Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 39 FRÉTTIR Nýr ráð- stefnusalur á Grand Hótel Reykjavík NÚ STANDA yfir framkvæmdir á ráðstefnusal á Grand Hótel Reykja- vík sem kemur til viðbótar þeim 5 ráðstefnusölum sem fyrir eru. Nýi salurinn verður stærri og fullkomn- ari en þeir salir sem fyrir eru. Nú þegar hefur hluti af þessari aðstöðu verið tekinn í notkun en gert er ráð fyrir að salurinn verði opnaður form- lega föstudaginn 28. nóvember. Heildarflatarmál salarins er 345 mz og lofthæð 4 metrar. Til viðbótar eru 230 m2 forrými sem nýta má t.d. fyrir sýningarspjöld eða bása sem tengjast viðkomandi ráðstefnu eða kaffiaðstöðu. Öll aðskoma að salnum er sérlega auðveld þar sem hægt verður að leggja stórum öku- tækjum beint við vöruinngang hans. Ætlunin er að nýta salinn undir hvers konar fundi, ráðstefnur, sýn- ingar og mannfagnaði. Þar verður nýjasti tæknibúnaður sem völ er á fyrir ráðstefnur, ljósabúnaður allur hinn fullkomnasti og túlkunarað- staða verður í salnum. -----♦ ♦ ♦----- JÓLAKORT Kvenfélags Hringsins 1997. Jólakort Hringsins komið út ÆJA, Þórey Magnúsdóttir, mynd- listarmaður, hefur gefið Barnasjóði Hringsins málverk sitt „Vernd“ og prýðir þessi mynd jólakort Hringsins 1997. Jólakortaútgáfa Hringsins hefur í tvo áratugi verið ein aðaluppistaðan í tekjuöflun félagsins til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Á næsta ári verður hafist handa við að byggja fullkominn og sérhannað- an barnaspítala á Landspítalalóð. Hringskonur hafa lofað 100 milljón- um króna til byggingarinnar. Æja vinnur sem myndhöggvari og málari og hefur hún jafnt haldið einkasýningar sem og tekið þátt í samsýningum. Jólakortið er að öllu leyti unnið í Odda ehf. Útgefandi og dreifingar- aðili er Hringurinn Kvenfélag, Ás- vallagötu 1, 101 Reykjavík. ------♦_♦_♦------ Málþing* um sérkennslu í leikskólum MÁLÞING F.Í.L. um sérkennslu í leikskólum verður haldið 15. nóv- ember nk. kl. 8.30-14.35. Málþingið er ætlað félögum í Félagi íslenskra leikskólakennara. Fundarstaður verður í Rúgbrauðsgerðinni, Borgar- túni 6, Reykjavík. Þátttöku ber að tilkynna á skrifstofu F.Í.L. fyrir 12. nóvember. Fyrir hádegi verður fjallað um: sérkennslu í leikskólum á Islandi og sérkennslu í leikskólum á ábyrgð sveitarfélaganna. Eftir hádegi verður fyrirlestur um: Hvernig finnast börn sem þurfa sérkennslu í leikskólum. Morgunblaðið/Þorkell HLUTI hins nýja fjölnota salar hefur verið tekinn í notkun. Fræðslufundur um réttindi sjúklinga STUÐNINGSHOPAR Krabba- meinsfélagsins, Ný rödd, Sam- hjálp kvenna, Stómasamtökin og Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, hafa opið hús á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1, þriðjudaginn 11. nóv- ember kl. 20. Rætt verður um lög um réttindi sjúklinga. Frummælendur verða Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, Ástríður Stefánsdóttir, læknir, og M.A. í heimspeki, Sigurður Björnsson, læknir, Sigurður Líndal, prófess- or og Sigurður Jón Ölafsson, for- maður Stómasamtakanna. Auk frummælenda munu Matthías Halldórsson, aðstoðarlækir og Ragnheiður Haraldsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu sitja fyrir svörum. Fundar- stjóri er Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Is- lands. Kaffiveitingar verða í boði Krabbameinsfélags Reykjavíkur. í frétt frá samtökunum segir að félagsmenn og aðrir séu hvatt- ir til að fjölmenna. R E Y K J AVIKURHÖFN 80 ARA Reykj avíkurhöfn öflug viðskiptamiðstöð til framtíðar Hátíðardagskrá á Grand Hótel mióvikudaginn 12. nóvember 1997 I 'I Tökum stefnuna saman Áhugafólk um uPpbyggingu Reykjavíkurhafnar er eindregið hvatt til að mæta og taka þátt í umræðunum 08:15 Opinn fundur hafnarstjórnar Salur: Gallerí Dagskrá: • Stefnumótun fyrir Reykjavíkurhöfn 9 Reykjavíkurhöfn 1992 - 1996 • Makaskiptasamningur hafnarsjóðs og borgarsjóðs • Lífríki, saga og starfsemi Reykjavíkurhafnar - kennslugögn fyrir 6. bekk grunnskóla Málefnahópar starfa frá kl. 10:00-12:00 Umræðuefni 1. Alþjóðleg miðstöð í Norður-Atlantshafi Salur: Gullteigur A Rætt verður m.a. um framtíð og mikilvægi hafnarinnar sem öflugrar miðstöðvar í Norður-Atlantshafi í alþjóðlegum viðskiptum með vörur, sjávarafurðir og sem umskipunar- og birgðahöfn. Hvað má gera betur til að ná meiri árangri? 