Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 35 grun, til að hægt sé að gera þær ráðstafanir til úrbóta, sem völ er á. Nútíminn og breyttar aðstæður Hraði, rótleysi og tímahrak ein- kennir nútímann og setur sín spor á daglega tilveru mjög margra. Vís- indin hafa ekki farið varhluta af þessu. Nýjar uppgötvanir koma og fara. Þær nýju kollvarpa æði oft gömlum hugmyndum, sem áður voru taldar traustar. Það gerist stundum svo hratt, að jafnvel fagfólk missir áttir. Af því leiðir óhjákvæmilega öryggisleysi og sá vandi, að hinn eldri og reynd- ari verður ekki sú sjálfsagða fyrir- mynd fyrir hinn yngri, sem eitt sinn var talið sjálfsagt. Við breyttar að- stæður verður oft að fínna alveg nýjar leiðir, sem samræmast þeim. Stundum verða það einungis tilfinn- ingaböndin, sem halda kynslóðunum saman. Flest fullorðið fólk hefur í mjög mörg horn að líta í nútímanum og fæstir geta leyft sér þann munað að einbeita sér að einu verkefni í einu. Flestir verða að hafa margt í takinu samtímis og foreldrar neyð- ast oft til þess að sinna uppeldi og ræktun barna sinna, þegar tími og aðstæður leyfa. Þau koma auk þess oft að því hlutverki, þegar kraftarn- ir eru farnir að þverra í dagslok, meðan börnin bíða hungruð eftir samvistum við foreldra sína, en þá gjarnan í samkeppni við alls konar verkefni, sem hlaðist hafa upp yfir daginn. Þroskaferill og þroskaþarfir hafa hins vegar ekkert breytzt, en eru þær sömu og alltaf hefur verið og þörfin fyrir líkamlega, tilfinninga- lega og vitsmunalega næringu óbreytt frá upphafi. Mörg börn al- ast því upp við að vera á einhvern hátt „vandamál" í tilveru foreldra sinna, jafnvel þótt foreldrana skorti hvprki góðan vilja né kærleika. í róti nútímans er sá illa settur, sem hefur ekki einhvern innri leið- arvísi sér til halds, trausts og leið- beiningar, því að svo mjög hefur losnað um hefðir þjóðfélagsins og viðurkennd samskiptamunstur. Því er oft lítið hald í tillærðum, yfir- borðskenndum siðareglum, sem eiga sér ekki rætur og upptök innra með einstaklingnum. Sá, sem getur ekki reitt sig á sinn innri mann, er því illa settur og neyddur til að leita sér stuðnings með öllum tiltækum ráðum. Nákvæmlega þetta er hlutskipti ákeflega margra barna í dag, jafn- vel þeirra, sem eiga í sjálfu sér mjög góða og umhyggjusama for- eldra, þar eð þjóðfélagsþróun og hraði nútímans hafa grafið svo mjög undan heilbrigðu og eðlilegu fjölskyidulífi, að snertifletir barna og foreldra verða of fáir og stopul- ir til að ná að móta barn og leið- beina því. Margir neyðast til að fjarstýra umönnun barna sinna og fela hana einum eða öðrum, sem tiltækur er. Oftast er um sómafólk að ræða og það forðar börnum sannarlega frá því að vera í reiði- leysi. En þar á móti kemur, að það leggur oft litlu barni á viðkvæmum aldri mikinn vanda á herðar. Til- högunin gerir kröfur til þess, að barnið geti sjálft unnið úr skilaboð- um allra þessara aðila - stundum meira að segja mótsagnakenndum. Skilaboðin, sem barnið fær svo til samtímis, eru oft fleiri og flóknari en barnið getur ráðið við að vinna úr og verða því haldlítil sem leiðar- vísir, sem barnið getur nýtt sér. Sum börn geta að vísu auðveldlega ráðið fram úr þessum vanda, en mörg geta það ekki eða illa. Þrautalendingin verður þá sú að leita með öllum tiltækum ráðum eftir einhveiju, sem barnið veit ekki gjörla, hvað er. Það skynjar að eitt- hvað vantar, en skilur ekki, hvað það er. Það leitar bara að einhverri nothæfri hækju í óvissu tilverunnar. Á meðan verður annað að bíða. Fyrir þannig barn verður erfitt að átta sig á, hvað öðrum líður. Þar með