Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 43 ÓLÖF PJETURSDÓTTIR + Ólöf Pjetursdóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1933. Hún lést í Landspítalanum 23. október 1997 og fór útför hennar fram í kyrrþey. Það er komið að kveðjustund. Elskuleg frænka mín, Ólöf Pjeturs- dóttir, kvaddi þessa jarðvist fimmtudagskvöldið 23. október eftir erfið veikindi. Um miðjan júní sl. greindist hún með illkynja heíla- æxli og höfum við ástvinir Ólafar vitað að hveiju stefndi. Þó að dauð- inn sé það eina sem víst er í þessu lífi eigum við erfitt með að sætta okkur við kall hans og getum ekki annað en spurt hver tilgangurinn sé.^ Ólöf var miklum mannkostum gædd og naut fjölskylda hennar góðs af því. Allt vildi hún gera fyrir ástvini sína og ræktaði hún ásamt Bjarna manni sínum gott + Sigrún Guðjónsdóttir var fædd í Merki í Jökuldal 24. maí 1907. Hún lést á Sjúkra- húsi Seyðisfjarðar 12. október síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Seyðisfjarðar- kirkju 25. október. Elsku amma okkar. Þá er lífs- hlaupi þínu lokið. Á þessari skilnaðarstund langar okkur að minnast þín með fáeinum orðum. í lífi þínu hafa skipst á skin og skúrir eins og hjá öðrum. Líkt og hjá öðrum af þinni kynslóð var vinnan alltaf í fyrirrúmi. Sumarið 1951 var þó ykkur hjónunum sér- staklega erfitt. Það sumar gekk illa að sinna bústörfum vegna vætutíðar, en þegar rofaði til síð- sumars þurftu allir að leggjast á eitt við að koma heyi í hús fyrir skepnurnar yfir veturinn. Það var eftir erfiðan vinnudag það sumar að sorgin kvaddi dyra hjá þér er maðurinn þinn dó. Þá ortir þú þetta fallega ljóð: Hér bundum við síðasta baggann í blæþyt við skýjanna traf en datt ekki i hug eða dreymdi að dagurinn síðasti var. Aðeins 44 ára varst þú orðin ekkja með 7 börn, það elsta 17 ára og það yngsta tveggja ára. En þú lést ekki bugast. Þú hélst áfram að annast börn þín og með dugnaði og atorku þinni komust þau öll til manns. Skilafrest- ur minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fýrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. samband við fjölskylduna, bæði unga og aldna. Þau hjónin voru einstaklega samrýnd og einkennd- ist samband þeirra af ást og um- hyggju fyrir hvort öðru, og ekki síst virðingu. Húsið þeirra í Skerja- fírðinum er sannkallaður sælureit- ur. Garðurinn og sólhýsið, allt gert af fágaðri smekkvísi og alltaf ver- ið að laga og betrumbæta. Að koma inn á heimili þeirra er yndis- legt, fullt af gömlum húsgögnum og listmunum sem þau hafa safnað að sér hér heima og á þeim fjöl- mörgu ferðalögum sem þau hafa farið út um allan heim. Ýmsir for- vitnilegir gripir hafa glatt margan ungan vininn sem komið hefur í heimsókn. Engum getur dulist að hæfaleikarík manneskja hefur hér verið að verki. Alltaf var jafn gaman að koma til Ólafar og Bjarna, og að fá þau í heimsókn. Mikið var spjallað og Minning okkar mun ávallt tengj- ast Skógum á Seyðisfírði þar sem þú hélst heimili með Einari tvíbura- bróður þínum. Það voru ófáar ferð- imar sem við áttum þangað þegar við voram börn. Amma var einstök kona sem við kveðjum með söknuði og virðingu. Hún lifír áfram í minningu okkar. Hafrún og Guðrún María. hlegið og aldrei vantaði umræðu- efni, þrátt fyrir nokkurra áratuga aldursmun. Þessar stundir era dýr- mætar minningar, gjöf sem ekki verður frá okkur tekin. Elsku Ólöf mín, ég verð þér ævinlega þakklát fyrir vináttu þína og ræktarsemi alla tíð en þó sér- staklega eftir að pabbi minn, bróð- ir þinn, dó 22. október fyrir 14 áram, einum degi fyrir dánardæg- ur þitt. Ófáar hafa þær verið gjaf- irnar sem þú gafst mér og fyrir þær vil ég þakka. En dýrmætust var vinátta þín, besta gjöf sem hægt er að gefa annarri mann- eskju. Eftir að þú veiktist var svo margt sem mig langaði að gera fyrir þig en lífið er ekki svo ein- falt og erfitt virðist að létta öðrum lífsgönguna. Ekki