Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hann er aldeilis villtur þessi, góði minn. Hann heldur að hann sé kominn heim til konunnar... Reykjavíkurhöfn stækkuð um 40 þúsund fermetra á ári Hugað að uppbyggingu í Eiðsvík innan 10 ára REYKJAVÍKURHÖFN hefur að meðaltali stækkað um 40 þúsund fermetra á ári undanfarin 20 ár, eða 700-800 þúsund fermetra á þessu tímabili. Nú liggja fyrir umsóknir um a.m.k. 100 þúsund fermetra. Næstu ár er því útlit fyrir enn frek- ari stækkun Reykjavíkurhafnar. Hannes Valdimarsson hafnarstjóri segir að innan næstu tíu ára verði að fara að huga að framtíðarupp- byggingu hafnar í Eiðsvík. Reykja- víkurhöfn minnist 80 ára afmælis síns með hátíðardagskrá og málþingi á Grand Hótel næstkomandi mið- vikudag. Hannes segir að talsverðir stækk- unarmöguleikar séu ennþá í Sunda- höfn með uppfyllingum og frekari mótun lands. Fyrirtæki hafi hætt þar starfsemi og höfnin er að þróa það land til áframhaldandi nýtingar. Það er því verið að taka eldra hafnar- svæði og finna ný not fyrir það. Unnið að markaðsstarfi „í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að Eiðsvík byggist upp sem höfn. Væntanlega verður það í tengslum við uppbyggingu Sundabrautar, þ.e. vegtengingar yfir Kleppsvík. Ég held að það verði innan áratugar sem hafist verður handa við að móta áform um uppbyggingu í Eiðsvík. Það mun fara mikið eftir eftirspurn og hún ræðst af efnahagslífinu í landinu og hvaða viðskipti önnur er hægt að laða að svæðinu," segir Hannes. Hann segir að það verði einmitt hluti af þeirri vinnu sem fer fram á næstu árum. Reykjavíkurhöfn hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli tekið þátt í því með fyrirtækj- um á hafnarsvæðinu að vinna að markaðsstarfí. „Reykjavíkurhöfn er að sumu leyti afsíðis í alþjóðlegu tilliti og við þurf- um að finna hvort styrkleiki sé fólg- inn í þvi að vera mitt á milli álf- anna. Fyrirtæki hafa fundið tæki- færi á þeim grunni. Við viljum vera með í því að leita að þeim tækifær- um,“ segir Hannes. A málþinginu verða nokkrir mái- efnahópar skipaðir fulltrúum úr at- vinnulífinu sem ætla að vinna að mótun hugmynda á þessu sviði. • • Oryggismál rædd á þingi Norður- landaráðs 49. ÞING Norðurlandaráðs verður sett á morgun, mánudag, í Helsinki. Á setningardaginn flytja forsætis- og utanríkisráðherrar Norðurland- anna þinginu skýrslur sínar um árangur og framtiðaráherslur í Norðurlandasamvinnunni. Þá flytja vamarmálaráðherrar Norðuriand- anna (utan íslands) þinginu skýrsl- ur, en þetta er í fyrsta skipti sem varnar- og öryggismál eru til um- fjöllunar á Norðurlandaráðsþingi. Þingið stendur fram á fimmtudag. Fjöldi mála er á dagskrá þings- ins, auk hefðbundinna þingstarfa. Fjallað verður um sameiginlega til- lögu jafnaðarmanna, hægrimanna og miðjumanna í öryggismálum. Þá er búist við að atvinnumál verði fyr- irferðarmikil á þinginu, en gerð verð- ur grein fyrir verkum og árangri Norðurlandanna í atvinnumálum. Á vegum Alþingis sækir íslands- deild Norðurlandaráðs þingið, en hana skipa: Valgerður Sverrisdóttir (formaður), Steingrímur J. Sigfús- son, (varaformaður), Geir H. Ha- arde, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttir og Sturla Böðvarsson. Geir H. Haarde er jafnframt formað- ur flokkahóps hægrimanna í Norður- iandaráði. Þá sækja Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra og samstarfs- ráðherra Norðurlanda, Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Páll Péturs- son félagsmálaráðherra sækja þingið. Námskeið í matreiðslu jurtarétta Fjölbreytni er grundvallaratriði í mataræði Ikvöld, sunnudagskvöld, hefst matreiðslunám- skeið í Suðurhlíðaskóla. Þar mun Gabrielle Calder- ara næringarfræðingur við endurhæfingarstöðina La Ligniere í Sviss halda fyrir- lestra um holla fæðu og fjöl- breytt mataræði og vera með sýnikennslu og smökk- un í matreiðslu jurtarétta. „Ég tel að það sé hollt fyrir fólk að færa sig meira frá kjötneyslu og velja í auknum mæli íjölbreytta fæðu úr jurtaríkinu," segir Gabrielle. „Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á að það eru ýmsir kostir samfara því að borða jurta- fæðu. Þeir sem borða græn- metisfæði lifa allt að fimm til tíu árum lengur en kjöt- ætur allt eftir því um hvaða lönd er verið að