Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐA- STOFNUN OG EGILL JÓNSSON JHwgiiiifrlflftffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SPARNAÐUR OG SKATTA- AFSLÁTTUR NÝ TEGUND lífeyrissparn- aðar er að koma til sög- unnar hér á landi, en hefur lengi þekkzt erlendis. Þar er um að ræða svonefndar söfnunarlíf- tryggingar, sem sameina reglu- bundinn sparnað og líftrygg- ingar. Hinn uppsafnaði sparn- aður greiðist út í einu lagi í lok söfnunartíma ásamt ávöxtun. Erlend tryggingafélög hafa boðið þetta sparnaðarform hér um skeið en nú hafa tvö íslenzk líftryggingafélög hafið kynn- ingu á slíkum söfnunartrygg- ingum og er Landsbankinn að- ili að öðru þeirra. Það er áreið- anlega rétt, sem fram kom hjá forráðamönnum Vátrygginga- félags íslands og Landsbankans á blaðamannafundi í fyrradag, að þetta nýja sparnaðarform getur orðið þriðja stoðin undir fjárhagslegu öryggi fólks á efri árum til viðbótar við almanna- tryggingar og almennan líf- eyrissparnað, hvort sem er í sameignar- eða séreignarsjóð- um. Þess vegna er full ástæða til að ýta undir þessa nýju leið til langtímasparnaðar. En jafnframt er tilefni til að vekja athygli á öðrum þætti þessa máls, sem fram kom á fyrrnefndum blaðamannafundi. Þar var varpað fram þeirri hug- mynd, að hvatt yrði til lang- tímasparnaðar með skattaíviln- unum. Slíkar hugmyndir hafa oft verið ræddar en nú eru kannski betri aðstæður en oft áður til að hrinda þeim í fram- kvæmd. í þessu sambandi var á það bent, að hlutabréfa- afsláttur fer nú lækkandi og stefnt að því, að hann falli nið- ur á næstu árum. Þess vegna kæmi vel til greina að skatta- ívilnanir vegna langtímasparn- aðar af öðru tagi kæmu til sög- unnar. Það er rík ástæða til þess fyrir stjórnvöld að huga að þessu máli. Ætla má, að fólk verði í auknum mæli að sjá sjálft um lífeyri sinn á efri árum í framtíðinni og þá skiptir máli, að aðstæður til langtímasparn- aðar séu eins hagstæðar og kostur er. Nú þegar hefur mik- ill árangur náðst með uppbygg- ingu almennu lífeyrissjóðanna og séreignarsjóðir hafa eflzt mjög á undanförnum árum. Söfnunarlíftryggingar eiga áreiðanlega eftir að ryðja sér til rúms hér eins og þær hafa gert hjá nágrannaþjóðum okkar en jafnframt mundu skattaív- ilnanir af einhveiju tagi eins og eru t.d. vel þekktar í Banda- ríkjunum til þess að efla lang- tímasparnað treysta mjög grundvöllinn fyrir fjárhagslegri farsæld fólks, þegar komið er að eftirlaunaárum. EGILL Jónsson, alþingismað- ur, telur í grein hér í blað- inu í gær, að Morgunblaðið sé þeirrar skoðunar, að „vandkvæð- um sé háð að fá hæft fólk til starfa úti á landi. Þetta er álit Morgunblaðsins á fólki og að- stæðum á landsbyggðinni.“ Þetta er rangfærsla á orðum Morgunblaðsins. í fámennum byggðarlögum getur verið erfið- ara að fá sérhæft fólk til starfa en í hinum fjölmennari, alveg eins og það getur verið erfiðara að fá sérhæft fólk til starfa á Islandi en í fjölmennari ná- grannaríkjum. Þetta hefur ekk- ert með að gera „álit Morgun- blaðsins á fólki og aðstæðum á landsbyggðinni“, sem er ómerki- legur útúrsnúningur af hálfu þingmannsins. Hins vegar hefur Morgunblað- ið gagnrýnt þau vinnubrögð Eg- ils Jónssonar og annarra stjórn- armanna í Byggðastofnun að taka einhliða ákvörðun um flutn- ing ákveðinnar starfsemi Byggðastofnunar til Sauðár- króks án þess svo mikið að eyða orðum að því við þá starfsmenn, sem hlut eiga að máli. Slíkt virð- ingarleysi stjórnmálamanna gagnvart öðru fólki er óþolandi. Og þetta hefði Egill Jónsson ekki gert, ef viðkomandi