Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÓVÆNTUR FUNDUR TEIKNINGA OG SKIAIA Frumteikningar af Alþingis húsinu komnar í leitirnar Uppdrættir af AI- þingishúsinu, sem taldir voru löngu glataðir og aðrir sem enginn hafði hugmynd um, voru meðal þess sem Guðmundur Magn- ússon uppgötvaði fyrir nokkru í óflokkuðu teikninga- safni í Þjóðskjala- -------7------------ safni Islands. Hér greinir hann frá fundinum. IÞJOÐSKJALASAFNI Is- lands hafa komið í ljós áður óþekktar teikningar af Alþing- ishúsinu frá árunum 1879 til 1880, þar á meðal uppdrættir sem virðast vera endanlegar bygg- ingarteikningar hússins en þær hafa fram að þessu verið taldar glataðar. Enn fremur hafa fundist í safn- inu frumtillögur að stækkun Ai- þingishússins frá árunum 1906 til 1907. Er þar gert ráð fyrir allt ann- ars konar viðbyggingu við húsið en Kringlunni svonefndu sem reist var 1909. Sérfræðingum var ókunnugt um tilvist þessara teikninga. Fjöldi gamalla teikninga Það var fyrir hreina tilviljun að höfundur þessarar greinar fór að kynna sér óflokkað safn teikninga sem varðveittar voru í öryggis- geymslu Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162. Teikningamar höfðu verið fluttar í safnið ásamt mörgum skjalabögglum úr kjall- arageymslu eins ráðuneytanna nokkrum misserum fyrr og biðu rannsóknar og viðgerðar. Hafði ekki verið kannað sérstaklega hvað þær sýndu. í teikningasafn- inu leyndust auk Alþingismynda uppdrættir af Dómkirkjunni í Reykjavík frá miðri síðustu öld. Frá þeim fundi hefur áður verið greint í Morgunblaðinu. Meðal annarra uppdrátta voru einkar glæsilegar teikningar danska arki- tektsins Christians Thurens af landsspítala í Reykjavík frá árinu 1899. Svipar þeim talsvert til teikninga sama arkitekts af Laug- amesspítala sem byggður var tveimur árum fyrr. Einnig voru í safninu grannteikningar af Möðra- vallaskóla o.fl. Þinghústeikningar taldar glataðar Alþingishúsið, eitt svipmesta hús Reykjavíkur, var sem alkunna er reist 1880 til 1881. Framkvæði að byggingu hússins kom einkum frá þáverandi landshöfðingja, Hilmarí Finsen, og dönskum stjórnvöldum. Miklum fjármunum var varið til framkvæmdarinnar og mjög vand- að til allra verka. Upphaflega var leitað til dansks byggingarmeist- ara, C. Klentz að nafni, og hann beðinn að semja framdrög að byggingunni. Vora tillögur hans \sykiavik rm ■vnársasg' ZZI UM TÍMA voru uppi áform um að hafa kjallara undir öllu Alþingishúsinu. Á þessari teikningu af bakhlið hússins frá árinu 1880, sem aldrei hefur verið birt áður, sést hvaða áhrif þetta hefði haft á útlit þess. Hætt var við að byggja kjallarann vegna kostnaðar og vegna þess að það hefði komið í veg fyrir að unnt væri að taka húsið í notkun á réttum tíma. TILLAGA arkitektsins Kiorboe um viðbyggingu, móttökusal og þjónusturými, við Alþingishúsið vestanvert. Grunnteikning. Fallið var frá hugmyndinni og Kringlan svonefnda byggð þess í stað. Mönnum hefur fram að þessu ekki verið kunnugt um þessar tillögur. kynntar alþingismönnum sumarið 1879. Þótt þær væra að mörgu leyti vandaðar féllu þingmönnum þær ekki í geð. Varð þá að ráði að leita til eins þekktasta húsameistara Danmerkur, Ferdinands Meldahls, forstöðumanns listaháskólans í Kaupmannahöfn, og fela honum verkið. I Þjóðskjalasafni era varð- veittar eftir hann fímm teikningar af þinghúsinu, allt framtillögur, dagsettar í nóvember 1879. Fáeinar teikningar til viðbótar, líklega gerð- ar á sama tíma, hafa varðveist í Danmörku en þær era illa famar. Fram að þessu hefur verið álitið að aðrir framuppdrættir af húsinu væra glataðir. Það kom því ánægjulega á óvart að fá óvænt fram í dagsljósið teikningar sem virðast vera endanlegar byggingar- teikningar (allar grannmyndimar og þversniðsmynd era málsettar). Ekki var síður foiritnilegt að sjá þarna teikningu af Alþingishúsinu með kjallara undir. Um kjallarann sem aldrei var byggður hefur ým- islegt verið skrifað og skrafað en fram að þessu hefur mönnum ekki verið ljóst um hvers konar kjallara var að ræða og hvaða áhrif hann hefði haft á útlit þinghússins. Teikningin sem fannst er reyndar aðeins af bakhlið húsins en gefur þó góða hugmynd um hvernig þinghúsið liti nú út ef ekki hefði þurft að spara fé og hraða fram- kvæmdum svo unnt væri að taka húsið í notkun fyrir þingsetningu 1881. Sá böggull fylgir skammrifi að teikningamar sem um ræðir era ekki áritaðar af Meldahl sjálfum. Undir þeim stendur „For F. Meldahl" með ólæsilegu nafni. Meldahl kom aldrei hingað til lands og annaðist F. Bald byggingar- meistari framkvæmdir í umboði hans. Má vel vera að teikningarnar séu gerðar af Bald, enda féll það í hans hlut að laga hugmyndir Meldahls að aðstæðum í Reykja- vík, þar á meðal að finna húsinu endanlegan byggingarstað. Óþekktar teikningar af við- byggingu Alþingishúsinu var frá upphafí ætlað að hýsa auk þingsins söfn landsins, stiftsbókasafn (síðar landbókasafn), forngripasafn (síðar þjóðminjasafn) og málverkasafn (síðar listasafn). Upp úr aldamót- um var orðið ljóst að rýmra hús- næði þyrfti fýrir þessi söfn og landsskjalasafnið (síðar þjóðskjala- safn) sem stofnað var 1882. Var Safnahúsið við Hverfisgötu byggt yfir söfnin á áranum 1906 til 1908. Um sama leyti var afráðið að byggja móttökusal fyrir þingið. Kemur sú ákvörðun að ýmsu leyti á óvart því við flutning safnanna skapaðist mikið rými fyrir starf- semi þingsins í húsinu. Þá lá ekki fyrir að háskólinn flytti í þinghúsið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.