Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Kollhnís í Svíþjóð Hvernig reynsluakstur nýju Mercedes-Benz „A“ bifreiðarinnar endaði með veltu 21. október sl. : g Prófa á hverníg bíllínn bregzt við þegar | beygt er snögglega vegna óvæntrar " hindrunar á veginum. # .15'- * : »1» . 1 Þegar ökumaðurinn tekur snögga hægribeygju kastast bíllinn út að aftan. 6 metrar 13,5 m Á um það bil 60 km hraða stýrir ökumaðurinn fullhlöðnum bilnum inn í brautina. 11 m Biliinn sveiflast duglega til : °g - ... kastast upp í loft og skáhallt framávið. Eftir að ökumaðurinn hefur reynt sitt ýtrasta til að ná aftur stjórn á bifreiðinni veltur hún. Þakið farþegamegin að framan fellur inn við veltuna. 13,5 m 6 m Elgsprófið og sködduð ímynd glj áfægðu stjörnunnar A dögunum fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina að nýjasta gerðin af Mercedes-Benz hefði oltið við reynsluakstur í Svíþjóð. Þótti það sæta tíðindum sök- um þess að bíllinn átti samkvæmt kynningu framleið- andans að slá öllum öðrum bílum í sínum stærðarflokki við hvað varðar öryggi. Auðunn Arndrsson segir þetta hafa vakið spurningar um hvort gæðaímynd hins fræga þýzka bílaframleiðanda sé í hættu. Reuters JÚRGEN Hubbert, yfirmaður fólksbfladeildar Daimler-Benz, talar á blaðamannafundi þar sem öryggi nýju „A“-gerðarinnar var sérstaklega rætt. DAIMLER-Benz, fram- leiðandi Mercedes- Benz, tákns þýzkrar tæknikunnáttu og gæðaframleiðslu í ára- tugi, er í vanda. Fyrir- tækið hefur fjárfest milljarða í þróun og markaðssetningu nýs smábíls, þess fyrsta sem framleiddur er með hinu fræga vörumerki, þríodda stjörnunni sem í 80 ár hefur trónað gljáfægð fremst á vélarhlífum eftirsóttra stöðutákna á hjólum. Fyrir um hálfum mánuði gerðist það svo, að þegar sænskir bílablaðamenn voru að reynsluaka splunkunýjum Mercedes-Benz ,A“, eins og nýja gerðin heitir, valt bíllinn eft- ir 500 metra akstur á sléttu malbiki. Ljósmynd af nýja litla Benz-bílnum þar sem hann tekst á loft gekk um aila heims- byggðina. Sænski reynsluökumaðurinn, Ro- bert Collin, annar tveggja ritstjóra Tcknikens Varld, lýsti því yfir að bíllinn væri „gölluð smíði". Hvað hafði gerzt? Hvernig gat framleiðandi Mercedes-Benz, sem hefur sennilega traust- ustu ímynd allra bílaframleiðenda í heiminum, látið slíkt henda nýjustu bílgerðina, sem fyrir slysið í Svíþjóð var rómuð fyrir að setja nýja öryggisstaðla fyrir bfla í þessum stærðar- flokki, og þótti jafnvel líkleg til að hreppa titil- inn „bfll ársins“? Æðstu stjórnendur Daimler-Benz héldu blaðamannafund í kjölfarið. Þar lýsti Jiirgen Hubbert, yfirmaður fólksbfladeildar fyrirtæk- isins, því yfir að nýja „A“-gerðin hefði gengizt undir allar þær prófanir sem hugsazt gátu áð- ur en hann var settur á markað án þess að nokkuð hefði komið upp á. Hjólbörðum kennt um Jiirgen Hubbert skýrði hinum fjölmörgu fjölmiðlamönnum, sem viðstaddir voru, að skipt yrði um hjólbarðategund undir öllum ,A“-bílum, og að frá og með febrúarlokum 1998 yrðu allir bflar af „A“-gerð afhentir með rafeindastýrðu öryggiskerfi, sem ekki hafði