Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kostnaður við flutning skrifstofu Norðurlandaráðs gagnrýndur Flutningurinn sparar 37 milljónir í rekstri ekki fyrir mér aukningu í öðru en þjónustu af ýmsu tagi og í nýjum störfum vegna hugsanlegs stóriðn- aðar á svæðinu. Með sameiningu sveitarfélaganna eykst þjónustu- þátturinn, auðveldara er að byggja upp þjónustu á stærri atvinnusvæð- um. Þannig verður einnig auðveld- ara að takast á við stór verkefni, eins og það að koma á stóriðjuveri á borð við álver sem ég tel vera brýnt hagsmunamál fyrir Mið-Austur- land. Ég tel að með því að sameina sveitarfélögin, stórbæta samgöngur og koma upp stóriðjuveri sé hægt að byggja upp mjög öflugan 8-10 þúsund íbúa byggðakjama á fímm til tíu árum,“ segir Finnbogi. Jóhann Tryggvason verksljóri í Neskaupstað Menn þurfa sterkari rök „ÉG ER á móti sameiningu af því að ég sé engar ástæður fyrir henni,“ segir Jóhann Tryggvason, bæjar- verkstjóri í Nes- kaupstað. Hann er einn þeirra fáu Norðfirðinga sem hafa mælt opin- berlega gegn sameiningunni. „Ég tel að menn þurfi að hafa nokkuð sterk rök fyrir sameiningu því það er ljóst að ekki verður snúið til baka eftir sameiningu. Hins veg- ar, ef sameining verður felld nú en aðstæður breytast síðar þannig að fram komi ný rök, þá er auðvelt að sameinast." Jóhann blæs á þau rök að sveitar- félögin verði að sameinast vegna þess að það sé betra í baráttunni við ríkið og Héraðsbúa vegna samein- ingar sveitarfélaga þar. Telur hann J að ríkið fari sínu fram hvað sem sameiningu líður. Og það sé betra að senda þrjá bæjarstjóra suður til að þrýsta á ríkið en einn. Þá bendir hann á að mönnum finnist bæjar- stjórinn oft vera í Reykjavík og spyr hvemig það verði hjá bæjar- stjóra sem ætti að þjóna þremur bæjarfélögum og helmingi fleiri íbú- um. Þá þykir honum lítið koma til þeirra röksemda að nauðsynlegt sé að sameinast til að slást við önnur sveitarfélög. Loks gagnrýnir hann hvað kynn- ingin sé einhliða. „Þeir sýna ekkert fram á gallana. Málið er ekki svo einfalt að því fylgi aðeins kostir. Þetta eru kjömir forystumenn okk- ar, þeir eiga að segja okkur bæði frá kostum málsins og göllum. Við kjós- endur tökum síðan afstöðu í at- kvæðagreiðslunni," segir Jóhann. Gunnar Hjaltason trillukarl á Reyðarfírði Gerræði sveitar- stjórnar „ÞETTA eru náttúruhamfarir af mannavöldum," segir Gunnar Hjaltason, trillukarl á Reyðarfirði. Hann segir að það sé gerræðisá- kvörðun sveitar- stjómarinnar að láta greiða at- kvæði um sam- einingu sveitarfé- laganna og berj- ast fyrir því. „Sveitarstjórn hefur ekkert um- boð til að leggja niður hreppinn. Um þetta mál var ekki kosið í síðustu kosningum. Það verða hins vegar kosningar í vor og þeir sem vilja ganga til sameiningar eiga að hafa það á stefnuskrá sinni svo fólk geti tekið afstöðu á þeim grundvelli," segir Gunnar. Gunnar gagnrýnir harðlega ein- hliða kynningu á málinu. Hann nefnir sem dæmi að boðaður hafi verið borgarafundur á Reyðarfirði með skömmum fyrirvara og þar sé ætlast til þess að fólk ræði og myndi sér skoðun á framtíð bæjarfélagsins á tveimur klukkutímum. „Þetta sýn- ir að allt snýst um að þeir nái þessu í gegn.“ Ég vil hafa Reyðarfjörð sjálfstæð- an enda verður hann stærsti bærinn á þessu svæði eftir nokkur ár,“ seg- ir Gunnar og vísar til þess hve góð- ar aðstæður séu þar til stækkunar og uppbyggingu stóriðnaðar. Hann segir að það sé þó ekki málið hjá sér heldur það að ákvarðanir um mál- efni Reyðfirðinga verði ekki teknar á staðnum eftir sameiningu. Og full- trúar hinna byggðarlaganna muni þegar togstreita verður um einstök mál útfæra þau á þann hátt sem þeim hentar enda sé það sjálfsögð sjálfsbjargarviðleitni. „Alltaf verða hagsmunaárekstrar, þeir blasa við. Ef maður reynir ekki að standa fyr- ir máli síns kjama, þá er maður ekki með réttu ráði.