Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ai nota markaðsöflin - með hag heildarinnar í huga Geoff Mulgan er forstjóri hugmyndabank- ans Demos og ráðgjafi Tony Blairs forsætis- ráðherra Breta. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við hann er hann átti leið um Kaupmanna- höfn. Mulgan hafnar því ekki að velgengni Blairs felist meðal annars í að taka póli- tíkina úr pólitíkinni. HANN er ekki hug- myndasmiður af þeirra tegund, sem slær um sig, heldur er hann strákslegur, kemur fram af breskri hógværð og lætur lítið yfir sér, þótt hann og sam- starfsfólk hans á Demos, breskum hugmyndabanka, sé talið eiga dijúgan hlut í velgengni breska Verka- mannaflokksins og Tony Blairs. Geoff Mulgan framkvæmdastjóri Dem- os, meðlimur í ráðgjafarnefnd forsætisráðherrans, „Downing Street Policy Unit“, og ræðuritari Blairs hefur kennt við háskóla, verið ráðgjafi Gordon Browns núverandi fjármálaráðherra, skrifað bækur eins og „Politics in an Antipolitical Age“ og nú síðast „Connexity". Demos er hugmyndabanki, „think tank“, sem tekur að sér rannsóknarverkefni fyrir fyrir- tæki og stofnanir og í breskum fjölmiðlum er Demos oft nefndur í sömu andrá og velgengni Verka- mannaflokksins, því flokkurinn hafí sótt margar hugmyndir þangað, en margar hugmyndir þaðan hafa líka vakið athygli fyr- ir að vera óvenjulegar og jafnvel storkandi. Mulgan segir sposkur að stofnunin hafi einfaldlega ekki mikið fé til umráða, því hún sé ekki styrkt af verkalýðshreyfing- unni eða öðrum stórum aðilum eins og ýmsar aðrar stofnanir af svipuðu tagi og hafi því þurft á góðum hugmyndum að halda til að vekja á sér athygli. Demos er óflokksbundin rannsóknarstofn- un, stofnuð 1993, að sögn Mulg- ans af því hann og fleiri voru orðnir þreyttir á stöðnuðu and- rúmslofti í breskum stjórnmálum. íhaldsflokkinn var að daga uppi hugmyndafræðilega og Verka- mannaflokkurinn virtist ekki komast frá innihaldslausri end- umýjunarumræðu. Nú er íhalds- flokkurinn kominn út í horn, Verkamannaflokkurinn hefur lagt hið pólitíska svið undir sig og hugmyndirnar velta fram. Mulgan segist heldur ekki áhyggjufullur yfir hugmynda- þurrð. Flokkurinn komi ekki til valda með einhvern pakka, sem eigi að framkvæma, heldur spretti hugmyndimar upp jafnóðum og það eigi ömgglega eftir að koma í ljós að flokkurinn sé í raun rót- tækari en nokkur hafi látið sig dreyma um meðan hann var í stjórnarandstöðu. Róttækni þýðir hér ekki vinstriróttækni, heldur hugmyndir, sem ganga þvert á það sem áður var haldið eða álitið mögulegt. Erum við viðbúin 21. öldinni? Það liggja ýmsar langtíma greiningar að baki hugmyndum Mulgans og þá meðal annars hvort við séum viðbúin 21. öld- inni, eins og hann spurði í fyrirlestri sínum á ráðstefnu danska félagsmála- ráðuneytisins um félagslega sam- heldni fyrir skömmu. En telur Mulgan að við séum viðbúin 21. öldinni. „Þegar fólk í framtíðinni lítur til baka til 20. aldarinnar mun það segja að helsta breytingin þá hafi verið hvemig heimurinn skrapp saman, tengdist með nýjum sam- skiptakerfum, alþjóðavæðingu við- skiptalífsins og aukinnar meðvit- undar um umhverfismál. Flestar stofnanir þjóðfélagsins eru hins vegar enn líkt og þær voru á síð- ustu öld, ótengdar hver á sínum bás. Ríkisstjómir eru bundnar á klafa sjálfstæðishugmynda, fyrir- tæki horfa aðeins á sitt afmarkaða svið og halda að ekkert skipti máli nema að fylgjast með bók- haldinu og fullnægja hluthöfum. Þessar stofnanir passa ekki inn í samtengingu nútímans. Samtengingin hefur í för með sér að skipting stofnana í opinber- ar stofnanir, einkastofnanir eins og fyrirtæki og svo góðgerðar- starfsemi er orðin miklu óljósari. Út frá formi stofnana verður ekki lengur hægt að spá um hvemig þær hegði sér. Einkafyrirtæki eins og „Body Shop“ rekur auglýsinga- herferð til að vekja athygli á um- hverfinu, ríkisstofnun ber ekki lengur