vantar undirstöðuna til að finna til samkenndar með öðrum og for- sendur til að geta sett sig í annarra manna spor. Þar með vantar og forsendur til að átta sig á orsaka- og afieiðingasamböndum í mannleg- um samskiptum. Þegar innra öryggi vantar og lít- ið hald er í hinum innra manni, verður tilhneigingin til að breyta áreiti umsvifalaust og umhugs- unarlaust í athöfn án tillits stil af- leiðinga auðveldlega ráðandi. Hæfi- leikinn til að ná valdi á þessum og öðrum undirstöðuatriðum verður í lélegri samkeppnisstöðu hjá barni, sem er í sífelldri næringarleit á til- finninga- og vitsmunasviðinu, jafn- vel þótt vel sé séð fyrir því líkam- lega og barnið ætti, aldri sam- kvæmt, að vera fært um að flytja sig yfir á annað og æðra þrep þroskans. Erfðavísar veita barninu að vísu örugga en ómeðvitaða leið- beiningu, en mótun verður meira og minna eftir happa og glappa aðferðinni og mótast mest af harkalegum árekstrum við tilver- una. Og þar eð lítið barn hefur ekkert tímaskyn að gagni og getur ekki hugsað fram í tímann, verður viðmiðunin fyrst og fremst, hvað því líkar í það og það skiptið, enda meðvituð stefnufesta og stefna engan veginn innan seilingar, þar eð þessi atriði tilheyra seinni stig- um þroskans, ef hann þá kemst svo langt. Ung- og smábarnavernd í nútímanum Ung- og smábarnavernd er heldur engan veginn undanskilin þeim vanda, sem heijar á nútímanum og á í vanda að aðlaga þjónustu sína að breyttum aðstæðum. Það að starfsemin sé staðsett á heilsuverndarstöð eða heilsugæzlu- stöð og þá helst á stað, sem flestir þekkja, auðveldar foreldrum að átta sig á, hvert er hægt að leita. Heim- sóknir faglærðra hjúkrunarfræð- inga í heimahús leyfa foreldrum að ræða vandamál sín og barnsins á heimavelli. Það er auðveldara og eðlilegra en að gera slíkt hið sama innan veggja stofnunar, þar sem hjúkrunarfræðingur er á heimavelli en foreldrar og barn gestir. Barnalæknar voru sá aðili, sem reið á vaðið varðandi ung- og smá- varnavernd og hafa lagt hvað mest af mörkum til þróunar starfsins í áranna röð. Fjölskyldulækningar sem sér- grein, eru hins vegar tiltölulega nýtt fyrirbæri innan læknisfræðinnar. Þær hafa það á stefnuskrá sinni að sinna fjölskyldunni í heild og þá þverfaglega. Fjölskyldulæknirinn er á vissan hátt arftaki gamla heimilis- læknisins, sem átti blómaskeið sitt meðan þekking læknisfræðinnar var ekki umfangsmeiri en svo, að einn og sami læknir gat verið nokkurn veginn vel heima á flestum sviðum. Framfarir í læknisfræði eru þó óumdeilanlegar og þekkingarflóðið með þeim hætti, að enginn getur verið jafnvel heima á öllum sviðum. Fyrir bragðið hafa orðið til sérfræð- ingar og jafnvel undirsérfræðingar, sem takmarka starfssvið sitt við ein- staka þætti en reyna að sinna þeim í dýpt. Endurmenntun og símenntun er því nauðsynlegri nú en nokkru sinni fyrr, þótt oft verði lítill tími aflögu til að sinna henni, þrátt fyrir góðan ásetning. Það er til þess að gera auðvelt mál að smíða fagra hugmyndafræði á hinum ýmsu sviðum, en vandinn hefst, þegar á að koma glæstum hugmyndir í framkvæmd. Enginn getur t.d. unnið sam- kvæmt þekkingu sinni, hæfni og hugsjónum nema tími og aðstæður leyfi. Óheyrilegt vinnuálag getur t.d. neytt færustu lækna og hjúkrunar- fræðinga til að vinna langt neðan við faglega raungetu og knúið alla til að forgangsraða verkefnum. Hreinn fjárskortur getur og haft mjög svipaðar afleiðingar. Víst er þó, að bráð verkefni verða að hafa forgang, hvað sem verður um verk- efni, sem hafa eitthvert biðþol. Viðvíkjandi ung- og smábama- iækna eru barnalæknar þó betur settir en breiðmenntaðir