Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Réttlæti hrekkleysisins KVIKMYNPIR Rcgnboginn SLING BLADE ★ ★ ★ Vi Leikstjóri og handritshöfundur Billy Bob Thornton. Kvikmynda- tökustjóri Barry Markowitz. Tón- list Daniel Lanois. Aðalleikendur Billy Bob Thornton, Dwight Yoak- am, J.T. Walsh, Robert Duvall, Lucas Black, John Ritter, Natalie Canderday. 140 min. Bandarisk. Miramax 1996. ÞEGAR Karl (Billy Bob Thom- ton) var 12 ára gamall kom hann að móður sinni í ástaleikjum við ókunnugan mann. Drengurinn, sem var lítillega þroskaheftur, þó öllu frekar einrænn og hrekklaus, réð þeim báðum bana. Þegar myndin hefst er Karl búinn að dvelja á geðveikrahæli í aldar- fjórðung og það á að veita honum frelsi, til reynslu, a.m.k. Karl er laghentur og fær vinnu á viðgerð- arverkstæði í gamla sveitaþorpinu sínu. Hann er ljúfmenni sem kem- ur sér allsstaðar vel og eignast vin í Frank (Lucas Black), 12 ára dreng sem fær móður sína (Na- talie Cabnerday) til að láta Karl fá bílskúrinn til umráða. Allt geng- ur vel um sinn uns Doyle (Dwight Yoakham), kærasti möm- munnar, kemur til sögunnar. Hann er drykk- felldur rasti sem ógnar ör- yggi og framtíð fjölskyldunnar. Þá tekur Karl til sinna ráða. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur virðist vera að þróast í þá átt að verða tiltektarvika kvikmynda- húsanna þar sem flestar mynd- anna sem hana prýða eru Iistræn verk sem vekja síður áhuga al- mennings en afþreyingin. Þetta er undarleg stefna sem engin ástæða er þó til að fetta fingur úti á meðan hún leysir úr læðingi afbragðsmyndir einsog Sling Blade, Looking for Richard og margar fleiri sem virðist skorta burði í augum hlutaðeigandi til að pluma sig á almennum sýning- um. Billy Bob Thornton vakti feyki athygli með þessu fyrsta leik- stjórnarverkefni sínu við Óskars- verðlaunaafhendinguna í ár. Hlaut verðlaunin öllum á óvart, að vísu ekki fyrir tilþrifamikinn leik sinn heldur handritið sem hann byggði á samnefndri sögu. Líkt og mörg snjöll verk er Siing Blade einföld mynd og afdráttarlaus sem kraumar undir yfirborðinu og velt- ir fyrir sér grandvallarspurningum um mannlega hegðun. Minnir agnarögn á Gaukshreiðrið en stendur fyililega undir sér sem sjálfstætt verk í alla staði. Hún er dimm og drangaleg, aðalper- sónan miðaldra, treggáfað góð- menni sem varast að vera fyrir nokkram manni, en þó að samfé- lagið líti á hann sem mislukkaðan utangarðsmann er það þó eigi að síður hann, morðinginn og hælis- maturinn, sem sest í dómarasætið og bægir ungum vini sínum frá því ömurlega hlutskipti sem hann sjálfur mátti þola. Gerði hann rangt eða rétt? Best fer á því að samviska hvers og eins svari því. Biliy Bob, sem til þessa er hvað minnisstæðastur úr litlu hlutverki í smámyndinni góðu One Faise Move, hefur lagt sig allan fram við að gera þetta brautryðjanda- verk sitt sem best úr garði. Leikstjómin er einföld og um- búðalaus, hand- ritið sömuleiðis, hann er sögumað- ur góður, heldur sig við