hagsmuni heildarinnar fyrir bijósti, heldur starfar í þágu starfsfólksins og góðgerðarstarf- semi reynir með ágengum hætti að auka markaðshlutdeild sína. Gömlu mörkin segja ekki lengur mjög mikið og það sem tengir stofnanir saman er fremur siða- gildi þeirra en gildismat. Sameig- inlegt siðagildi og tengslin við umheiminn halda þeim saman. í samtengdum heimi þá segir það heilmikið um stofnun hvers konar tengsl hún hefur við umheiminn, til dæmis yfirvöld og viðskipta- vini. Stofnunum af öllu tagi geng- ur oft betur núorðið að ná mark- miðum sínum ef þær vinna í sam- fioti, andstætt því að fyrir hálfri öld þá gátu bæði ríkisstjórnir og fyrirtæki Ieyst málin upp á eigin spýtur. Geoff Mulgan TONY Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins breska og forsætis- ráðherra. Geoff Mulgan, forstjóri Demos-hugmyndabankans, hefur haft mikil áhrif á hugmyndafræði ríkisstjórnar Blairs. Hér verður því að hugsa málin upp á nýtt. Ef við lítum á hvað yfirvöld geta gert á sviði félags- mála, þá er nærtækt að líta á Bretland, þar sem skólar á ein- stökum svæðum eru mjög slæmir. Þar getur farið vel á að yfirvöld leggi fram fé til að bæta skólana, án þess að leggja kvöð á hveijir taki að sér að bæta þá. Það þarf ekki að ganga út frá því sem vísu að það eigi að vera opinber stofn- un. Ef einkafyrirtæki, samvinnu- félög kennara eða góðgerðarsam- tök eru færari til þess þá ættu peningamir að renna þangað. Þetta hljómar eins og einföld regla, en er í raun byltingarkennt miðað við hvernig stjórn ríkisins er skipu- lögð.“ Stjórnvöld: breytt en ekki minna hlutverk „Á verksviði stjómvalda verður í auknum mæli að skipuleggja kerfi og hér er sorpeyðing gott dæmi. Stjómvöld þurfa ekki endilega að hafa sorpeyðingu á eigin könnu, heldur eiga að móta stefnu er nær til allra þátta; hvemig fólk með- höndlar og flokkar msl heima fyr- ir, hvemig mslið er sótt og yfir í meðferð sorps og endurvinnslu, sem oftast er á hendi einkafyrir- tækja. Heildarkerfið eiga yfirvöld að móta, en ekki nauðsynlega að taka þátt í hveijum lið. Þetta er ekki sterkasta hlið stjómvalda því þau em fremur innstillt á að veita þjónustu, en ekki að setja upp og fylgjast með heildarkerfum. Skattheimta er einn liður í myndinni. Áður fyrr var gengið út frá að yfírvöld inntu af hendi samféiagsþjónustu, eins og varnir landsins, heilsugæslu, menntun og samgöngur. Einkafyrirtæki áttu að leggja til allt annað og skila hagn- aði. Einkageirinn var því skattlagð- ur til að borga fyrir opinbera þjón- ustu, sem hið opinbera sá um. Nú orðið leggur einkageirinn til ýmsa opinbera þjónustu. í Bretlandi er til dæmis framlag til skólamála sextíu milljarðar punda, en hlutur ríkisins aðeins 28 milljarðar. Fyrir- tæki mennta og þjálfa fólk, veita starfsfólki bamagæslu, miða rekst- urinn við betra umhverfi og sjá fyrir öðm, sem hið opinbera var áður eitt um. Á síðasta áratug var markmið skattastefnunnar að einfalda hana, meðhöndla öll fyrirtæki eins og útrýma sérreglum og forréttindum, en í raun er þetta dapurleg stefna. í framtíðinni ætti að miða að því að skatta fyrirtæki eftir því hvað þau leggja af mörkum. Ef þau leggja eitthvað af mörkum til al- mannaheilla ættu þau að greiða lægri skatta en fyrirtæki, sem leggja ekkert fram, að borga hærri skatta. Þessi hugmynd gengur þvert á núverandi skattastefnu.