Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 29 Ráðherra leggur fram frumvarp til laga um dómstóla Markar lokaáfanga í heildar- endurskoðun réttarfarslaga ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um dómstóla á Alþingi nýlega, en frumvarpið hefur það að megin- markmiði að styrkja enn frekar sjálfstæði dómsvaldsins. Frumvarp- ið var samið að tilhlutan dómsmála- ráðherra, en unnið var að samningu þess í nánu samráði við réttarfars- nefnd. Einnig var haft samráð við Dómarafélag_ íslands og Lög- mannafélag íslands. í framsögu dómsmálaráðherra kom m.a. fram að frumvarpið mark- aði lokaáfanga í heildarendurskoð- un réttarfarslaga sem hófst á árinu 1987, en sú endurskoðun hefur leitt til þess að sett hafa verið ný lög um alla þætti réttarfars, auk þess sem dómstólaskipan landsins hefur verið breytt í grundvallaratriðum. Lagði Þorsteinn ríka áherslu á að heildarendurskoðun þessari lyki á þessu þingi með setningu dómstóla- laganna. Sagði ráðherra að við samningu frumvarpsins hefði verið haft að leiðarljósi, að ekki væri nægilegt að sjálfstæði dómsvaldsins væri tryggt í raun, heldur yrði sjálfstæð- ið og trúverðugleikinn, sem því fylgdi, að vera öllum sýnilegur. „í þeim efnum er mikilvægt, að svo verði búið um hnútana, að dómstól- ar séu sjálfstæðir í ríkum mæli varðandi stjórn innri málefna sinna, þannig að staða þeirra sé traust gagnvart öðrum þáttum ríkisvalds- ins,“ sagði hann. „Til að ná þessu markmiði frumvarpsins um að styrkja sjálfstæði dómstólanna, svo sem frekast er unnt, eru lögð til ýmis nýmæli með frumvarpi þessu.“ Sagði ráðherra að af þeim meiði væru tvö atriði öðrum mikilvægari. Sérstök stjórnarnefnd í fyrsta lagi er lagt til í frumvarp- inu að stjórnsýsla héraðsdómstóla verði að verulegu leyti falin sér- stakri stjórnarnefnd, svonefndu dómstólaráði, en það verði þannig skipað, að í því sitji þrír menn, þar af tveir kjörnir af héraðsdómurum úr þeirra röðum. „í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að dómstólaráð verði sameiginlegur málsvari héraðsdóm- stóla út á við, hafi eftirlit með starf- semi þeirra og verði aflvaki að ýmsum breytingum og nýjungum í starfsháttum. Þannig er lagt til að dómstólaráð komi fram gagnvart stjórnvöldum og öðrum í þágu hér- aðsdómstólanna sameiginlega. Enn fremur er gert ráð fyrir að dóm- stólaráð fari með fjárreiður héraðs- dómstóla og geri tillögur til dóms- málaráðherra um fjárveitingar til þeirra sameiginlega. Þetta felur ótvírætt í sér tryggari stöðu dóms- valdsins við stjórnun innri mála, en það atriði er einnig mikilvægur þáttur í sjálfstæði þess,“ sagði ráð- herra. í annan stað er í frumvarpinu lagt til að sett verði á stofn óháð nefnd um dómarastörf, en henni er meðal annars ætlað að fjalla um hvaða aukastörf geta samrýmst embættisstörfum dómara og gegna sama hlutverki varðandi heimildir þeirra til að eiga hlut í félögum og fyrirtækjum. „Einnig er nefndinni ætlað að fjalla um aðfinnslur í garð dómara og fara með vald til að veita áminningar vegna framferðis dómara i starfi eða utan þess,“ að sögn ráðherra. Þrír héraðsdómarar eigi ekki fast sæti „í frumvarpinu er lagt til óbreytt það fyrirkomulag að dómstigin hér á landi verði tvö, þannig að mál verði dæmd á fyrsta stigi fyrir hér- aðsdómi en á áfrýjunarstigi fyrir Hæstarétti. Einnig er lagt til að fjöldi hæstaréttardómara og hér- aðsdómara verði óbreyttur. Þá er ráðgert í frumvarpinu, að héraðs- dómstólar verði áfram átta með sömu umdæmaskiptingu," sagði ráðherra. „Á hinn bóginn miðar frumvarpið að því til hagræðingar að draga úr skilum milli héraðsdómstóla, svo vinnubrögð þeirra verði frekar sam- ræmd og skilvirkni aukin. Þannig er lagt til að héraðsdómstólar heyri undir sameiginlega stjórn dómstóla- ráðs. Einnig er gert ráð fyrir að héraðsdómarar verði ekki skipaðir til starfa við ákveðinn dómstól og því yrði unnt að koma við breyting- um á starfsvettvangi dómara í styttri eða lengri tíma. Enn fremur er lagt