starfs- menn hefðu verið kjósendur í kjördæmi hans sjálfs. Egill Jónsson gagnrýnir skoð- anir, sem Morgunblaðið lýsti fyr-' ir einu ári um gagnsemi Byggða- stofnunar yfirleitt. Þetta hefur verið afstaða Morgunblaðsins í rúman aldarfjórðung allt frá því að vinstri stjórn Ólafs Jóhannes- sonar setti Framkvæmdastofn- unina á fót, en hún var forveri Byggðastofnunar. Þá stóðu Morgunblaðið og allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins saman í þeirri baráttu. Nú er augljóst, að aðrir hagsmunir ráða ferðinni hjá Agli Jónssyni. 6Það er í andörlög • sín sem íslenzka þjóðin, fátæk forsmáð og fámenn, sótti það stolt og þá reisn sem hún taldi sér sæma og þessi örlög birtust henni í fornum sagnaskáldskap þar sem hún leitaði sér skjóls í grimmri og veðrasamri veröld. Þar voru hetj- ur hennar sem minntu á fyrirheitin miklu og þær bjuggu ekki í neinum moldarkofum, heldur leituðu sér frægðar og frama með konungum. Og það var í list hetjunnar, skáld- skapnum, fremur en vopnaburði og vígaferlum sem orðstír hennar lifði. Þeir sem gátu tryggt frægð kon- unga, og þar með ódauðlegan orð- stír sjálfra sín, voru sú fyrirmynd sem Islendingar tóku ástfóstri við öðrum fremur. í þeim upplifði fólk- ið þau eftirsóknarverðu verðmæti sem mölur og ryð fá ekki grandað. List andörlaganna einsog hún birt- ist í Egils sögu, þegar skáldhetjan yrkir jafnvel frá sér þungbærustu sorg sína, var það vinarhús sem fátæk þjóð gat leitað til á hverju sem gekk. Þar gat hún upplifað þau verðmæti sem voru henni í blóð borin þráttfyrir allt. Og þannig gat hún varðveitt arf sinn sem var öllu öðru dýrmætari og minnt á sig eins- og stolt hennar og saga stóðu til. 7Mér er til efs að ljóðið gegni • lengur neinu sérstöku hlut- verki einsog áðurfyr. Við lifum ekki á ljóðrænum tímum ef svo mætti segja. Við erum fædd inní plast. Og umbúðirnar um líf okkar eru úr gervi- efni. Fyrr á öldum nærðist fólk á goð- sögulegum dæmisög- um einsog við sjáum í hómerskviðum og biblíunni og ljóðlistin var í órofa- tengslum við þessa klassísku menn- ingu sem birtist svo með sérstæðum hætti í eddukvæðum og dróttkvæð- um vísum og konungakvæðum síð- ar. Kounungakvæðahefðin átti sér ekkisízt rætur í þeirri áráttu að konungar vildu láta mæra sig og í skáldskap átti nafn þeirra og orð- stír að lifa. Við sjáum þetta einnig í hómerskviðum þar sem hetjurnar vildu láta syngja um sig í kvæðum og takmark þeirra var ekkisízt að eignast nafn einsog fyrr getur, en þessi árátta var ein helzta hvötin að íslenzkum miðaldakvæðum þar sem konungarnir voru dýrkaðir, þótt ekki væri það með sama hætti og hómershetjur sem urðu helzt að vera guðlegar verur, eða að: minnstakosti af guðlegu ætterni. í kristinni menningu var slík dýrkun einungis ætluð frelsaranum og fjöl- skyldu hans og svo helztu dýrling- um. En yngstu konungakvæðin studdust ekkisíður en annar mið- aldakveðskapur við goðsöguleg heiti og kenningar sem voru merk- ingarlaus ef menn skildu ekki goð- sagnir ásatrúarmanna. Arfleifð þeirra hefur því lifað góðu lífi langt fram yfir kristnitöku einsog kristinn skáldskapur ber vott um, ef að er gætt. En þó má ætla að almenning- ur hafi verið vaxinn frá öllum slík- um vísunum þegar íslendinga sögur voru skrifaðar á 13. öld. En það leiftrar samt enn á þessi vörðubrot í skáldskap og vísunum sem lærðir rithöfundar kunna auðvitað skil á eitthvað fram eftir miðöldum. En þá mætti spyrja, voru þessi skáld- verk skrifuð fyrir almenning? Voru þetta einhverra lærðra manna þrautir? Sjálfur hygg ég að þessar