2. Helsta flutningahöfn íslands Salur: Hvanunur A Rætt um Reykjavíkurhöfn sem viðskipta- og vörumiðstöð fyrir ísland, milliflutninga fyrir landsbyggðina, afgreiðsluhraða, flutningaflæði, tengingar á landi, lofti og legi. Hvað parf að gera til að mæta væntingum og þörfurn innlendra vöruflytjenda á næstu árum og áratugum? lranisögumenn Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri utanlandsdeildar Eimskips Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. Jón Sigurðarson, forstjóri Fiskafurða hf. Knútur Hauksson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Fundarstjóri: Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa hf. Fundarritari: Þór Jónsson, fréttamaður Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips Jón Pálsson, deildarstjóri þróunardeildar Samskipa hf. Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna Thomas W. Möller, framkvæmdastjóri markaðssviös OLÍS Fundarstjóri: Friðþjófur Ó. Johnson, forstjóri O. Johnson & Kaaber hf. Fundarritari: Jóhanna Birgisdóttir, blaðamaður 3. Viðskiptamiðstöð sjávarafurða Einar Björnsson, flutningastjóri íslenskra sjávarafurða hf. Salur: Gullteigur B Jón Ásbjörnsson, forstjóri Jóns Ásbjörnssonar hf. Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri erlendra verkefna SH Rætt verður um höfnina sem viðskiptamiðstöð sjávarútvegs og Sigurbjörn Svavarsson, formaður Útvegsmannafélags Reykjavíkur fiskafurða, bæði fyrir íslenska framleiðendur og þá aðila sem- kaupa, vinna og selja fisk frá ýmsum þjóðum og selja á alþjóðlegum Fundarstjóri: Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávanitvegsráðherra mörkuðum. Hvað má betur gera’ Fundarritari: Þorsteinn Víglundsson, blaðamaður 4. Hlekkur í íslenskum iðnaði Salur: Hvammur B Rætt um Reykjavíkurhöfn sem virkan hlekk í íslenskunr iðnaði, hlið til útrásar, frísvæði og miðstöð fyrir fullvinnslu- og samsetningariðnað. Hvert er hlutverk hafnarinnar í uppbyggingu á nýrri öld? - Er nægilegt framboð iðnaðarlóða í Reykjavík? Birgir Þór JósafaLsson, framkvæmdastjóri Jósafats Hinrikssonar hf. Guðmundur Jónsson, innkaupastjóri Kassagerðar Reykjavíkur hf. Gunnar Jóhannsson, forstjóri Fóðurblöndunnar hf. Hákon Björnsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar hf. Fundarstjóri: Sveinn S. Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðna ðarins Fundarritari: Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, fjölmiðlaráðgjafi Miðstöð þjónustu og skipaviðgerða Salur: Dalur Meðal umræðuefna verður hvernig bæta megi ímynd og styrk hafnarinnar sem þjónustuhafnar til að laða að innlend og erlend verkefni í auknum mæli. Er fagmennska í fyrirrúmi? Fæst hér allt til viðgerða? Þurfa fyrirtæki að sameinast í fyrirtækjanet og þjónustuheildir til að skapa tækifæri til markaðssóknar? Hvaða áhrif hafa örar breytingar í fiskveiðum og á fiskiskipum á viðskiptin? Framtíðarhlutverk í ferðaþjónustu Salur: Gallerí I lvert er framtíðarhlutverk hafnarinnar í ferðaþjónustu? Tuttugu þúsund farþegar skemmtiferðaskipa fara um höfnina á sumri hverju. Hvernig er hægt að selja þeim meiri vöru og þjónustu í borginni? Hvaða aðstöðu þarf í höfninni í framtíðinni fyrir enn stærri skip, með allt að 2.000 farþega? Hvaða aðstöðu þarf í og við höfnina til að auka þjónustu á svæðinu við ferðamenn. Hjörtur Gíslason, fulltrúi hjá Ögurvík hf. Jóhannes Jónsson, forstjóri Bónusbirgða ehf. Pétur Björnsson, framkvæmdastjóri ísfells ehf. Steinar Viggósson, yfirmaður tæknideildar Stálsmiðjunnar hf. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar Fundarstjóri: Bolli Magnússon, skipatæknifræðingur hjá Ráðgarði hf. Fundarritari: Þórleifur Ólafsson, blaðamaður Edda Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri verslunarinnar Flex Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa Hörður Erlingsson, ferðaskrifstofu Harðar Erlingssonar Ebenezer Böðvarsson, sölustjóri hjá Ferðaskrifstofunni Atlantik hf. Fundarstjóri: Ágúst Ágústsson, markaðs- og kynningarstjóri Reykjavíkurhafnar Fundarritari: Svala Jónsdóttir, fjölmiðlaráðgjafi Vinsamlegast tilkynniö þátttöku helst ekki síðar en mánudaginn 10. nóvember nk. í síma 552-8211 hjá Reykjavíkurhöín eða í sima 562-2411 hjá KOM ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.