til að unnt verði að ákveða að allt að þrír héraðsdómarar eigi ekki fast sæti við tiltekinn dóm- stól, heldur sinni þeir störfum við þá alla eftir þörfum hveiju sinni. Með þessu væri unnt að bregðast við auknu álagi á einstaka dóm- stóla, auk þess sem unnt væri að styrkja stöðu minni dómstóla með því að manna þá með reyndum dómurum,“ sagði ráðherra. ítarlegur reglur um réttíndi og skyldur dómara Þá er í frumvarpinu lagt til að í stað dómarafulltrúa sem um langa hríð hafa starfað við flesta héraðs- dómstóla landsins verði tekin upp störf löglærðra aðstoðarmanna hér- aðsdómara. Gert er ráð fyrir að að- stoðarmenn inni af hendi ýmis verk við undirbúning og framkvæmd þinghalda og meðferð einstakra mála. Sagði ráðherra að við Hæsta- rétt hefðu um all langt skeið verið starfandi aðstoðarmenn og að það fyrirkomulag hafi gefið góða raun. Að síðustu gat ráðherra þess í framsögu sinni með frumvarpinu að þar væru lagðar til ítarlegar reglur um réttindi og skyldur dóm- ara. „Með þeim fæst gleggri heild- armynd af stöðu dómara, auk þess sem komist verður hjá óvissu um að hvaða marki almennar reglur um starfsmenn ríkisins geti gilt um dómara, en þær taka einkum mið af stöðu starfsmanna á sviði fram- kvæmdavalds. Helsta nýmælið í þeim efnum er að finna í 26. gr. frumvarpsins en þar segir að dóm- ara sé óheimilt að taka að sér starf eða eiga hlut í félagi eða atvinnufyr- irtæki ef slíkt fær ekki samrýmst stöðu hans eða leiðir til þess að hann geti ekki sinnt embættisstarfí sínu sem skyldi." Stuðningshópar Krabbameinsfélagsins, Ný rödd, Samhjálp kvenna, Stómasamtökin og Styrkur, sam- tök krabbameinssjúkbnga og aðstandenda þeirra, hafa opið hús á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1. þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20.00. Fundarefni: Lög um réttindi sjúklinga Frummælendur: Dögg Pálsdóttir lögfræðingur, Ástríður Stefánsdóttir læknir og M.A. í heimspeki, Sigurður Björnsson læknir, Sigurður Líndal pró- fes^or og Sigurður Jón Ólafssn formaður Stóma- samtakanna. Auk frummælenda sitja fyrir svörum: Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir og Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu. Fundarstjóri er Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags íslands. Kaffiveitingar í boði Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Allir velkomnir. S tuðnings hópamir. Magni Siqurhansson Framkv.stjóri Álnabw „Með náminu fékk ég mjög góða yfirsýn yfir mögulelka PC tölvunnar og góða þjólfun í notkun þess hugbúnaðar sem ég nota hvað mest í starfi mfnu,þ.a. ritvinnslu, töflureikni og I nternetinu. Öll aðstaða, tækjabúnaður og frammistaða kcnnara hjá NTV var fyrsta flokks og námið hnitmiðað og árangursríkt." Kennt er þrisvar í viku í fjórar vikur. Windows 95, Word 97, Excel 97, og notkunarmöguleikar Internetsins. Samtals 48 klukkustundir. Næsta námskeið byrjar 25. nóvember Vönduð námsgögn pfijpH og bækur fylgja BSw vfey öllum námskeiðum Bjóium uPI. i vís« & Evm raðgneidsiur Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshraunl 2 - 220 Haiimrftrði - Sínii: 555 498D - Fsuc 555 4981 TölvupfetfanH: skoliintvis - Hshnasiða; wwwntvis * Innifalið: Flug og skattar. Verð miðast við lágmarksþátttöku. Beint fjlug - eimtakt tœkifjœri á firábœru verðií Beykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010* Símbrót 552 7796 og 569 1095* Innanlandsferðir S. 569 1070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hafnarfjörður: Bæjarhraimi 14* S. 565 1 155 • Símbréf 565 5355 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400* Símbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 431 1195 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Símbréf 461 1035 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Símbréf 481 2792 ísafjörður: Hafnarstræti 7• S.4565390• Simbréf 4563592 Einnig umboðsmenn um land allt H ei m asíða: www.samvinn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.