Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið Kristján Kristjánsson HRAEFNIÐ ER GRÓÐUR JARÐARINNAR Úlfar, ásamt Helga Alfreðssyni framleiðslustjóra við Kaffibrennsluna. Helgi átti nýverið 50 ára starfsafmæli. VQDSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► íslendingar hafa löngum verið mikil kaffidrykkjuþjóð, en tilfellið er að þrátt fyrir að kaffitegundum sem á boðstólum hafa verið hafi fjölg- að mjög sfðustu árin, hefur kaffidrykkja minnkað nokkuð. Kaffi- brennsla Akureyrar sér landsmönnum fyrir hinu gamalkunna Braga- kaffi og annarri tegund með öllu alþjóðlegra nafni, Rúbín. Úlfar Hauksson er framkvæmdastjóri Kaffibrennslunnar og Morgunblaðið tók hús á honum á Akureyri fyrir skömmu. eftir Guðmund Guðjónsson ULFAR er fæddur á Akur- eyri 1952. Hann fór hefð- bundinn menntaveg nyrðra, en kom svo suður og nam viðskiptafræði við HÍ. Út- skrifaðist þaðan árið 1977 og fór þá norður um hæl. Hann var starfs- maður Akureyrarbæjar í 11 ár, eða til ársins 1988 að hann fór að vinna hjá ístess sem var forveri Laxár ehf. En það var í árslok 1990 að Úlf- ar réðst til Kaffibrennslu Akureyr- ar og þá sem framkvæmdastjóri. Lengi vel var Úlfar stundakennari í þjóðhagfræði við Menntaskólann á Akureyri, samhliða öðrum störfum, og hætti því ekki fyrr en í vetur. Kaffibrennsla Akureyrar var stofnuð árið 1931 og var í fyrstu rekin sem einkafyrirtæki í fjöl- skyldueign. Fyrirtækinu var breytt í hlutafélag árið 1936 og komu þá inn þekktir athafnamenn á Akur- eyri. Þetta átti eftir að breytast og KEA og Sambandið yfirtóku rekst- urinn og stóð það samkrull frá 1944 til 1993, er KEA keypti hlut Sam- bandsins. Kaffibrennslan tilheyrir því _KEA-samstæðunni á Akureyri, en Úlfar segir ekkert slæmt við það, þvert á móti. „Þetta er sjálfstætt hlutafélag með sína eigin stjóm, og rekið sem slíkt. Fjárhagurinn er mjög traust- ur.“ En talað er um minnkandi kaffi- drykkju. Kemur það ekki niður á fyrirtækinu? „Að vísu er það rétt að kaffi- drykkja hefur minnkað talsvert síð- ustu árin og jú, vissulega snertir það fyrirtæki eins og Kaffibrennslu Akureyrar. Við framleiðum alfarið fyrir innanlandsmarkað og finnum fyrir sveiflum. Fyrir 15 til 20 árum var Kaffibrennslan með um helming af innanlandsmarkaðinum, en hlut- deildin hefur minnkað jafnt og þétt allra síðustu árin samhliða vaxandi innflutningi á kaffi. í dag erum við að framleiða í magni nálægt tuttugu prósentum af kaffisölunni." Hvers vegna minnkar kaffineysla og hvað hefur valdið verri stöðu ykkar gagnvart innfluttu kaffí? „Það er ekkert eitt svar við þessu, en ýmsir þættir eru ljósir. Það má segja að innlend framleiðsla hafi verið vernduð af tollum fram á níunda áratuginn. Þá varð feiknar- leg breyting, EFTA-samningarnir voru gerðir, tollum var aflétt og margir fóru að flytja inn kaffi og vöruvalið jókst gífurlega. Og þú spyrð hvers vegna kaffidrykkja minnkar hér á landi. Því er kannski svarað á þann hátt að samkeppni, önnur en í kaffi, hefur einnig aukist gífurlega. Það eru takmörk fyrir því hve hægt er að pumpa miklu magni af vatni í gegnum mannslíkamann og öll þau kynstur af gos- og öðrum ávaxtadrykkjum sem bæst hafa í búðarhillumar hafa einnig áhrif á kaffidrykkju. Bæði auka þessir drykkir allir úrval neytenda og hafa auk þess í för með sér að ungt fólk byrjar að drekka kaffi miklu seinna á lífsleiðinni. Og af því ég