Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Afturelding mætir Runar í Noregi Förumúl til að vinna Afturelding mætir Runar frá Sandefjord í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum í borgarkepgni Evrópu í Sandefjord í kvöld. ís- lenska liðið hélt utan í gærmorgun og kemur heim aftur á morgun, mánudag. Með liðinu eru um 50 stuðningsmenn sem ætla að láta vel í sér heyra á leiknum. Síðari leikur- inn verður síðan í Mosfellsbæ um næstu helgi. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aft- ureldingar, sagðist vera búinn að skoða norska liðið á myndbandsspólu sem Bjarki Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður liðsins, útvegaði. „Við erum búnir að fara vel yfír leik liðs- ins og teljum okkur hafa nokkuð góðar upplýsingar frá Bjarka sem við ætlum að nýta okkur. Norska liðið spilar léttleikandi handbolta og byggir á hraðaupphlaupum. Þetta Brighton vill halda Vali VALUR Fannar Gíslason verður líklega áfram í herbúðum 3. deildarliðs Brightons. Hann var upphaflega lánaður frá Arsenal í mánuð, en nú hefur Brighton farið fram á að halda Vali Fann- ari í mánuð til viðbótar. er stemmningslið sem spilar fyrir áhorfendur," sagði Skúli. „Við förum auðvitað til Noregs með því hugarfari að vinna. Við munum líta á hveija sókn hjá okkur sem þá mikilvægustu hveiju sinni. Það er mikilvægt að spila sterka ís- lenska vöm og vera skynsamir í sókninni. Fyrirfram tel ég möguleika okkar jafnmikla og norska liðsins. Það er mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum í fyrri leiknum því þá er gott að eiga heimaleikinn eftir." Skúli sagði að tveir úr leikmanna- hópi liðsins, Gunnar Andrésson og Þorkell Guðbrandsson, væru meidd- ir og spiluðu líklega ekki með í Noregi. Þorkell meiddist á ökkla á æfingu á fimmtudagskvöld og var mjög bólginn á föstudag. „Við erum vanir því að vera með leikmenn á sjúkralista og því látum við það ekki trafla okkur,“ sagði þjálfarinn. Leikmenn og stuðningsmenn Aft- ureldingar ætluðu að sjá leik Drammen og svissneska liðsins Winterthur í Evrópukeppninni sem átti að fara fram í Drammen í gær- kvöld. „Við ætlum að fjölmenna á völlinn og sjá Bjarka og félaga og auðvitað munum við styðja Dramm- en í þeim leik,“ sagði Skúli. Runar er með 14 stig af 16 mögu- legum í norsku deildinni og er í efsta sæti ásamt Sandefjord og Viking. Drammen kemur næst á eftir með 10 stig. IÞROTTIR Breytingar á móta röðinni í frjálsum Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) hefur í hyggju að fara af stað með nýja mótaröð í síðasta lagi sumarið 1999 þar sem allir fremstu fijálsíþróttamenn heims myndu reyna með sér með reglulegu millibili yfir sumarið. Þetta er þó komið undir því að það takist að gera viðunandi samninga við sjón- varpsstöðvar um sýningarrétt frá mótunum. Reiknað er með að málin muni skýrast á fundi framkvæmda- stjómar IAAF í Monte Carlo 20. nóvember. Verði af þessum hug- myndum myndu „gullmótin“ fjögur sem haldin era ár hvert í Ósló, Ziirich, Brassel og Berlín, þar sem frábær árangur næst yfirleitt, detta upp fyrir. Giorgio Reineri, talsmaður IAAF, hefur staðfest að verið sé að leggja drög að svokallaðri Úrvalsmótaröð, en hvenær þeim verði ýtt úr vör sé ekki ákveðið. Reiknað er með að alls yrðu mótin tíu yfír keppnistíma- bilið og þau yrðu m.a. haldin á þeim stöðum þar sem „gullmótin" hafa verið haldin. Átta þeirra verða vænt- anlega í Evrópu, eitt í Japan og eitt í Bandaríkjunum. Úrvalsmótaröðin yrði með sama sniði og núverandi röð stigamóta, þ.e.a.s. að íþrótta- menn í átta efstu sætum í hverri grein fengju stig og stigahæstu menn að hausti hlytu vegleg pen- ingaverðlaun. Breytingin