læknar, þar eð verksviðið er takmarkað við börn. Breiðmenntaðir læknar sem vinna þverfaglega, verða hins vegar að sinna öllu og öllum og þar með verð- ur ung- og smábarnavernd einungis einn hlekkur í langri keðju af skyldu- störfum. Hins vegar hafa heil- sugæzlu- og heimilislæknar oft betri yfirsýn yfir heilbrigðismál íjölskyld- unnar allrar. En til þess þurfa þeir þó að vera farnir að kynnast fjöl- skyldunni vel og eiga við hana já- kvæð samskipti. Það getur orðið mjög erfitt að vinna samkvæmt hugsjónum fjöl- skyldulækninganna, svo ágætar sem þær eru í sjálfu sér, ef starfið þyng- ist sí og æ, þannig að sinna verði fleiri og veikari sjúklingum en áður. Sú þróun virðist í sjónmáli, verði haldið áfram að sverfa að sjúkra- hússþjónustu í sparnaðarskyni. Heimahjúkrunarþjónusta hlýtur þá einnig að þyngjast til muna og þá virðist hætt við að ung- og smá- barnavernd mæti afgangi, þar eð sú þjónusta hefur nokkurt biðþol og er sjaldnast eins brýn og bráðaþjón- usta. Á flestum heilsugæzlustöðvum í Reykjavíkurborg hafa heilsuvernd- arhjúkrunarfræðingar, barnalækn- ar og heilsugæzlulæknar unnið saman að ungbarnavernd á undan- förnum árum en í ýmsum hlutföllum þó. Svo framarlega sem samvinna er góð, hefur þetta fyrirkomulag marga kosti, en einnig þann ágalla, að samfella í starfi er bundin af því að tími og aðstæður leyfi að sam- stilla vinnu allra þessara aðila. Oft er erfitt fyrir þá að vera á lausu samtímis til að bera saman bækur sínar. Auk þess er bráðnauðsynlegt að hægt sé að koma því, sem afbrigði- legt þykir, fljótt og vel tii þeirra aðila í þjóðfélaginu, sem líklegastir eru til að geta tekið málið til nánari athugunar og meðferðar. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi bæði hvað varðar heilbrigðis- og félags- lega þáttinn, en víða hafa myndazt stíflur og flöskuhálsar í kerfinu, þannig að biðtími verður lengri en góðu hófi gengir og leysanleg vanda- mál geta þá náð að festast og verða erfiðari viðfangs, en vera mundi, ef völ væri á greiningu og úrlausn strax eða fljótlega. Nauðsynlegast af öllu er þó, að þjóðfélagið skapi foreldrum aðstöðu til að rækta börn sín og forða þeim frá því tómi hið innra, sem gerir þau að varnarlausri bráð fyrir miður heppileg áhrif utan frá og innan. Sá, sem er varnarlaus gegn innri ólgu, verður léttilega ofbeldishneigð að bráð og sá sem er meira og minna tómur að innan, fellur léttiiega í þá freistni að leita sér augnabliksfróun- ar í áfengis- eða vímuefnaneyzlu og annarri fíkn. Allir foreldrar vilja sjá börn sín vaxa úr grasi með heilbrigðan innri mann og stefnufestu í flókinni til- veru. reynslan hefur kennt mér, að þar eru efst á blaði foreldrar, sem hafa sjálfir beðið skipbrot í tilver- unni af ástæðum, sem hægt hefði verið að afstýra með tímabærum forvarnaaðgerðum. Enda vita þeir foreldrar manna bezt, hve dýru verði getur orðið að borga mistök og vanrækslu á þessu sviði. Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Ertu búinn að skipta um bremsuklossa? Komdu í skoðun TOYOTA Nýbýlavegi 4-8 lÍMaild S. 563 4400 Nuddndm Kvöld- og helgarnam hefst þann 12. janúar næstkomandi. ■ Námið tekur 1 'h ár. ■ Kennt er klassiskt nudd, slökunarnudd, íþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu. ■ Útskriftarheiti: Nuddfræðingur. ■ Námið er viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræðínga. ■ Gildi nudds mýkir vöðva, örvar blóðrás, slakar á taugum og eykur vellíðan. Nánari upplýsingar mánudaga kl. 11-18 og miivikudaga kl. 16-18 í símum 567 8921 og 567 8922 Nuddskóh GuðmundaK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.