Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNFUNDUR SÁÁ var haldinn í Háskólabfói laugardaginn 1. október 1977 fyrir fullu húsi. Bræðralag gegn Bakkusi Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá stofnun Samtaka áhugafólks um áfengls- og vímuefnavandann. I tilefni afmælisins er komin út bók sem ber heitið Bræðralag gegn Bakkusi. I henni rekur Sæmundur Guðvinsson sögu samtakanna fram til dagsins í dag. Hér __fer á eftir hluti af 3. kafla bókarinnar, sem_ fjallar um stofnun SAA. Hilmar Helgason myndaði hóp manna vorið 1977 til að vinna að undirbúningi fjöldasamtaka til að takast á við áfengisvandamál- ið. Samkvæmt skráðum heimild- um var mynduð undirbúningsnefnd sem í áttu sæti auk Hilmars: Valur Júlíusson læknir, Eyjólfur Jónsson skrifstofustjóri, Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður, Lilli Berndsen og Pétur Sigurðsson alþingismað- ur. Valur er ekki sáttur við að tala um þennan hóp sem sérstaka nefnd. „Ég var ekki beð- inn um að taka sæti í neinni nefnd. Þarna var um að ræða nokkra menn sem höfðu áhuga á að vinna að framgangi málsins og Binni var með í þeim hópi. Ég fór til dæmis iðulega á kvöldin í kaffi heim til Binna og Ástu Kristjánsdóttur, konu hans, þar sem málin voru rædd fram og til baka. Hópurinn hittist oft í húsnæði Tryggingastofnunar rík- isins þar sem Eyjólfur Jónsson var skrif- stofustjóri. Smám saman fór markmiðið að taka á sig ákveðna mynd, að koma hér á fót afvötnunarstöð eins og þær störfuðu í Bandaríkjunum og þá fyrst og fremst eins og var á Freeport. Þaðan höfðum við fyrir- myndina," segir Valur. „Það opnaðist fyrir mér nýr heimur“ Þegar Hilmar fékk Val til samstarfs vorið 1977 var hann nýkominn úr áfengismeðferð vestra. Fór fyrst á Freeport eins og aðrir en framhald meðferðarinnar var með öðrum hætti. „Ég þekkti Önnu Guðmundsdóttur og mann hennar vel frá fyrri tíð. Anna hafði beðið eftir því að íslenskur læknir kæmi í meðferð vestur sem gæti síðan unnið að þessum málum hér heima. Hún var mjög áhugasöm um að ég lærði sem mest um alkó- hólisma og kom mér að hjá Smither’s Aicoholism Treatment and Training Center sem starfrækt er við Roosevelt-sjúkrahúsið í New York. Þar voru fjölmargir læknar og læknastúdentar sem vildu læra um alkóhól- isma,“ segir Valur. Forstöðumaður Smither’s var dr. LeClair Bissell, læknir og sérfræðingur í meðferð alkóhólista. Hún var þá begar orðin kunn af skrifum sínum um alkóhólisma. „Bissell spurði mig hvort ég hefði áhuga á No mattef how heavity the A NEW LIFE BEGINSHERE 267SOUTH OCEAN /V£NJE,FRE£POfiTNY 11520 &Q 378-0800 FREEPORTSJÚKRAHÚSIÐ í Bandarfkjunum var töfrastaður ( augum áfengissjúklinga. að starfa sem læknir fyrir alkóhólista og sagði það mjög gefandi starf. Þama lærði ég mikið um sjúkdóminn og bætti síðar við mig þekkingu með námsferðum vestur. Það opn- aðist fyrir mér nýr heimur. Þegar ég var læknastúdent á Landakoti á sínum tíma voru alkóhólistar stundum lagðir þar inn. Það var hins vegar alltaf undir öðru yfirskyni en of- drykkju, til dæmis vegna magabólgu. Hin eiginlega sjúkdómsgreining var því ekki til og hvergi skráð. Við reyndum bara að losna sem fyrst við þessa menn,“ segir Valur þegar hann ræðir tildrög þess að hann tók þátt í undirbúningi stofnunar SAÁ. Valur Júlíusson segir að sumarið 1977 hafi hópurinn unnið af krafti við að móta stefnu fyrirhugaðra samtaka og hver og einn hafi lagt til reynslu sína og þekkingu. En drif- krafturinn hafi komið frá Hilmari Helgasyni. Hann hafi verið potturinn og pannan í þessu. Örtröðin eyðilagði gólfíð Síðsumars 1977 var undirbúningur að stofnun SÁÁ það langt kominn að ráðinn var starfsmaður til að annast ýmis störf sem þurfti að vinna. Garðar Jóhann Guðmunds- son tók þetta að sér og Tómas Agnar Tómas- son lánaði skrifstofuherbergi og síma í hús- næði Ölgerðar Egils Skallagrímssonar við Frakkastíg. Skrifstofan