fornu skáldsögur hafi verið ætlaðar leikum jafnt sem lærðum, rétt eins- og Innansveitarkronika. En það er augljóst mál að lesendur, óvanir táknlegum skáldskap, geta notið hennar ágætlega þótt þeim detti aldrei í hug að hún sé allegoría, eða táknsaga um það almættisverk, að guð byggði kirkju í Mosfellsdal. Og mér er til efs að Halldór Laxness hafi ætlað henni annað hlutverk en það sem var honum takmark og leiðarljós í skáldverkum - að segja sögu eins vel og honum var frekast unnt. í samtölum okkar lagði hann enga áherzlu á táknlegt ætlunar- verk Innansveitarkroniku, sagði þvert á móti að bókmenntafræðing- ar og gagnrýnendur væru alltaf að lesa útúr verkum sínum það sem þar stæði ekki. Það er svo annað mál að hver og einn hefur leyfi til að lesa útúr textanum það sem honum sýnist. En Kronikan fjallar fyrstogsíðast um mannlífið í Mos- fellsdal og innansveitarsagnir sem skáldið hlaut í arf; fjallræðufólk og hversdagshetjur. M. HELGI spjall SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 33 IMORGUNBLAÐINU í DAG, laugardag, er frá því skýrt, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að skipa nefnd til að gera úttekt á áhrifum Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu á íslenzkt efnahagslíf. Jafnframt kemur fram, að Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, hafí skipað Ólaf Davíðsson, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu for- mann nefndarinnar. Önnur ráðuneyti og samtök atvinnulífsins muni tilnefna fuil- trúa í nefndina, sem hafi það hlutverk að fjalla um þær úttektir, sem gerðar hafa verið á málinu, láta kanna aðra þætti þess og setja fram álit á áhrifum hins sameigin- lega gjaldmiðils á íslenzkt efnahagslíf. Nefndin er skipuð samkvæmt samþykkt Alþingis frá sl. vori. Þetta eru nokkur tíðindi og skynsamleg og nauðsynleg ákvörðun hjá Alþingi og ríkisstjórn að láta fara fram ítarlega könn- un á áhrifum þessarar þróunar á íslenzka hagsmuni. Jafnframt mun álitsgerð nefnd- arinnar leggja grundvöll að málefnalegum umræðum um þá kosti, sem við kunnum að standa frammi fyrir í þessum efnum á næstu árum. Fyrr á þessu ári sendi Seðlabanki ís- lands frá sér skýrslu um Efnahags- og myntbandalag Evrópu og hugsanleg áhrif þess á íslenzk efnahags- og atvinnumál. Fram kemur í formála skýrslunnar, að bankinn muni hugsanlega senda frá sér framhaldsskýrslur eftir því, sem tilefni gefst til. Þetta framtak Seðlabankans og ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar sýna, að íslenzk stjórnvöld beina nú athygli sinni í vaxandi mæli að þessari merkilegu þróun í Evrópu, en telja má víst, að sameiginleg- ur gjaldmiðill verði tekinn upp í mörgum Evrópuríkjum eftir rúmlega eitt ár. í skýrslu Seðlabankans segir m.a.: „Stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) mun hafa mikil efnahags- leg áhrif, bæði innan Evrópusambandsins og utan þess. Þessi áhrif verða því meiri, sem þátttökuþjóðir verða fleiri. Með stofn- un EMU mun gengisáhætta hverfa meðal þátttökuríkjanna og það mun draga úr viðskiptakostnaði. Líklegt er, að stofnun EMU muni hafa örvandi áhrif á innri markaðsþátttöku ríkjanna og gæti einnig ýtt undir fjárfestingar. Vextir munu lækka í þeim löndum, þar sem þeir eru hæstir nú og fjármálamarkaðir munu stækka og dýpka. Þessir þættir eru líklegir til að örva hagvöxt. Á móti kemur, að aðildarríki taka áhættu, þar sem ekki verður lengur um sjálfstæða peningastefnu að ræða til að mæta sérstökum áföllum eða búhnykkjum. Þessi áhætta er meiri en ella meðal þeirra ríkja, þar