efnið, dregur upp skýra mynd með ríkri umhyggju fyrir minni máttar og andúð á ofbeldi og trúarkreddum. Sjálfur skapar Billy Bob einkar sérstæða og eftirminnilega per- sónu. Sjálfsagt hefur hann haft fyrirmynd að hinum fastmótaða Karli, það skiptir ekki máli. Karl er ljóslifandi fyrir augum okkar, ráðvilltur, rámur og dimmraddað- ur (röddin minnir á Rip Tom), seinn til svars, dregur seiminn og líkt og samþykkir setningar sínar með umli. Hann er þungamiðjan IwkmvnpAHÁtÍp \ í T^yHjSVi^ og bregst aldrei bogalistin. Billy Bob Thornton er leikari, rithöfund- ur, leikstjóri og Suðurríkjamaður af guðs náð og það verður sannar- lega forvitnilegt að fylgjast með honum í framtíðinni þó ég efíst um að hann eigi nokkum tíma eftir að jafna þetta einstaka byij- andaverk. Sling Blade hefur greinilega verið gerð fyrir lítinn pening og íburðarleysið er vel við hæfi og gefur henni gott jarðsamband. Aðrir leikarar era undur góðir. J.T. Walsh er sterkur sem fyrri daginn, að þessu sinni í litlu hlut- verki félaga Karls á hælinu. John Ritter, af öllum mönnum, kemur á óvart með fínum, dempuðum leik sem smábæjarhomminn, en mest á óvart kemur þó dreifbýl- isrokkstjaman Dwight Yoakham sem sýnir að hann getur ekki að- eins sungið af hjartans lyst og selt plötur í milljónavís heldur túlkar hann sannkallað illmenni af óhugnanlegri innlifun. Sling Biade á skilið mikla og góða að- sókn og er vafalaust einn af há- punktum hátíðarinnar. Sæbjörn Valdimarsson Sorgin og syndugir menn Rcgnboginn GRÁT ÁSTKÆRA FÓST- URMOLD „Cry, the Beloved Country" ★ ★ Vi CRY, the Beloved Country er angurvær kvikmynd um mikla sorg. Hún er byggð á víðlesinni skáldsögu Alans Patons og lýsir kjörum blökkumanna í Suður- Afríku um miðbik aldarinnar. Sveitapresturinn Stephen Ku- malo (James Earl Jones) heldur til Jóhannesborgar til að leita uppi týnda fjölskyldumeðlimi og finnur lítið annað en eymd og volæði. Kvikmyndin fer nokkuð hökt- andi af stað en byggir síðan upp dágóða stígandi og á nokkur falleg andartök. Gömlu körlun- um, Jones og Richard Harris, tekst ágætlega upp í þunga- miðjuhlutverkunum sem sorg- mæddum feðrum sem tekst að horfast í augu yfir gjá að- skilnaðarstefnunnar. Gamaldags talsmáti virkar á stundum hjárænulega og heimsmyndin þar sem sveitin er upphafin og góð þrátt fyrir fátæktina, á meðan borgin er gryfja synda og spillingar gerir það að verkum að Jones virkar á köflum barnalegur en það er nokkuð sem fer þessum trausta leikara einstaklega illa. Einnig virðist leikstjórinn, Darrell James Roodt, hafa átt í nokkr- um erfiðleikum með að slípa til nokkur aukahlutverk þannig að þau falli eðlilega inn í fram- vindu sögunnar. Jafnframt hefði maður óskað þess að Ro- odt hefði treyst betur á hina myndrænu frásögn og ekki fundið sig knúinn til að láta Jones þrisvar sinnum útskýra þankagang sinn betur með því að lesa yfir myndinni. Þó að Jones hafi djúpa og fallega rödd og textinn sé einnig góður og gegn hefði vel mátt sleppa