var opnuð í byrjun september. „Þaðan var hringt út og farið að smala stofnfélögum og prentaðar inngöngubejðnir í samtökin. Bráðabirgðaskrifstofa SÁÁ var þama til húsa í þrjá mánuði og einhver hefur nú örtröðin verið. Þegar þeir skiluðu skrif- stofunni þurfti ég að láta skipta þar um gólf. Þetta er gamalt timburhús og eitthvað varð undan að láta,“ segir Tómas Agnar. Töfrastaðurinn Freeport Á þessum tíma var starfrækt æsku- lýðsmiðstöð í Reykjavík á vegum borgarinn- ar sem nefndist Tónabær. Þar var forstöðu- maður ungur guðfræðingur, Pjetur Þ. Maack. Stakur reglumaður sem aldrei hafði drukkið áfengi en slæddist fyrir tilviljun á fyrirlestra sem Pirro hélt hér 1976 og þótti mikið til koma. Pjetur var einn þeirra sem Hilmar fékk til liðs við sig við undirbúning- inn. „Það er í apríl 1977 að Hilmar, Tómas Agnar og John Aikman bjóða mér að fara út á Freeport til að kynna mér starfsemina þar og á fleiri meðferðarstofnunum íyrir alkó- hólista. Þeir voru með stjömur í augunum þegar þeir nefndu Freeport, þann töfrastað. Ef illa gekk hjá einhveijum manni að reka dekkjaverkstæði þá átti allt að lagast ef hann færi á Freeport,“ segir Pjetur og kímir. „Hilmar og félagar voru fyrst og fremst sölumenn. Þeir voru að selja nýja sýn á heiminn og lífið út frá sínum sjónarhóli. Þarna hafa þeir séð ákveðinn lykil í mér. Ekki mér sem persónu heldur því sem ég stóð fyrir og þar með gæti ég náð til æsku- lýðsins. Eftir að ég kem að utan byrjum við á að setja upp AA-deild fyrir ungt fólk í Tóna- bæ. En það var alltaf vesen með mig af því ég var ekki alki sjálfur. Hvort ég mætti sitja þennan fund eða hinn. Þetta sumar fór eigin- lega í að fóta sig á þessum vettvangi," segir Pjetur ennfremur. Pjetur segist hafa fengið það verkefni að fá nafnkunna menn til að skrifa undir áskor- un til þjóðarinnar. „Það var samið áskor- endaplagg þar sem einstakiingar áttu að skrifa undir áskorun til íslendinga um að sækja stofnfúndinn. Vitaskuld þurftu að vera þar á meðal ákveðin lykilnöfn. Hilmar setti fyrir mig blað með allmörgum nöfnum og sagði að ég ætti að fá þessa menn til að skrifa upp á plaggið. Þama gat á að líta jafnólíka menn og Sigurbjöm Einarsson bisjcup og Karl Sighvatsson hijómlistarmann. Ég man alltaf þessi tvö nöfn því að þau eru gott dæmi um breiddina í áskorendahópnum og þetta lýsir vel hugkvæmni Hilmars," segir Pjetur. „Kylfa oft látin ráða kasti“ Pjetur minnist þess að Hilmar hafi verið aðaldrifkraftur þess sem gert var í upphafi og það hafi haft sína kosti og galla. „Það gekk ekki allt upp af því sem stefnt var að. Stundum sagði ég við sjálfan mig að ekki vantaði Hilmar hugmyndir en um leið og hann ætti að framkvæma eitthvað þá klúðr- aðist það. Við fórum sumir að tala um það okkar á milli að gejuna þyrfti Hilmar inni í læstu búri og láta hann unga þar út hug- myndum. Passa hins vegar að hann slyppi ekki út til að fara sjálfur í að framkvæma hugmyndirnar. En það að kylfa var oft látin ráða kasti svarar því hvers vegna svona mik- ið var gert strax í upphafi hjá SÁÁ. Það var stundum verið að ráðgera og framkvæma hitt og þetta eins og það væri enginn morg- undagur. Hilmar Helgason var réttur maður á réttum stað á réttum tíma með réttu fólki,“ segir Pjetur. Alkóhólismi í hverri ijölskyldu Þann 26. janúar 1978 flutti Ríkisútvarpið þátt um áfengisvandamálið í umsjón Þórunn- ar Gestsdóttur. Þar ræddi Þórunn meðal annars við Hilmar Helgason og spurði hann um tilurð SÁÁ. „Tilurðin var sú að við komum saman fimm aðilar til að ræða hvort ekki væri hægt að setja upp afvötnunarstöð þar sem sú að- staða horfði mjög illa. Það er alkunna að það þurfti að bíða í þrjár vikur til að koma manni til afvötnunar og það þarf ekki að útskýra nánar hvað þetta kostaði viðkomandi aðila, fjölskyldu hans og vinnuveitendur. Þegar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.