sem efnahagur og hagsveiflur eru ekki eins nátengdar „kjarnaríkjunum“ í væntanlegu myntbandalagi, þ.e. Þýzka- landi, Frakklandi og Benelúxlöndunum. Tiltölulega ósveigjanlegur vinnumarkaður í mörgum Evrópulöndum er einnig áhættu- þáttur fyrir Myntbandalagið." Seðlabankinn gerir í skýrslu sinni grein- armun á því, sem bankinn kallar „þröngt“ myntbandalag og „víðu“ myntbandalagi en hið fyrrnefnda tekur einungis til Þýzka- lands, Frakklands, Benelúx-landanna, Austurríkis, Finnlands og írlands. Um áhrif Myntbandalagsins á Island og ís- lenzka hagsmuni segir í skýrslu Seðla- bankans: „Aðeins um 28% af utanríkisviðskiptum íslands er við þröngt EMU-svæði og svæð- ið býr þegar við mikinn gengisstöðugleika og samleitni vaxta og verðbólgu. Um 65% utanríkisviðskipta eru hins vegar við vítt EMU-svæði og áhrifin á vaxtamun og gengisstöðugleika eru líkleg til að verða mun meiri. Ef myntsamruninn yrði víður og evran traustur gjaldmiðill, þannig að verðabólga og vextir hafi tilhneigingu til að nálgast það, sem gerist í löndum með mestan stöðugleika og trúverðugleika, má búast við að áhrif EMU á íslenzk efnahags- mál verði tvíbent. Hin neikvæðu áhrif gætu orðið þau, að erfiðara verði að við- halda stöðugu gengi krónunnar, vaxta- munur gagnvart útlöndum gæti aukizt og samkeppnisstaða íslenzkra fyrirtækja gagnvart fyrirtækjum í löndum Mynt- bandalagsins gæti versnað. Á móti kemur, að viðskiptakostnaður í utanríkis- og gjald- eyrisviðskiptum íslendinga mun minnka og auknar fjárfestingar og hagvöxtur í Evrópu munu hafa jákvæð áhrif á íslenzkt efnahagslíf. Jákvæðu áhrifin eru að sumu leyti vissari og draga má úr neikvæðu áhrifunum með því að festa enn í sessi stöðugleika og traust á efnahagsstefn- una.“ Þetta er meginniðurstaða Seðlabankans um áhrif EMU á okkar stöðu. Á þessari stundu er ekki Ijóst, hvort um verður að ræða þröngt eða vítt Myntbandalag. Þó hafa umræður fremur verið á þann veg, að fleiri þjóðir en færri verði með í upp- hafi. Hins vegar er ljóst, að hvorki Bretar né Danir verða með í byijun og yfirgnæf- andi líkur á því, að hið sama eigi við um Svía. Afstaða Breta MIKLAR UM- ræður hafa farið fram í Bretlandi undanfarnar vikur, mánuði og misseri um afstöðu Breta til Myntbandalagsins. Mjög djúpstæður ágreiningur ríkir innan brezka Ihaldsflokksins um málið og raunar má fullyrða, að sá ágreiningur sé ein helzta ástæða fyrir þeirri veiku stöðu, sem flokk- urinn er nú í. Innan Verkamannaflokksins er heldur ekki samstaða um afstöðuna til sameiginlegs gjaldmiðils og um skeið virt- ist sem ný ríkisstjórn Blairs mundi falla í sömu gryfju og forveri hennar og ekki geta gert upp við sig á einn eða annan veg hvaða stefnu skyldi taka. Þó verður að telja, að Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, hafi tekið af skar- ið með þeirri yfirlýsingu, sem hann gaf í Neðri málstofu brezka þingsins hinn 27. október sl. Þar lýsti hann því yfir, að ríkis- stjórn Tony Blair væri fyrsta ríkisstjórn í Bretlandi, sem í grundvallaratriðum teldi, að Bretland ætti að taka þátt í Myntbanda- laginu. Hins vegar væru Bretar ekki und- ir það búnir og það væri eitt helzta verk- efni ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili að búa í haginn fyrir aðild þeirra að Mynt- bandalaginu í framtíðinni. í ræðu sinni lýsti Gordon Brown þeirri skoðun, að ákvörðun um aðild að sameigin- legum gjaldmiðli Evrópu væri mikilvæg- asta ákvörðun, sem Bretar þyrftu að taka í okkar samtíma. En bætti því jafnframt við, að fram að þessu hefði ekki farið fram nein