grunaði mig að þú yrðir tekin frá okkur svona allt- of fljótt. Ég ætlaði að eiga langa samleið með þér. Mér fannst þú yrðir héma hjá okkur um langan aldur. Þú, sem varst alltaf svo hress og sterk og lést aldrei bilbug á þér fínna þrátt fyrir erfið veik- indi Bjama manns þíns. Það er svo margt í þessu lífi sem við skiljum ekki og ég veit að ég á eftir að sakna þín svo mikið. Ég sem átti eftir að segja þér svo margt og allt sem ég átti eftir að þakka þér fyrir... Með þessum orðum, sem segja svo lítið af því sem mig langaði að segja, kveð ég þig, elsku frænka mín, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Elsku Bjami, söknuður þinn er mikill og vottum við þér okkar dýpstu samúð og biðjum þess að þú finnir styrk til að halda áfram. Einnig vottum við Pétri, bróður Ólafar, samúð okkar sem og systk- inum og öðrum ástvinum. Kristín Runólfsdóttir og fjölskylda. Ástkær dóttir okkar og systir, ÁLFHEIÐUR ÁSTMARSDÓTTIR, Hraunteigi 19, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðviku daginn 12. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á barnaspítala Hringsins. Ástmar Örn Arnarsson, Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, Björn Ástmarsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR H. BLÖNDAL fv. bankafulltrúi, Leifsgötu 13, Reykjavík, lést á Landakotsspítala laugardaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 10. nóvember, kl. 15.00. Ingunn Guðmundsdóttir Blöndal, Haraldur G. Blöndal, María Aldís Kristinsdóttir, Guðmundur Blöndal, Áslaug M. G. Blöndal, Mark C. Anthony og barnabörn. + Systir okkar, HALLDÓRA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Stakkadal á Rauðasandi, til heimilis á Grettisgötu 33, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 12. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Torfi Ólafsson, Guðbjörg Ó. Ólafsdóttir, Elin E. Ólafsdóttir, María Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Valgeróur Ólafsdóttir. SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA HALLDÓRSDÓTTIR, Gnoðarvogi 14, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 11. nóvember kl. 13.30. Baldur Árnason, Kolbrún Kristófersdóttir Cerasi, Ólafía K. Kristófersdóttir, Halldór J. Kristófersson, Reynir Kristófersson, G. Steinunn Kristófersdóttir, Smári Hólm Kristófersson, Erna Kristjánsdóttir, R. Anthony Cerasi, Sigurður Pétursson, Sigríður Birgisdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Sigríður Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi, mágur og bróðir, SIGURGEIR GÍSLASON húsasmíðameistari, Grundarlandi 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 11. nóvember kl. 15.00. Anna Rósa Sigurgeirsdóttir, Haildór Leifsson, barnabörn, barnabarnabörn, Fanney Samsonardóttir, systur og mágar. + Hjartans þakkir færum við þeim sem sýnt hafa okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og út- för elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar, JÚLÍUSAR GUÐMUNDSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Helga Gottfreðsdóttir, Þórir Júlíusson, Magnús Júlíusson, María Sofffa Júlfusdóttir, Sigfríður Nieljohniusdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gottfreð Árnason, Ásdfs Magnúsdóttir. + Kærar þakkir færum við ykkur sem auðsýnduð okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður og ömmu ok- kar, SIGRÍÐAR J. JÓNSDÓTTUR, Lindargötu 12, Reykjavík. Ásdís Coronil Jonsson, Jón Viðar Viggósson, Viggó Haraldur Viggósson, Victoria Coronil, Manuel Viggó Manuel Coronil, Helgi Örn Viggósson, Hafdfs Viggósdóttir, Alicia Coronil Coronil. tr + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, JÓNU SIGRÍÐAR PÁLSDÓTTUR frá íbishóli, til heimilis í Skólagerði 55, Kópavogi. Benedikt Valberg, Lilja Sigurðardóttir, Guðmann Valberg, Herborg Stefánsdóttir, Jóhanna Valberg, Jón Gestsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.