Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 11 Skiptar skoðanir um ávinning Skiptar skoðanir eru á öllum stöðunum á miðfjörðum Austur- lands um sameiningu Reyðarfjarðar, Neskaupstaðar og Eski- fjarðar og færa menn mismunandi ástæður fyrir afstöðu sinni eins og fram kemur í viðtölum við nokkra íbúa staðanna. REYÐFIRÐINGAR virtust koma með opnum hug-a til kynningar- fundarins en skemmtu sér þó misvel undir ræðuhöldunum. að aka sfldarhratinu úr vinnslunni til baka til Neskaupstaðar til bræðslu. Þessar deilur eru taldar eiga þátt í því hve „frystihúsliðið“ á Eskifirði er heitt í andstöðu sinni við sameiningu sveitarfélaganna þótt ókunnugir eigi sjálfsagt erfitt með að sjá efnisleg rök fyrir þess- ari tengingu. En þetta er dæmi um ríkar tilfinningar sem geta haft áhrif í svona kosningu. Málið hefur ekki aðeins haft áhrif á yfirmenn fyrirtækisins, minna hefur verið að gera í bænum vegna þess að sfldin fer á land hinum megin fjallsins og það ýtir undir þá tortryggni sem verið hefur gagnvart stjórnend- um Samherja og Norðfirðingum. Óttinn við að sá stærsti gleypi hina minni er líka áber- andi á Eskifirði og Reyðarfirði. Sérstak- lega vegna hinnar sterku stöðu Alþýðubandalagsins í Neskaupstað. Sumir óttast að Norðfirðingar muni fá meirihluta bæjarfulltrúanna í sinn hlut. Aðrir benda á að ef rétt raðast í bæjar- stjórn með tilliti til íbúafjölda stað- anna ættu Eskfirðingar og Reyð- firðingar að vera þar með meiri- hluta og gætu því myndað blokk gegn hugsanlegum yfirgangi Norð- firðinga. Rök sameiningar snúa til framtíðar Smári Geirsson í Neskaupstað, einn af forystumönnum sameining- ar, furðar sig á vangaveltum um yf- irgang Norðfirðinga. Hann segist heyra það í Neskaupstað að þar gagnrýni fólk forystuna fyrir að ganga til sameiningar og eiga á hættu að missa þann örugga meiri- hluta sem Alþýðubandalagið hafi lengi haft á staðnum. „Eg held að það yrði skemmtilegt að lenda í minnihluta, öðlast þá lífsreynslu sem því fylgir,“ segir Smári nánar spurður um þetta. „En ef sveitar- stjómarmenn ætla að láta þrönga flokkshagsmuni ráða þá er illa komið íyrir þeim. Hlutverk þeirra er að sjá um hagsmuni fólksins og ef mögulegt er að efla svæðið verð- ur það að ráða og flokkshagsmunir að víkja. Annars verða menn ekki trúverðugir." Segir Smári að allir stjómmálafiokkamir muni ömgg- lega stilla þannig upp á lista sína fyrir næstu kosningar að jafnvægi verði á milli staðanna í nýrri bæj- arstjóm, annað væri ekki skyn- samlegt fyrir þá. Hann getur þess einnig að þær raddir heyrist í Neskaupstað að forystumenn bæjarins séu hættu- lega sanngjarnir og muni gefa of mikið eftir í bæjarstjórn nýja sveit- arfélagsins. „Rök fyrir sameiningu snúa öll til framtíðar. Þeir sem ekki geta horft til framtíðar era á móti. Við verðum að treysta fólkinu til að kjósa hæft fólk í nýja bæjarstjórn og að allir bæjarfulltrúar leggi sig fram um að byggja upp samkennd meðal fólksins í stað rígs og tortryggni. Fólk hef- ur bundist sínum sveitarfélögum til- finningaböndum og það er eðlilegt. Þetta breytist á löngum tíma. Lykillinn að því er að nýja sveitarfé- laginu verði stjórnað af sanngimi. Ekki verði hægt að segja að meira sé gert á einum stað en öðrum. Þá þurfa allir bæjarfulltrúarnir að skynja sig sem bæjarfulltrúa