ítarleg athugun á vegum brezkrar ríkisstjórnar á áhrifum þess og afleiðing- um. Brezki fjármálaráðherrann fyallaði síðan um þá þætti málsins, sem hann telur snú- ast um grundvallaratriði. í fyrsta lagi sagði hann, að jákvæð efnahagsleg áhrif aðildar að Myntbandalaginu væru augljós. Það ætti við um viðskipti, gengisstöðugleika og að kostnaðarþátturinn í viðskiptum og atvinnulífi yrði gagnsærri. í grundvallar- atriðum væri því sameiginlegur gjaldmiðill jákvæður bæði fyrir Bretland og Evrópu. I öðru lagi sagði fjármálaráðherrann augljóst, að sameiginlegur gjaldmiðill mundi hafa í för með sér skerðingu á efna- hagslegu sjálfstæði eða öllu heldur að ein- stök ríki fengju hlutdeild í ákvörðunum um efnahagsmál hvers annars. Hann benti á, að þetta atriði leiddi til þeirrar niður- stöðu hjá sumum, að af stjórnskipulegum ástæðum, væri óhugsandi fyrir Breta að gerast aðilar. Þeir teldu, að þrátt fyrir efnahagslegan ávinning væri þetta atriði nægileg rök fyrir því að verða ekki þátttak- endur í Myntbandalaginu. Gordon Brown sagði, að brezka ríkisstjórnin væri þessu ósammála. Ef sameiginlegur gjaldmiðill hefði jákvæð áhrif á atvinnustig, viðskipti og framtíðar velferð þjóðarinnar ættu Bretar að gerast aðilar. Þriðja grundvallaratriðið, sem fjármála- ráðherrann nefndi, var samþykki brezku þjóðarinnar. Hann sagði það skoðun ríkis- stjórnarinnar, að þar sem um svo stórt mál væri að ræða ætti að leggja það und- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. nóvember ' ■ fj ■j ||í| m X ?— v1 V O \ Sí * P \k ,- m i Jl 1 j i ' J*! , • l . ■ VIÐ KRINGLUNA. Ljósmynd/RAX ir þjóðaratkvæði. Ríkisstjórnin, þingið og þjóðin verða að vera sammála, sagði Gor- don Brown. í framhaldi af þessari umfjöllun um grundvallaratriði málsins gerði ráðherrann að umtalsefni fimm lykilatriði, sem taka þyrfti tillit til, þegar að ákvörðun kæmi. ífyrst nefndi hann þá spurningu, hvort efnahagskerfi Breta og Myntbandalags- ríkjanna væru nægilega samstiga. í því sambandi benti hann á, að vextir í Bret- landi væru um 7% á sama tíma og þeir væru um 3% í Þýzkalandi og Frakklandi. Hann svaraði ofangreindri spurningu neit- andi og sagði, að Bretar þyrftu á að halda tímabili stöðugleika og aga bæði að því er varðaði verðbólgustig og opinberar lán- tökur. í annan stað spurði brezki fjármálaráð- herrann, hvort brezkt efnahagslíf byggi yfir nægilegum sveigjanleika til þess að takast á við þær breytingar, sem mundu fylgja aðild að sameiginlegum gjaldmiðli. Hann svaraði þeirri spumingu einnig neit- andi og sagði, að ríkisstjórnin mundi vinna að því á þessu kjörtímabili að tryggja slík- an sveigjanleika. Þriðja spumingin væri sú, hvort þátt- taka í Myntbandalaginu mundi ýta undir fjárfestingar. Niðurstaða ráðherrans var sú, að aðild mundi vissulega gera það. Fjórða spurningin sneri að því hver áhrif aðildar yrðu á kauphallarviðskiptin í Bretlandi en London er ein helzta mið- stöð slíkra viðskipta í heiminum. Svar ráð- herrans var, að þessi þáttur brezks við- skiptalífs væri svo öflugur, að hann mundi blómstra, hvort sem væri innan eða utan Myntbandalagsins. Hins vegar mundi þátt- taka efla stöðu brezku fjármálafyrirtækj- anna. Loks ræddi ráðherrann um áhrif aðildar á atvinnustigið í Bretlandi og sagði, að vel heppnaður sameiginlegur gjaldmiðill mundi efla viðskipti og atvinnulíf í Evr- ópu. Hins vegar væri brezkt atvinnulíf ekki undir það búið að landið gerðist aðili nú. Megin niðurstaðan væri því sú, að Bret- ar þyrftu tíma til þess að búa sig undir aðild. Ljóst er af