“ Gunnar er viss um að sameining spari ekki krónu. Yfirstjórn- arapparatið stækki og svo fari mik- ill tími og peningur í stöðuga keyrslu bæjarstarfsmanna og nefndafólks á milli staðanna. Hann bindur vonir við að sameiningin verði felld á Eskifirði og Reyðar- firði en telur ekki nóg að það verði gert með naumum meirihluta. „Ég vil helst fella þetta með miklum mun, til langrar framtíðar," segir hann. Til að leggja áherslu á mál sitt hefur Gunnar Hjaltason í sauma- stofu konu sinnar útbúið tákn sam- einingarandstæðinga, húfu sem á er letrað: „Björgum bæjarfélaginu. Nei 15. nóvember." Sést einstaka maður með svona húfu, sérstaklega á Eskifirði. Jóhannes Pálsson verkfræðingur á Reyðarfírði Ekki tekist að finna neina galla „ÉG HEF farið vel yfir málið, reynt að átta mig á kostum og göllum. Ég sé bara kosti, enga galla,“ segir Jó- hannes Pálsson, verkfræðingur á Reyðarfirði. „Að- alkosturinn er að ná meira afli í sókn fyrir sveit- arfélagið. Mögu- legt er að taka yf- ir fleiri verkefni frá ríkinu. Mér finnst til dæmis að taka megi yfir sjúkrahús og heilsugæslu, stórauka þjónustuna, auka stöðugleika henn- ar og gera hana fjölbreyttari.“ Nefnir hann í þessu sambandi að með þessu móti mætti fjölga lækn- um og hjúkrunarfólki sem hefði fasta búsetu á svæðinu í stað afleys- ingafólks. Hann telur að sameinað sveitarfé- lag gæti áfram tekið atvinnumálin fóstum tökum. Hægt verði að mark- aðssetja sveitarfélagið með mark- vissum hætti, bæði innanlands og utan, til að auka fjölbreytni í at- vinnulífinu. „Þá næst hagræðing í stjómun. í stað þess að senda þrjá sveitarstjóra til að fara yfir málin má senda einn. Þá næst hagræðing með markvissri stjómun og við fá- um meira út úr peningunum okkar, aukna þjónustu og sóknarfæri. Með sameiningu aukum við líkurnar á því að börn sem hér em fædd og uppalin séu lengur inni á heimilun- um vegna aukinna almenningssam- gangna." Jóhannes segist hafa reynt mikið að finna hvað tapaðist við samein- ingu en ekkert fundið. „Það eina sem hugsanlega má benda á er ímynduð nálægð við stjómendur sveitarfélagsins, ímynduð segi ég því és finn hana ekki.“ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKA ríkisendurskoðunin hef- ur gert athugasemdir við reikninga Norðurlandaráðs vegna flutnings skrifstofu ráðsins frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar. Skýrsla nefndar á vegum Norðurlandaráðs mun verða lögð fram og rædd á þingi ráðsins, sem hefst í Helsinki á mánudag. Geir H. Haarde, sem var forseti Norðurlandaráðs er ákvörðun um flutninginn var tekin, segir að allur kostnaður vegna hans eigi sér eðlilegar skýringar, þótt rétt sé að spyrja spuminga um kostnað opinberra aðila. Berg- lind Asgeirsdóttir framkvæmda- stjóri skrifstofu ráðsins hafði ekki afskipti af flutningnum og undir- búningi hans, sem fór fram sumar- ið 1996, því hún kom til starfa 1. september. Eðlilegar skýringar á öllu í blaðafréttum um málið í Dan- mörku og í Finnlandi hefur verið dregið í efa að einhver sparnaður hafi orðið af flutningnum, þar sem mikill kostnaður hafi orðið af hon- um, meðal annars vegna hárra greiðslna til starfsfólks. Átta hafi flutt með og nú starfi 17 manns á skrifstofu ráðsins og framkvæmda- stjórinn hljóti um 300 þúsund ís- lenskar krónur á mánuði vegna húsnæðiskostnaðar. I grein danska blaðsins virðist svo sem ráðið hafi ekkert eftirlit með rekstrinum, en það er ekki alveg rétt. Eftirlits- nefnd ráðsins hefur þegar farið yfir skýrslu ríkisendurskoðunar og gert við þær athugasemdir í eigin SJÓÐIR og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá voru 602 talsins árið 1996. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um eftirlit með sjóðum og stofnunum. I skýrslunni kemur einnig fram að í landinu eru ýmsar sjálfseignarstofnanir sem stunda jafnvel umtalsverða atvinnustarf- semi án þess að lúta eftirliti í sam- ræmi við lög eða sambærilegu eftir- liti og hlutafélög og samvinnufélög lúta. Unnið er að samningu frumvarps í dómsmálaráðuneytinu um sjálfs- eignarstofnanir sem stunda at- vinnustarfsemi. Elsti sjóðurinn frá 1662 Samkvæmt lögum sem tóku gildi 1989 skal Ríkisendurskoðun halda skrá yfir sjóði og stofnanir sem hlotið hafa staðfestingu stjórnvalda. Elsti sjóður sem skráður er í sjóða- skrá er Reynislegat sem stofnað var á árinu 1662. Á sjóðaskrá eru 64 sjóðir sem stofnaðir voru fyrir síðustu alda- mót. Á árinu 1935 voru sjóðir með staðfesta skipulagsskrá um 400 en 1. janúar 1989 voru skráðir sjóðir og stofnanir 1.168. 560 sjóðir lagðir niður í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að fjárhagur margra þeirra hafi verið afar bágborinn og eignir þeirra nánast orðnar að engu. I kjölfar gildistöku laga nr. 19/1988 hafði dómsmálaráðuneytið í sam- ráði við Ríkisendurskoðun frum- kvæði að því að leggja þá sjóði niður sem ekki áttu eignir sem námu þá a.m.k. 50.000 kr. Á tímabilinu 1. jan- skýrslu, sem lögð verður fyrir þing Norðurlandaráðs í næstu viku. I skýrslu eftirlitsnefndarinnar kem- ur fram að flest af því sem gert sé athugasemd við af hálfu ríkisend- urskoðunar megi skýra vegna flutninganna. „Það er ekkert óeðlilegt að spyrja þessara spurninga," segir Geir H. Haarde í samtali við Morg- unblaðið. „Ég tel hins vegar að á öllum þessum atriðum séu eðlileg- ar skýringar." Geir, sem sat í þriggja manna nefnd er tók allar helstu ákvarðan- ir vegna flutninganna, segir að hafa verði í huga að sænskur vinnuréttur hafi haft sín áhrif á kostnað við flutningana; það sé kostnaðarsamt að segja upp fólki í Svíþjóð. Hvað húsnæðiskostnað framkvæmdastjóra varðar sé þar um sömu kjör að ræða og tíðkast hafi. „Þessi kjör fylgja starfinu en ekki persónunni og upphæðin end- urspeglar raunkostnaðinn í Kaup- mannahöfn, sem er annar en í Stokkhólmi," segir Geir. Hann seg- ir raunar ýmsan kostnað til kominn vegna þess að þótt margt sé líkt með skyldum, séu ráðningarkjör að ýmsu leyti öðru vísi í Danmörku en Svíþjóð. Starfsmönnum fækkað um 11 Berglind Ásgeirsdóttii- segir í samtali við Morgunblaðið að hug- myndin með flutningnum hafi ekki aðeins verið sparnaður, heldur einkum betri nýting fjár, þegar samnýta megi ýmsa þætti í starf- úar 1989 til 31. desember 1996 voru 560 sjóðir lagðir niður á grundvelli laganna. Á sama tímabili voru skipulags- skrár 147 nýrra sjóða og stofnana staðfestar af dómsmálaráðuneytinu. í skýrslunni segir að þess sé gætt að ráðstöfun eigna sjóða sem lagðir eru niður sé í sem bestu samræmi við tilsvarandi ákvæði í skipulags- skrá. Eignir 602 sjóða námu 6,1 milljarði 1. janúar 1996 sendi Ríkisendur- skoðun út reikningsskilaeyðublöð íyrir reikninga 602 sjóða og stofn- ana vegna ársins 1995. Fyrir árslok 1996 höfðu 397 þeirra skilað reikn- ingum. Heildareign þeirra sjóða sem skiluðu reikningum nam 6,1 milljarði króna en skuldir 2,3 millj- örðum króna. Eignir umfram skuld- ir voru því 3,8 milljarðar króna. 