verið ætlunin að bjóða upp á í þessari minnstu gerð Mercedes-Benz að sinni. Þetta er kerfi, sem byggist á því að þegar eitthvað óvænt kemur upp, svo sem þegar hjól missa veggrip, grípi hið tölvustýrða kerfi inn í með því ann- aðhvort að hemla sjálfkrafa eða draga úr snúningsátaki vélarinnar. Hingað til hefur kerfið, Electronic Stability Progi-amme (ESP) eingöngu verið fáanlegt í stærri og dýrari gerðir Mercedes-Benz og fáeinna annarra bflategunda. Þessar aðgerðir munu að sögn Hubberts kosta fyrirtækið fram til loka febrúar 50 millj- ónir marka, um tvo milljarða króna. Gert er ráð fyrir að á þessum tíma verði búið að fram- leiða 35.000 eintök af „A“-gerðinni. Arlegur kostnaður til viðbótar í framhaldi af þessu muni að líkindum verða nærri 400 milljónum króna, sagði Hubbert. En þrátt fyrir að hafa ákveðið að grípa til þessara kostnaðarsömu ráðstafana lýstu for- ystumenn íyrirtækisins yfir að „A-gerðin [sé] líka örugg án ESP“. Þetta hafi átta milljónir reynsluaksturskflómetra og óháðar prófanir sýnt fram á áður en bíllinn fór á markað. Peter Hupfer, sem situr í stjórn Daimler- Benz sem fulltrúi TÚV-fyrirtækisins, sem sér um ítarlegri prófanir á Mercedes-Benz bflum, bætti við orð Hubberts, að „undir ýktum kringumstæðum" væri hægt að „velta hvaða bfl sem er“. „Elgsprófið" Á þessi orð hlustaði Robert Collin, sem óvænt var mættur á blaðamannafundinn. Hann lýsti reynslu sinni fyrir stjórnendunum á pallborðinu. Hann hafi ekið bflnum eins og hann hafi gert við ótal aðra bfla sem hann hafi reynsluekið á 13 ára ferli sínum sem bfla- blaðamaður. Eftir 500 metra akstur, þegar bifreiðin var á um 60 km hraða, gerði Collin „elgsprófið“ svokallaða: beygði snögglega til vinstri, eins og elgur hefði stokkið í veg fyrir hann. Þá missti hann stjórn á bflnum; hann kastaðist til að aftan, sveiflaðist í hina áttina, hófst á loft og valt. Bfllinn var fullhlaðinn þeg- ar þetta gerðist, þrír starfsfélagar Collins voru farþegar. Þeir hlutu lítils háttar skrám- ur, en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Collin beindi hvassri spurningu til ráða- manna Daimler-Benz: „Hvers vegna getið þið ekki viðurkennt, að þið standið frammi fyrir vandamáli, sem þið getið ekki leyst með minni háttar tæknilegum breytingum?" Hubbert, sem hafði sér til fulltingis yfir- menn þróunar og framleiðslu fólksbfla fyrir- tækisins, Helmut Petri og Menfred Remmel, útilokaði að breytingar yrðu gerðar á undir- vagni eða byggingu bflsins í framhaldi af þessu reynsluakstursslysi. En hann sagði að við frekari prófanir á síðustu vikum hefði komið í ljós að þegar beygt væri mjög harka- lega á miklum hraða hefði viss gerð hjólbarða reynzt vera of mjúk til að standast þetta próf. Þess vegna væri brugðið á það ráð að setja aðra gerð hjólbarða undir alla selda „A“-bfla. Ekki bitið úr nálinni En ekki er svo að sjá að Hubbert og félagar i forystu Daimler-Benz hafi enn bitið úr nál- inni með neikvæðar afleiðingar „elgsprófs- ins“. Þeir voru staddir á bflasýningunni í Tokyo, þar sem hulunni var svipt af Mercedes-Benz