minntist á búðarhill- urnar, þá stendur ein orrustan einmitt þar. Þótt við séum með þessa góðu hlutdeild á innanlands- markaðinum verður að segiast eins og er, að okkur hefur orðið betur ágengt úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það stafar m.a. af því að ýmsir þeirra sem eru stórir í smásölu flytja inn sitt eigið kaffi og hygla því að sjálfsögðu. Fyrir norðan og raunar víðast hvar á landsbyggðinni eru merkin okkar hins vegar á mjög góðu róli. Baráttan fer einnig fram þar sem kaffið er drukkið. Neysla hefur t.d. minnkað á heimilum, en aukist verulega á vinnustöðum. Þá verða menn að beina kröftum sínum inn í mötuneytin með aukinni þjónustu og ráðgjöf. Gæði og/eða gott verð Er það þá verðið sem spilar inn í frekar en gæðin? „Það er nú reyndar okkar skoðun að þegar upp er staðið séu það gæði vöru og þjónustan sem skipti máli. Verðlagið skiptir auðvitað máli, en menn drekka helst það kaffi sem þeim finnst best og þó kaffi sé kaffi, þá eru tegundirnar margar og ekk- ert af þessu er nákvæmlega eins á bragðið. Við teljum líka að með fullri virð- ingu fyrir þessum erlendu kaffiteg- undum séum við með gæðameiri vöru. Kaffi er eins og bjór að því leyti, að því fyrr sem vörunnar er neytt, þ.e.a.s. eftir að hún er tilbúin á annað borð, þeim mun betri er hún. Brennt kaffi, malað eða ómal- að, er unnið úr mjög viðkvæmu hrá- efni sem hefur takmarkað geymslu- þol. Við flytjum hráefnið inn ferskt og framleiðum kaffið eftir þörfum markaðarins, þannig að tryggt er að varan okkar er alltaf eins fersk og frekast er unnt. Erlendu kaffiteg- undirnar geta einfaldlega ekki skákað innlendum framleiðendum á þessu sviði. Segðu mér hvað þið veltið mikl- um fjármunum og framleiðið mikið kaffi? Veltan er misjöfn og hefur verið breytingum háð. Bæði vegna þess sem ég lýsti áðan um minnkandi hlutdeild, en einnig vegna þess að verð á kaffi sveiflast upp og niður. Hrákaffi er mjög mikilvæg vara á heimsmarkaðinum og lætur ekki síst stjómast af spákaupmennsku en gengismálum og verðbréfavið- skiptum. Dæmi um sveiflur er að frá því í desember síðastliðnum og fram í maí á þessu ári þrefaldaðist verðið. Það féll að vísu aftur í átt að fyrra fari, en þetta var til marks um sveiflukraftinn. Hækkanir af þessu tagi verðum við að taka á okkur og reyna að slétta þær út án þess að velta þeim út í verðlagið. En talan 160 til 170 milijónir í veltu á ári er ekki fjarri lagi. Þá hef- ur framleiðslan allra síðustu misseri verið nokkuð stöðug þrátt fyrir allt, eða á bilinu 300 til 350 tonn. Hvers lags kaffí fíytjið þið inn og hver blandar? „Megnið af kaffíbaununum kaup- um við frá Brasilíu og Koiombiu og við kaupum ýmist frá upprunalönd- unum eða af mörkuðum í Evrópu. Það fer eftir magninu hverju sinni hvort er ofan á. Við kaupum einnig hráefni frá Mið-Ameríkuríkjunum Costa Rica, Guatemala og E1 Salvador og talsvert einnig af Kenýakaffi. Kaffibaunir eru margs konar. Alls eru milli 55 og 60 lönd að framleiða baunh' og sum þeirra nokkrar gerðir. Við notum að stað- aldri 8-10 tegundir kaffibauna og uppistaðan í blöndunum okkar eru brasilískar og kolombískar tegund- ir. Við blöndum sjálf. Þetta eru ell- efu manns sem vinna hérna að stað- aldri, úrvalsstarfsfólk, og við höfum öll þjálfun í kaffiblöndun og smökk- un. Slíkt er nauðsynlegt. Hráefnið er gróður jarðar og hann er ekki alltaf samur frá ári til