tala. í þeim löndum þar sem mikið er borðað af kjöti og fituríkri fæðu er munurinn auðvitað meiri en þar sem al- mennt viðgengst að borða hollari mat. Aðrir kostir sem fylgja því að vera jurtaæta eru að líkurnar minnka á að fá hjarta- og æða- sjúkdóma, það dregur úr líkum á krabbameini og offitu. Þá má einnig til gamans geta þess að þeir sem hafa borðað jurtafæði frá bamæsku verða hávaxnari ein- staklingar en þeir sem lifa líka á kjötmeti." Gabrielle bendir á að forsendan fyrir því að neysla á jurtafæði sé æskileg er að fæðuvalið sé mjög fjölbreytt og að fólk fái fæðuna úr öllum fæðuflokkunum. „Þetta á auðvitað líka við um kjötætur. Fjölbreytni er grundvallaratriði í mataræði fólks. “ - Vantar jurtaætur ekki viss efni sem eru í kjöti? „Nei, það gætir misskilnings hvað þetta varðar. Fólk fær aðal- lega prótein, járn og fitu úr kjöti og þá slæma fitu. Baunir, sojaaf- urðir, hnetur, kornmeti og mjólk- urvörur gefa prótein og baunir eru t.d. mjög járnríkar. Til að járnið nýtist sem best er talið hagstætt að borða C-vítamínríka fæðu með t.d. baunaréttum." - Mörgum vex i augvm mat- reiðsla t.d. baunarétta þar sem þær þurfa að liggja í bleyti yfír nótt. Er matreiðsla grænmetis- rétta ekki mjög tímafrek? „Það þarf alls ekki að vera. Matreiðsla kjötrétta getur tekið langan tíma og einnig skamman tíma. Nákvæmlega það sama á við um grænmetisrétti. Núorðið er hægt að kaupa niðursoðnar baunir og búa til holla rétti á ör- skömmum tíma úr ---------------- þeim.“ Gabrielle segir að öll matargerð krefjist skipulagningar ef hún á að vera góð. „Það er alveg sama hvort um “ jurtarétti er að ræða eða mat- reiðslu kjötrétta. Matargerðin krefst skipulagningar ef fæðan á að vera fjölbreytt og holl. Á námskeiðinu mun ég einmitt kenna fólki undirstöðuatriði við eldamennsku jurtarétta og leið- beina með hráefnin sem sumum finnst framandi. Korn er ekki bara kom og ég bendi t.d. á að pasta, spaghettí og cheerios er kornvara. Á sama hátt mun ég leiðbeina þátttakendum með baunir.“ Gabrielle segist alltaf hafa haft gaman af því að kenna fólki að borða heilsusamlega. „Ég kem Gabrielle Calderara ►Gabrielle Calderara er fædd í Strasbourg. Hún lauk BA- prófi í næringarfræði frá há- skólanum í Strasbourg og MA-prófi frá Andrews háskól- anum í Michigan í Bandaríkj- unum. Gabrielle hefur haldið fyrirlestra í ýmsum löndum Evrópu og er virk í félagi bandarískra næringarfræð- inga. Gabrielle hefur starfað sem næringarfræðingur við La Ligniere heilsustofnunina í Sviss frá árinu 1987. Eiginmaður hennar er David Calderara og þau eiga eina dóttur. hingað til lands í þessum tilgangi án þess að fá borgað sérstaklega fyrir það. Ég er ekki að selja nein hráefni né kynna vörumerki held- ur einfaldlega að benda fólki á leiðir til betra lífs. Sá kostnaður sem er fólginn í að sækja nám- skeiðið borgar ferðir mínar fram og til baka og hráefnið sem við notum til matreiðslu á námskeið- inu.“ Gabrielle mun kenna þátt- takendum hvað hráefni úr jurta- ríkinu bjóða upp á í matargerð og hún segir að um mjög fjöl- breytta matreiðslu sé að ræða. - Nú starfar þú á endurhæfíng- arstöð í Sviss þar sem hjartasjúkl- ingar dvelja. Er erfítt að fá fólk til að láta af gömlum siðum í matarvenjum? „Já, það reynist erfitt. í raun er einungis hægt að fá örfá pró- sent til að breyta mataræði sínu. Það er alvarlegt að fá hjartasjúk- dóm og ég furða mig oft á því hversvegna fólk er ekki tilbúnara en raun ber vitni. Fyrsta hálfa mánuðinn er fólk opið fyrir breyt- ingum en síðan er alltof algengt að það gleymi þeim.“ - En það er ekki nóg að breyta um matar- æði? Nei, hollt mataræði iurtaætur lifa að meðaltali 5 árum lengur en kjötætur er einungis einn hlekkur í keðj- unni og fleira þarf að koma til. Það er afskaplega mikilvægt að láta streitu ekki ná tökum á sér, fá nægan svefn, stunda líkams- rækt, fá gnægð af fersku lofti og drekka mikið vatn. En það er þó gott að breyta einu þessara atriða tii langs tíma en breyta öllu í einu og gleyma því svo þegar frá líður." Matreiðslunámskeiðið er haldið í Suðurhlíðaskóla og það stendur yfir í fjögur kvöld. Fólk getur annaðhvort komið eitt kvöldið eða verið öll kvöldin. Námskeiðið hefst klukkan 19.45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.