Maybach, nýjum ofurlúxusbíl, þegar þeim bárust ótíðindin frá Svíþjóð. Við- brögð Hubberts voru þá að segja ásakanir blaðamannsins Collins „þvætting". Þessi viðbrögð hans ýttu undir vilja bíla- blaðamanna, ekki sízt í Þýzkalandi, til að hlífa ekki nýja litla Benz í sínum prófunum. Reynsluökumenn þýzku bflablaðanna reyndu að endurtaka leikinn frá Stokkhólmi. Ut úr því komu myndir af hálfsvífandi „A“-Benzum bæði í Auto Bild og Auto Motor und Sport, upplagsstærstu bílablöðum Evrópu. Nánari skýringar á þvi sem virðist vera við- sjárverð hegðun „A“-gerðarinnar í snögglega teknum beygjum hafa ekki fengizt frá Daim- ler-Benz en að hjólbörðunum hafi verið um að kenna. Bílablaðamenn hafa þeim mun meir velt því fyrir sér. Hugsanlegar skýringar eru nokkrar. Liggur þyngdarpunktur hins nýstár- lega bíls of ofarlega? Veldur hinn tvöfaldi botn bflsins því að hann er of stífur? Ofmátu hönnuðir og verkfræðingar niðurstöður tölvu- prófana og gerðu þar af leiðandi ekki nógu ít- arlegar raunprófanir? Eða horfði Benz of mikið í skildinginn þegar afturöxulsbúnaður- inn var valinn? Hvað svo sem er rétt af þessu, þá koma þeir sem velta þessu fyrir sér alltaf að sömu spurningunni: Hvernig stendur á því, að Daimler-Benz, sá bílaframleiðandi í heimin- um sem má fullyrða að hafi traustustu ímyndina, láti svona nokkuð henda sig? Því það sem er í húfi í sambandi við neikvæða umfjöllun um „A“-gerðina er meira en sölu- tölur einnar bílgerðar. Hætta er á að ímynd merkisins sjálfs, sennilega virtasta iðnfyrir- tækis Þýzkalands og jafnvel Evrópu allrar, skaddist, auk þess sem hætta er á að hin mikla fjárfesting í þróun hins nýja bíls, bygg- ingu nýrrar verksmiðju til framleiðslunnar og markaðssetningu á honum, samtals um einn milljarður marka (41 milljarður króna) borgi sig aldrei. Daimler-Benz hafði vonazt til að selja allt að 200.000 „A“-bíla árlega. Mjög margar pantanir liggja fyrir hjá umboðsaðilum Mercedes-Benz og lítið hefur - enn sem kom- ið er a.m.k. - verið um afpantanir. Reyndar hefur það gerzt tvisvar áður á síð- ustu árum að ný gerð Mercedes-Benz fái nei- kvæða umfjöllun er hún kom fyrst á markað- inn, þó að í báðum þessum tilvikum hafi svo farið á endanum að salan varð mjög góð. Þeg- ar fyrirrennari „E“-gerðarinnar, millistærð- ar-Benzinn, var traustustu viðskiptavinum Mercedes-Benz, leigubflstjórum, misboðið. Þeir mótmæltu göllum, sem fljótlega var kippt í liðinn og þessi gerð átti síðan mikilli velgengni að fagna. Framleiðendur Mercedes-Benz lentu í verri málum en þetta þegar nýja „S“-gerðin, stærsti Benzinn, var settur á markaðinn. Broslegt þótti að hinir stóru og þungu bílar pössuðu voru of breiðir fyrir venjulega bfl- skúra og komust ekki á bflaflutningalestar, sem ferðafólk notar mikið í Þýzkalandi og víð- ar í Evrópu. Auk þess var of lág tala gefin upp sem leyfileg hámarksþyngd bflsins, en sam- kvæmt henni hefðu ekki einu sinni fjórir full- orðnir með farangur mátt ferðast með bíln- um. En þetta voru aðeins byrjunarörðugleik- ar og þessi gerð á sér nú fáa keppinauta. Lykilatriði