árs þó frá sama staðnum sé. Þannig fer fram eftirlit með hráefninu og það má segja að það fari fram með munnin- um. Við fáum send sýnishorn, brennum þau og mölum, hellum svo upp á og smökkum. Þetta er sami gangur mála út í gegn og honum er fylgt eftir af visindalegri nákvæmni. Hrákaffið er smakkað áður en það er keypt, smakkað aftur þegar heim er komið og svo enn og aftur eftir að búið er að vinna það. Ef þetta er svona nákvæmnis- vinna, er þá ekki oft kvartað yfír þvi að kaffíð sé ekki nógu gott, eða ekki eins gott og í fyrra? „Nei, það er mjög lítið kvartað. Þó get ég sagt þér eina sögu. Við smábreyttum gula Braganum okk- ar. Hann þótti ekki lengur góður drykkur og hægt og bítandi, á 4-5 árum, þróuðum við hann þannig að hann varð allt annar og gerbreyttur drykkur. Aidrei heyrðum við nokkurn mann kvarta undan því að guli Bragi væri eitthvað breyttur." Skáldsagnaguðinn eða borgar- nafn? Hver erþessi Bragi eiginlega? „Það eru engin gögn til um það nákvæmlega, en það er hald mitt að kaffið heiti í höfuðið á skáldskapar- guðinum Braga. Til marks um það framleiddi Kaffibrennslan á sínum tíma kaffibæti sem hét Freyja. Uppi hefur einnig verið sú kenning að nafnið sé í höfuðið á brasilísku og portúgölsku borgunum Braga, en ég held að það eigi sér ekki stoð í r aunveruleikanum. Nú hefur þér orðið tíðrætt um minnkandi hlutdeild í markaðinum og minnkandi kaffídrykkju lands- manna. Hvað gerið þið hjá Kaffi- brennslunni til að stemma stigu við svo óvinsamlegu umhverfí? „Við höfum sett alla okkar krafta í gæðamálin. Stefnan er að fram- leiða að staðaldri a.m.k. jafngott og jafnvel betra kaffi hér heima en gert er í útlöndum. Vegna sérstöðu okkar höfum við ekki boðið lægsta verðið og það hefur hugsanlega valdið að einhverju leyti samdrætt- inum hjá okkur. Það er mikið til af kaffi á lágu verði, en þá eru gæðin líka minni þar eð við erum aldrei með gamalt kaffi í umferð. Allt okk- ar kaffi er nýbrennt og malað. Við höfum einnig treyst stöðu okkar með því að fara í samvinnu ásamt nokkrum fleiri fyrirtækjum á Norðurlöndunum og í Evrópu við fyrirtæki sem tekur að sér samn- inga og tilboðsöflun fyrir okkur á erlendri grund. Samvinnan býður upp á hagstæðari innkaup og sam- vinnan er okkur auk þess ákveðin trygging varðandi hráefnisgæði. Þetta er það stór kaupandi að selj- endur vilja ekki styggja hann með slöku hráefni." Hvað gerist þá næst? „Við höfum verið á kafi í að auka verulega vöruvalið okkar. Síðustu þrjú árin hefur kaffitegundum okk- ar fjölgað úr 5 í 8 og auk þess höfum við verið að auka samvinnu við kaupfélög, mötuneyti og stofnanir víða um iand þannig að við framleið- um kaffi sérstaklega handa þeim. Við höfum einnig verið að pakka tei í nafni Bragamerkisins og færa okkur upp á skaftið í súkkulaði- drykkjum, bæði í dufti og sírópi. Þá höfum við verið að auka innflutning á vörum sem tengjast kaffinu á einn eða annan hátt og að auka ráðgjöf tengdri lögun heitra drykkja. Það eru engar stórar fjárfesting- ar framundan, verksmiðjan er tæknilega séð býsna góð og við er- um vel í sveit sett fyrir þau átök sem framundan eru. Við getum einnig, og munum, einbeita okkur að aukinni markaðssetningu. Þá er aldrei að vita nema kaffisala fari vaxandi á íslandi á ný. Við höfum séð það vera að gerast í nágranna- löndum. Til dæmis í Þvskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.