yrði hins vegar sú að öll mótin yrðu jafn veg- GUÐRÚN Arnardóttir keppti á stigamótaröð IAAF í sum- ar og verður líklega á ferð á sama vettvangi áfram. leg og svokölluð gullmót hafa verið til þessa. Önnur breyting yrði raun- ar sú að IAAF héldi sjálft öll um- rædd mót og sæi um að selja sjón- varpsrétt frá þeim, en það hefur verið í höndum mótshaldara á hveij- um stað til þessa. Þó má reikna með að stigamót IAAF verði haldin á næsta sumri með sama sniði og sl. sumar. „Gullmótin" hafa notið sífellt meiri vinsælda með hveiju árinu á meðal almennings og sjónvarpsstöðvar hafa verið tilbúnar að reiða fram háar íjárapphæðir fyrir sýningarréttinn. Keppt hefur verið í fyrirfram ákveðn- um greinum til þess að keppni taki sem skemmstan tíma og sé þannig áhugaverðari fyrir sjónvarp. Að mót- unum loknum hafa þeir keppendur sem náð hafa að vinna sínar greinar á öllum mótunum skipt á milli sín 20 eins kílós gullstöngum. Einnig hafa verið greiddar ríflegar peninga- upphæðir fyrir efstu sæti og síðast en ekki síst fyrir heimsmet. Hefur þetta orðið til þess að flestir af fremstu frjálsíþróttamönnum heims hafa séð hag í því að taka þátt og leggja sig fram. Ver hefur hins veg- ar gengið að selja sýningarrétt að öðram mótum í mótaröð LAAF. „Lykilatriðið til þess að þessi nýja mótaröð öðlist virðingu og athygli er að hún nái útbreiðslu í sjónvarpi," sagði Andreas Bragger, sem hefur verið aðalskipuleggjandi „gullmóts- ins“ í Zurich. Nú hafa mótshaldarar „gullmót- anna“ greint þýska fyrirtækinu Ufa frá því að samningur þeirra við fyr- irtækið verði ekki endurnýjaður. Ufa seldi sýningarréttinn sl. sumar til 130 sjónvarpsstöðva víðs vegar um heim. Mótshaldarar greindu UFA m.a. frá því að Primo Nebiolo, forseti IAAF, hefði boðið þeim að vera þátttakendur í Meistaramótum sambandsins sem verið væri að koma á koppinn. * * * „Mér er illa við mismumn, fólk á bara að fá það sem það á skilið. Þeir sem sranda við sirt eiga ekkert að þurfa að spá i það meira. Ég fór í Vörðuna vegna þess að fjölskt/lda mín og áhugamál ganga fi/rir. Ég vil ekki þurfa að hafa áhi/ggjur af gluggaumslögum. Það er fólk í bankanum mínum sem sér um að borga reikningana mína. “ Landsbankirm treystir fólki eins og Elínu og veitir t>ví sveigjanlega fjármálaþjónustu í Vörðunni. Hún treystir bankanum sínum og kys það öryggi og þau þægindi sem í því felast að hafa öll sín fjármál á einum stað. Greiðsluþjónusta Vörðunnar sér um að greiða reikningana fyrir hana og dreifa greiðslubyrðinni yfir árið. • • í Vörðunni er margt í boði, meðal annars: • Yfirdráttarheimild, allt að 300.000 kr. án ábyrgðarmanna. • Vörðulán, allt að 700.000 kr. án ábyrgðarmanna. • Gulldebefkortið, aðildarkort Vörðunnar sem veitir aðgang að ýmsum fríðindum. • Gullkreditkort, Visa og Vildarkort Flugleiða. • Ferðaklúbbur fjölskyldunnar. • Bílalán, hagstæð lán til bílakaupa. • Stighækkandi vextir á Einkareikningi. • Punktasöfnun, í hvert skipti sem þú notar . gullkortin færð þú 2 punkta, hvar sem þú verslar. • • Með því að beina viðskiptum sínum á einn stað á fjölskyldan auðvelt með að safna yfir 15.000 punktum hjá bankanum á ári í Vildarklúbbi Flugleiða. Vörðufélagar geta einnig safnað punktum með viðskiptum hjá Landsbréfum, með því að kaupa F+ fjölskyldutryggingu VÍS, og nú þegar hjá yfir 160 verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem tengjast Vildarklúbbi Flugleiða. Síðan má breyta punktum í peninga eða nota þá sem greiðslu vegna ferðalaga. • • '„Hafðu samband við bankann þinn og kt/nntu þér víðtœka þjónustu Vörðunnar. “ í Foldaskóla. www.varda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.