alls sveitarfé- lagsins,“ segir Smári. Hvað gerist? Erfitt er að átta sig á stöðu mála fari svo að sameiningartillagan verði felld, til dæmis á Eskifirði. Forystumenn þessarra þriggja sveitarfélaga hafa unnið náið sam- an að ýmsum málum á síðustu ár- um, meðal annars við að koma á sorpsamlagi og svæðisbundinni byggðaáætlun. Þessi samskipti hafa leitt til þess að þeir era allir sannfærðir um að sameining sé betri leið en samvinna sveitarfélag- anna með byggðasamlögum um fjölda málaflokka. Meira að segja eru bæjarstjórarnir þrír fylgjandi sameiningu þó Ijóst sé að tveir þeirra eða allir missi vellaunaða vinnu ef sameining verður sam- þykkt. Einn af andstæðingum samein- ingartilraunarinnar sá aðeins eitt jákvætt við hana: „Það er þó já- kvætt að forsvarsmenn byggðar- laganna eru farnir að tala sarnan," sagði Sigurður Baldursson á borg- arafundinum á Reyðarfirði. Fram- tíðin ein getur leitt það í ljós hver viðbrögðin verða ef sameiningin nær ekki fram að ganga, hvort menn hrökkva til baka eða halda áfram að auka samvinnu þessara þriggja byggðarlaga sem eiga svo mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta. Emil Thorarensen bæjarfulltrúi á Eskifírði Vil fara hægar í sakirnar „ÉG SÉ ekki að það verði neinn ávinningur af sameiningu og tel skynsamlegra að fara hægar í sak irnar,“ segir Emil Thoraren- sen, bæjarfulltrúi á Eskiftrði og sameiningarand- stæðingur. Hann fullyrðir að sam- einingarsinnar hafi rangtúlkað niðurstöður skýrslu ráðgjaf- arfyrirtækis um spamað við sam- einingu. Þar komi fram að sparast gætu 5 til 24 milljónir en undirbún- ingsráð sameiningarkosninganna notaði aðeins hæstu töluna. Hann bendir á að samvinna sveit- arfélaganna hafi aukist síðustu árin og það sé heilbrigðari og öruggari leið sem síðar gæti leitt til samein- ingar ef aðstæður krefðust. Telur hann það kost samvinnuleiðarinnar að ef mönnum finnist hún ekki ganga nógu vel þá geti Eskfirðingar alltaf dregið sig til baka. Ef hins vegar gengið sé til sameiningar, án þess að vissa sé fengin fyrir ávinn- ingi, verði ekki snúið við. „Ég tel heppilegra skref að sameina Eski- fjörð og Reyðarfjörð. Hér er ná- lægðin meiri og samgöngur allgóðar á milli. Norðfirðingar geta síðar komið inn í þetta ef aðstæður breyt- ast.“ Emil segir einnig að góðar sam- göngur milli staðanna séu forsenda þess að sameining geti heppnast. Hugmynd um ný jarðgöng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar sé hins vegar óraunsæ óskhyggja. „Á síð- ustu árum er búið að eyða 500 millj- ónum í göngin og veginn og enn er verið að lappa upp á þau. Ný jarð- göng myndu kosta 2,5 milljarða kr. og það sér hver maður að stjórnvöld fara ekki í svo fjárfrekar fram- kvæmdir eingöngu vegna samein- ingar sveitarfélaga, enda er það ekki á dagskrá.“ Hann telur að að- stæður myndu gjörbreytast ef ákveðið yrði að reisa stóriðju í Reyðarfirði. Gæti það orðið til þess að gerð yrðu göng sem myndu gjör- breyta afstöðu manna til sameining- ar við Neskaupstað. Aðalsteinn Jónsson forstjóri á Eskifirði Viljum eiga okkar byggð AÐALSTEINN Jónsson útgerðar- maður, aðaleigandi Hraðfrystihúss Eskifjarðar, lýsir sig andvígan sam- einingu eins og meginhluti yfir- manna fyrirtækisins. „Það hefur verið ágætt samband milli þessara byggðarlaga. Ég