þess- um yfirlestri. Anna Sveinbjarnardóttir Sljörnugjöf Laugarásbíó Byttur ★★★ Sigurvegarinn ★★ Að hafa eða ekki ★ ★ Endalok ofbeldis ★ ‘/2 Sáttmálinn ★ ★ '/2 Sumarið í Goulette ★ ★ ★ Regnboginn Hugrekki ★ Paradísarvegurinn ★★ Cosi ★'/2 Fjölskylda á krossgötum ★ ★ ★ Maddama Brown-k ★ ★ Anna Karenina'k'k Borgari Rut ★★★ Lansinn Il-k'k'k Hamlet (st)'k'k'k Umskipti'k ★ ★ Úthverfi ★★ Leitin að Richard ★ ★ ★ Náin kynni ★★'/2 Djammið ★★★ Rekaviður ★ Grát ástkæra fósturmold ★ ★■/2 Háskólabíó Georgía ★ ★ ★ Söngur Körlu ★ ★ ★ A snúrunni ★★'/2 Sólbruni ★ ★ Dópsalinn ★ Hógvær hetja ★ ★ Stjörnubíó Snerting ★ ★ Bíóborgin Þrettándakvöld -k'h Þrjár sýn- ingar eftir á Þremur systrum BRÁTT lýkur sýningum Þjóðleik- hússins á Þremur systram, einu vinsælasta verki Antons Tsjekhof. Þijár systur var fyrsta frumsýning leikársins á Stóra sviðinu og víkur hún nú fyrir næstu sýningum. Litháíski leikstjórinn Rimas Tuminas ieikstýrði uppfærslunni. Höfundur leikmyndar og búninga er landi hans, Vuytautas Narbutas og tónlist semur Faustas Latenas. Leikendur era Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Halldóra Björns- dóttir, Edda Amljótsdóttir, Baltasar Kormákur, Guðrún S. Gísladóttir, Arnar Jónsson, Ingvar E. Sigurðs- son, Hilmir Snær Guðnason, Gunn- ar Eyjólfsson, Sigurður Skúlason, Randver Þorláksson, Stefán Jóns- son, Sigurður Siguijónsson og Guð- rún Þ. Stephensen. Heinrich Heine í Listasafni Kópavogs 200 ÁR era liðin frá fæðingu Heinrich Heine. Þess verður minnst „Við slaghörpuna“ í Listasafni Kópavogs mánudaginn 10. nóvem- ber kl. 20.30. Dagskráin, sem hlotið hefur yfir- skriftina „Ég heyri þúsund nætur- gala syngja“, er afar fjölþætt í tali og tónum. Inngangsorð flytur Ey- steinn Þorvaldsson en Arthur Björgvin Bollason bregður sér í gervi skáldsins og flytur brot úr endurminningum Heine, bregður upp fjölbreytilegum myndum úr lífí skáldins með orðum þess. Söngvararnir Þóra Einarsdóttir og Björn Jónsson flytja söngva við ljóð H. Heine eftir tónskáldin Rób- ert og Clöra Schumann, Fr. Liszt, Fanney og Felix Mendelsohn og Fr. Schubert. Dagskrá þessi er samvinnuverk Kópavogs, Germaníu og Goethe stofnunarinnar. Rússnesk söngvamynd í bíósal MÍR KVIKMYNDIN „Kúban-Kósakk- ar“ verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10, í dag, sunnudag kl. 15. Myndin er frá árinu 1949, nefnd létt söngvamynd á sínum tíma 0g dæmigerð skemmti- og afþreying- armynd, eins og þær gerðust í Sov- étríkjunum á fyrstu áram eftir lok síðari heimsstyijaldarinnar, þegar Stalín var við völd og í hávegum hafður. Leikstjóri er Ivan Pyriév. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. Nýjar bækur • SJÖUNDA bók Normu E. Samúelsdóttur Konufjallið og sumarblómin smáu - Viktoría, Elísabet ogAgnes Ögn er komin út% í kynningu segir: „Eins og í fyrri bókum Normu er hér fjallað um tilfínningar, leit að kjarna. Nú er skyggnst inní sögu þekktra og óþekktra kvenna: Sögu Agnesar Agnar Agnarsdóttur (dulnefni), El- ísabeth Smart hinnar kanadísku skáldkonu er lést 1986. Viktoríu Benediktsson, sænskrar skáldkonu er lést 1887. Állar elskuðu þær menn sem kærðu sig minna um þær ... og þar byijar dramatíkin. Jóhanna Huld, fimmtugur bréf- beri er að púsla saman ritgerð um Nýjar bækur • LÍFSGLEÐI skráði Þórir S. Guðbergsson. í þessum bókaflokki hafa 36 Islendingar rifjað upp bernskudaga í byggðum landsins og minningar af atburðum og sam- ferðafólki. „Þeir slá á létta strengi og þunga eftir viðburðaríka ævi bæði hérlendis og erlendis og leyfa lesendum að skyggnast inn í brot af menningarsögu þjóðarinnar," segir í kynningu. Þau sem segja frá eru: Árni Tryggvason leikari: „Sam- skipti manna og dýra í ríki náttúr- unnar". Guðrún Ásmundsdóttir leikkona: „Afdrifarík Englands- ofangreindar konur sem elskuðu Adam, Georg og Róbert, sálfræð- ing, gagnrýnanda og skáld. - Um leið og hún virðir fyrir sér mannlíf- ið og landslag í Færeyjum, þar sem hún eyðir sumarfríi sínu við téða ritgerðarsmíð, párar hún athuga- semdir á blað um leið og hún mæn- ir á tignarlegt Konufjallið (Konoy- arfjall) út um gluggann.“ I Poetry Literary Review skrifar gagnrýnandi um Marbletti, í regn- bogans litum í enskri þýðingu H.V. R Richie: „í nútíma íslenskri ljóða- gerð eru einstök orð oft endurtekin og þeim leyft að enduróma og eins- og hlaða utan á sig merkingu sinni. Því miður, þegar þýtt er án hug- myndaflugs, hljómar þetta oft eins og lágkúruleg endurtekning. Þessu hefur tekist að sneiða hjá hér, í Marblettur ... þar sem sagt er frá ferð.“ Salóme Þor- kelsdóttir fyrrv. alþingisforseti: „Björtu hliðar lífs- ins.“ Sigurlín M. Gunnarsdóttir fyrrv. hjúkrunar- forstj.: „Ljúfar minningar." Sveinn Elíasson fyrrv. bankaúti- bússtj.: „Ef við lít- um yfir farinn veg.“ Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er 144 bls. Ljósmyndir: Ljós- myndastofan Nærmynd, Reykjavik. Prentvinnsla: Oddihf. giftingu og vinsiit- um við ofdrykkju- mann. Svo hráar og skarpar eru til- finningarnar í þessum ljóðum að manni vöknar um augu: Svo aumk- unarleg er þessi ímynd, sem hún gerir af sjálfri sér, að manni liggur við að hætta lestri, en hún er það gott skáld að maður verður að lesa áfram ..." Bókin nefnist í ensku þýðingunni: Braises in the Colours of a Rainbow. Konufjailið er 54 blaðsíður, prentuð hjá Stensli á kostnað höf- undar. Útsöiustaðir: Eymundson- Penninn, Austurstræti, Málog menning, Laugavegi ogeinnighjá höfundi. Verðkr. 1400,- Aukasýningar á Galdrakarlinum LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýndi 12. október sl. barnasöngleik- inn Galdrakarlinn í Oz á Stóra sviði Borgarleikhússins. Ákveðið hefur verið að halda aukasýningar á söngleiknum og verða þær fyrstu sunnudagana 16. og 30. nóvember kl. 17. Leikritið er byggt á sögu Frank Baum í leikgerð John Kane. Tónlist er eftir Harold Arlen. Danshöfund- ur og leikstjóri er Kenn Oldfleld. Þórir S. Guðbcrgsson Norma E. Samúelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.