Þess vegna er ég í Vörðunni! L Landsbanki l'slands Elnstaklingsviðskipti T r a u s tið er hjá þér og ábyrgðin hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.