er helst á því að sameining myndi verða til þess að sambandið yrði ekki eins gott. Þá koma upp alls- konar vangavelt- ur, deilur á milli manna um það hvað gera skuli hverju sinni. Og niðurstaðan verður óhjákvæmilga í samræmi við þá reglu að sá stóri ræður yfir þeim minni. „Mér finnst þetta ágætt eins og það er. Við kjósum menn í lýðræðis- legum kosningum til að stjórna þessu byggðarlagi okkar og höfum greiðan aðgang að okkar mönnum til að tjá okkur um málefnin. Við viljum eiga okkar byggð út af fyrir okkur,“ segir Aðalsteinn. Helgi Hansson tannlæknir á Eskifirði Kostirnir yfirskyggja ókostina „MÉR finnst að hinir augljósu kost- ir sameiningar yfirskyggi gersam- lega ókostina," segir Helgi Hans- son, tannlæknir á Eskifírði. „Mér finnst skammsýni ráða hugsun hjá mögum. Þeir spyrja hvað sam- eining færi þeim strax eftir kosn- ingar í stað þess að hugsa lengra fram í tímann. Það er eins og menn sjái ekki skóg- inn fyrir trjánum." Helgi segir að tvennt vinnist með sameiningu. Sameinað sveitarfélag verði hagstæð eining í rekstri og það geti betur tryggt og bætt þá grannþjónustu sem sveitarfélagið sé ábyrgt fyrir. Nefnir í því sam- bandi skóla, heilsugæslu, samgöng- ur og félagsmál. „Það era einmitt þessir þættir sem fólk ber fyrir sig þegar það flytur á mölina," segir hann. Hann lýsir þeirri skoðun sinni að rök gegn sameiningu séu meira byggð á tilfinningum en skynsemi. „Við höfum ekki efni á því að láta tilfinningar ráða ferðinni í eilífðar baráttu um fólk og fjármuni." Hann minnir á að sameining sveitarfélag- anna sé engin töfralausn. I byrjun skapi hún ef til vill fleiri vandamál en hún leysi á einstaka stað en Helgi segist hafa trú á því að smám saman muni menn sníða vankant- ana af og innan nokkurra ára muni fólkið njóta þess að búa í fjárhags- lega og félagslega sterku bæjarfé- lagi. Finnbogi Jónsson forstjóri í Neskaupstað 8-10 þúsund manna byggð „MÉR finnst mjög skynsamlegt að sameina þessi þrjú sveitarfélög," segir Finnbogi Jónsson, forstjóri Síldarvinnslunn- ar hf. í Neskaup- stað. „Ég sé íyrir mér að þau sem heild verði miklu öflugri í framtíð- inni og að sam- eining gefi aukna möguleika til sóknar í upp- byggingu byggð- arlaganna." Hann bendir á að hægt sé að auka fjármagn til framkvæmda á vegum sveitarfélaga með tvennum hætti, annars vegar að minnka rekstrar- kostnað og hins vegar að auka tekj- ur. Segir Finnbogi að talið sé unnt að spara árlega 20 milljónir kr. í rekstri með því að sameina sveitar- félögin, það geri 200 milljónir á tíu árum og eitthvað ætti að vera hægt að framkvæma meira en ella fyrir þá peninga. Tekjur sveitarfélagsins aukist ekki nema laun íbúanna hækki að meðal- tali eða að fólkinu fjölgi. Til þess að skapa forsendu til fjölgunar þurfi að skapa ný atvinnutækifæri. „Ég held að ekki verði teljandi aukning í störfum í sjávarútveginum. Afkoma vinnslunnar í landi kallar á meiri af- köst og færra fólk til að hægt verði að greiða viðunandi laun. Full- vinnsla byggir á mikilli sjálfvirkni og tiltölulega fáum störfum. Ég sé Við verðum að treysta fólkinu til að kjósa hæft fólk í nýja bæjarstjórn og að allir bæjarfull- trúar leggi sig fram um að byggja upp samkennd meðal fólksins í stað rígs og tortryggni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.