Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Aðferðum við
ráðningu
skólasljóra
mótmælt
FÉLAG íslenskra sérkennara hefur
sent frá sér eftirfarandi ályktun og
áskorun um ráðningar í stjórnunar-
stöður við sérskóla:
„Aðalfundur Félags íslenskra sér-
kennara, haldinn á Grand Hóteli í
Reykjavík, laugardaginn 18. október
1997, mótmælir þeim aðferðum sem
Reykjavíkurborg viðhafði síðastliðið
haust við ráðningu skólastjóra að
sérskóla í borginni. Þrátt fyrir fag-
legar ábendingar Félags íslenskra
sérkennara og raunar margra fleiri
aðila var ráðinn til starfsins kennari
án réttinda til sérkennslu. Sýnd er
ótrúleg vanþekking á eðli stjórnun-
arstarfs í sérskóla. Þar verður stjórn-
andi að vera faglegur ráðgjafi ann-
arra sérkennara við skólann og hef-
ur sjálfur kennsluskyldu. Hann þarf
daglega að grípa inn í erfið úrlausn-
arefni sem snerta nemendur og
kennara og allir verða að vera þess
fullvissir að skólastjórinn gæti fag-
legs samræmis í vinnbrögðum. Þeg-
ar ekki fást sérkennarar í allar kenn-
arastöður við sérskóla og ráðnir eru
almennir kennarar er það skólastjór-
inn sem ætlað er að leiðbeina þeim.
Stjórnandi, sem ekki uppfyllir fag-
legar kröfur, verður byrði á fagfólki
skólans og allri starfsemi hans.
Fundurinn skorar á sveitarstjórn-
armenn að setja sér þær reglur við
ráðningar í stjórnunarstöður við sér-
skóla að stjórnandinn hafi þá sér-
menntun sem tilskilin er.“
♦ ♦ -4-
Málþing um
fullorðins-
fræðslu
kirkjunnar
Safnaðaruppbyggingarnefnd þjóð-
kirkjunnar efnir til málþings um
fullorðinsfræðslu kirkjunnar. Mál-
þingið verður haldið í Háteigskirkju
10. nóvember kl. 16.30-22. Þingið
verður umræðuvettvangur en er
ætlað að veita þátttakendum hag-
nýtar hugmyndir, aðferðir og verk-
færi til fullorðinsfræðslu.
í stuttum erindum verða mikilvæg
atriði kirkjulegrar fullorðinsfræðslu
reifuð. Rætt verður um tilgang,
markmið og hlutverk fullorðins-
fræðslu kirkjunnar; hvaða skilaboð
aðferðir fullorðinsfræðslunnar gefí
þátttakendum; fullorðinsfræðsluna
og markaðsfræðin. Þá verður á
grundvelli dæma úr starfinu gert
grein fyrir nokkrum málaflokkum
fræðslunnar og mismunandi leiðum
og aðferðum til þess að taka þá til
meðhöndlunar í fullorðinsfræðslu
kirkjunnar.
Þátttakendur verða fólk sem
starfar við fræðslumál innan kirkj-
unnar eða hefur áhuga á að koma
af stað eða taka þátt í að styrkja
fullorðinsfræðslu hennar m.a. innan
safnaða sinna. Skráning er á bisk-
upsstofu.
SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 53
--------------------------1
Góður búnaður, Gott vefð I
lr—
MORE tölvur
fra Boðeindj
ff
MORE
T ö I v u r
MORE 200
ASUS móðurborð
200 MHz M2 Cyrix örgjörvi
512K flýtiminni
32MB vinnsluminni EDO
3200MB harður diskur Ultra DMA
24 hraða geisladrif
15” ViewSonic 100 riða skjár
Soundblaster hljóðkort
Windows 95 lyklaborð
Microsoft samhæfð mús
Windows 95 á geisladisk
MPEG2 spilari og fleira og fleira...
kr. 114.500 stgr.
10 ára reynsla.
+ ViewSonic tölvuskjáir
ViewSonic skjáirnir hafa hlotið einróma lof fagmanna og
fjölda viðurkenninga. 77 verðlaun á síðasta ári segir allt
sem segja þarf.
Núna er einstakt tækifæri til að eignast hágæða 17” skjá.
Við bjóðum Optiquest skjá frá ViewSonic á frábæru verði
Tillx>*sver« a*eins 54.800stgr.
AVISION bofðskannar
Fyrir skólann, myndaalbúmið eða bara til skemmtunar
Það getur verið bæði gagnlegt og gaman að eiga góðan skanna.
Nýji AV363C borðskanninn frá AVISION er í einu orði sagt frábær.
Hann er afar einfaldur í uppsetningu og með honum fylgir vandaður
hugbúnaður. Allt að 600 pát, skannar í einni umferð og er 30 bita.
Tilboðsverð aðeins kr. 25.900 stgr.
ViewSonic*
TÖLVUVERSLUN - ÞJÖNUSTA
Mörkln 6 -108 Reykjavík - sími 588 2061 - fax 588 2062
www.bodeind.is
Móðurborð
Eins/tveggja örgjörva
I
I
Kíktu í Mörkina, það borgar sig! I
I
I
J
HAUSTSYNING
BALENO • SWIFT • VITARA
Sjáðu m.a.: • Upphœkkaðan 33" Vitara
• Vitara grind án yfirbyggingar
• Fjórhjóladrifinn Baleno Wagon
Fáðu £ría
ljósastillingu
á meðan þú
skoðar nýju
bílana!
r
SUZUKI
AFL, OG
ÖRYGGI
SUNNUDAG FRA 12-17
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
\