nýrrar stefnu fyrirtækisins Þar sem fyrirtækið stendur vel mun það sársaukalítið geta kyngt því að tapa fé á nýjasta afkvæminu. En „litli Benz“ er mjög mikilvægur liður í viðleitni fyrirtækisins til að breyta sjálfu sér. Stefna stjórnenda Daimler- Benz gengur út á að treysta ekki einvörðungu á smíði stórra og dýrra bíla heldur að geta boðið upp á bíla í öllum gerðarflokkum, frá krílisbíl (,,Smart“) til jeppa og ofurlúxusbíls. Stjórn fyrirtækisins metur það svo, að sam- keppnin á bílamarkaðnum hafi þróazt þannig, að eingöngu framleiðendur sem séu færir um að bjóða bfla af öllum stærðum og nái því að selja milljón eintök árlega, eigi von til að lifa af. Örlög bílaverksmiðja eins og Saab, Rover og Jaguar, sem allar hafa verið gleyptar af stærri fyrirtækjum (GM, BMW og Ford), sönnuðu þetta. Þegar „A“-gerðin var kynnt í júní sl. virtist sem dæmið ætlaði að ganga upp. Bílablaða- menn settu út á smáatriði eins og að plastið í mælaborðinu virki ódýrt, en hlóðu bílinn sem slíkan lofi. Með hinu nýstárlega byggingar- lagi, stuttu og háu, er „litli Benz“ minni en Volkswagen Golf, en býður upp á meira inn- anrými. I öryggisprófunum, svo sem klessu- keyrslu, kom „A“-bfllinn vel út. Bíllinn er hannaður þannig, að vélin þrýstist við harðan árekstur undir gólfíð sem farþegarnir sitja á, inn í tvöfaldan botn. Með þessu móti þótti bíll- inn setja nýja öryggisstaðla fyrir bíla í þess- um stærðarflokki. Tvöfaldi botninn og lítið ut- anmál bílsins í heild gerir það hins vegar að verkum meðal annars, að lítið pláss er fyrir fjöðrunarbúnað. UiTæðið sem varð fyrir val- inu er fastur afturöxull, sem sparar pláss og var algeng lausn í bílum áður fyrr, en þykir úrelt. Öxullinn Akkilesarhællinn Ýmsir sérfræðingar hallast að því að þarna liggi hundurinn gi-afinn; hin úrelta gerð aft- uröxulsins sé Akkilesarhæll „A“-gerðarinnar. Þessi gerð afturöxuls er í aðalatriðum eins og var undir Volkswagen bjöllunni fram til 1966. Það ár hófu bandarísk neytendasamtök her- ferð gegn Bjöllunni á þeirrí forsendu að hún væri „hættulegasti bfllinn í Bandaríkjunum", vegna þess að bíllinn þótti hafa tilhneigingu til að velta í árekstrum. Þekktasta dæmið um það hvernig meintur tæknilegur galli í tiltekinni bílgerð getur á augabragði eyðilagt orðstír bíltegundarinnar á Bandaríkjamarkaði, er þegar Audi-verk- smiðjurnar urðu fyrir því árið 1986 að nokkrir eigendur sjálfskiptra Áudi-bíla í Bandaríkjun- um vildu meina að bflamir hefðu rokið af stað af sjálfu sér. I kjölfar málaferla sem þessu fylgdu hrundi salan á Audi, og ímynd merkis- ins á sér þar ekki viðreisnar von í bráð. Hvort hætta sé á að „A“-gerðin frá Mercedes-Benz fari eins illa með ímynd gljá- fægðu stjörnunnar er óvíst, en eitt er víst að í kjölfar „elgsprófsins" hafa Júrgen Hubbert og félagar hans í stjóm Daimler-Benz æma ástæðu til að velta rækilega fyrir sér hvert fyrirtækið stefnir á nýrri öld. •Heimildir: DerSpiegel, Suddeutsche Zeitung, Teknikens Várld, Reuters. ) I > I \ i i i i i I I L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.