“ Að verðlauna árangur - ekki aðgerðir Dæmin sem þú tekur um hvem- ig einkaaðilar geta nýtt opinbert fé betur minna á stefnu, sem er áberandi í þróunaraðstoð þar sem lán runnu áður nánast eingöngu til ríkisstjórna en fara nú í stór- auknum mæli til einkaaðila, sem starfa í viðkomandi löndum. Ætti það sama að gerast í okkar heims- hluta? „Já, einmitt, og við getum líka lært af því að í þróunarverkefnum er lögð mikil áhersla á að styðja við breytt samstarf. Fyrirtæki, sem einbeitir sér að menntun og hefur til dæmis tekið upp samstarf við innfædda kennara, verður um leið líklegra til að fá framlag, því starf- semin er þá betur grundvölluð og samstarf verðlaunað. í Bretlandi mætti þá verðlauna þá, er skapa tíma með samstarfí, sem byggist á að foreldrar leggi af mörkum tíma til skólastarfs eða að fyrir- tæki leggi tíma af mörkum með sjálfboðastarfi. Hugmyndin er að nota markaðsöflin, en með hags- muni sem flestra í huga. Hér skiptir máli að auka félags- lega meðvitund fyrirtækja. Félags- leg meðvitund þeirra er í flestum tilfellum einhvers konar viðbót. Þau hafa kannski sjálfboðastarf í gangi í nánasta umhverfi sínu, en skera um leið niður fé til þjálfunar nýrra starfsmanna eða segja upp stórum hópum. Það verður engin alvara í umræðunni um félagslega ábyrgð fyrirtækja fyrr en hún er orðin hluti af ákvarðanaferli í viðskiptum al- mennt, engu síður en hagnaður og umhverfismál." Þær hugmyndir sem þú reifar krefjast þess að yfirvöld fylgist með og mæli afköst og árangur á annan hátt en venjulega er gert. Hvemig á að mæla árangur og breytingar? „Það eru þijár hliðar á því máli. Ef yfírvöld í fyrsta lagi veita fé til menntunar þá ætti það að tengjast raunverulegum árangri eins og skilningi og hvort menntunin eykur atvinnumöguleika. En yfirvöld gera mun meira af því að mæla aðgerð- ir, ekki árangur, og það þarf bylt- ingu á því sviði hvemig yfirvöld meta það sem gert er. Árangur heilbrigðisþjónustu ætti til dæmis að mæla í heilbrigði, ekki spítala- heimsóknum og aðgerðum. í öðm lagi er nauðsynlegt að taka þolenduma með í myndina, hvað fólki fínnst um þá þjónustu, sem það fær. í herferð bresku stjómarinnar „Frá velferð til vinnu“ þá er í fyrsta skipti hugað að því hvað fólki finnst um þær aðgerðir, sem notaðar eru til að koma því í vinnu. Með öðram orð- um, þá er lagt huglægt mat á kerf- ið og það hefur ekki verið gert áður, því slíkt mat hefur verið álit- ið óraunveralegt og óeðlilegt. í þriðja lagi þá held ég að við neyðumst á endanum til að taka upp víðtækara mat á afköstum þjóðfélagsins en núverandi viðmið- un, þjóðarframleiðslu, til að mæla raunveralega velferð. Ríkisstjómir, sem vilja búa sig undir næstu öld, ættu að efla umræðu um þessi mála og ekki einblína á hagvöxt einvörðungu, sem tengist velferð einstaklinga á mjög svo afstæðan hátt.“ Stjórnmál á and- pólitískum tímum Þá emm við komin að stjómmál- um, sem á okkar tímum eru stjóm- mál á andpólitískum tímum. Það skortir ekki áhuga á til dæmis skólamálum og öðrum samfélags- málum, en áhugi á flokksstjómmál- um er lítill. Stjórnmálaflokkar virð- ast í auknum mæli nánast hafa dagað uppi. Hvernig á að reka stjómmál á andpólitískum tímum? „Ég býst við að við eigum eftir að sjá enn frekari hnignun stjóm- málaflokka, en ég held að Verka- mannaflokkurinn breski hafi tekið svolítið í hnakkadrambið á sér. Eitt af því sem er áhugavert við Tony Blair er að hann reynir að vera leiðtogi á andpólitískum tím- um, sem er óvenjulegt. Þetta gerir hann meðal annars með því að skipa í störf fólk, sem ekki er sam- mála honum og að hluta með því að fá fólk úr viðskiptalífínu, úr menningarlífinu og víðar að úr þjóðfélaginu til að taka þátt í stjómun ríkisins. Hann reynir af öllum mætti að verða ekki á al- gengustu mistök stjómmála- manna: að lofa því sem hann getur ekki efnt. Hann einbeitir sér að því að uppræta spillingu og sýna fram á að stjómmál snúist um að vera heilsteyptur. Ég held við eigum eftir að sjá fleiri stjómmálamenn hegða sér öðravísi en við eram vön - en hvort það hefur einhver áhrif er önnur saga.“ En eitt er að leitast við að gera eitthvað af því að það lítur vel út og annað að gera það af heilum hug. „Já, það er rétt. Blair hefur skip- að fólk úr öðram flokkum í nefnd- ir og ráð, jafnvel þótt hann þurfi ekki á atkvæðum þess að halda, svo ég held að þetta sé ekki neitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.