þessu, að brezka ríkisstjórn- in stefnir að þátttöku í Myntbandalagi Evrópu og hyggst nota þetta kjörtímabil til að búa landið efnahagslega undir það, að af slíkri aðild verði að loknum næstu kosningum, sem fram eiga að fara í síð- asta lagi eftir fimm ár. Jafnframt má gera ráð fyrir, að Verkamannaflokkurinn stefni einnig að því að búa kjósendur undir það pólitískt að til þjóðaratkvæðagreiðslu komi um málið snemma á næstu öld. Auðvitað veit enginn hvemig mál munu skipast á næstu árum í brezkum stjórnmál- um en þó er ljóst, að áhrifamiklir aðilar innan íhaldsflokksins eru í meginatriðum sammála forystu brezka Verkamanna- flokksins og hafa raunar sumir hveijir hvatt til þverpólitískrar baráttu fyrir aðild Breta. Hlutverk hins nýja leiðtoga íhalds- manna er hins vegar að halda flokki sínum saman, sem er auðvitað frumskylda for- ystumanna stjórnmálaflokka, og þess vegna má búast við, að hann fari sér hægt. ^I ALLIR STJÓRN- ícliinrl nrr málaflokkar, nema ASiana Og- Alþýðuflokkur, ESB hafa verið andvígir aðild íslands að Evrópusambandinu og svo er einnig um meirihluta þjóðarinnar. Meginástæðan er auðvitað sú, að við getum ekki gerzt aðil- ar að óbreyttri sjávarútvegsstefnu ESB. Þeir samningar, sem Norðmenn náðu við Evrópusambandið en voru síðan felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu þar, væru alger- lega óviðunandi fyrir okkur og er þá átt við þá kafla þeirra samninga, sem fjölluðu um sjávarútvegsmál. Endurskoðun sjávar- útvegsstefnu ESB stendur yfir og fyrr en henni er lokið mun ekkert liggja fyrir um hvort hugsanlegar breytingar á henni verða okkur að skapi. Aðiid að Myntbandalagi ESB-ríkja er óhugsandi án aðildar að ESB og þess vegna eru allar vangaveltur um þátttöku okkar í sameiginlegum gjaldmiðli óraun- hæfar. Á hinn bóginn er ljóst, að þessi þróun í Evrópu mun hafa mikil áhrif á stöðu okkar og hagsmuni. Við gætum átt eftir að komast í þá erfiðu stöðu, að aðild að ESB væri óhugsandi vegna sjávarút- vegsstefnu bandalagsins en að standa utan hins sameiginlega gjaldmiðils yrði okkur afar þungbært. Af þessum sökum skiptir miklu máli að við fylgjumst rækilega með því, sem er að gerast og mun gerast í Evrópu á næstu árum og að stöðug athugun fari fram á áhrifum þeirrar þróunar á íslenzka hags- muni. í því sambandi er fróðlegt fyrir okkur að kynnast því, hvernig Bretar standa að undirbúningi hugsanlegrar að- ildar að Myntbandalaginu. Og það verður líka gagnlegt fyrir okkur að fylgjast með umræðum um þessi mál í Danmörku og Svíþjóð. Við getum áreiðanlega gert margvísleg- ar ráðstafanir til að laga okkur að þróun- inni í Evrópu og til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar en ýta undir þau jákvæðu. Jafnframt mundi slík aðlögun auðvelda okkur nýjar ákvarðanir í þessum málum á næstu öld, ef þær breytingar yrðu í uppbyggingu og þróun ESB, sem gerðu aðild fýsilegri kost en nú er. Af þessum ástæðum öllum er sú ákvörð- un, sem Alþingi og ríkisstjórn hafa nú tekið og vikið var að í upphafi mikilvæg. „Ljóst er af þessu, að brezka ríkis- stjórnin stefnir að þátttöku í Mynt- bandalagi Evrópu °g hyggst nota þetta kjörtímabil til að búa landið efnahagslega undir það, að af slíkri aðild verði að loknum næstu kosningum, sem fram eiga að fara í síðasta lagi eftir fimm ár. Jafn- framt má gera ráð fyrir, að Verkamanna- flokkurinn stefni einnig að því að búa kjósendur undir það póli- tískt að til þjóðar- atkvæðagreiðslu komi um málið snemma á næstu öld.“ £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.