Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
A pirate ship!
I SEE A
PIRATE ship!
Here's BLACKSEA6LE.THE
IaJORLP FAM0U5 PIRATE,LEAPIN6
HIS SCURVH' SANP ASHORE...
SOMEBODy TELL CONRAP
HE'S ONLY 5UPP05EPT0
U)EAR ONE EHE PATCH..
Sjóræningjaskip! Ég Hér stígur Svarti Sámur, hinn
sé sjóræningjaskip! heimsfrægi sjóræningi, á land
ásamt liðsmönnum sínum ...
Vill einhver segja Konráði
að hann eigi aðeins að hafa
einn augnlepp ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Erró hvað?
Frá Tryggva L. Skjaldarsyni:
FYRIR allmörgum árum gaf sá ís-
lenski myndlistarmaður, sem þekkt-
astur er og nýtur heimsfrægðar,
gríðarlega mikla listaverkagjöf til
Reykjavíkurborgar og er þannig
kominn heim með nokkrum hætti
eftir langa útlegð. Flestar ef ekki
allar höfuðborgir í Evrópu og Norð-
ur-Ameríku eiga listasöfn sem státa
af myndlist eftir heimsfræga menn
og laða til sín fjölda ferðamanna.
Ekki Reykjavík. Gjöf Errós gefur
kjörið tækifæri til þess að setja
borg okkar á bekk með öðrum
menningarborgum að þessu leyti
líka. Og ekki seinna vænna með
tilliti til þess að Reykjavíkurborg
verður menningarborg Evrópu árið
2000. Gjöf Errós hefur til þessa
rykfallið í kjallarageymslum borg-
arinnar - til skammar fyrir borg-
arbúa og landsmenn alla. Verkin
hafa þó verið send á sýningar víðs
vegar um heimsbyggðina.
Davíð Oddsson virtist sjá mikil-
vægi þess fyrir Reykjavíkurborg að
þiggja þessa gjöf á sínum tíma og
var með stórfenglegar - og rándýr-
ar - hugmyndir um að breyta Korp-
úlfsstöðum í listasafn Errós og
borgarinnar. Nú hefur verið fundin
góð og helmingi ódýrari lausn á
þessu máli. Breyta á Hafnarhúsinu
í miðbænum í Listasafn Reykjavík-
ur þar sem myndir Errós munu
verða í heiðursstað. Verkinu á að
ljúka á fjórum árum þannig að flár-
veiting til þess verður innan skap-
legra marka á hveiju fjárhagsári.
Þetta er ágæt lausn því hún mun
styrkja miðbæinn í sessi, þar sem
flestir ferðamenn eru á stjái, og
lífga upp á hafnarsvæðið.
Nú mætti ætla að málsmetandi
menn fögnuðu því að loksins væri
lausn á þessu máli í augsýn, og þó.
Tveir af núverandi oddvitum Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík hafa
risið upp á afturfæturna og mót-
mælt því harðlega að myndir Errós
og önnur listaverk borgarinnar fái
varanlegan og verðugan samastað.
Þeir virðast vilja að myndum Errós
verði áfram hrúgað í kjallara-
geymslur milli þess sem þær eru
sendar úr landi og sýndar á fínustu
listasöfnum í heimi. Er hægt að
sýna listamanninum meiri óvirð-
ingu? Málefnafátæktin hlýtur að
vera mikil úr því að þeir þurfa að
grípa þetta hálmstrá í kosningabar-
áttu sinni. Þetta mál á að verið
hafið yfir lágkúrulegt dægurþras.
Nei, í þessu máli eiga borgarbúar
að standa fast á bak við meirihluta
borgarstjórnar og láta ekki pólitísk-
an storm i vatnsglasi rugla sig í
ríminu. Það stóð ekki í sjálfstæðis-
mönnum að byggja Perluna. Ekki
heldur ráðhúsið við Tjörnina, þrátt
fyrir mikinn kostnað.
Reykjavík er höfuðborg íslands
og á að standa undir því nafni.
TRYGGVIL. SKJALDARSON,
Fífuhvammi 17, Kópavogi.
„Hófdrykkjan er
heldur flá“
Frá Árna Helgasyni:
„MAÐUR er nú hættur að kippa
sér upp við það þó að maður heyri
eitthvað heimskulegt og siðlaust,"
sagði vinur minn þegar honum
fannst ruglið og vitleysan keyra
fram úr öllu hófi.
Mér varð hugsað til þessara orða
þegar ég heyrði í útvarpi að SÁÁ
væri að halda á Ioft uppskrift sinni
að hófdrykkju. Meir að segja Evr-
ópudómstóllinn komst að þeirri nið-
urstöðu um það Ieyti sem hóf-
drykkjuáætlunin birtist að áfengi
væri það hættulegt efni að eðlilegt
væri að norrænar þjóðir (og náttúr-
lega aðrar ef þær telja slíkt rétt,
sbr. USA) hefðu sérstakar gætur á
dreifingu þess með því að hafa
áfengiseinkasölur. Að sjálfsögðu til
að koma í veg fyrir heilsutjón af
völdum þessa vímuefnis og tak-
marka möguleika á því að einstakl-
ingar græði á ógæfu annarra.
Ég hélt nú að SÁÁ hefði verið
stofnað til að bæta úr böli - og
jafnvel koma í veg fyrir böl af völd-
um áfengis. En kannski er það orð-
ið aðalatriðið hjá þessari stofnun
að sjá til þess að alltaf verði nóg
að gera í meðferðinni? Augljóst er
að meðferðarstofnanir ríkisins nytu
góðs af því að úr drykkju drægi.
Þá gætu þær snúið sér að mikilvæg-
ari verkefnum á sviði geðhjálpar
en því að leitast við að rífa menn
upp úr sjálfskaparvítinu. Hins vegar
horfir náttúrlega illa fyrir einkaaðil-
um sem meðferð stunda ef dregur
verulega úr aðsókn. Þá stefnir bein-
línis í verkefnaleysi - og peninga
leysi. Þess vegna má það náttúrlegí
alls ekki gerast að fólk steinhætt
að drekka. Forysta SÁÁ, sem e:
náttúrlega á framfæri hins opinben
eins og svokallað forvarnarfólk sen
fjölgar nú eins og mýi á mykju
skán, verður að sjálfsögðu að hafí
sína drykkjumenn hvort sem þeii
eru kenndir við hófdrykkju eðí
haugdrykkju eða eitthvað annað
Hún veit auðvitað fullvel að enginr
ánetjast áfengi sem ekki neytii
þess.
Alvarlegast í þessu eru þó skila-
boðin til barna og unglinga: Það
er allt í lagi að drekka - en bara
í hófi. Hvernig væri nú að koma
með uppskriftir að hófreykingum,
hófkannabisneyslu eða hóflegri
notkun morfíns og ópíums? En það
síðastnefna var selt í lyfjabúðum -
og fékkst án lyfseðils fram eftir
öldinni.
Svo er augljóst að ekki þarf
margra ára drykkju til að vinna
sjálfum sér eða öðrum tjón. Jafnvel
fyrsta ölvunin getur stefnt mönnum
í háska eða komið þeim til að vinna
ódæði, til að mynda drukknum und-
ir stýri.
Því er gott að hafa vísuna mína
gömlu í huga:
Hófdrykkjan er heldur flá,
henni er valt að þjóna.
Hún er bara byijun á
að breyta manni í róna.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.