10 stærstu sjóðirnir voru með tæplega 40% af eignum og um 55% af heild- artekjum. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að nokkuð bagalegt verði að telja að ekki sé í gildi almenn lög- gjöf um stofnun, stjóm og starfsemi sjálfseignarstofnana með sama hætti og t.d. gildir um hlutafélög og samvinnufélög. Síðan segir: „Að mati Ríkisendurskoðunar er löngu tímabært að huga að almennri lög- gjöf á þessu sviði. Því ber að fagna því að á vegum dómsmálaráðuneyt- isins hefur um nokkurt skeið verið unnið að samningu frumvarps um sjálfseignarstofnanir sem stunda at- vinnustarfsemi. Hugsanlegt er að það muni sjá dagsins ljós innan til- tölulega skamms tíma.“ semi Norðurlandaráðs og Nor- rænu ráðherranefndarinnar. Það virðist hafa tekist, því hærra hlut- fall rekstrarfjárins nýtist nú til að- gerða en áður og minna fari í rekstur. Hún bendir einnig á að þrátt fyrir mikil útgjöld vegna flutninganna hafi orðið rekstraraf- gangur á síðasta ári upp á 37 millj- | ónir íslenskra króna. I Stokkhólmi - hafi 27 starfað á skrifstofu ráðsins, átta flutt með og síðan ráðnir níu í > viðbót, svo þar starfi nú sautján, ellefu færri en áður, eins og gert hafi verið ráð fyrir. Varðandi samninga við starfsfólk hafi það allt verið samningsbundið og því þurft að segja upp samningum við það. Allt hafi farið fram samkvæmt reglum ráðsins, en þar sem Berg- lind átti ekki sjálf aðild að þeim I samningum segist hún ekki geta j tjáð sig frekar um þá. Um athugasemdir við leigu- kostnað Berglindar segir hún að kjörin séu sambærileg við það sem tíðkist í utanríkisþjónustunni, fyr- irkomulagið nú sé ekki nýtt og for- verar hennar hafi fengið það sama. Samkvæmt kjarasamningi fái hún húsaleigu sína greidda og þá þannig að hún leggi hana út og fái i hana endurgreidda. Upphæðin í ' skýrslunni sé tvöfalt hærri en hún j fái og það er af skattalegum ástæð- j um gagnvart Norðurlandaráði. Berglind tók fram að leigan væri há samkvæmt íslenskum mæli- kvarða en húsaleiga í Kaupmanna- höfn væri mun hærri en í Reykja- vík. Stýrimannaskólinn j Kennarar 1 andvígir flutningi KENNARAFÉLAG Stýri- mannaskólans í Reykjavík j leggst eindregið gegn öllum > framkomnum hugmyndum um að flytja skólann úr núver- andi húsnæði á Rauðarárholti á Höfðabakka 9. Félagið telur það liggja í augum uppi hverj- um sem skoða vill, að aðstaða til að veita virka og raunhæfa sjómannamenntun myndi stórversna við slíkan flutning og bitna á sjávarútveginum, helstu undirstöðuatvinnu- I grein þjóðarinnar. „Núverandi húsnæði skól- j ans var byggt sérstaklega til sinna nota og þrátt fyrir aldur sinn hentar það sjómanna- fræðslunni enn að mörgu leyti ákaflega vel. Staðsetning hússins skiptir þar miklu máli með þeirri yfirsýn yfir hafnar- svæði Reykjavíkur sem úr því er, svo og turn byggingarinn- k ar sem er ómetanlegur þegar kenna skal verðandi skip- stjórnarmönnum að beita rat- sjám. Við slíka kennslu er nauðsynlegt að bera saman ratsjármynd og umhverfi. Hitt er svo annað mál eins og margoft hefur verið bent á að allt viðhald hússins hefur verið stórlega vanrækt á liðn- um árum, svo að í dag heldur það hvorki vatni né vindi. j Kennarafélagið telur brýnt að gera nú þegar við húsið og að endumýja innréttingar og húsgögn," segir orðrétt í ályktun félagsins. 602 sjóðir og stofnanir starf- andi í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.